Fleiri fréttir

Við erum öll eins inn við beinið

Umræða um málefni innflytjenda hefur stóraukist á opinberum vettvangi. Nokkuð ber á útlendingafælni og þjóðernishyggju í orðræðunni, einkum í netheimum. Sumir ala á úlfúð og fordómum í skjóli nafnleyndar auk einstaka gífuryrtra stjórnmálamanna.

Eldfjallagarður á Reykjanesi?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi.

Flokkur gegn pólitísku kviksyndi

Albert Jensen skrifar

Mörg ár eru síðan ég fór að skrifa um þau mál sem nú brenna heitast á landsmönnum. Mikið er ég búinn að hlakka til þess tíma að þeir átti sig á hinum sönnu og raunverulegu gildum sem gera lífið eftirsóknarvert. Skyndilega virðist þjóðin hafa vaknað til vitundar um mikilvægi náttúrunnar og að aldraðir og öryrkjar, að ógleymdum þeim verst launuðu, eru líka fólk sem vísvitandi hefur verið haldið niðri.

Rányrkjubúskapur

Það eru alltaf að koma fram nýjar og ógnvekjandi upplýsingar um hvað við erum að gera landinu okkar næstum óbætanlegan skaða fyrir framtíðina og afkomendur okkar, með því að stunda rányrkjubúskap enn þá á stórskemmdu landinu.

Maður er fermdur

Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina.

Sýknað vegna skopmynda, Íslandshreyfingin, fermingar og efnishyggja

Íslamskir trúarleiðtogar í Frakklandi höfðu kært tímaritið Charlie Hebdo fyrir að birta teikningarnar. Dómarinn sagði að myndirnar brytu ekki gegn frönskum lögum heldur stuðluðu þvert á móti með mikilvægum hætti að tjáningarfrelsi í landinu...

Örlagastundin nálgast

Tilraun Framsóknarflokksins til að setja sameignarákvæði um fiskimiðin og aðrar náttúruauðlindir inn í stjórnarskrána í skyndingu skömmu fyrir kosningar fór út um þúfur.

Íslenska stéttaskiptingin

Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann.

Dagur vatnsins

Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum.

Hvað hefur maðurinn að fela?

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum og mótmælti þeirri staðhæfingu Ingibjargar S. Pálmadóttur, er fram kom við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur, að hann hefði verið undir þrýstingi margra manna að liðsinna Jóni Gerald Sullenberger í aðdraganda Baugsmálsins.

Ísland sem endranær á hliðarlínunni

Nú á sunnudaginn eru rétt 50 ár liðin frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður, en með honum var Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) sett á laggirnar, fyrirrennari Evrópusambands nútímans.

Grunnnet, gamaldags skipulag, kosningablogg, Ebbi Sig

Míla heitir fyrirtæki sem hefur verið stofnað um rekstur grunnets Símans. Hefði kannski verið nær að láta það heita Kílómeter – mílur eru okkur Íslendingum framandi. Þetta er hið sama grunnet og ómögulegt var að skilja frá Símanum þegar hann var seldur

Krækt í Kvennaskólapíu

Þegar ég var krakki voru sýndar afar óhugnanlegar myndir um skaðsemi reykinga í niðurgröfnum bíósal Álftamýrarskóla þar sem fólk, hægfara sem hemúlar, dró á eftir sér súrefniskúta á milli þess sem það var ambúterað. Ég vissi að hvorugt myndi auðvelda mér lífið og lét því sígaretturnar eiga sig.

Tilhugalíf stjórnarandstöðu

Helga Sigrún Harðarsdóttir skrifar

Framsóknarflokkurinn hefur verið Össuri Skarphéðinssyni hugleikinn að undanförnu og hefur hann ítrekað reynt að þvo hendur sínar af svikum Samfylkingarinnar við stjórnarskrármálið og af helberri ósvífni að gera framsóknarmenn ótrúverðuga. Síðast í Fréttablaðinu í gær.

Blindu börnin hennar Evu

Eitt af því sem ég hef lært á óralangri ævi er, að öll burðumst við með einhverja þá fötlun sem í frjálslyndara samfélagi væri hægt að kalla eiginleika. Hjá sumum eru skorðurnar augljósar eins og til dæmis heyrnarleysi eða blinda á meðan þær eru duldari hjá flestum.

