Fleiri fréttir Er rógur lævís flótti frá raunveruleikanum? Hjörleifur Jakobsson skrifar Sem fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi blöskrar mér hin ósanngjarna umræða að undanförnu um málefni bankans. Markvisst hefur verið lekið óljósum og misvísandi upplýsingum til fjölmiðla til að þyrla upp moldviðri og lævísar smjörklípur ganga ómeltar á milli fjölmiðla og almennings. 31.1.2009 06:00 Máttur söngsins Þorvaldur Gylfason skrifar Sem ég stóð ásamt konu minni í miðju mannhafinu á Austurvelli á laugardaginn var og hlýddi á þrumuræðu Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar, síðasta ræðumannsins að því sinni, hélt ég, að hápunkti fundarins hlyti að vera náð, svo firnagóð þótti mér ræðan. Fundinum var þó ekki lokið. Að loknu máli Guðmundar Andra tók fríður flokkur söngvara sér stöðu við tröppur Alþingis og söng Land míns föður og Hver á sér fegra föðurland? Við þurftum að færa okkur nær til að heyra vel. Sjaldan hef ég heyrt þessi ægifögru ættjarðarlög betur sungin og af dýpri og innilegri tilfinningu. Tilefnið var ærið, einlægur samhugur á Austurvelli og einvalasöngvarar í kórnum, þar á meðal heimssöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson tenór, sem býr sig nú undir að syngja Siegfried í samnefndri óperu Wagners í Þýzkalandi, og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, reyndur og rómaður kirkjukórsöngvari. 29.1.2009 08:50 Ég er enn mótmælandi Arnar Guðmundsson skrifar Ég mótmæli því að við stefnum tækifærum barnanna okkar til að búa við góð lífskjör og öflugt velferðar- og menntakerfi í hættu með ábyrgðarleysi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess vegna eru mínar kröfur í mótmælunum fáar en efnislegar og óháðar ríkisstjórnarmynstri. Ég krefst þess að stjórnvöld, framfylgi hratt og fumlaust þeirri aðgerðaáætlun sem sett var fram í Viljayfirlýsingu ríkisstjórnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að leysa hér úr bráðri gjaldeyris- og fjármálakreppu og skapi þannig eðlilegar forsendur fyrir tekjuöflun þjóðarinnar, atvinnu og velferð með endurreisn atvinnulífs og utanríkisviðskipta. 28.1.2009 05:00 Losa þarf gjaldeyrishöft og lækka vexti Óli Kristján Ármannsson skrifar "Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja við góða stefnu, ekki einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnarsamsteypur,“ segir Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd AGS hér á landi. "Stuðningur [AGS] heldur áfram, svo fremi sem viðeigandi aðgerðum er við haldið á Íslandi.“ 28.1.2009 00:01 Sigur fólksins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð – verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. 28.1.2009 00:01 Langþráð gúrka Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Skoði maður helstu fréttir fjölmiðla fyrir ári síðan er ekki laust við að djúpur söknuður grípi mann. Söknuðurinn felst samt ekki í þránni eftir horfnum lífsgæðum og frelsi undan horfnum lífsgæðum. Það sem mest eftirsjá er að, eru fréttir sem fólk nennir að lesa. Fréttir af fólki og fyrir fólk, frekar en endalaust hjakk í sama fari vegna stórfrétta, válegra tíðinda og annarra hörmunga. 27.1.2009 00:01 Óþarfa áhyggjur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Í fæðingarhríðum Nýja-Íslands virðast hörmungarnar engan enda ætla að taka. Athygli okkar flögrar á milli sökudólganna sem hafa svikið okkur í laumi í langan tíma. Auðmannanna sem hafa það eina markmið að svíða til sín allt okkar strit. Bankanna sem voru í sama leiðangri á bak við svo hjartnæmar ímyndarauglýsingar að jafnvel harðsvíruðustu naglar klökknuðu. Hins grátbroslega seðlabankastjóra, „fjármálaeftirlitsins", að ógleymdum forseta og ráðherrum sem fannst svo geðveikt gaman að vera þotulið. Yfir og allt um kring trónir krumla alþjóðlegrar fjármálakreppu sem ætlar að kreista líftóruna úr okkur öllum. 26.1.2009 06:00 Ótrygg er ögurstundin Guðmundur Andri Thorsson skrifar Þegar þetta er skrifað á sunnudegi líður manni eins og nú sé ögurstundin - augnablikið þegar náttúran heldur niðri í sér andanum áður en aftur fer að falla að… Manni finnst eitthvað í vændum. Eitthvað er um garð gengið. Og ótrygg er ögurstundin. 26.1.2009 06:00 Lýðskrumshætta Auðunn Arnórsson skrifar Eftir að ljóst er orðið að kosið verður í vor, landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað fram í lok marz og óvíst hvaða stjórn sitji við völd fram að kosningum er jafnframt orðið ljóst að engin ákvörðun verður tekin um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrr en í fyrsta lagi eftir að ný ríkisstjórn verður tekin til starfa eftir kosningar. 26.1.2009 04:00 Þak á innheimtukostnað og lækkun dráttarvaxta Björgvin G. Sigurðsson skrifar Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. 24.1.2009 07:00 Óhamingjuvopnin Þorsteinn Pálsson skrifar Forystumenn beggja stjórnarflokkanna stríða við veikindi. Gagnvart því á þjóðin einn hug sem með þeim stendur. Aðstæðurnar setja hins vegar mark sitt á framvindu stjórnmálanna. Engu er líkara en því séu engin takmörk sett hvernig vopn óhamingjunnar vega að landinu. 24.1.2009 06:00 Þjóð á móti Guðmundur Steingrímsson skrifar Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. 24.1.2009 06:00 Burt með Ísraelsher! Neyðaraðstoð til Gaza Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Gaza Eins og við hafði verið búist þá linnti árásum Ísraelshers á Gaza um síðustu helgi, að minnsta kosti í bili? Það þurfti að sópa gólf áður en nýr Bandaríkjaforseti tæki við. Enda þótt dauðinn og eyðileggingin af völdum Ísraelshers sé ægileg en hún blasir við sjónum hvarvetna á Gazasvæðinu, þá er önnur eyðilegging sú sem Ísraelsstjórn hefur valdið sjálfri sér og Ísraelsríki um langa framtíð. Hann verður seint máður af morðingjabletturinn sem nú stingur í augun meira en nokkru sinni fyrr í sex áratuga blóðugri hernámssögu Ísraelsríkis gagnvart nágrönnum sínum. 24.1.2009 06:00 Hjálmar og skildir Einar Már Jónsson skrifar Þegar ég fylgist úr mikilli fjarlægð með sjónvarpsfréttum af þeim undarlegu tíðindum sem hafa verið að gerast í hjarta Reykjavíkur síðustu daga, finnst mér þarna blasa við nokkuð kunnugleg sýn. 24.1.2009 04:45 Pottar og sleifar en ekki grjót Jón Kaldal skrifar Flest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu. 23.1.2009 06:00 Hvernig verjast smáríki ytri áföllum? Baldur Þórhallson skrifar Hér birtist lengri útgáfa greinar sem Baldur Þórhallsson prófessor skrifaði í Fréttablaðið í dag: Smáríki, eins og Ísland, þarf á öflugu efnahagslegu skjóli að halda hjá voldugum nágrönnum eða fjölþjóðastofnunum til að standa af sér alþjóðlegar hagsveiflur og tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Í þessari grein er því haldið fram að íslenskum stjórnvöldum hafi mistekist að tryggja landinu efnahagslegt skjól. 23.1.2009 06:00 Geir til varnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Kæri Geir. Það er ábyggilega erfitt að vera þú núna. Mér datt þess vegna í hug að skrifa uppörvandi pistil um leiðtogahæfileika þína og hvað þú ert góður forsætisráðherra. Allt frá falli bankanna hefur Geir H. Haarde sýnt að hann er…öh… góður í að…mmm… Geir kann að…neineinei…bæta upplýsingaflæði - nei, ekki það…bíðum við, ekki síðan Davíð…nei, ekki það heldur. Maður fólks…nei, bíddu…maður sem horfist í augu við…við hvað? …horfist í augu við…ástand…sem fæstir myndu…fæstir gætu…? öh…æi fokk! 23.1.2009 06:00 Af lýðræðishalla ESB Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. 23.1.2009 05:00 Vopnahlé á Gaza Elsa Dóróthea Daníelsdóttir skrifar Fólk mér kærkomið hefur haft samband við mig og beðið mig um að skrifa meira til að upplýsa Íslendinga um ástandið hérna megin í heiminum. Svo ég ákvað að segja ykkur frá einhverju af því sem ég hef heyrt og séð síðustu daga. Ég hef margar sorgarsögur að segja, hér á eftir eru aðeins örfáar þeirra. 22.1.2009 06:00 Slæm staða Hafnarfjarðar Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. 22.1.2009 06:00 Hvað er fram undan? Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. 22.1.2009 06:00 Háskólasjúkrahús Jón Gunnarsson alþingismaður birti grein í Fréttablaðinu 19. janúar undir fyrirsögninni „Hátæknisjúkrahús“. Þar lýsir hann efasemdum um að byggt verði „hátæknisjúkrahús“ í Vatnsmýrinni og að nær væri að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu. Hlutverk Landspítala og sjúkrahússtarfsemi almennt nú á dögum þarf að skýra. 