Fleiri fréttir

Vann til alþjóðlegra verðlauna í píanóleik

Þrátt fyrir að Borgfirðingurinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sé ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul þá var hún að vinna til alþjóðlegra píanóverðlauna en hún var að ljúka þriggja ára meistaranámi í Hollandi. Nú stefnir hún á doktorsnám.

Reynir að gera köngulærnar eins girnilegar og hægt er

Listakonan Helena Margrét fann fyrir keppnisskapi í listinni á sínum yngri árum en hún stendur nú fyrir einkasýningu í Ásmundarsal og tekur þátt í sýningum víða um heiminn á næstunni. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu.

Ást og friður birtist sem dúfur sem róta í rusli

„Ég var nú mjög snemma búin að ákveða að listin væri það sem ég vildi leggja fyrir mig, enda var ég alltaf að teikna og búa eitthvað til þegar ég var barn,“ segir listakonan Auður Lóa Guðnadóttir en hún var að opna sýninguna Be Mine í Gallerí Þulu.

Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi

Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman.

Stjórnar hljóm­sveitinni og syngur óperu á sama tíma

Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma.

Óli Palli poppar Skagann upp

Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ.

„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“

Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti.

Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa

Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Vonast eftir góðum gjöfum í tilefni af 50 ára afmæli flokksins

Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli sínu í apríl á næsta ári og það má með sanni segja að það sé viðburðaríkur dansvetur framundan. Blaðamaður tók púlsinn á Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra flokksins, og fékk smá innsýn í danslífið í dag.

RAX Augnablik: „Táraðist þegar þeir komu syngjandi“

Þegar Björn bóndi, fjölskyldufaðir á eyjunni Koltur, hugðist halda upp á afmælið sitt vissi hann ekki hvort einhver myndu koma því eina leiðin til þess að taka þátt í afmælisveislunni væri að sigla þangað. 

Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu komið í loftið

Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu hófst í dag en uppboðið er haldið í samvinnu við Gallerí Fold og Vísi. Má þar finna verk eftir okkar fremsta listafólk sem gaf málverk til málefnisins ásamt hópi einstaklinga sem gaf verk úr einkasafni.

Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir

Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun.

Kópa­vogur verður ekki Menningar­borg Evrópu 2028

Ljóst er að Kópavogur verður ekki Menningarborg Evrópu árið 2028. Þetta varð ljóst í morgun þegar bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti með fimm atkvæðum að „ekki [væri] tímabært að taka þátt í verkefninu Menningarborg Evrópu að þessu sinni“.

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu

Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

„Ég myndi aldrei láta það uppi“

Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni.

Lögmaður Bubba fundaði með útvarpsstjóra

Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music og Einar Þór Sverrisson lögmaður Bubba Morthens, fóru á fund Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kröfðust svara við því hvers vegna lag Bubba og Auðar Tárin falla hægt heyrðist varla á Rás 2.

„Ó­líðandi og á­mælis­vert“ að vera snið­gengin

Fulltrúar lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar telja sig hafa verið sniðgengna í umræðu um umsókn bæjarins um að vera útnefnd ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Menningar- og viðskiptaráðuneytið lét engan vita af möguleikanum í tæpa átta mánuði. 

„Sandy og Danny, þetta klikkar ekki!“

Grease tónleikasýning verður í Laugardalshöllinni næsta laugardag þar sem tónlistin er í flutningi Stuðlabandsins og öll umgjörð í leikstjórn Gretu Salóme. 

KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði

„Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði

Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs.

Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“

Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má.

Listaverk sem fagna nýju lífi

Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu.

Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli

Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli.

KÚNST: Rembrandt var fyrsta ástin

Þrándur Þórarinsson skapar gjarnan ævintýralega heima með myndlist sinni og sækir meðal annars innblástur í bókmenntir, tónlist og gömlu klassísku meistarana. Hann segir listina hafa kallað á sig á barnsaldri, þá byrjaði hann að teikna og hefur ekki hætt síðan. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Einn helsti höfundur landsins hunsaður

Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl.

Ísland alltaf kallað hana aftur heim

Listakonan Temma Bell er stödd á Íslandi um þessar mundir en í dag opnar mæðgnasýningin „HEIM“ þar sem sýnd verða verk eftir hana og móður hennar, Louisu Matthíasdóttur, í nýju sýningarrými í Listheimum. Blaðamaður hitti Temmu í kaffi og fékk að heyra nánar frá listinni, lífinu og órjúfanlegum tengslum hennar við Ísland.

Japanska tón­skáldið Toshi Ichi­y­anagi látinn

Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi, sem þekktur var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, er látinn, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun.

„Heiðarlegur viðburður sem skiptir máli“

Stærsta listamessa landsins opnar næstkomandi föstudag á Korpúlfsstöðum og ber nafnið Torg. Þangað koma um tólf þúsund gestir á ári hverju en viðburðurinn er á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, með stuðningi Reykjavíkurborgar.

KÚNST: „Við erum alltaf í stöðugri glímu“

Íslenska glíman heillaði listamanninn Sigurð Sævar Magnúsarson sem ákvað að mála gífurlega stórt verk í fjórum hlutum af glímuköppum. Verkið var hluti af sýningu úti í Hollandi þar sem Sigurður Sævar leggur stund á myndlistarnám við Konunglegu akademíuna í Den Haag. Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Juergen Boos hlýtur Vigdísarverðlaunin 2022

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, veitti Juergen Boos, forstjóra Bókastefnunnar í Frankfurt, alþjóðlegu Vigdísarverðlaunin 2022 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands.

KÚNST: Á­kvað að verða mynd­listar­maður þegar hann var tíu ára

Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST.

Úkraínskir listamenn sýna í Hörpu

Harpan iðar af menningu og lífi að vanda en samtökin Artists4Ukraine standa fyrir fjölbreyttri listasýningu þar um þessar mundir. Samtökin hafa á undanförnum mánuðum staðið fyrir ýmsum listviðburðum þar sem allur ágóði rennur óspart til góðgerðasamtaka í Úkraínu. Næstkomandi mánudag verður stór söfnunarviðburður á þeirra vegum í Kaldalóni.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.