Lífið

Eva Laufey gerir bók úr blogginu

Álfrún Pálsdóttur skrifar
Matreiðslubloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur út sína fyrstu bók í haust.
Matreiðslubloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur út sína fyrstu bók í haust. Fréttablaðið/Anton
„Ég er bara venjuleg stelpa sem hefur gaman að því að elda,“ segir áhugakokkurinn, neminn og bloggarinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir en hún undirbýr nú útgáfu sinnar fyrstu matreiðslubókar.

Eva Laufey hefur haldið úti matarblogginu evalaufeykjaran.com í þrjú ár við góðar undirtektir en segir drauminn um bók hafa blundað í sér lengi. Í byrjun árs var hún því mætt upp í Sölku útgáfu með hugmynd að bók og skrifaði svo undir útgáfusamning fyrir tveimur vikum síðan. Bókin á að koma út þann 1. september. „Þetta var lengi í bígerð og það er miklu erfiðara en ég gerði mér grein fyrir að skrifa bók. Ég tek allar myndirnar sjálf svo ég verð að elda og mynda í sumar.“

Eva Laufey stefnir á að reyna að fanga stemminguna í kringum matargerð í bókinni en segir hana eiga að höfða til allra. „Bókin verður frábrugðin öðrum matreiðslubókum þar sem ég er yngri en flestir sem eru að gera svipaðar bækur og ekki lærður kokkur. Uppskriftirnar í bókinni ættu að vera á færi allra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.