22.1.2009 06:00 TF-HFF 22.1.2009 00:01 Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson skrifar Innsetning nýs forseta í Bandaríkjunum markar jafnan nokkur tímamót. Kjör manns af afrískum uppruna til þeirra áhrifa er merkisteinn á framfarabraut. Margir Bandaríkjamenn líta eðlilega á viðburðinn sem upphaf nýrra tíma. En það gera menn í víðari skilningi. 21.1.2009 06:00 Glöggt er gests augað Óli Kristján Ármannsson skrifar "Útlit er fyrir að árið 2009 verði eitt það erfiðasta í hagsögu undanfarinna áratuga. Óvissuþættir sem varða stöðu þjóðarbúsins og fjármál ríkisins eru verulegir.“ Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og varla ofsagt að óvissa sé mikil um framhaldið. 21.1.2009 13:30 Aðgerðir gegn atvinnuleysi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnuleysi Félags- og tryggingamálaráðuneytið leggur kapp á að virkja og efla vinnumarkaðsúrræði sem ráðuneytið og stofnanir þess hafa yfir að ráða og finna nýjar leiðir til að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og nýlega voru settar reglugerðir um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem eiga að auðvelda fólki án atvinnu að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa því leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnuþátttöku á ný. Hækkun atvinnuleysisbóta var flýtt og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. í stað 1. mars eins og áður hafði verið ákveðið. 21.1.2009 05:00 Kjósum um nýtt Ísland Þær raddir gerast nú æ háværari að lýðveldi Íslendinga sé gengið sér til húðar og að við endurreisn þess þurfi að gera grundvallarbreytingar á stjórnskipan landsins; stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Meðal talsmanna þessara sjónarmiða eru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Njörður P. Njarðvík. 21.1.2009 04:00 Leiðin aðmeðalveginum J'on Sigurður Eyjólfsson skrifar Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar. 21.1.2009 04:00 Stórfyrirtækjum er það ljóst Allir stjórnendur skilja nauðsyn þess að halda starfsmönnum upplýstum. Þeir taka því hins vegar oft sem gefnu að starfmenn viti fyrir hvað fyrirtækin þeirra standa. Raunin er oft önnur því á sumum stöðum hafa starfsmenn ekki hugmynd um það. Á öðrum stöðum er þekkingin til staðar en þeir hafa hins vegar ekki þau tól né umboð til þess að geta unnið samkvæmt því. Í þessum tilfellum eru ytri markaðsherferðir alltaf að segja eitt, en starfsfólkið segir og gerir annað. 21.1.2009 03:45 Samkeppni hraðar endurreisn Í kjölfar bankarhrunsins er mikilvægt að hefja strax endurreisn á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Til að það sé mögulegt á sem stystum tíma verður að ríkja öflug samkeppni hér á landi. Af þeim sökum lagði ég fram þingsályktunartillögu fyrir jól um heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja. 21.1.2009 03:30 Þegar eitt útilokar ekki annað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Þegar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu.“ Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær. 20.1.2009 06:00 Atlaga að almannahag Gunnar Tómasson skrifar Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. 20.1.2009 07:00 Endurmenntunarnámskeið Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með. 20.1.2009 06:00 Vinur þinn á vin Jónína Michaelsdóttir skrifar Þegar ég var blaðamaður á Vísi á sínum tíma, ræddi ég eitt sinn við Eystein Jónsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Þegar ég hringdi til hans og spurði hvort hann væri fáanlegur í helgarviðtal, sagði hann eftir stutta þögn: „Vísi! Jú, verður maður ekki að tala við alla nú til dags!“ 20.1.2009 06:00 Opnari staða Þorsteinn Pálsson skrifar Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, svaraði á dögunum spurningum Boga Ágústssonar í einum af vönduðum þáttum hans. Sá hiklausi talsmaður Evrópusamvinnu vék þar að Íslandi og Evrópusambandinu. Heilræði hans var að taka ekki endanlega ákvörðun um aðild nema sannfæring hjartans byggi að baki. 19.1.2009 06:00 Hátæknisjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. 