Neytandinn sem auðlind

Botnlaus viðskiptahalli þjóðarinnar bendir til þess að verðmætasta auðlind hennar, neytendastofninn, sé gróflega ofnýttur, enda hefur hvaða sótraftur sem er ótakmarkað veiðileyfi á hinn íslenska neytanda. Því væri skynsamlegt að koma hér á kerfi til að vernda neytandann og tryggja að ekki verði svo nærri honum gengið að hann og þjóðin öll verði gjaldþrota.

Samfylking vill stóriðjuhlé

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins.

Fagri Hafnarfjörður?

Senn taka Hafnfirðingar afdrifaríkustu ákvörðunina sem tekin hefur verið um framtíð bæjarins síðan Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Spurt er hvort bæjarbúar vilji að stærsta álbræðsla Evrópu rísi í hjarta Hafnarfjarðar.

Þjóðin á það sem úti frýs

Ég sat á þingbekknum og hlustaði á sakleysislega umræðu um landbrot, þar sem Guðni landbúnaðarráðherra spígsporaði í kringum ræðustólinn eins og maður gerir heima hjá sér meðan maður bíður eftir kvöldmatnum eða fréttunum. Allt í einu datt einhverjum þingmanninum í hug að fara að fílósofera um hvað yrði með landið, ef áin tæki upp á því að breyta um farveg.

Stríðið

Nú eru um það bil fjögur ár síðan að ég rölti ásamt Tóta félaga mínum niður á Lækjartorg í mildu veðri á föstudegi, í kaffipásu frá vinnu, til þess að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þarna var talsvert af fólki. Búið var að setja upp pall og þar voru ræður haldnar.

Kynferðislegur lágmarksaldur

Fagna ber afgreiðslu allsherjarnefndar á frumvarpi til breytinga á kynferðisbrota­kafla hegningarlaganna. Í upphaflega frumvarpinu var gert ráð fyrir óbreyttum kynferðislegum lágmarksaldri, þ.e. að kynlíf með börnum sem orðin væru 14 ára væri refsilaust, að því gefnu að barnið hefði ekki verið tælt til verknaðarins.

Framleiðsla í sátt við náttúruna

Undanfarin ár hefur orðið bylting í verslun með varning sem framleiddur er í sátt við náttúruna. Fyrst og fremst lífrænt ræktaða matvöru en einnig ýmsar aðrar vörur til heimilisins, svo sem hreinlætisvörur sem framleiddar eru með það að markmiði að valda lágmarksskaða á umhverfinu.

Dularfulla fólkið

Einu sinni var ég að leita að saumastofu í Hafnarfirði. Ég hringdi dyrabjöllu í húsi sem ég hélt að væri rétta heimilisfangið og til dyra kom feitur, tattúeraður maður á sextugsaldri á pínulitlum, fjólubláum nærbuxum einum fata. Klukkan var þrjú að degi til.

Fleiri höfunda - takk!

Þau segja að Alþingi verði slitið í dag. Það liggja fyrir við þinglok nær sextíu mál óafgreidd, mörg brýn, segja menn. Yfir þingheimi er órói undir rólyndislegu fasi.

Ævinleg eign þjóðarinnar

Í fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum frá 2004 segir svo: ,,Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“

Þjóðareign í stjórnarskrá

Jón Sigurðsson skrifar

Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil.

Fátækt í allsnægtum?

Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt í íslensku samfélagi á Grand Hóteli 15. mars næstkomandi kl. 8.30. Umræða um fátækt á Íslandi á síðustu mánuðum hefur einkum snúist um hagstærðir og mælingaaðferðir. Á málþinginu verður hins vegar dreginn fram í sviðsljósið veruleiki þess fólks sem býr við fátækt og skort og kynntar niðurstöður rannsókna hvað slíkar aðstæður leiða af sér í íslensku samfélagi.

