Fleiri fréttir

Ólík sýn í nokkrum takti

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sáu Ísland í ólíku ljósi í opnunarræðum sínum á landsfundum flokkanna sem nú standa. Þrátt fyrir margs konar ágreining slóu þeir á ýmsa strengi í nokkrum takti um sum stór viðfangsefni sem við blasa.

Múrar eru engin lausn

Ögmundur Jónasson skrifar

Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið.

Kannanir

Nú er hafið tímabil hinna æsispennandi skoðanakannana. Líklega fara þær að berast núna ein á dag með tilheyrandi uppslætti á forsíðum dagblaðanna og í fréttatímum. Ég viðurkenni það að ég, sem lúmskur áhugamaður um tölulegar vísbendingar og hlutfallslegar skiptingar á öllum sköpuðum hlutum, tek hverri slíkri könnun fagnandi og rýni í þær með morgunkaffinu, eins og sjómenn áður fyrr í aflatölur, á hverjum morgni, haukfránum augum.

Mona, Helle, Geir og Ingibjörg í Silfrinu

Meðal gesta í Silfrinu á sunnudag verða Mona Sahlin, Helle Thorning-Schmidt, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Margrét Sverrisdóttir, Pétur Tyrfingsson, Björgvin Valur Guðmundsson og Óli Björn Kárason...

Hvað á landsfundurinn að gera?

Landsfundarmenn Samfylkingarinnar hafa nóg að lesa og læra enda varla til þess ætlast að þeir fari að móta stefnu úr því að forystan er búin að birta stefnuna fyrirfram.

Kapphlaupið um Sannleikann

Að sumu leyti er aðdragandi kosninga ánægjulegur tími. Yfirleitt get ég haft af því nokkuð gaman að horfa upp á stjórnmálamenn smyrja vitsmunum sínum og sjálfsvirðingu ofan á brauð og éta frammi fyrir alþjóð. Að reyna að halda andlitinu með frosna brosgrettu a la fótósjopperaður Björn Bjarnason, eins og það viti ekki allir að það er ekkert gott að borða svona mikið af smjöri í einu.

Einhæf umræða, auðkýfingar og snobbaðar konur

Það er vel hugsanlegt að við fjölmiðlamenn festumst stundum í hlutum sem eru kannski ekki svo ofsalega mikilvægir og að við komumst ekki út úr þeim aftur vegna þess að hávaðinn er orðinn svo mikill...

Lýðræðisleg leiðindi

Fátt er leiðinlegra en kosningafundir sem fjölmiðlar finna sig nú knúna til að bjóða upp á. Því ríður á að passa sig að opna ekki fyrir útvarp eða sjónvarp næsta mánuðinn því alls staðar er hætta á að þaulæft froðusnakk fólks sem æst er í að ná sér í þægilega innivinnu næstu fjögur árin skelli á með offorsi. Leiðindi eru ekki eftirsóknarverð þótt séu lýðræðisleg.

Neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjunni

Unglingsstúlku var í haust meinað að fermast í Digranessókn vegna þess að móðir hennar er í Fríkirkjunni. Móður stúlkunnar var tilkynnt að ef hún gengi úr Fríkirkjunni fengið barnið að fermast, annars ekki. Presturinn, séra Magnús Björnsson, býður Fríkirkjuprestinum, Hirti Magna Jóhannssyni, í kaffi til að semja um þessi mál.

Biljónsdagbók 11.4.

ICEX 7.582,91, þegar ég sveif ofan á tölvuviktina, og Fútsí 6.397,3 þegar ég sá mér til skelfingar að ég hafði þyngst um 1.485 grömm yfir páskana. Ég ákvað strax að fleygja afganginum af Nóapáskaegginu. Maður sem eyðir fjórum millum í grenningarátak í Aspen, getur ekki látið það spyrjast út að hann hafi bætt á sig aftur með páskaeggjasúkkulaði frá Nóa.

Tilhugalíf Steingríms og Geirs

Geir Haarde les stöðuna líklega svo að hægt sé að fara í ríkisstjórn með Steingrími og Ögmundi þrátt fyrir meinta róttæka vinstristefnu þeirra. Hann telur að þeir hafi góð tök á flokki sínum. Það þarf ekki að vera rétt. Ef marka má skoðanakannanir mæta Steingrímur og Ögmundur á þing eftir kosningar með tíu nýgræðinga...

Jafnvægi atvinnu og einkalífs

Páskafríið var flestum kærkomið. Langflestir fengu heila fimm daga í frí, að undanskildum þeim er starfa á sjúkrahúsum eða í störfum þar sem starfsemin þarfnast stanslausar viðveru starfsfólks.

