Svali skilur ekki fólk sem pirrar sig á snjónum 27. janúar 2012 13:00 Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, fagnar versnandi færð og mikilli snjókomu síðustu daga enda brunar hvert sem hann vill á jeppanum. Fréttablaðið/Pjetur Landsmenn keppast nú við að blóta færðinni á vegum úti enda hefur óvenju mikil snjókoma síðustu daga sett strik í reikninginn hjá mörgum. Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, er hins vegar í þeim minnihlutahóp sem fagnar versnandi færð enda vel búinn til að takast á við skaflana. „Ég frelsaðist þegar ég skipti yfir í jeppa árið 2001,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður en hann keyrir óhræddur um götur bæjarins á breyttum Nissan Patrol jeppa, óhræddur við snjóskafla og vonda færð sem einkenna vegina þessa dagana. „Ég skil ekki þá sem eru að pirra sig á færðinni og snjónum. Það er svo skemmtilegt og það birtir yfir öllu,“ segir Sigvaldi, betur þekktur sem Svali, og bætir við að hann hlakki til á hverjum vetri að fá snjóinn til að geta spreytt sig á jeppanum. „Þegar óveðrið var sem mest fyrr í vikunni, græjaði ég mig upp í kuldagalla og fór út að keyra með spotta. Bæði til að hjálpa bílum sem eru fastir og svo keyra aðeins í sköflunum og komast í smá fjör. Ekki skemmdi fyrir að festa sig og þurfa að moka smá. Það er bara gaman.“ Svali fullyrðir að mikill munur sé á jeppaeiganda og jeppakarli en að hann sjálfur sé í síðarnefnda flokknum. „Fyrir mér er þetta fjölskylduvænt áhugamál sem við félagarnir deilum saman. Jeppinn er ferðatæki sem gerir mér kleift að komast hvert á land sem er, hvernig sem viðrar.“ Svali viðurkennir að dýrt sé að eiga jeppa en hann á sem betur fer góða að sem aðstoða hann í viðhaldi bílsins en samhliða jeppanum á fjölskyldan lítinn Póló sem er notaður í innanbæjarakstur. „Ég fer helst ekki á jeppanum í Kringluna en ég var á litla bílnum um daginn í snjónum og þurfti að moka og moka og mér fannst það alveg jafnt mikið sport.“ Aðspurður hvort hann verði var við öfund frá öðrum bílstjórum í snjónum svarar Svali. „Já, maður hefur alveg heyrt fólk sem tuðar „Þið þarna jeppakarlar“ en þetta er lífstíll og ég er duglegur að koma öðrum til hjálpar í þessu veðri. Stundum fer ég gagngert út til að hjálpa bílstjórum í neyð.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Landsmenn keppast nú við að blóta færðinni á vegum úti enda hefur óvenju mikil snjókoma síðustu daga sett strik í reikninginn hjá mörgum. Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, er hins vegar í þeim minnihlutahóp sem fagnar versnandi færð enda vel búinn til að takast á við skaflana. „Ég frelsaðist þegar ég skipti yfir í jeppa árið 2001,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður en hann keyrir óhræddur um götur bæjarins á breyttum Nissan Patrol jeppa, óhræddur við snjóskafla og vonda færð sem einkenna vegina þessa dagana. „Ég skil ekki þá sem eru að pirra sig á færðinni og snjónum. Það er svo skemmtilegt og það birtir yfir öllu,“ segir Sigvaldi, betur þekktur sem Svali, og bætir við að hann hlakki til á hverjum vetri að fá snjóinn til að geta spreytt sig á jeppanum. „Þegar óveðrið var sem mest fyrr í vikunni, græjaði ég mig upp í kuldagalla og fór út að keyra með spotta. Bæði til að hjálpa bílum sem eru fastir og svo keyra aðeins í sköflunum og komast í smá fjör. Ekki skemmdi fyrir að festa sig og þurfa að moka smá. Það er bara gaman.“ Svali fullyrðir að mikill munur sé á jeppaeiganda og jeppakarli en að hann sjálfur sé í síðarnefnda flokknum. „Fyrir mér er þetta fjölskylduvænt áhugamál sem við félagarnir deilum saman. Jeppinn er ferðatæki sem gerir mér kleift að komast hvert á land sem er, hvernig sem viðrar.“ Svali viðurkennir að dýrt sé að eiga jeppa en hann á sem betur fer góða að sem aðstoða hann í viðhaldi bílsins en samhliða jeppanum á fjölskyldan lítinn Póló sem er notaður í innanbæjarakstur. „Ég fer helst ekki á jeppanum í Kringluna en ég var á litla bílnum um daginn í snjónum og þurfti að moka og moka og mér fannst það alveg jafnt mikið sport.“ Aðspurður hvort hann verði var við öfund frá öðrum bílstjórum í snjónum svarar Svali. „Já, maður hefur alveg heyrt fólk sem tuðar „Þið þarna jeppakarlar“ en þetta er lífstíll og ég er duglegur að koma öðrum til hjálpar í þessu veðri. Stundum fer ég gagngert út til að hjálpa bílstjórum í neyð.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira