Fleiri fréttir

Svali skilur ekki fólk sem pirrar sig á snjónum

Landsmenn keppast nú við að blóta færðinni á vegum úti enda hefur óvenju mikil snjókoma síðustu daga sett strik í reikninginn hjá mörgum. Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, er hins vegar í þeim minnihlutahóp sem fagnar versnandi færð enda vel búinn til að takast á við skaflana.

Íslenskir flytjendur fá 50 þúsund fyrir Airwaves

Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa ákveðið að greiða 70 til 75 íslenskum flytjendum fimmtíu þúsund krónur fyrir að koma þar fram. Þessu var greint frá á kynningarfundi í Norræna húsinu.

Hallgrímur náði efsta sætinu hjá Amazon

"Ég bara skil þetta ekki,“ segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Bók hans, The Hitman‘s Guide to Housecleaning, eða 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, náði efsta sætinu á vinsældalista Amazon yfir spennubækur í Kindle-rafbókarformi.

Börn Jackson minnast pabba

Prince, 14 ára, Paris, 13 ára, og Blanket Jackson, 9 ára, minntust föður síns, Michael Jackson, með handa- og fótaförum þeirra í Los Angeles í gær. Söngvarinn Justin Bieber lét einnig sjá sig og lét hafa eftir sér að Michael hafi haft mikil áhrif á sig sem tónlistarmann. Eins og myndirnar sýna var um fallega og tilfinningalega athöfn að ræða.

Sumarbarn á leiðinni hjá Hrafnhildi og Bubba

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og eiginmaður hennar Bubbi Morthens eiga von á barni í byrjun sumars. Þetta staðfesti Hrafnhildur við Lífið. Fyrir eiga þau dótturina Dögun París sem er að verða þriggja ára á árinu. Fjölskyldan sem býr við Meðalfellsvatn á miklu barnaláni að fagna því fyrir á Hrafnhildur eina dóttur, og Bubbi tvo syni og eina dóttur.

Bættu lífið með dáleiðslu

Dáleiðsla getur hjálpað fólki að ná tökum á ýmslum vandamálum, ma.a að efla sjáflstraust, hætta að reykja, losna við fíkn og hvers konar fælni, svo sem innilokunarkennd og skordýrafælni, bæta árangur í íþróttum svo eitthvað sé nefnt..

Léttist um 28 kg

Ég var alltaf að gera þetta á röngum forsendum. Ég hafði ekki orku í neitt..., segir Svanhildur Guðbjörg Þorgeirsdóttir sem léttist um 28 kíló á einu og hálfu ári eftir að hún tók mataræðið í gegn og byrjaði að hreyfa sig regluleg...

Svona færðu sléttari húð

Það er silikon í farðanum sem myndar lag yfir, fyllir upp í svitaholurnar eins og til dæmis ör og fínar línur, segir Erna Hrund Hermannsdóttir förðunarfræðingur sem sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að hylja bauga undir augum og gera húðina sléttari...

Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna

"Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna og heimþráin magnaðist upp með hverju árinu, segir Manúela Ósk Harðardóttir. Manúela prýðir forsíðu Lífsins, nýs vikublaðs sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.

Spielberg spreytir sig á fyrri heimsstyrjöld

Myndin Stríðshesturinn eða War Horse eftir leikstjórann Steven Spielberg er frumsýnd á morgun. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin en hún fjallar um tengsl piltsins Alberts og hestsins Joey. Þegar hesturinn er sendur til bardaga í fyrri heimsstyrjöldinni, eltir Albert hann í von um að bjarga hestinum. Myndin hefur fengið prýðis dóma og á ekki að skilja neinn eftir ósnortinn en með aðalhlutverk fara Jeremy Irvine og Emily Watson.

Hlakkar til að sjá Hobbitann

Leikarinn Elijah Wood hlakkar til að sjá myndina The Hobbit en myndin á að koma út seint á þessu ári. Wood snýr aftur í hlutverki sínu sem Frodo Baggins en hlutverkið er lítið að þessu sinni.

Tvö skot af vodka fyrir kynlífssenurnar

Leikkonan Keira Knightley leikur geðsjúkling sem þjáist af kynlífsfíkn í nýjustu mynd sinni A Dangerous Method en hlutverkið reyndist leikkonunni ungu ekki auðvelt. Hún þurfti ítrekað að innbyrða alkóhól áður en hún lék í kynlífssenum ásamt mótleikurum sínum í myndinni, Michael Fassbender og Viggo Mortensen.

Liam berst við blóðþyrstan úlfaflokk

Spennumyndin The Grey verður frumsýnd á morgun. Myndin skartar stórleikaranum Liam Neeson í aðalhlutverki og fjallar um hóp manna er reyna að draga fram lífið í óbyggðum Alaska eftir flugslys.

Fyrrverandi barnfóstra Halle Berry vill nálgunarbann

Fyrrverandi barnfóstra Halle Berry hefur barist við barnsföður leikkonunnar fyrir dómstólum. Nú síðast krafðist hún nálgunarbanns gegn honum en fékk ekki. Alliance Kamdem, fyrrverandi barnfóstra Hollywood-stjörnunnar Halle Berry, hefur átt í harðvítugum deilum við frönsk-kanadísku karlfyrirsætuna Gabriel Aubry, barnsföður Berry og fyrrverandi kærasta.

Áfalli lýkur aldrei

"Ástæða þess að þetta verk er spennandi fyrir Borgarleikhúsið og okkur sem listamenn er að það spyr brýnnar spurningar: Hvort mennskan geti lifað það af að horfast í augu við hryllinginn,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri verksins Eldhafs eftir Wajid Mouwad sem frumsýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.

Guðrún Eva og Páll ánægð og undrandi

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Verðlaun í flokki fagurbókmennta komu í hlut Guðrúnar Evu Mínervudóttur fyrir bókina Allt með kossi vekur en í flokki fræðirita hlaut Páll Björnsson verðlaunin fyrir bók sína Jón forseti allur?

Dikta á National Geographic

"Það væri óskandi ef þetta vekur athygli á sveitinni en við höfum ekki orðið varir við neitt slíkt enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Dikta.

Vaxaður Justin Bieber

Vaxmyndasafnið Madame Tussauds í Las Vegas afhjúpaði styttu af Justin Bieber í gær. Misjafnar skoðanir eru á því hvort styttan líkist söngvaranum eða ekki...

45 ára í þetta líka sjóðheitum leðurkjól

Leikkonan Salma Hayek, 45 ára, var klædd í leðurkjól á frumsýningu kvikmyndarinnar Tinker Tailor Soldier Spy í París. Eiginmaður hennar, milljónamæringurinn Francois-Henri Pinault, 49 ára, stillti sér upp með henni. Áður en hún féll fyrir Francois-Henri sagði Salma: Ég er enn að leita að manni sem er kjarkaðri en ég! Þau giftust árið 2009 og eiga saman 4 ára dóttur , Valentinu.

Búin að tapa auðæfunum

Söngkonan heimsfræga Whitney Houston, sem leitaði sér aðstoðar vegna krakkfíknar í fyrra, er búin að tapa öllum auðæfum sínum.

Ósköp venjulegur pabbi Tom Cruise

Leikarinn Tom Cruise, 49 ára, og dóttir hans Suri Cruise, 5 ára, nutu samverunnar í Disneylandi í Anaheim í Kaliforníu í gær. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum byrjaði fólk byrjaði að safnast í kringum þau með myndavélar á lofti þegar það þekkti kauða. Þá má einnig sjá Tom í hlutverki stjörnunnar gefa eiginhandaráritanir a leið sinni í sjónvarpsþátt Jimmy Fallon.

Þokkalega flottur kjóll

Leikkonan Kate Beckinsale stillti sér upp í sjóðheitum Michael Kors kjól á frumsýningu kvikmyndarinnar Underworld: Awakening...

Lögð inn vegna ofþreytu

Leikkonan Demi Moore var færð á spítala í byrjun vikunnar vegna ofþreytu en þetta staðfestir talsmaður Moore. "Vegna mikils stress í lífi sínu þessa stundina hefur Demi ákveðið að leita sér hjálpar og meðferðar við ofþreytu. Hún einbeitir sér nú að því að ná fullri heilsu með stuðningi fjölskyldu og vina," segir talsmaður leikkonunnar við US Magazine.

Victoria snýr aftur

Victoria Beckham hefur snúið aftur í sviðsljósið eftir barnsburð en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs japönsku útgáfu blaðsins Numéro. Aðeins sjö mánuðir eru síðan Becham eignaðist sitt fjórða barn, dótturina Harper Seven, og greinilegt að Beckham ætlar ekki að slá slöku við.

Fær ekki frið

Kærasta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, var mynduð í gær þegar hún yfirgaf líkamsræktarstöð í Beverly Hills. Eins og sjá má á myndunum faldi hún sig bak við græna derhúfu og sólgleraugu. Allt kom fyrir ekki - ljósmyndararnir eltu hana á röndum. Þá má einnig sjá myndir af Stacy á rauða dreglinum með George.

Þræddu pókerheima Reykjavíkur fyrir sýninguna

Sýningin Póker í Tjarnarbíói hefur vakið nokkra athygli á undanförnu. Vegna góðrar aðsóknar hefur leikhópurinn Fullt hús, sem stendur að sýningunni, ákveðið að bæta við þremur aukasýningum nú um helgina.

Nýr hópur valinn í leiklistarnám við LHÍ

Nú er lokið inntökuferli í nám á leikarabraut við Listaháskóla Íslands. Fjöldi umsókna var mikill í ár en að loknum inntökuprófum var tíu nemendum boðin skólavist næsta haust. Þau eru Albert Halldórsson, Baltasar Breki Samper, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Eysteinn Sigurðarson, Kjartan Darri Kristjánsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Pabbi Khloe fundinn?

Endalausar getgátur eru um faðerni raunveruleikastjörnunnar Khloe Kardashian en því er haldið fram í slúðurheiminum að hún er í raun ekki dóttir Roberts Kardashian heitins. Góður vinur móður hennar, Alex Roldan, er nauðalíkur Khloe eins og sjá má í myndasafni. Hann er einnig mjög hávaxinn eins og Khloe en hvort hann er pabbi hennar eða ekki kemur eflaust fram í sjónvarpsþáttunum Kardashian fjölskyldunnar sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinnni E!. Áhorfið hefur dalað síðan Kim, systir Khloe, skildi eftir mínútu langt hjónaband en sagan segir að vonir eru bundnar við að faðernismálið hækki áhorfstölurnar.

Sló í gegn á Grænlandi

Vísir frumsýnir hér nýtt sýnishorn úr grænlensku hryllingsmyndinni Skuggarnir í fjöllunum, sem verður frumsýnd í Bíó Paradís á föstudag. Myndin er sú langvinsælasta sem hefur verið sýnd á Grænlandi, af 50 þúsund íbúum landsins borguðu 17 þúsund sig í bíó til að sjá hana.

Sátt við stjúpmóður

Leikkonan Liv Tyler er ánægð með væntanlega eiginkonu föður síns, hins 63 ára Stevens Tyler úr hljómsveitinni Aerosmith og Idol-dómara. Hún heitir Erin Brady og er 38 ára en Liv er sjálf aðeins fjórum árum yngri.

Moss mætt á tískuvikuna í París

Breska fyrirsætan Kate Moss mætti í fögnuð á vegum Prada á tískuvikunni í París í gær klædd í pels eins og sjá má á myndunum. Þegar líða tók á kvöldið fékk fyrirsætan aðstoð með gang sökum ölvunar. Fólk virðist halda að velgengi sé fólgin í því að vera sætur. Það er alls ekki þannig. Þú þarft að vera skrefi á undan öðrum og vinna 24 tíma sólahrings ef þú ætlar að meika það, sagði fyrirsætan.

Demi Moore lögð inn á spítala

Bráðaliðar fluttu leikkonuna Demi Moore á spítala á mánudaginn. Talsmaður segir að leikkonan þjáist af örmögnun en hún gekk í gegnum erfiðan skilnað á síðasta ári.

Angelina greinilega barnshafandi

Angelina Jolie, 36 ára, fór með börnin sín þrjú á útimarkað síðasta sunnudag. Eins og sjá má á myndunum leiddi hún syni sína, Pax, 8 ára, og Knox, 3 ára, og með í för var líka dóttir hennar Shiloh, 5 ára. Margur miðillinn hefur gagnrýnt líkama leikkonunnar fyrir að vera skinn og bein á byrjun meðgöngunnar en hún er gengin þrjá mánuði á leið með sitt sjöunda barn.

Nei sko, Charlie Sheen mættur

Leikarinn Charlie Sheen sem hefur lengi átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða var áberandi fyrir dólsgslæti á svipuðum tíma í fyrra eins og flestir muna. Lítið hefur borið á Charlie undanfarið. Hann var hinsvegar myndaður með félögum sínum við sundlaugarbakka í Miami í gær púandi sígarettu á meðan hann beið eftir fjölmiðlafólki á vegum þáttarins Access Hollywood.

Stúlknagengi og lesbískir kossar

Bandaríski leikstjórinn og ljósmyndarinn Katrina Del Mar sýnir þrjár stuttmyndir sínar í Bíó Paradís kl. 20 í kvöld og ræðir við áhorfendur að sýningunni lokinni.

Britney blómstrar

Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni Britney Spears, 30 ára, og umboðsmanni hennar, Jason Trawic, yfirgefa einkaþotuna þeirra á JFK flugvellinum í New York...

Hér eru tilnefningarnar fyrir Óskarinn - Clooney og Pitt tilnefndir

Leikararnir Brad Pitt og George Clooney eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir sem besti leikari í aðalhlutverki í Óskarnum í ár. Þetta var tilkynnt nú fyrir stundu. Pitt fór með aðalhlutverkið í myndinni Moneyball og Clooney í myndinni The Decendants, en þær báðar eru einnig tilnefndar sem besta myndin á hátíðinni í ár.

Heiður að skrifa um Bob Dylan

"Mér finnst þetta mikill heiður," segir tónlistarmaðurinn og Utangarðsmaðurinn fyrrverandi Michael Pollock.

Landar hverju verkefninu á fætur öðru í Lundúnum

Edda Óskarsdóttir fyrirsæta flutti til London fyrir þremur vikum síðan og hefur landað hverju verkefninu á fætur öðru síðan þá. Ásgrímur Már Friðriksson hjá Eskimó segir þetta frábæran árangur hjá Eddu sem er á skrá hjá Select umboðsskrifstofunni í London.

23 kíló horfin

Kelly Osbourne, 27 ára, prýðir forsíðu OK! tímaritsins í Ástralíu klædd í bikiní eins og sjá má á myndunum. Þar segir hún frá því hvernig hún fór að því að léttast um 23 kíló undanfarin 2 ár. Kelly breytti mataræðinu og byrjaði að borða hollan mat og það með 2-3 tíma millibili. Samhliða því stundar hún líkamsrækt með aðstoð einkaþjálfara. Þá fór hún einnig í áfengismeðferð. Háværar sögusagnir um að hún sé byrjuð að drekka á ný hafa hljómað undanfarið en Kelly var ekki lengi að svara fyrir sig á Twitter síðunni sinni: Treystið mér´! Ég hef unnið eins og skepna og ætla ekki að rústa lífi mínu aftur!

Götóttar buxur Kardashian

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian yifrgaf hótel í New York í gær í götóttum gallabuxum eins og sjá má í myndasafni. Ég veit að frægt fólk segist ekki lesa slúðrið um það í blöðunum en verum raunsæ! Felstir ef ekki allir lesa það sem er skrifað um þá. Ég geri það! sagði Kim. Götóttu gallabuxurnar má skoða betur í myndasafni.

Sjá næstu 50 fréttir