Fastir pennar

Mona, Helle, Geir og Ingibjörg í Silfrinu

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða þær Mona Sahlin, formaður sænska jafnaðarmannaflokksins, og Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku.

Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar standa yfir nú um helgina og þaðan koma í þáttinn formennirnir Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Á vettvangi dagsins situr valinkunnt sómafólk, nefna má Pétur Tyrfingsson, Margréti Sverrisdóttur, Óla Björn Kárason og Björgvin Val Guðmundsson, ritstjóra og höfund Bæjarslúðursins á Stöðvarfirði.

Þess má geta að nú í miðjum apríl eru liðin átta ár síðan Silfur Egils fór fyrst í loftið. Ég er löngu búinn að missa tölu á því hvað þættirnir eru orðnir margir...


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×