Hagstjórnin og góðæri

Það er mikil velmegun í landinu. Svo mikil er velmegunin að fólk áttar sig ekki á hve vond hagstjórnin er. ,,Það verður erfitt að fella ríkisstjórnina þegar góðærið er svo mikið", sagði við mig maður sem ég tek talsvert mark á.

Fortíðarþrái

Það er er svo skrítið hvað þetta unga fólk í dag slæst mikið. Í gamladaga var ástandið ekki svona. Þá var ekki sparkað í hausa á öðrum, ó seisei nei. Þá var bara talað um að heilsast að sjómannasið og menn slógust í gamni við utanbæjarmenn.

Milljón krónur á fjölskyldu

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu.

Helgidagar

Um hverja einustu páska, einkum á föstudaginn langa, kemur upp ákveðin deila milli þeirra sem vilja virða helgidaga og þeirra sem vilja gera það sem þeim sýnist. Mér hefur alltaf fundist þetta dálítið furðuleg deila. Ég hef aldrei skilið þá almennilega sem vilja gera veður út af þessum helgidögum við þjóðkirkjuna eða aðra. Mér er spurn: Eru menn ekki bara almennt sáttir við það að fá frí? Þurfa menn endilega að gera eitthvað?

Viðskiptatröllið Wal-Mart

Verzlunarkeðjan Wal-Mart er tröll að vexti og teygir anga sína út um öll Bandaríkin, Mexíkó, Kína og mörg önnur pláss. Þegar Wal-Mart kemur í bæinn, þarf kaupmaðurinn á horninu iðulega að pakka saman, því að gömlu viðskiptavinir hans snúa þá við honum bakinu. Wal-Mart býður í krafti stærðar sinnar, máttar og megins meira vöruval við lægra verði en litlar búðir geta gert, og margir viðskiptavinir keðjunnar taka það fram yfir vinsamlegt viðmót.

Páskabíltúrinn

Lengsta skyldufrí ársins er framundan. Nú eru góð ráð dýr fyrir fólk sem hefur ekki haft vaðið fyrir neðan sig og keypt sér skíðaferð til útlanda og á ekki heldur sælureit á landsbyggðinni. Í staðinn fyrir að dorma í fimmdaga súkkulaðimóki yfir dramatískum biblíuþáttum sting ég upp á gamla góða bíltúrnum. Það er ágæt leið til að drepa tímann fyrst maður getur ekki verið í vinnunni.

Fjárveitingarheimild úr draumi

Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðjudag að hafa veitt Óperukórnum styrk uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði aldraða – samkvæmt dularfullri munnlegri heimild sem ráðherra heilbrigðismála hefði til að veita „smástyrki“ úr sjóðnum.

,,En nú tókst henni það"

Þegar ég var ritstjóri Mannlífs hringdi til mín kona sem hafði verið misnotuð af bróður sínum frá 6 til 14 ára aldurs. Oftast þegar konur sem orðið hafa fyrir þess háttar ofbeldi birtast í fjölmiðlum eru þær sterkar og fastar fyrir en þessi var það ekki.

Frjálslyndi flokkurinn og rasisminn, fjárfestingar útlendinga

Vandinn er að margir draga í efa heilindi forystumanna Frjálslynda flokksins. Sá grunur læðist vissulega að manni að málflutningur þeirra sé ekki annað en tækifærismennska, að þeir séu að fiska eftir atkvæðum í gruggugu vatni...

Börn og foreldrar

Oddný Sturludóttir skrifar

Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert.

Blessuð skepnan

Eitt þeirra hugtaka sem öðlast hafa nýtt líf í umræðunni er ofdekur. Hér áður fyrr átti það einkum við frekjudósina í bekknum sem fór alltaf að grenja ef ekki var látið undan öllum kröfum. Eftirlátssemi forríkra foreldranna var yfirleitt á allra vitorði.

Ekki í túnfætinum heima

Niðurstaða kosninganna í Hafnarfirði, um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík, hefur verið hyllt sem sigur fyrir lýðræðið og náttúruvernd.

Ísland færist nær Evrópu

Íslendingar munu ekki tapa aflaheimildum þó þeir gangi í Evrópusambandið. Það er ein merkasta ályktunin sem draga má af ítarlegri skýrslu Evrópunefndar, sem út kom á dögunum.

88 og 300

Hafnfirðingar (fyrir utan álfa og huldufólk) eru 23.275 talsins og búa (eins og nafnið bendir til) í Hafnarfirði. Alcan er fjölþjóðlegt fyrirtæki með 53.000 starfsmenn í 41 landi. Hafnarfjarðar er fyrst getið í heimildum um 1400, þó er minnst á Hafnarfjörð í Landnámabók. Bjarni Sívertsen sem nefndur er faðir Hafnarfjarðar hóf að versla í Firðinum árið 1794. Alcan var stofnað rúmri öld síðar, árið 1902, sem kanadískt dótturfyrirtæki málmiðnaðarrisans Pittsburgh Reduction Company.