19.1.2009 04:00 Ómissandi fólk Guðmundur Andri Thorsson skrifar Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Afgangurinn af þjóðinni er hins vegar missandi. Það má alveg segja upp starfsfólki á spítulum og skrifstofum, skólum og elliheimilum, arkitektastofum, bönkum, byggingafyrirtækjum, fjölmiðlum, frystihúsum… já öllum fyrirtækjunum sem ekki geta lengur greitt laun vegna efnahagsstjórnar hins ómissandi fólks. Allar þessar vinnufúsu hendur sem af trúmennsku hafa haldið hjólum atvinnulífsins gangandi - þær mega nú hvíla verklausar í skauti. En á valdastólunum situr aftur á móti ómissandi fólk. 19.1.2009 04:00 Nýtt tækifæri Gerður Kristný skrifar Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. 19.1.2009 03:00 Bríet kann svörin Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. 17.1.2009 00:01 Örþjóð á krossgötum Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur í íslensku efnahagskerfi. Frá árinu 2004 til loka september 2008 jókst verg landsframleiðsla um 54% og útflutningstekjur um 69%. Frá 2004 til 2007 jókst kaupmáttur launa um 9%. Menn trúðu því að hér væri mikil velmegun á ferð, sem byggðist á áræðni og dugnaði þjóðarinnar. Þegar betur er að gáð var ekki um vöxt að ræða, sem byggðist á aukinni framleiðni og verðmætasköpun, heldur vöxt sem að stórum hluta var byggður á erlendri skuldasöfnun. 16.1.2009 06:00 Framsókn til framtíðar Stjórnmálaflokkarnir eru ein meginstoð þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Því miður hefur það hins vegar gerst á síðustu áratugum að fólk hefur í minna mæli sinnt starfi innan stjórnmálaflokka en áður. Þetta hefur leitt til þess að færri einstaklingar taka ákvarðanir, marka stefnu og velja frambjóðendur en áður var. Áhugi fólks á stjórnmálum hefur samt sem áður ekki minnkað og við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu má búast við að fólk hafi meiri tíma og hvata til að taka þátt í stjórnmálastarfi. 16.1.2009 05:00 Neyðarlögin og framkvæmd þeirra Í byrjun október tókst að koma í veg fyrir að bankastarfsemi stöðvaðist, þrátt fyrir fall viðskiptabankanna þriggja sem náðu yfir um 85% af bankakerfi landsins. Öll hefðbundin innlend bankaþjónusta gekk áfallalaust, bankaútibú voru opin og greiðslukort virkuðu. Stofnaðir voru nýir bankar til að sinna innlendri bankaþjónustu og ráðstafanir gerðar til að vernda og vinna úr eignum gömlu bankanna. Þessar aðgerðir voru framkvæmdar á grundvelli svokallaðra neyðarlaga sem Alþingi samþykkti 6. október sl. 15.1.2009 07:30 Um atvinnuöryggi starfsstétta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. 15.1.2009 06:00 Ísland sem hindrunarhlaup Þorvaldur Gylfason skrifar Saga Íslands er haftasaga og hindrana. Danir lögðu á fyrri tíð ýmsar hömlur á Íslendinga, neituðu þeim um fríverzlun og sjálfstæði. Íslendingar lögðu síðan sjálfir hverjir á aðra ýmis þrúgandi höft, einkum 1927-1960, og enn eimir eftir af þeim. Enn stendur blátt bann við fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Hagsmunahópar standa á bak við hömlurnar. 15.1.2009 06:00 „Ráðherrar sömdu spurningar“ Menn muna nú þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum og ráðherrar sömdu spurningar fyrir fréttamennina." Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður í úrvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 17. desember síðastliðinn. Þessi orð lét hann falla þegar hann skýrði frá því að hann væri að fjalla um það í menntamálanefnd Alþingis að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu. 15.1.2009 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Er rógur lævís flótti frá raunveruleikanum? Hjörleifur Jakobsson skrifar Sem fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi blöskrar mér hin ósanngjarna umræða að undanförnu um málefni bankans. Markvisst hefur verið lekið óljósum og misvísandi upplýsingum til fjölmiðla til að þyrla upp moldviðri og lævísar smjörklípur ganga ómeltar á milli fjölmiðla og almennings. 31.1.2009 06:00
