Lífið

23 kíló horfin

elly@365.is skrifar
myndir/cover media & OK!
Kelly Osbourne, 27 ára, prýðir forsíðu ástralska OK! tímaritsins klædd í bikiní eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þar segir hún frá því hvernig hún fór að því að léttast um 23 kíló undanfarin tvö ár.

Kelly breytti mataræðinu og byrjaði að borða hollan mat og það með 2-3 klukkutíma millibili. Samhliða því stundar hún líkamsrækt með aðstoð einkaþjálfara. Þá fór hún einnig í áfengismeðferð.

Háværar sögusagnir um að hún væri byrjuð að drekka á ný hafa hljómað undanfarið en Kelly var ekki lengi að svara fyrir sig á Twitter síðunni sinni: Treystið mér! Ég hef unnið eins og skepna og ætla ekki að rústa lífi mínu aftur!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.