Dropinn holar steininn

Í þau þrjátíu ár sem ég hef komið að umferðaröryggismálum, hefur mér oft liðið eins og ég get ímyndað mér að Bakkabræðrum hafi liðið þegar þeir áttuðu sig á að þeir voru endalaust að bera vatn í botnlausa tunnu. M.o.ö. það hefur stundum hvarflað að mér að gefast upp á þessu endalausa verkefni að reyna að hafa áhrif á almenning og stjórnvöld í baráttunni við umferðarslysin.

Eru Píkusögur klám?

Nýlega var V-dagurinn haldinn á landsvísu þar sem uppistaðan var flutningur á leikritinu Píkusögum. Þetta er sjötta árið í röð sem verkið er flutt á Íslandi en undanfarið hafa sprottið upp sjónarmið í þá veru að Píkusögur sé einfaldlega dulbúið klám.

Heimska og ábyrgðarleysi

Ég furða mig á endalausri heimsku og ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar í öryggismálum. Þingmönnum stjórnarandstöðunnar þykir greinilega meira um vert að koma ódýrum skotum á dómsmálaráðherra, en að taka á málinu af alvöru. Flest ríki líta á það sem frumskyldu að tryggja öryggi þegna sinna.

Hvað skyldi mengunarkvótinn, kælivatnið og aðstaðan kosta?

Heyrst hefur að við gjaldtöku á mengun í ýmsum löndum Evrópu hafi sum fyrirtæki minkað svo mikið mengunina að þau hafi getað selt eða leigt frá sér mengunarkvóta. Einnig hefur verið í fréttum að aukin mengun frá flugvélum kalli á aðgerðir, sem felast í mengunarskatti á flugfélög.

Vinstri græn - umbúðalaus

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum.

Íslenska leiðin í öryggismálum

Hugmynd Björns Bjarnarsonar um að koma á fót íslenskum her er allrar athygli verð. Það er rétt hjá honum að ný staða er komin upp í öryggismálum þjóðarinnar eftir brottför hersins. Það er líka rétt hjá honum að öryggis ógnir eru ekki þær sömu og voru á tíma Kaldastríðsins. Mesta hættan nú stafar ekki af kjarnorkuveldum heldur ribbaldahópum með klúta á hausnum og alltof mikið skegg.

Niðurgreiðslur á raforkuverði

Jón Sigurðsson skrifar

Fyrir ber að frásagnir fjölmiðla snarskekkja upplýsingar um það efni sem greina átti frá. Fyrir nokkrum dögum var því lýst á ársfundi Orkustofnunar á Akureyri að álitamál sé hve miklar niðurgreiðslur eigi að vera á raforkuverði í dreifbýli andspænis möguleikum til þess að auka orkusparnað með umbótum á húsnæði.

Grátt og grænt

Íslendingum hefur verið deilt í tvær fylkingar sem steyta hnefann hvor að annarri, geta ekki talað saman, skilja ekki hvor aðra. Að því leyti minnir þetta á tímann þegar var deilt um hermálið...

Tek öllu með fyrirvara á afmælisdaginn

„Ég hef engar áhyggjur af því að húsið fyllist af fólki í tilefni dagsins því það trúir enginn að ég eigi afmæli,“ segir Sigurgeir Skúlason landfræðingur sem á stórafmæli í dag, 1. apríl. „Ég er fimmtugur, það víst. Allavega segir mamma það,“ segir Sigurgeir og bætir við að hann hafi gaman af því að eiga afmæli á þessum degi.

Enginn Þrándur í Götu

í dag komast formleg samskipti Færeyinga og Íslendinga á eins konar hástig. Opna á í Þórshöfn skrifstofu aðalræðismanns Íslands í Færeyjum. Að því leyti markar þessi dagur þau tímamót í færeyskri stjórnmálasögu að fyrsti útsendi erlendi sendierindrekinn sest nú þar að.

Fátækt er ekki lögmál

Ég hitti einu sinni konu frá El Salvador. Hún sagði mér að landið væri sannkölluð matarkista en samt væri eymd og fátækt landlæg þar, sem ætti að vera algjör óþarfi. Vegna fríverslunarsamnings Ameríkuríkja væri hins vegar nánast allur matur fluttur úr landinu til Bandaríkjanna þar sem landeigendur fá betra verð fyrir hann.

Af vottum og Norðmönnum

Á háskólaárunum mínum leigði ég kjallaraíbúð á Laugalæknum. Húsið var í eigu mikilla heiðurshjóna og vart hægt að hugsa sér betri leigusala. Þau höfðu skilning á ójöfnu tekjuflæði leigjandans ásamt því að háskólanám verði vart stundað án þess að þess sé gætt að lífsins blóm skrælni ekki.

Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks.

Sjá næstu 50 greinar