Máttur söngsins Þorvaldur Gylfason skrifar Sem ég stóð ásamt konu minni í miðju mannhafinu á Austurvelli á laugardaginn var og hlýddi á þrumuræðu Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar, síðasta ræðumannsins að því sinni, hélt ég, að hápunkti fundarins hlyti að vera náð, svo firnagóð þótti mér ræðan. Fundinum var þó ekki lokið. Að loknu máli Guðmundar Andra tók fríður flokkur söngvara sér stöðu við tröppur Alþingis og söng Land míns föður og Hver á sér fegra föðurland? Við þurftum að færa okkur nær til að heyra vel. Sjaldan hef ég heyrt þessi ægifögru ættjarðarlög betur sungin og af dýpri og innilegri tilfinningu. Tilefnið var ærið, einlægur samhugur á Austurvelli og einvalasöngvarar í kórnum, þar á meðal heimssöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson tenór, sem býr sig nú undir að syngja Siegfried í samnefndri óperu Wagners í Þýzkalandi, og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, reyndur og rómaður kirkjukórsöngvari. 29.1.2009 08:50
Ég er enn mótmælandi Arnar Guðmundsson skrifar Ég mótmæli því að við stefnum tækifærum barnanna okkar til að búa við góð lífskjör og öflugt velferðar- og menntakerfi í hættu með ábyrgðarleysi í kjölfar fjármálakreppunnar. Þess vegna eru mínar kröfur í mótmælunum fáar en efnislegar og óháðar ríkisstjórnarmynstri. Ég krefst þess að stjórnvöld, framfylgi hratt og fumlaust þeirri aðgerðaáætlun sem sett var fram í Viljayfirlýsingu ríkisstjórnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að leysa hér úr bráðri gjaldeyris- og fjármálakreppu og skapi þannig eðlilegar forsendur fyrir tekjuöflun þjóðarinnar, atvinnu og velferð með endurreisn atvinnulífs og utanríkisviðskipta. 28.1.2009 05:00
Losa þarf gjaldeyrishöft og lækka vexti Óli Kristján Ármannsson skrifar "Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja við góða stefnu, ekki einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnarsamsteypur,“ segir Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd AGS hér á landi. "Stuðningur [AGS] heldur áfram, svo fremi sem viðeigandi aðgerðum er við haldið á Íslandi.“ 28.1.2009 00:01
Sigur fólksins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð – verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. 28.1.2009 00:01
Langþráð gúrka Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Skoði maður helstu fréttir fjölmiðla fyrir ári síðan er ekki laust við að djúpur söknuður grípi mann. Söknuðurinn felst samt ekki í þránni eftir horfnum lífsgæðum og frelsi undan horfnum lífsgæðum. Það sem mest eftirsjá er að, eru fréttir sem fólk nennir að lesa. Fréttir af fólki og fyrir fólk, frekar en endalaust hjakk í sama fari vegna stórfrétta, válegra tíðinda og annarra hörmunga. 27.1.2009 00:01
Óþarfa áhyggjur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Í fæðingarhríðum Nýja-Íslands virðast hörmungarnar engan enda ætla að taka. Athygli okkar flögrar á milli sökudólganna sem hafa svikið okkur í laumi í langan tíma. Auðmannanna sem hafa það eina markmið að svíða til sín allt okkar strit. Bankanna sem voru í sama leiðangri á bak við svo hjartnæmar ímyndarauglýsingar að jafnvel harðsvíruðustu naglar klökknuðu. Hins grátbroslega seðlabankastjóra, „fjármálaeftirlitsins", að ógleymdum forseta og ráðherrum sem fannst svo geðveikt gaman að vera þotulið. Yfir og allt um kring trónir krumla alþjóðlegrar fjármálakreppu sem ætlar að kreista líftóruna úr okkur öllum. 26.1.2009 06:00
Ótrygg er ögurstundin Guðmundur Andri Thorsson skrifar Þegar þetta er skrifað á sunnudegi líður manni eins og nú sé ögurstundin - augnablikið þegar náttúran heldur niðri í sér andanum áður en aftur fer að falla að… Manni finnst eitthvað í vændum. Eitthvað er um garð gengið. Og ótrygg er ögurstundin. 26.1.2009 06:00
Lýðskrumshætta Auðunn Arnórsson skrifar Eftir að ljóst er orðið að kosið verður í vor, landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað fram í lok marz og óvíst hvaða stjórn sitji við völd fram að kosningum er jafnframt orðið ljóst að engin ákvörðun verður tekin um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrr en í fyrsta lagi eftir að ný ríkisstjórn verður tekin til starfa eftir kosningar. 26.1.2009 04:00
Þak á innheimtukostnað og lækkun dráttarvaxta Björgvin G. Sigurðsson skrifar Björgvin G. Sigurðsson skrifar um innheimtu Nú um miðja þessarar stormasömu viku undirritaði ég reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Reglugerðin byggir á innheimtulögum er öðluðust gildi nú um áramót. Kjarni hennar er að sett er þak á þá fjárhæð sem krefja má skuldara um við innheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra eða vegna eigin starfsemi. Í lögunum og reglugerðinni er m.a. kveðið á um góða innheimtuhætti þannig að ekki má t.d. beita skuldara óhæfilegum þrýstingi eða valda honum óþarfa tjóni eða óþægindum. 24.1.2009 07:00
Óhamingjuvopnin Þorsteinn Pálsson skrifar Forystumenn beggja stjórnarflokkanna stríða við veikindi. Gagnvart því á þjóðin einn hug sem með þeim stendur. Aðstæðurnar setja hins vegar mark sitt á framvindu stjórnmálanna. Engu er líkara en því séu engin takmörk sett hvernig vopn óhamingjunnar vega að landinu. 24.1.2009 06:00
Þjóð á móti Guðmundur Steingrímsson skrifar Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. 24.1.2009 06:00
Burt með Ísraelsher! Neyðaraðstoð til Gaza Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um Gaza Eins og við hafði verið búist þá linnti árásum Ísraelshers á Gaza um síðustu helgi, að minnsta kosti í bili? Það þurfti að sópa gólf áður en nýr Bandaríkjaforseti tæki við. Enda þótt dauðinn og eyðileggingin af völdum Ísraelshers sé ægileg en hún blasir við sjónum hvarvetna á Gazasvæðinu, þá er önnur eyðilegging sú sem Ísraelsstjórn hefur valdið sjálfri sér og Ísraelsríki um langa framtíð. Hann verður seint máður af morðingjabletturinn sem nú stingur í augun meira en nokkru sinni fyrr í sex áratuga blóðugri hernámssögu Ísraelsríkis gagnvart nágrönnum sínum. 24.1.2009 06:00
Hjálmar og skildir Einar Már Jónsson skrifar Þegar ég fylgist úr mikilli fjarlægð með sjónvarpsfréttum af þeim undarlegu tíðindum sem hafa verið að gerast í hjarta Reykjavíkur síðustu daga, finnst mér þarna blasa við nokkuð kunnugleg sýn. 24.1.2009 04:45
Pottar og sleifar en ekki grjót Jón Kaldal skrifar Flest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu. 23.1.2009 06:00
Hvernig verjast smáríki ytri áföllum? Baldur Þórhallson skrifar Hér birtist lengri útgáfa greinar sem Baldur Þórhallsson prófessor skrifaði í Fréttablaðið í dag: Smáríki, eins og Ísland, þarf á öflugu efnahagslegu skjóli að halda hjá voldugum nágrönnum eða fjölþjóðastofnunum til að standa af sér alþjóðlegar hagsveiflur og tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Í þessari grein er því haldið fram að íslenskum stjórnvöldum hafi mistekist að tryggja landinu efnahagslegt skjól. 23.1.2009 06:00
Geir til varnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar Kæri Geir. Það er ábyggilega erfitt að vera þú núna. Mér datt þess vegna í hug að skrifa uppörvandi pistil um leiðtogahæfileika þína og hvað þú ert góður forsætisráðherra. Allt frá falli bankanna hefur Geir H. Haarde sýnt að hann er…öh… góður í að…mmm… Geir kann að…neineinei…bæta upplýsingaflæði - nei, ekki það…bíðum við, ekki síðan Davíð…nei, ekki það heldur. Maður fólks…nei, bíddu…maður sem horfist í augu við…við hvað? …horfist í augu við…ástand…sem fæstir myndu…fæstir gætu…? öh…æi fokk! 23.1.2009 06:00
Af lýðræðishalla ESB Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. 23.1.2009 05:00
Vopnahlé á Gaza Elsa Dóróthea Daníelsdóttir skrifar Fólk mér kærkomið hefur haft samband við mig og beðið mig um að skrifa meira til að upplýsa Íslendinga um ástandið hérna megin í heiminum. Svo ég ákvað að segja ykkur frá einhverju af því sem ég hef heyrt og séð síðustu daga. Ég hef margar sorgarsögur að segja, hér á eftir eru aðeins örfáar þeirra. 22.1.2009 06:00
Slæm staða Hafnarfjarðar Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. 22.1.2009 06:00
Hvað er fram undan? Fólk heldur áfram að efna til mótmæla, sem ég skil vel. Hef jafnvel mætt á suma þessara funda og klappað fyrir ræðumönnum. Enda af nógu að taka og margt mætti betur fara. Fólk kallar eftir kosningum og ég tek undir þá kröfu að þjóðin veiti Alþingi nýtt umboð til að takast á við vandann. Þess vegna sömu flokkum og nú stjórna. Það ræðst af því sem kemur upp úr kjörkössunum. Þetta snýst um lýðræði. 22.1.2009 06:00