Þegar Guð reddaði mér

Nú er hátíð í bæ hjá prestum og verslunarfólki. Akkorð. Enda heill árgangur á leið í ,,fullorðinna manna tölu”. Þrátt fyrir áfangann munu krakkarnir hanga lengi enn á Hótel Mömmu, vel nærðir og ánægðir með fermingaruppskeruna, að lágmarki 5000 kall á hvern ættingja, en mun meira frá náskyldum.

Græna byltingin

Ekki er nokkur ástæða til að velkjast í vafa um að ævintýraleg fylgisaukning vinstri grænna stafar fyrst og síðast af vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um mikilvægi umhverfismála. Sambærileg græn bylting er að eiga sér stað meðal annarra Evrópuþjóða. Fyrir vikið keppast nú stjórnmálamenn víða um álfuna við að sýna á sér grænar hliðar.

Billjónsdagbók 14,3

ICEX 7.573 þegar ég færði Mallí morgunkaffið, og Dow Jones 12.276 þegar Mallí leit upp frá því að lesa Fréttablaðið og sagði sisona að sig vantaði einhvern innri pörpós með lífinu. „Sjáðu femínistana,“ sagði hún. „Þær hafa svo mikinn innri pörpós að þær geta séð eitthvað dónalegt út úr Dimma­limm.“

Sextán útskriftir úr einu námi?

Skóli 365-miðla í samvinnu við Háskólann í Reykjavík-Símennt útskrifaði í síðustu viku nemendur úr hagnýtu námskeiði í fjölmiðlun sem fjallaði um undirstöðuatriði fréttamennsku en áður hafði sami skóli útskrifað hóp nemenda af námskeiði í rannsóknarblaðamennsku.

Carry On, þöglar myndir, heimavöllur VG, grænir skattar

Einhver vitlausustu kaup sem ég hef gert bárust með póstinum nú um daginn. Það var safn allra Carry On myndanna sem voru framleiddar á árunum milli 1960 til 1975. Alls þrjátíu myndir. Með þessu leikarastóði sem maður man eftir úr Háskólabíói...

Deilt um stjórnarskrá

Í sögu eða frásögn sem ég heyrði lítinn hluta af í útvarpinu um daginn var sagt frá fjölskyldu einni og voru fjölskyldumeðlimir allir svo berdreymnir að þau vissu helstu tíðindi fimm til tíu ár fram í tímann. Mér fannst þetta svo skemmtileg lýsing að ég verð að koma henni að. Um leið er ég klárlega viss um að ég er ekki af þessari ætt. Það er eiginlega alltaf eitthvað að koma mér á óvart.

Uppbygging áliðnaðar er ekki hagstjórnartæki

Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn lýst því yfir að koma ætti í veg fyrir eða fresta framkvæmdum við álver í Straumsvík og Helguvík. Fyrir því hafa einkum verið nefndar tvær ástæður.

Öfgar sem eyðileggja alla umræðu

Vegna þess að tungumálið okkar er svo lifandi breytist merking sumra orða jafnvel á skömmum tíma. Margir þora að viðurkenna að orð sem lýsa kvenkyni eru frekar notuð sem skammaryrði - eins og píka og kelling - á meðan enginn myndi lýsa karlkyns hálfvita honum til háðungar sem tippi og kalli.

Kosningamál, kvennastjórn, háskólar, dollaragrís á teini

Hvernig ræðst það hvað kemst á dagskrá fyrir kosningar? Stundum finnst manni það hálf dularfullt, eins og til dæmis með fiskinn sem skal alltaf vera til umræðu með einum eða öðrum hætti. Í öðrum tilvikum eru býsna vel skipulagðir þrýstihópar að verki...

Jafnréttislög sem gagn er að

Í vikunni var kynnt frumvarp til laga um ný jafnréttislög. Frumvarpið er býsna róttækt miðað við núgildandi lög en sá er hængurinn á að ekki stendur til að leggja frumvarpið fram á yfirstandandi þingi.

Ótímabærar áhyggjur

Gamall skólabróðir minn fær svartsýnisköst öðru hverju. Fyrir helgina klifaði hann á því að konur muni „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð“. Bölsýnismaðurinn lét ekki huggast þótt honum væri bent á að komandi kosningar snúist fyrst og fremst um hefðbundið framsal þjóðarinnar á ákvörðunarrétti sínum til handa fjórflokknum sem svo dyggilega hefur staðið vörð um hin karllægu gildi hingað til.

