Fleiri fréttir

Partídýrin mættu í þessa opnun

Viðburðafyrirtækið Silent hélt opnunarteiti í síðustu viku í nýju húsnæði í Tryggvagötu í sama húsi og Listasafn Reykjavíkur. Það var glatt á hjalla og fólk í þetta líka svona góðu skapi eins og sést á þessum myndum.

Kattarkonan á djamminu

Jocelyn Wildenstein er í daglegu tali kölluð kattarkonan en hún hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir til að líkjast einhvers konar kattardýri.

67 ára og stelur enn senunni

Kántrísöngkonan Dolly Parton var stórglæsileg í þröngum, rauðum kjól á árlegri hátíð í skemmtigarðinum Dollywood í Tennessee um helgina.

Sigmar eignaðist strák

"Hrafn Sigmarsson. Krummi litli er langsætastur. — með Júlíana Einarsdóttir," skrifar ritstjóri Kastljóssins Sigmar Guðmundsson, 43 ára, á Facebooksíðuna sína fyrir rétt rúmum hálftíma ásamt mynd sem hann birti af nýfæddum drengnum. Lífið óskar Sigmari og unnustu hans Júlíönu Einarsdóttur, 26 ára háskólanema, innilega til hamingju með drenginn. Fyrir á Sigmar tvö börn en krummi litli er fyrsta barn Júlíönu.

Toppar sjálfa sig í klæðaburði

Kryddpían Victoria Beckham er smekkmanneskja á föt en toppaði sjálfa sig algjörlega er hún fór í verslunarferð í New York um helgina.

Diskóheimsókn í sumar

Bandaríska hljómsveitin Chic ætlar að koma landanum út á gólfið á tónleikum í Laugardalshöll þann 17. júlí.

Eurovision-veislan hefst á morgun

Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verður sett í 58. skipti í Malmö annað kvöld. Undankeppnirnar verða tvær líkt og síðastliðin ár og fara fram á morgun og á fimmtudaginn. Aðalkeppnin sjálf fer svo fram á laugardagskvöldið.

Eyðir sumrinu í vegavinnuskúr

„Þetta verður svona eins og tveggja og hálfs mánaðar vertíð fyrir mig. Nóg að gera skilst mér,“ segir Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistarmaður og sigurvegari í Masterchef, en hann hefur ráðið sig sem kokk á Hótel Látrabjarg í Örlygshöfn á Patreksfirði í sumar.

Stundum langar mig að byrja aftur að drekka

Söngkonan Lana Del Rey glímdi við áfengisvandamál á sínum yngri árum og hefur verið edrú í rúmlega átta ár. Þessi 27 ára stjarna segir löngunina í áfengi stundum gera vart við sig í viðtali við tímaritið Fashion.

Brúðkaupsferð á Grikklandi

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan kvæntist sinni heittelskuðu, fyrirsætunni Yvette Prieto, í lok apríl og var brúðkaupið afar glæsilegt. Því er ekki skrýtið að brúðkaupsferðin einkennist af lúxus.

Hnakkrífast úti á götu

Leikarinn Alec Baldwin, 55 ára, var alls ekki hress þegar hann fór út að rölta með hundana sína með óléttu eiginkonu sinni, Hilariu Thomas, 28 ára, í New York á föstudaginn.

Bætir enn einu húsinu í safnið

Söngvarinn Marc Anthony elskar að kaupa hús á sólríkum stöðum. Hann á hús í Miami og á Flórída og er nú búinn að kaupa sér hús í Encino-hverfinu í Los Angeles.

Edrú í 23 ár

Leikarinn Rob Lowe, 49 ára, hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna á föstudaginn. Þá fagnaði hann þeim tímamótum að hafa verið laus við áfengi í 23 ár.

Linda djammaði með Jeremy Clarkson í Lundúnum

Breska götublaðið Daily Mirror fjallar um Lindu Pétursdóttur þar sem hún var að skemmta sér með bíladellukallinum Jeremy Clarkson síðustu nótt. Til þeirra sást á skemmtistaðnum Groucho Club í Lundúnum og eru nokkrar myndir birtar af þeim á vefsíðu Mirror þar sem þau virðast skemmta sér vel.

Brjóstin mín eru ekta

Fyrirsætan Kate Upton er svo sannarlega á toppi ferilsins og prýðir forsíðu júníheftis tímaritsins Vogue sem kemur út seinna í maí.

Twilight-hönk á lausu

Twilight-sjarmörinn Kellan Lutz er hættur með áströlsku leikkonunni Sharni Vinson. Kellan, 28 ára, og Sharni, 29 ára, byrjuðu saman í september árið 2011.

Bieber með bjór

Poppprinsinn Justin Bieber er nú í Suður-Afríku á Believe-tónleikaferðalagi sínu. Hann nýtti sér það í vikunni að maður þarf aðeins að vera átján ára þar í landi til að mega drekka áfengi.

Ég á enn langt í land

Söngkonan Shakira eignaðist soninn Milan með sínum heittelskaða, knattspyrnugoðinu Gerard Pique, fyrir fjórum mánuðum síðan. Hún finnur nú fyrir pressu að losa sig við meðgöngukílóin.

Fyrsta myndatakan eftir barnsburð

Victoria's Secret-engillinn Adriana Lima var eiturhress þegar hún mætti í sína fyrstu myndatöku eftir að hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra.

Sprella í Malmö

Dagurinn í gær var annasamur hjá Eurovision hópnum eins og vænta mátti. Mikið var um æfingar og svo voru aðdáendur og áhugasamir sem fengu myndir og áritanir. Hópurinn gaf sér þó tíma til að kíkja í góða veðrið og sprella aðeins. Örlygur Smári sem er starfsmaður Nýherja og annar af höfundum framlags Íslands "Ég á líf", gaf sér tíma til þess að smella af nokkrum myndum og senda á samstarfsfélagana. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn og stutt myndskeið sem Eyþór Ingi setti á Facebooksíðuna sína í morgun.

Ofurþjálfari selur húsið

Biggest Loser-þjálfarinn Jillian Michaels er búinn að setja hús sitt í Los Angeles á sölu. Jillian vill 2,45 milljónir dollara fyrir herlegheitin, tæplega þrjú hundruð milljónir króna.

Eyþór Ingi situr fyrir svörum

Eurovisionfarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem syngur framlag Íslands í Malmö í Svíþjóð sat fyrir svörum hjá spyrli frá vefsíðunni Esctoday eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar ræðir Eyþór meðal annars sönginn og hvernig hann reynir stöðugt að bæta sig.

Heitasta kona í heimi

Söngkonan Miley Cyrus trónir á toppi lista tímaritsins Maxim yfir heitustu konur í heimi. Listinn er í daglegu tali kallaður Hot 100 og nú hefur mynd sem mun birtast af Miley í blaðinu lekið á netið.

Skræki Rúmeninn vekur athygli

Eurovision-keppnin fer fram í Malmö í næstu viku og kennir ýmissa grasa í keppninni að vanda. Rúmenski keppandinn er þó með þeim óvenjulegri í ár, enda nær rödd hans á staði sem flestar aðrar raddir ná ekki.

Heimsfræg ofurfyrirsæta í Bláa lóninu

Ein þekktasta fyrirsæta níunda áratugarins, Paulina Porizkova, var stödd hér á Íslandi um helgina og skellti sér í Bláa lónið. Hún tísti héðan og birti mynd af sér úr lóninu. Porizkova er 48 ára gömul og jafn falleg og áður, ef marka má myndirnar. Hún var á sínum tíma meðal annars forsíðustúlka Sports Illustrated. Porizkova er fædd í Tékklandi. Hún er núna tveggja barna móðir.

Tjáir sig um ástarsambandið við Bieber

Söng- og leikkonan Selena Gomez segir að það sé erfitt að fara á stefnumót þegar maður er frægur í viðtali við nýjasta hefti tímaritsins InStyle en hún er fyrrverandi kærasta poppprinsins Justins Biebers.

Það er erfitt í megrun

Söngkonan Britney Spears sýnir líkamann í efnislitlum sundfötum á forsíðu tímaritsins Shape sem er væntanlegt í verslanir.

Sölvi í ættleiðingarhugleiðingum

"Ég er í Ubud í miðhluta Bali þar sem við hittum þessa líka þrælskemmtilegu Órangúta sem brugðu á leik með okkur," segir Sölvi en það var Kiddi vinur hans sem tók þetta skemmtilega myndskeið sem sjá má hér fyrir neðan. Af hverju langar þig að ættleiða apann? "Mig langaði að ættleiða hann af því að þetta eru svo fáránlega skemmtileg dýr. Ekkert nema leikgleði og fíflagangur. Minna mann á hvernig mannskepnan væri ef engin væri streitan og hugarangrið," segir Sölvi. "Kiddi vinur minn er núna með mér og verður restina af ferðinni. Við förum til Malasíu eftir viku," svarar hann spurður hvað er framundan hjá honum.

Meira en samt miklu minna

Það eru helst þeir áhorfendur með skæðasta blóðblætið sem fá fullnægju sína, en ofbeldisbrellurnar í Evil Dead eru yfirgengilegar og einstaklega vel gerðar.

Svakalegt sumarpartí Stöðvar 2

Meðfylgjandi myndir voru teknar í árlegu sumarpartí Stöðvar 2 sem haldið var með pompi og prakt í Silfurbergi Hörpu fyrr í dag. Fjöldi fólks mætti og kynnti sér það sem verður efst á baugi á dagskrá Stöðvar 2 í sumar. Blómleg íslensk dagskrágerð og vinsælustu erlendu þættirnir einkenna dagskrána auk þess sem öllum helstu íþróttaviðburðum heims verða gerð skil á Sportstöðvum Stöðvar 2.

Vildi líkjast Loga Bergmann

Tómas Ingi Tómasson í Pepsi-mörkunum mætti til leiks með nýtt útlit í ár. Hann er orðinn dökkhærður en Tómas Ingi er ljóshærður frá náttúrunnar hendi. Auk þess hefur verið skerpt á augabrúnum fyrrverandi fótboltakappans, eins og hann orðar það sjálfur.

Ofurparið planar frekari barneignir

Súperparið Beyonce og Jay-Z eignuðust sitt fyrsta barn í janúar í fyrra, dótturina Blue Ivy Carter. Nú eru þau tilbúin að huga að frekari barneignum.

Töfrandi tennisstjarna

Tennisstjarnan Maria Sharapova er sjóðandi heit á forsíðu mexíkóska Esquire. Hún klæðist aðeins húðlituðum sundbol og eru myndirnar inni í blaðinu ekki síðri.

Þekkt fyrir allt annað en formlegheit

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Poppkór Íslands – Vocal Project og Sniglabandið hittust á æfingu í vikunni en 19.maí næstkomandi ætlar þetta hressa lið að sameina krafta sína í Borgarleikhúsinu ásamt góðum gestum sem munu dúkka óvænt upp og leggja sitt af mörkum. Sniglabandið er þekkt fyrir allt annað en formlegheit og því má búast við því að allt geti gerst á tónleikunum. Kvöldið verður því algjörlega ófyrirsjáanlegt að sögn kórmeðlima.

Þetta kallar maður ögrandi augnmálningu

Leikkonurnar Ginnifer Goodwin og January Jones mættu að sjálfsögðu prúðbúnar í Met-galaveisluna í New York en augnmálning þeirra dró athyglina frá kjólunum.

Stofnuðu Samtök grænmetisæta

Sigvaldi Ástríðarson er formaður nýstofnaðra Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Sambærileg samtök finnast víða um heim og stuðla meðal annars að fræðslu.

Sjá næstu 50 fréttir