Pakkatilboð á pólitíkusum Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 5. febrúar 2009 07:00 Með hinu nýfædda Íslandi sem er að brjóta sér leið úr egginu þessa dagana rís hávær krafa um algerlega nýtt kerfi. Ein þessara krafa lýtur að breytingum á kosningakerfinu. Kosningar verða haldnar að kröfu fólksins á vordögum. Það er ansi skammur fyrirvari til þess að nýtt fólk og ný framboð geti skipulagt sig og stigið fram. Það má velta vöngum yfir því hvort þörf sé á nýjum framboðum þegar núverandi flokkar ná vel yfir litróf stjórnmálanna. Fólk ætti því að geta fundið flokk við sitt hæfi en gangi það ekki þá er nýtt framboð rétta leiðin til að hasla sér völl og hafa áhrif. Framsóknarflokkurinn hefur stigið öðrum flokkum feti framar í þeirri nauðsynlegu endurnýjun sem núverandi ástand hefur kallað á og leitt mikilvægar breytingar. Til þess að þjóðin fái þá þingmenn sem hún óskar en ekki óbreytta stöðu að loknum kosningum þarf að huga að ýmsu. Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað á kosningakerfinu og stjórnkerfinu í heild sinni. Augljóst er að ekki nást þær allar fram á svo skömmum tíma en miklvægt er að breyta því sem mögulegt er að breyta. Tillaga sú sem við framsóknarfólk höfum haldið á lofti um stjórnlagaþing er í anda þess að fela almenningi hið raunverulega vald til þess að semja nýja stjórnarskrá Íslands og hafa þannig áhrif á framtíðina. Til þess að færa kjósendum aukið vald og efla lýðræði hugnast mér vel sú hugmynd að kjósendum sé veitt valdið til þess að raða frambjóðendum þess lista sem þeir kjósa í röð. Það eykur lýðræði og raunverulegt vald kjósenda. Á nýafstöðnu flokksþingi okkar framsóknarmanna var samþykkt ályktun um nýja kosningalöggjöf. Markmið hennar er að leita leiða til að persónukjör og vægi kjósenda aukist við röðun á lista. Ein leið að því markmiði er að frambjóðendum hvers lista sé raðað í stafrófsröð á kjörseðli og kjósendur raði fulltrúum á lista og kjósi þannig viðkomandi lista. Einnig mætti auka vægi útstrikana af listum. Þessar leiðir koma í veg fyrir pakkatilboð það sem almenningur hefur þurft að velja um hingað til. Þannig sleppa kjósendur við að þurfa að kjósa sér fulltrúa sem þeir vilja ekki og fylgja bara með í pakkanum og hafa komist ofarlega á lista vegna ýmissa tengsla. Einnig mætti gera kjósendum kleift að velja frambjóðendur af öðrum listum í stað þeirra sem þeir strika út til þess að auka vægi persónukjörs. Þetta eykur einnig þrýsting á frambjóðendur að leggja sig fram við að kynna sín persónulegu stefnumál þar sem þeir eiga ekkert öruggt fyrr en kosning hefur farið fram. Gallinn er sá að þessi aðferð gæti leitt til ósamstöðu framboða þar sem flokksfélagar berjast um völd innbyrðis á sama hátt og í prófkjörum. Þessi leið færir í raun þá baráttu fram í kosningarnar sjálfar. Kostir aðferðarinnar eru að mínu mati meiri því mestu máli skiptir að það fólk sem valið er sé það fólk sem almenningur vill sjá starfa í sínu umboði. Höfundur er nemi og situr í varastjórn SUF (Sambands Ungra Framsóknarmanna). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með hinu nýfædda Íslandi sem er að brjóta sér leið úr egginu þessa dagana rís hávær krafa um algerlega nýtt kerfi. Ein þessara krafa lýtur að breytingum á kosningakerfinu. Kosningar verða haldnar að kröfu fólksins á vordögum. Það er ansi skammur fyrirvari til þess að nýtt fólk og ný framboð geti skipulagt sig og stigið fram. Það má velta vöngum yfir því hvort þörf sé á nýjum framboðum þegar núverandi flokkar ná vel yfir litróf stjórnmálanna. Fólk ætti því að geta fundið flokk við sitt hæfi en gangi það ekki þá er nýtt framboð rétta leiðin til að hasla sér völl og hafa áhrif. Framsóknarflokkurinn hefur stigið öðrum flokkum feti framar í þeirri nauðsynlegu endurnýjun sem núverandi ástand hefur kallað á og leitt mikilvægar breytingar. Til þess að þjóðin fái þá þingmenn sem hún óskar en ekki óbreytta stöðu að loknum kosningum þarf að huga að ýmsu. Miklar breytingar þurfa að eiga sér stað á kosningakerfinu og stjórnkerfinu í heild sinni. Augljóst er að ekki nást þær allar fram á svo skömmum tíma en miklvægt er að breyta því sem mögulegt er að breyta. Tillaga sú sem við framsóknarfólk höfum haldið á lofti um stjórnlagaþing er í anda þess að fela almenningi hið raunverulega vald til þess að semja nýja stjórnarskrá Íslands og hafa þannig áhrif á framtíðina. Til þess að færa kjósendum aukið vald og efla lýðræði hugnast mér vel sú hugmynd að kjósendum sé veitt valdið til þess að raða frambjóðendum þess lista sem þeir kjósa í röð. Það eykur lýðræði og raunverulegt vald kjósenda. Á nýafstöðnu flokksþingi okkar framsóknarmanna var samþykkt ályktun um nýja kosningalöggjöf. Markmið hennar er að leita leiða til að persónukjör og vægi kjósenda aukist við röðun á lista. Ein leið að því markmiði er að frambjóðendum hvers lista sé raðað í stafrófsröð á kjörseðli og kjósendur raði fulltrúum á lista og kjósi þannig viðkomandi lista. Einnig mætti auka vægi útstrikana af listum. Þessar leiðir koma í veg fyrir pakkatilboð það sem almenningur hefur þurft að velja um hingað til. Þannig sleppa kjósendur við að þurfa að kjósa sér fulltrúa sem þeir vilja ekki og fylgja bara með í pakkanum og hafa komist ofarlega á lista vegna ýmissa tengsla. Einnig mætti gera kjósendum kleift að velja frambjóðendur af öðrum listum í stað þeirra sem þeir strika út til þess að auka vægi persónukjörs. Þetta eykur einnig þrýsting á frambjóðendur að leggja sig fram við að kynna sín persónulegu stefnumál þar sem þeir eiga ekkert öruggt fyrr en kosning hefur farið fram. Gallinn er sá að þessi aðferð gæti leitt til ósamstöðu framboða þar sem flokksfélagar berjast um völd innbyrðis á sama hátt og í prófkjörum. Þessi leið færir í raun þá baráttu fram í kosningarnar sjálfar. Kostir aðferðarinnar eru að mínu mati meiri því mestu máli skiptir að það fólk sem valið er sé það fólk sem almenningur vill sjá starfa í sínu umboði. Höfundur er nemi og situr í varastjórn SUF (Sambands Ungra Framsóknarmanna).
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar