Sextán útskriftir úr einu námi? 14. mars 2007 05:00 Skóli 365-miðla í samvinnu við Háskólann í Reykjavík-Símennt útskrifaði í síðustu viku nemendur úr hagnýtu námskeiði í fjölmiðlun sem fjallaði um undirstöðuatriði fréttamennsku en áður hafði sami skóli útskrifað hóp nemenda af námskeiði í rannsóknarblaðamennsku. Því miður er fáum kunnugt að Háskóli Íslands hefur frá árinu 2005 boðið uppá tveggja ára meistaranám í blaða- og fréttamennsku sem er bæði hagnýtt og fræðilegt. Margt færasta fjölmiðlafólk landsins hefur komið að hagnýtum hluta námsins. Þar má nefna Þór Jónsson, Þorfinn Ómarsson, Sigmund Erni Rúnarsson, Ólaf Þ. Stephensen, Önnu Kristínu Jónsdóttur, Boga Ágústsson, Sigrúni Stefánsdóttur, Ómar Ragnarsson, Þorstein J. Vilhjálmsson, Örnu Schram og fleiri. Í fræðilegum hluta námsins njóta nemendur handleiðslu Þorbjarnar Broddasonar sem er einn virtasti prófessor heims á sínu fræðasviði. Fjölmargar ritrýndar greinar eftir hann hafa birst í öllum helstu fræðiritum um fjölmiðlun, m.a. birtist grein eftir hann í 20 ára úrvalsriti European Journal of Communication. Meðal námskeiða í MA-náminu í HÍ eru fréttamennska, vinnubrögð og siðareglur blaðamanna, málfar og stíll, skapandi textar og viðtalstækni, sjálfbær fréttamennska net og nýmiðlun, fjölmiðlun og leikreglur samfélagsins, máttur boðskiptanna og alþjóðasamvinna og staða Íslands í alþjóðakerfinu, sjónvarpsþættir og heimildarmyndir, almannatengsl, útvarp og þáttagerð. Í námskeiðinu dagblöð og tímarit var sérstaklega fjallað um rannsóknarblaðamennsku. Þótt námið í HÍ eigi sér stutta sögu hafa nemendur þaðan haslað sér völl í fréttum og Kastljósi Sjónvarpsins, Stöð 2, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Rúv, útgáfufélaginu Birtingi og fleiri miðlum. Metnaður þátttakenda og stjórnanda námskeiða 365 skólans er bersýnilega mikill og er það vel. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort það sé raunhæft fyrir Háskóla Íslands að útskrifa nemendur frá skólanum í hvert sinn sem þeir ljúka einstökum námskeiðum. Höfundur er MA í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Skóli 365-miðla í samvinnu við Háskólann í Reykjavík-Símennt útskrifaði í síðustu viku nemendur úr hagnýtu námskeiði í fjölmiðlun sem fjallaði um undirstöðuatriði fréttamennsku en áður hafði sami skóli útskrifað hóp nemenda af námskeiði í rannsóknarblaðamennsku. Því miður er fáum kunnugt að Háskóli Íslands hefur frá árinu 2005 boðið uppá tveggja ára meistaranám í blaða- og fréttamennsku sem er bæði hagnýtt og fræðilegt. Margt færasta fjölmiðlafólk landsins hefur komið að hagnýtum hluta námsins. Þar má nefna Þór Jónsson, Þorfinn Ómarsson, Sigmund Erni Rúnarsson, Ólaf Þ. Stephensen, Önnu Kristínu Jónsdóttur, Boga Ágústsson, Sigrúni Stefánsdóttur, Ómar Ragnarsson, Þorstein J. Vilhjálmsson, Örnu Schram og fleiri. Í fræðilegum hluta námsins njóta nemendur handleiðslu Þorbjarnar Broddasonar sem er einn virtasti prófessor heims á sínu fræðasviði. Fjölmargar ritrýndar greinar eftir hann hafa birst í öllum helstu fræðiritum um fjölmiðlun, m.a. birtist grein eftir hann í 20 ára úrvalsriti European Journal of Communication. Meðal námskeiða í MA-náminu í HÍ eru fréttamennska, vinnubrögð og siðareglur blaðamanna, málfar og stíll, skapandi textar og viðtalstækni, sjálfbær fréttamennska net og nýmiðlun, fjölmiðlun og leikreglur samfélagsins, máttur boðskiptanna og alþjóðasamvinna og staða Íslands í alþjóðakerfinu, sjónvarpsþættir og heimildarmyndir, almannatengsl, útvarp og þáttagerð. Í námskeiðinu dagblöð og tímarit var sérstaklega fjallað um rannsóknarblaðamennsku. Þótt námið í HÍ eigi sér stutta sögu hafa nemendur þaðan haslað sér völl í fréttum og Kastljósi Sjónvarpsins, Stöð 2, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Rúv, útgáfufélaginu Birtingi og fleiri miðlum. Metnaður þátttakenda og stjórnanda námskeiða 365 skólans er bersýnilega mikill og er það vel. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort það sé raunhæft fyrir Háskóla Íslands að útskrifa nemendur frá skólanum í hvert sinn sem þeir ljúka einstökum námskeiðum. Höfundur er MA í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar