Fleiri fréttir

Eyddi brúð­kaups­deginum í ein­angrun

Þau Íris Rós Ragnhildardóttir og Árni Beinteinn Árnason gátu ekki haldið draumabrúðkaupið sitt, eins og til stóð að gera í gær. Íris greindist með kórónuveiruna nokkrum dögum fyrir stóra daginn og er því reglum samkvæmt í einangrun.

Tólf ára stúlka rakar af sér hárið fyrir gott mál­efni

Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir setti sér það markmið að safna fimm hundruð þúsund krónum til styrktar stuðningsfélaginu Krafti og raka af sér hárið þegar markmiðinu væri náð. Kraftur stendur Öglu Björk nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum.

Sigmar og Júlíana gengin í það heilaga

Sigmar Guðmundsson, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur, eru gengin í það heilaga.

Barn Eminem kemur út sem kynsegin

Barn rapparans Eminem hefur nú komið út úr skápnum sem kynsegin og notast nú við nafnið Stevie. Eminem ættleiddi Stevie árið 2005 þegar hán var aðeins þriggja ára.

Þolandi stefnir Nicki Mina­j

Tónlistarkonan Nicki Minaj og eiginmaður hennar Kenneth Petty hafa fengið á hendur sér lögsókn frá konu sem Petty var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga árið 1994. Hjónin eru nú sökuð um áreiti og ofsóknir.

Bríet frestar stórtónleikunum

Söngkonan Bríet hefur frestað útgáfutónleikum sem stóð til að halda þann 11. september næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða í stað haldnir þann 22. október.

Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin

Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða.

Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum

Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum.

Sherlock-stjarnan Una Stubbs er látin

Breska leikkonan Una Stubbs, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Till Death Us Do Part og Sherlock, er látin, 84 ára að aldri.

Spenna, forvitni og fiðringur í Fyrsta blikinu

Raunveruleikaþættirnir Fyrsta blikið byrja í sýningu á Stöð 2 þann 27. ágúst. Í þáttunum munu áhorfendur kynnast fólki í leit að ástinni sem hefur verið parað saman á blind stefnumót. 

Leikur á frönsku í nýjum Net­flix þáttum

Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á streymisveitunni á morgun. Heimsfaraldur setti svip sinn á tökurnar sem fóru fram í Frakklandi á síðasta ári.

Fólk miklar oft fyrir sér að byrja að fjárfesta

„Við erum í fyrsta skipti sem land í lágvaxtaumhverfi og getum ekki lengur sett peninginn okkar inn á innlánsreikning og treyst því að hann muni skila okkur vöxtum,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir frá Fortuna Invest.

Ó­út­gefin plata Kanye West slær nú þegar met

Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út.

Ingó spilaði fyrir Ís­lendinga á Tenerife

Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld.

Lífeyrissjóðir taki of mikið af tekjum ungs fólks

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastið og gaf góð ráð í fjármálahorni þáttarins. Í viðtalinu barst talið meðal annars að fjárhættuspilum og Auðunn spurði seðlabankastjórann einfaldlega: „Ertu gamblari?“

Íslenski hesturinn með Gretu Thunberg í Vogue

Greta Thunberg situr fyrir á forsíðu fyrsta tölublaðs Vogue Scandinavia. Með henni á forsíðunni er Íslenski hesturinn Strengur. Í blaðinu má finna nokkrar fallegar myndir af þeim saman.

Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt

Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar.

Lit­ríkar rusla­fötur vekja lukku í Vest­manna­eyjum

Listaverk sem máluð hafa verið á ruslafötur víðs vegar í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla lukku. Bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar segir listaverkin hafa orðið til þess að fólk sé nú duglegra að henda rusli í ruslafötur en áður.

Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustu

„Fitukirtlarnir mínir virka ekki og það er ótrúlega mikil ofmyndun á húðfrumum í líkamanum þannig að þær safnast upp og detta ekki af eins og hjá öðrum,“ segir Arnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð.

Veirunni sama hvað þú skrifar margar til­finningar í dag­bók

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli sálfræðingur og einkaþjálfari, segir að kórónuveiran spyrji ekki um hreysti né heilsu. Ragga sem er þekkt fyrir heilsusamlegt líferni, smitaðist sjálf af veirunni í apríl á þessu ári. 

Fólk yfirleitt sterkara en það heldur

„Sumir einstaklingar hafa ákveðinn þroska og þrautseigju og ákveðið lífsviðhorf líka sem vinna með þeim þannig að fólk kemst í gegnum ótrúlegustu aðstæður sem maður getur ekki einu sinni ímyndað sér,“ segir Séra Vigfús Bjarni, fyrrum sjúkrahússprestur í hlaðvarpinu 24/7.

Það á ekki að skipta máli hvar foreldrar vinna

Börnum hér á landi er mismunað hvað varðar veikindarétt foreldra segir Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju. Fjöldi daga sem foreldri getur verið heima með barni í veikindum fer eftir barnafjölda fjölskyldunnar og stéttarfélagi. 

Snorri Björns: Mesti ávinningurinn í því að hlaupa nógu hægt

„Nýja leiðin er bara að hlaupa nógu hægt þannig að þú sért bara í rólegheitunum. Þannig að þú sért ekkert að erfiða, þar er mesti ávinningurinn,“ segir þáttarstjórnandinn og hlaupagarpurinn Snorri Björnsson við viðtali í Brennslunni.

Sindri heimsótti Gulla í sumarbústaðinn

Gulli Helga vinnur nú að því að stækka sumarbústaðinn sinn og segir að þetta sé afslöppun, svona eins og margir aðrir velja að spila golf í frítímanum.

Týnda prinsessan skoðaði eld­gosið

Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið.

Geir í Ó­svör ó­vænt orðinn and­lit sardínu­fram­leiðanda

Geir Guðmundsson, sem eitt sinn var safnvörður í Ósvör í Bolungarvík, virðist vera orðinn að andliti sardínuframleiðanda í Svíþjóð. Fjölskylda Geirs hafði ekki hugmynd um að mynd af honum væri utan á sænskum sardínudósum, en framleiðandanum virðist hafa þótt vanta skegg á Geir.

Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabba­meins

Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum.

Sjá næstu 50 fréttir