Hverjir eiga stjórnarskrána

Undanfarið hefur Framsóknarflokkurinn boðið þjóðinni upp á merkilegt sjónarspil. Rétt fyrir þinglok er rokið upp til handa og fóta og Sjálfstæðisflokkurinn krafinn efnda um ákveðnar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er gert í krafti stjórnarsáttmála sem gerður var fyrir fjórum árum og þrátt fyrir að sérstök stjórnarskrárnefnd undir formennsku framsóknarmanns hafi verið að störfum. Í ofanálag skulum við einnig minnast þess að Framsóknarflokkurinn hafði forsætisráðuneytið um tíma og hefur því haft næg tækifæri til að leiða málið til lykta með eðlilegum hætti.

Frjálshyggjan er fílhraust óbyrja

Í hugum okkar eru „frjálshyggjumenn“ ungir Sjálfstæðismenn. Meyhreinir pabbadrengir hittast í ystu afkimum netheima, í kjallaranum heima hjá mömmu eða nýleigðum íbúðum vestur í Skjólum, þar sem einir búmuna eru flatskjár og Friedman (brjóstmynd). Þar sitja þeir íklæddir fermingarskyrtum og láta barkakýlin tifa í takt eins og unghanar á gólæfingu. Fussa gegn opinberum fjáraustri og álykta með sölu leikhúsa og leikskóla. Ljóngáfaðir en lítt þroskaðir. Þannig hefur þetta verið um áratuga skeið. Nýjar kynslóðir taka í sífellu upp frjálshyggjufánann og halda á honum litla stund, á meðan hugsjónir þeirra fá að blómstra í Pabbaskjólinu frá vindum lífsins, þar til þeir kynnast konu, eignast börn og setjast upp í bílinn sem ekur þeim inn í samfélag manna. Aðeins örfáir bera fána frjálshyggjunnar inn í fullorðinsár sín. Enn færri draga hann að húni í garði sínum. Það sem þeir gallhörðu einstaklingar eiga sameiginlegt er að flestir eru þeir barnlausir. Frjálshyggjan krefst barnleysis. Því aðeins barnlaus er maðurinn frjáls, lífið einfalt og hugsjónin hrein. Frjálshyggjan stefnir að barnlausu þjóðfélagi. Strax í fyrstu mæðraskoðun fer að molna úr frelsishugsjóninni. „Þið getið auðvitað farið í Partý-Sónar inní Faxafeni en það kostar 15.600 krónur.“ Einnig er boðið upp á „hágæðafæðingu“ hjá Lífsins gjöf í Garðabæ en hún kostar frá 700.000 og upp í 1.200.000 ef valin eru mænudeyfing og keisaraskurður. Frjálshyggjudrengurinn þarf ekki nema eitt augnaráð frá verðandi móður (barnshafandi konur eru greindustu dýr jarðarinnar) til að kyngja kenningunni með kýli og öllu. Síðan tekur við fæðing og orlof. Frjálshyggjumaðurinn er skyndilega kominn á laun hjá hinu opinbera við að rækta sitt einkalíf, vökva sinn ástarvöxt. Og von bráðar vill barnið kaupa klarinett: Fyrr en varði situr litla prinsessan í Sinfóníuhljómsveit æskunnar og blæs alla þá tónlist sem markaðurinn hefur fúlsað við í hundrað ár. „Afhverju getur hún ekki bara hlustað á Wham og Duran eins og ég gerði?“ Faðirinn mætir nokkuð mæddur á fundi í Frjálshyggjufélaginu, sem nú hefur keypt sér eigin „fundaíbúð“ þar sem enginn býr nema andi frjálshyggjunnar; fyrirmyndarþegninn í hinu komandi ríki frelsisins. Okkar maður er enn sæmilega volgur í baráttunni en samþykkir með sýnilegum semingi áskorun til ríkisstjórnar um að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði úthýst af fjárlögum. Svo heldur lífið áfram. Handleggir brotna og sálir kremjast. Einn lendir í dópi og annar fær krabbamein. Og alltaf þarf að leita á náðir kerfisins, öryggisnetsins og almannaþjónustunnar, alls þessa sem gerir samfélag siðað. Að lokum er gamli frjálshyggjustaurinn orðinn ráðsettur gúrmagi í Grafarvogi sem hlær mildilega þegar skjárinn birtir nýjustu samþykktir drengjanna vestur í Pabbaskjóli. Bumbuhnegg hans er náskylt brosi bóndans við huppskvettum kálfa sinna þegar þeir hlaupa út í sitt fyrsta vor. Kálfar eru og verða kálfar. Barnlausi frjálshyggjumaðurinn heldur hinsvegar tryggð við málstaðinn enda tekst honum að komast í gegnum lífið án teljandi styrkja, án hjálpar ríkis og sveitar. Hann stendur einn og frjáls af samhjálp meðborgara sinna, frjáls af hverkyns niðurgreiddri samneyslu á sviði menningar eða lista. Hann hefur kannski nokkrum sinnum farið á Vínartónleika Sinfóníunnar en þá krafist þess að fá að greiða fullt og frjáls verð fyrir sæti sitt: Þær 167.000 krónur sem hann reiknaði út að miðinn þyrfti að kosta svo hljómsveitin bæri sig. Aukalykillinn að hugsjóninni er síðan góð heilsa. Hinn barnlausi boðberi frelsis má ekki klikka á henni. Aðeins mestu hreystimenni halda hugsjón sinni hreinni allt til dauðans þegar þeir eru grafnir utangarðs af gröfufyrirtæki í eigu fjölskyldunnar, alfrjálsir af framlögum til þjóðkirkjunnar og kirkjugarða ríkisins. Því um leið og heilsan bilar fer hugsjónin líka: Þegar frjálshyggjumaður leggst undir hnífinn horfist hann í augu við grímuklæddan almúgann sem um árabil lagði fyrir hluta af launum sínum svo fjarlægja mætti frjálshyggjusteinbarnið úr maga hans. Þar sem frjálshyggjunni sleppir tekur þroskinn við. Eftir að kommúnisminn dó og eftir að allir flokkar urðu grænir má skipta stjórnmálum samtímans í tvær megin fylkingar: Frjálshyggju og kratisma. Sú fyrri telur um það bil 1,2% þjóðarinnar, hin síðari nýtur 98,8% fylgis. Afleiðingin er nokkuð einsleitt flokkakerfi því allir Íslendingar eru kratar í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn er krataflokkur fyrir frjálshyggjufólk sem varð foreldrar. Framsóknarflokkurinn er krataflokkur fyrir fólk sem kallar kratismann „samvinnuhugsjón“. Frjálslyndi flokkurinn er krataflokkur fyrir ófrjálslynda krata. Vinstri grænir eru krataflokkur fyrir fólk sem ólst upp við kratahatur. Samfylkingin er krataflokkur fyrir fólk sem dreymir um að allir kratar kjósi sama flokkinn.

Bestu búvörur í heimi

Á Íslandi höfum við besta landbúnað í heimi og bestu landbúnaðarvörurnar. Þetta er búið að staðfesta í skoðanakönnun. Við erum eins og heimspekingurinn Altúnga í Birtingi sem taldi að við lifðum í hinum allrabesta heimi allra heima...

Stjórnarskrá breytt í óðagoti

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa lagt til að við stjórnarskrána bætist grein, þar sem náttúruauðlindir Íslands eru lýstar þjóðareign. Tillagan er ekki niðurstaða vandaðrar, faglegrar úttektar og umræðu um þýðingu og áhrif stjórnarskrárbreytingar í þessa veru. Hún er afsprengi pólitísks upphlaups, sóknar eftir stundarvinsældum. Það er ekki fullnægjandi grundvöllur stjórnarskrárbreytingar.

Reglugerðin verði felld úr gildi

Sum mistök eru þess eðlis að þau verða ekki aftur tekin. Önnur eru blessunarlega þannig að það er auðvelt að leiðrétta þau. Öll gerum við mistök og það eru forréttindi að gera mistök sem einfalt er að leiðrétta.

Sjá næstu 50 greinar