Háskólasjúkrahús Jón Gunnarsson alþingismaður birti grein í Fréttablaðinu 19. janúar undir fyrirsögninni „Hátæknisjúkrahús“. Þar lýsir hann efasemdum um að byggt verði „hátæknisjúkrahús“ í Vatnsmýrinni og að nær væri að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu. Hlutverk Landspítala og sjúkrahússtarfsemi almennt nú á dögum þarf að skýra. 22.1.2009 06:00
Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson skrifar Innsetning nýs forseta í Bandaríkjunum markar jafnan nokkur tímamót. Kjör manns af afrískum uppruna til þeirra áhrifa er merkisteinn á framfarabraut. Margir Bandaríkjamenn líta eðlilega á viðburðinn sem upphaf nýrra tíma. En það gera menn í víðari skilningi. 21.1.2009 06:00
Glöggt er gests augað Óli Kristján Ármannsson skrifar "Útlit er fyrir að árið 2009 verði eitt það erfiðasta í hagsögu undanfarinna áratuga. Óvissuþættir sem varða stöðu þjóðarbúsins og fjármál ríkisins eru verulegir.“ Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og varla ofsagt að óvissa sé mikil um framhaldið. 21.1.2009 13:30
Aðgerðir gegn atvinnuleysi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnuleysi Félags- og tryggingamálaráðuneytið leggur kapp á að virkja og efla vinnumarkaðsúrræði sem ráðuneytið og stofnanir þess hafa yfir að ráða og finna nýjar leiðir til að sporna við vaxandi atvinnuleysi. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og nýlega voru settar reglugerðir um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem eiga að auðvelda fólki án atvinnu að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa því leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnuþátttöku á ný. Hækkun atvinnuleysisbóta var flýtt og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. í stað 1. mars eins og áður hafði verið ákveðið. 21.1.2009 05:00
Kjósum um nýtt Ísland Þær raddir gerast nú æ háværari að lýðveldi Íslendinga sé gengið sér til húðar og að við endurreisn þess þurfi að gera grundvallarbreytingar á stjórnskipan landsins; stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Meðal talsmanna þessara sjónarmiða eru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Njörður P. Njarðvík. 21.1.2009 04:00
Leiðin aðmeðalveginum J'on Sigurður Eyjólfsson skrifar Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar. 21.1.2009 04:00
Stórfyrirtækjum er það ljóst Allir stjórnendur skilja nauðsyn þess að halda starfsmönnum upplýstum. Þeir taka því hins vegar oft sem gefnu að starfmenn viti fyrir hvað fyrirtækin þeirra standa. Raunin er oft önnur því á sumum stöðum hafa starfsmenn ekki hugmynd um það. Á öðrum stöðum er þekkingin til staðar en þeir hafa hins vegar ekki þau tól né umboð til þess að geta unnið samkvæmt því. Í þessum tilfellum eru ytri markaðsherferðir alltaf að segja eitt, en starfsfólkið segir og gerir annað. 21.1.2009 03:45
Samkeppni hraðar endurreisn Í kjölfar bankarhrunsins er mikilvægt að hefja strax endurreisn á íslensku viðskipta- og efnahagslífi. Til að það sé mögulegt á sem stystum tíma verður að ríkja öflug samkeppni hér á landi. Af þeim sökum lagði ég fram þingsályktunartillögu fyrir jól um heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja. 21.1.2009 03:30
Þegar eitt útilokar ekki annað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar Þegar þessum fundi lýkur skulið þið fara strax í það að sækja um aðild að Evrópusambandinu.“ Á þessa leið voru skilaboð hagfræðiprófessorsins Willems Buiter í upphafi fyrirlestrar hans í Háskóla Íslands í gær. 20.1.2009 06:00
Atlaga að almannahag Gunnar Tómasson skrifar Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. 20.1.2009 07:00
Endurmenntunarnámskeið Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með. 20.1.2009 06:00
Vinur þinn á vin Jónína Michaelsdóttir skrifar Þegar ég var blaðamaður á Vísi á sínum tíma, ræddi ég eitt sinn við Eystein Jónsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins. Þegar ég hringdi til hans og spurði hvort hann væri fáanlegur í helgarviðtal, sagði hann eftir stutta þögn: „Vísi! Jú, verður maður ekki að tala við alla nú til dags!“ 20.1.2009 06:00
