Lífið

Bætir enn einu húsinu í safnið

Söngvarinn Marc Anthony elskar að kaupa hús á sólríkum stöðum. Hann á hús í Miami og á Flórída og er nú búinn að kaupa sér hús í Encino-hverfinu í Los Angeles.

Húsið kostaði hann tvær og hálfa milljón dollara, tæplega þrjú hundruð milljónir króna.

Bíómyndastigi.
Marc, 44ra ára, er nýhættur með Topshop-erfingjanum Chloe Green, 22ja ára, og getur svo sannarlega boðið á deit í nýja húsinu sem er búið sex svefnherbergjum og sjö baðherbergjum. Húsinu er lýst sem ítalskri villu og í því er einnig vínkjallari og líkamsræktarherbergi.

Marc og Chloe voru saman í nokkra mánuði.
Marc var kvæntur stórstjörnunni Jennifer Lopez en þau eiga saman tvíburana Emme og Max sem eru fimm ára.

Marc og J. Lo á meðan allt lék í lyndi.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.