Opnari staða Þorsteinn Pálsson skrifar Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, svaraði á dögunum spurningum Boga Ágústssonar í einum af vönduðum þáttum hans. Sá hiklausi talsmaður Evrópusamvinnu vék þar að Íslandi og Evrópusambandinu. Heilræði hans var að taka ekki endanlega ákvörðun um aðild nema sannfæring hjartans byggi að baki. 19.1.2009 06:00
Hátæknisjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. 19.1.2009 04:00
Ómissandi fólk Guðmundur Andri Thorsson skrifar Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Afgangurinn af þjóðinni er hins vegar missandi. Það má alveg segja upp starfsfólki á spítulum og skrifstofum, skólum og elliheimilum, arkitektastofum, bönkum, byggingafyrirtækjum, fjölmiðlum, frystihúsum… já öllum fyrirtækjunum sem ekki geta lengur greitt laun vegna efnahagsstjórnar hins ómissandi fólks. Allar þessar vinnufúsu hendur sem af trúmennsku hafa haldið hjólum atvinnulífsins gangandi - þær mega nú hvíla verklausar í skauti. En á valdastólunum situr aftur á móti ómissandi fólk. 19.1.2009 04:00
Nýtt tækifæri Gerður Kristný skrifar Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. 19.1.2009 03:00
Bríet kann svörin Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. 17.1.2009 00:01
Örþjóð á krossgötum Á síðustu árum hefur verið mikill uppgangur í íslensku efnahagskerfi. Frá árinu 2004 til loka september 2008 jókst verg landsframleiðsla um 54% og útflutningstekjur um 69%. Frá 2004 til 2007 jókst kaupmáttur launa um 9%. Menn trúðu því að hér væri mikil velmegun á ferð, sem byggðist á áræðni og dugnaði þjóðarinnar. Þegar betur er að gáð var ekki um vöxt að ræða, sem byggðist á aukinni framleiðni og verðmætasköpun, heldur vöxt sem að stórum hluta var byggður á erlendri skuldasöfnun. 16.1.2009 06:00
Framsókn til framtíðar Stjórnmálaflokkarnir eru ein meginstoð þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Því miður hefur það hins vegar gerst á síðustu áratugum að fólk hefur í minna mæli sinnt starfi innan stjórnmálaflokka en áður. Þetta hefur leitt til þess að færri einstaklingar taka ákvarðanir, marka stefnu og velja frambjóðendur en áður var. Áhugi fólks á stjórnmálum hefur samt sem áður ekki minnkað og við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu má búast við að fólk hafi meiri tíma og hvata til að taka þátt í stjórnmálastarfi. 16.1.2009 05:00
Neyðarlögin og framkvæmd þeirra Í byrjun október tókst að koma í veg fyrir að bankastarfsemi stöðvaðist, þrátt fyrir fall viðskiptabankanna þriggja sem náðu yfir um 85% af bankakerfi landsins. Öll hefðbundin innlend bankaþjónusta gekk áfallalaust, bankaútibú voru opin og greiðslukort virkuðu. Stofnaðir voru nýir bankar til að sinna innlendri bankaþjónustu og ráðstafanir gerðar til að vernda og vinna úr eignum gömlu bankanna. Þessar aðgerðir voru framkvæmdar á grundvelli svokallaðra neyðarlaga sem Alþingi samþykkti 6. október sl. 15.1.2009 07:30
Um atvinnuöryggi starfsstétta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. 15.1.2009 06:00
Ísland sem hindrunarhlaup Þorvaldur Gylfason skrifar Saga Íslands er haftasaga og hindrana. Danir lögðu á fyrri tíð ýmsar hömlur á Íslendinga, neituðu þeim um fríverzlun og sjálfstæði. Íslendingar lögðu síðan sjálfir hverjir á aðra ýmis þrúgandi höft, einkum 1927-1960, og enn eimir eftir af þeim. Enn stendur blátt bann við fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Hagsmunahópar standa á bak við hömlurnar. 15.1.2009 06:00
„Ráðherrar sömdu spurningar“ Menn muna nú þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum og ráðherrar sömdu spurningar fyrir fréttamennina." Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður í úrvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 17. desember síðastliðinn. Þessi orð lét hann falla þegar hann skýrði frá því að hann væri að fjalla um það í menntamálanefnd Alþingis að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu. 15.1.2009 06:00
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun