Fleiri fréttir

Hollensk rúgbrauð á Landsmóti

Hollenskur fornbílaklúbbur með Volkswagen-rúgbrauð og -bjöllur fremst í flokki tekur þátt í Landsmóti Fornbílaklúbbs Íslands sem verður haldið á Selfossi í áttunda sinn um næstu helgi.

Fyrirsætan sem sló í gegn

Með hártoppinn beinstífan upp í loftið heillaði hún áhorfendur er hún lék Mary í myndinni There"s Some-thing About Mary. Það er hin leggjalanga og ljóshærða Cameron Diaz sem leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Bad Teacher en myndin var frumsýnd hér á landi í gær.

Aniston og skeggjaði kærastinn

Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, og skeggjaði kærastinn hennar Justin Theroux nutu samverunnar í Soho í New York eins og sjá má í myndasafni. Justin og Jennifer sáust fyrst saman í byrjun júní þar sem þau leiddust og létu vel að öðru að röltinu um götur New York borgar. Burtséð frá tilhugalífi leikkonunnar var tilkynnt á dögunum að Jennifer fengi eigin Hollywood Walk of fame stjörnu.

Life of Brian efniviður í nýja mynd

BBC hefur ákveðið að ráðast í gerð kvikmyndar sem fjalla á um fárið í kringum Monty Python-myndina Life of Brian. Handrit eftir Tony Roche er tilbúið og búið er að ráða í helstu hlutverk. Samkvæmt frétt Guardian kemur enginn af meðlimum grínhópsins nálægt myndinni. Þeim hafi þó verið gefið tækifæri til að gera athugasemdir við handrit og koma sínum skoðunum á framfæri.

Fótboltastrákur úr Árborg slær í gegn á Flick My Life

„Ég veit ekkert hver er að gera þetta,“ segir Páll Óli Ólason sem hefur slegið í gegn á síðunni Flickmylife.com að undanförnu. Þar hefur ljósmynd af honum verið klippt á skondinn hátt inn í ýmsar kringumstæður. Má þar nefna atriði úr gamanmyndinni Forrest Gump, nautaat, skautadans og morðið á Lee Harvey Oswald, banamanni Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Meira af öllu frá Bon Iver

Önnur plata Bon Iver er komin út. Hún var tekin upp í gamalli innisundlaug skammt frá æskuheimili forsprakkans Justins Vernon í Wisconsin-ríki.

Fox í feluhlutverki hjá Cohen

Bandarísku leikkonunni Megan Fox bregður fyrir í litlu hlutverki í kvikmyndinni The Dictator. John C. Reilly verður í svipuðu hlutverki í myndinni. Ekki liggur fyrir hvers eðlis hlutverkin eru en mikil leynd hvílir yfir tökunum sem standa nú yfir.

Samdi lag við sálm Sigurbjörns

Pétur Ben, Toggi, Svavar Knútur og Matthías Baldursson ætla að frumflytja eigin lög við sálma Sigurbjörns Einarssonar á tónleikum í Lindakirkju 30. júní. Tónleikarnir verða haldnir í tilefni þess að biskupinn fyrrverandi hefði orðið 100 ára þennan sama dag.

Aleinn í álögum

Kvikmyndin Beastly með þeim Alex Pettyfer og Vanessu Hudgens verður frumsýnd um helgina. Myndin byggir á kunnuglegu stefi en hún segir frá unga, ríka og myndarlega pabbastráknum Kyle. Hann á allt sem hugurinn girnist og níðist gjarnan á skólafélögum sínum þegar tækifæri gefst til.

Gott glæpasagnateiti

Yrsa Sigurðardóttir hlaut Blóðdropann á þriðjudag fyrir bók sína Ég man þig. Bókin verður því framlag Íslands til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins. Fjöldi starfsfélaga Yrsu úr glæpasagnaheiminum lét sjá sig í Borgarbókasafninu þar sem afhendingin fór fram til að heiðra Yrsu á þessum merkilegu tímamótum.

Hætt saman (hvað gerðist Goggi?)

Bandaríski leikarinn George Clooney, 50 ára, og ítalska módelið Elisabetta Canalis eru hætt saman eftir tveggja ára ástarsamband. Þau sendu frá sér fréttatilkynningu sem hljómaði einhvernveginn svona: Við erum ekki lengur saman. Þetta er erfitt ferli og mjög persónulegt og við vonum að allir virði það og gefi okkur frið. Meðfylgjandi má sjá myndir af George og Elisabettu í sitthvoru lagi sem teknar voru af þeim nýverið.

Prófaður sem Jeff Buckley

Alexander Briem, stjarnan úr Gauragangi, var beðinn um að senda inn myndbandsprufu fyrir hlutverk Jeff Buckley samkvæmt heimildum Fréttablaðsins en til stendur að gera kvikmynd um bandaríska tónlistarmanninn. Vera Sölvadóttir leikstýrði prufunni og lítill hópur fólks kom að gerð hennar en mikil leynd hefur hvílt yfir verkefninu. Hvorki Alexander né móðir hans, útvarpskonan Sigríður Pétursdóttir, vildu tjá sig um málið við Fréttablaðið.

Munurinn er rosalegur (og náttúrulegur í þokkabót)

Margrét Snorradóttir förðunarfræðingur hjá Bobbi Brown í Hagkaup Smáralind sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvað litað dagkrem gerir mikið fyrir andlitið á fyrirsætunni Thelmu Dögg. Eftir að dagkremið, sem inniheldur sólarvörn, er borið á andlitið er áferðin gjörbreytt en á sama tíma sér ekki nokkur maður að um förðun sé að ræða. Margrét þekur aðeins hálft andlit fyrirsætunnar svo munurinn er sjáanlegur og í lokin bætir hún við sólarpúðri. Dagkremið og sólarpúðrið.

Hugleikur fékk harða diskinn

Rithöfundurinn Hugleikur Dagsson hefur endurheimt efnið úr tölvunni sinni sem var stolið fyrir skömmu.

Lífið býður í rómantískt bíó

Í dag frumsýna Sambíóin rómantísku unglingamyndina Beastly með Vanessu Hudgens, Mary Cate Olsen og Alex Pettyfer í aðalhlutverkum. Ef þú vilt eiga möguleika á að vinna tvo miða á myndina skaltu læka Facebooksíðu Lífsins og pósta þessum bióleik á Facebook síðunni þinni. Þá má sjá myndir af aðalleikkonunni Vanessu í meðfylgjandi myndasafni. Lækaðu og kvittaðu á Lífið hér - 20 bíómiðar verða dregnir út í hádeginu á morgun 23. júní.

Kvöldstund með Steinda á uppboði í Eyjum

Kvöldstund með Steinda Jr. og treyjur frá Chelsea-stjörnunum Frank Lampard og John Terry eru meðal hluta sem boðnir verða upp í Vestmannaeyjum um helgina í tengslum við árlegt góðgerðamót Hermanns Hreiðarssonar, landsliðsfyrirliða. Mótið fer fram á laugardaginn og má reikna með mikilli veislu í Eyjum eins og undanfarin ár.

Ítölsk hönnun í H&M

Sænski tískurisinn Hennes & Mauritz hefur hafið samstarf við ítalska tískuhúsið Versace. Fatalínan, sem kemur í verslanir út um allan heim í nóvember, er hönnuð af listrænum stjórnanda tískuhússins, Donatellu Versace.

Skiptir þú um gæja eins oft og naríur?

Paris Hilton er einhleyp á ný. Paris og kærastinn fyrrverandi, Cy Waits, sem skoða má í myndasafni, ákváðu í sameiningu að enda eins árs samband þeirra eftir að hafa átt í erfiðleikum í sambandinu undanfarið.

Tekin í tollinum

Ég var tekin afsíðis af því að það var eitthvað dularfullt í töskunni minni, segir Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður, sem sigraði nýverið í alþjóðlegri bókarkeppni, The Ravenheart Award, fyrir bókarkápu skáldsögunnar Power & Majesti sem hún hannaði. Í myndskeiðinu sýnir Ólöf Erla, sem starfar í grafíkdeildinni á RÚV, verðlaunagripina, verðlaunakápuna og verk eftir hana.

Hátíð í anda Hróarskeldu

„Við verðum með fjögurra daga hátíð í anda Hróarskeldu, þar sem íslensk bönd koma og spila sína tónlist,“ segir Dagmar Erla Jónasdóttir, vaktstjóri á Dönsku kránni.

Denise Richards leysir frá skjóðunni

Denise Richards er að vinna að ævisögu sinni, þar sem hún ætlar að leysa frá skjóðunni varðandi hjónabandið og skilnaðinn við Charlie Sheen.

Lofaðu að strekkja aldrei á þessum fallegu hrukkum

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Madonnu, 52 ára, án andlitsförðunar á Heathrow flugvelli í London. Eins og sjá má ber söngkonan aldurinn ótrúlega vel þar sem fallegar broshrukkurnar í kringum augun hennar sáust þegar hún tók loksins niður sólgleraugun. Þá má einnig sjá myndir og myndskeið af Madonnu þegar hún mætti óvænt í lokasjónvarpsþátt Opruh 17. maí síðastliðinn.

Syngur á Gay Pride í New York

„Maður er ekkert vanur að fara í svona. Þetta er svolítið eins og að fara aftur í Eurovision nema bara viku lengur,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin.

Gyllenhaal á ystu nöf á Íslandi

Ævintýramaðurinn Bear Grylls segir að ferð sín og Hollywood-stjörnunnar Jakes Gyllenhaal til Íslands hafi tekið virkilega á og þeir hafi þurft að horfast í augu við alvöru hættur.

Það er ömurlegt að sjá þig svona Amy

Tónleikar bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse sem fram fóru í Belgrad 18. júní síðastliðinn voru vægast sagt hneyksli og söngkonunni til minnkunar. Í meðfylgjandi myndskeiði má greinilega sjá að Amy átti erfitt með að muna söngtextana sem hún auk þess muldraði, en hún var áberandi drukkin þegar hún steig á svið. Hátt í 20 þúsund tónleikargestir leyndu ekki vonbrigiðum sínum og bauluðu á söngkonuna og gerðu hróp að henni. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í tónleikaför hennar um Evrópu.

Nei ekki fleiri lýtaaðgerðir

Meðfylgjandi myndir voru teknar af ítalska hönnuðinum Donatellu Versace, 56 ára, á tískuvikunni í Mílanó. Donatella, sem tók við öllu sem tilheyrði Versace eftir að bróðir hennar, Gianni Versace, var myrtur sumarið 1997, hefur látið lýtalækna krukka allverulega í andlitinu á sér í gegnum tíðina eins og sjá má í myndasafninu.

Bæ bæ viskí - halló hor og barnakúkur

Söngkonan Pink og eiginmaður hennar, mótorkross-kappinn Carey Hart, eignuðust dótturina Willow Sage fyrir rúmum hálfum mánuði. Söngkonan segist ánægð með lífið en viðurkennir að hún saknir þess að fá sér viskídreytil.

Komdu frítt í bíó

Lækaðu Facebook síðu Lífsins og póstaðu bíóleiknum á þinni Facebooksíðu ef þú vilt eiga möguleika á að vinna tvo miða á kvikmyndina Bad Teacher sem frumsýnd verður í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á morgun. Meðfylgjandi má sjá myndir af aðalleikkonu myndarinnar, Cameron Diaz, sem teknar voru í fyrradag, þegar hún kynnti myndina í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Lækaðu og kvittaðu á Lífið hér - 20 bíómiðar verða dregnir út í fyrramálið 22. júní.

Breytingarnar eru svakalegar (hústökuhúsið)

„Þetta er ennþá pínu óraunverulegt," segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru, en það tók hana ekki nema fjórar vikur með hjálp fjölskyldu, vina og fyrirtækja sem aðstoðuðu hana að gera húsið íbúðarhæft.

Fox rekin fyrir Hitlers-ummæli

Megan Fox lét reka sig frá þriðju Transformers-kvikmyndinni. Ástæðan ku vera sú að Fox líkti leikstjóranum Michael Bay við Hitler og þetta kunni framleiðandinn Steven Spielberg ekki að meta. Bay sagði við Spielberg:

Robbie beraði sig á tónleikum

Robbie Williams sýndi 82.300 áhorfendum sitt allra heilagasta á Take That tónleikum í Dublin á laugardaginn.

Óvæntur smellur frá Prins Póló

"Já, þú segir mér fréttir. Það er gaman að heyra að fólk sé að finna ástina í miðbænum um helgar,“ svaraði Svavar Pétur Eysteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Skakkamanage og Prins Póló þegar Fréttablaðið hafði samband og greindi honum frá því að lag hans "Niðrá strönd“ væri að slá í gegn á dansgólfum borgarinnar.

Greinilega ánægð að vera laus við ellismellinn

Brúðkaupi Playboy-kóngsins Hugh Hefner, 85 ára, og fyrirsætunnar Crystal Harris, 25 ára, sem fagnar skælbrosandi í myndasafni, var aflýst á dögunum. Hugh sjálfur opinberaði fréttina á samskiptasíðunni Twitter með efirfarandi skilaboðum:"Brúðkaupinu er aflýst. Crystal skipti um skoðun." Brúðkaupið átti að fara fram 18. júní og hafði 300 gestum verið boðið í veisluna í Playboyhöllinni í Los Angeles. Vefmiðillinn TMZ greindi frá því að Hugh og Crystal hefðu rifist heiftarlega og hún flutt út í kjölfarið. Þær fréttir ganga nú um vefmiðlana að Crystal sé tekin saman við jafnaldra sinn Jordan McGraw, sem er yngsti sonur sjónvarpssálfræðingsins dr. Phil McGraw. Í meðfylgjandi myndasafni á sjá Crystal pósa skælbrosandi í sundlaugarpartý í Las Vegas um helgina - endanlega laus við ellismellinn.

Gefið þessari konu eitthvað að borða

Leikkonan Katie Holmes, 32 ára og dóttir hennar Suri nutu þess að busla saman á ströndinni á Miami um helgina á meðan leikarinn Tom Cruise var upptekinn við að leika í myndinni Rock of Ages. Eins og myndirnar sýna hefur Katie grennst töluvert. Einnig má sjá þegar mæðgurnar fóru í bátsferð með Tom í myndaalbúminu.

Stolt af Barbados

Rihanna hefur ákveðið að taka að sér að vera talsmaður ferðamannaiðnaðar á Barbados. Söngkonan, sem fæddist á eyjunni, vill hjálpa til við að kynna land og þjóð betur fyrir ferðamönnum og ætlar að halda stóra tónleika í heimalandinu í ágúst. „Barbados er staður eins og enginn annar og ein af ástæðum þess að ég er að kynna landið er allt þjóðarstoltið sem fólkið mitt býr yfir. Ég vil að allir ferðamenn sem heimsækja þessa fallegu eyju fái að upplifa hvað það er sem gerir þennan áfangastað öðruvísi en alla aðra, og það er meðal annars hinn góði andi og hlýjan frá samlöndum mínum,“ segir Rihanna.

Segir afasoninn fyndinn

Jim Carrey segir að afasonur sinn sé virkilega fyndinn og að hann minni sig mikið á sjálfan sig úr æsku. Dóttir Carreys eignaðist drenginn í febrúar og er hann því aðeins nokkurra mánaða gamall. „Hann er alltaf með þessa prakkarasvipi og maður sér að hann er að hugsa ,Ég er með þetta. Ég veit þið viljið sjá mig og ég veit að ef ég segi „hæ“ þá fara allir að hlæja‘,“ segir hinn stolti afi.

Heiðra föður sinn

„Við erum ekki alveg búin að móta okkur hugmyndir en það eru ansi margir tónlistarmenn sem vilja heiðra karlinn,“ segir Margrét Gaua Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og dóttir Magnúsar Kjartanssonar, tónlistarmanns.

Lýtaaðgerðirnar hafa gjörbreytt þér stelpa

Meðfylgjandi má sjá bandarísku raunveruleikastjörnuna Heidi Montag sem komst í heimsfréttirnar þegar hún lét gera tíu fegrunaraðgerðir á sér í einu pósa léttklædd og þamba kampavín af stút eins og enginn væri morgundagurinn í sundlaugarpartý í Las Vegas um helgina. Montag, sem varð þekkt andlit eftir þátttöku sína í þáttunum The Hills lét hafa eftir sér að henni þætti miður að hafa farið í allar þessar lýtaaðgerðir og vildi í framtíðinni nýta reynslu sína til að vara ungar stúlkur við að leggjast undir hnífinn. Í myndaalbúminu má sjá Heidi flippa fyrir nærstadda ljósmyndara og einnig hvernig stelpan leit út áður en hún lét gjörbreyta sér.

Geirvartan á Lopez

Hægri geirvartan á söngkonunni og American Idol dómaranum Jennifer Lopez, 41 árs, lét ljós sitt skína í þýskum sjónvarpsþætti um helgina eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Jennifer versla í París á föstudaginn var í myndasafni.

Sátt við ákvörðunina

Crystal Harris, fyrrum unnusta klámkóngsins Hugh Hefner, segist sátt við þá ákvörðun sína að slíta trúlofuninni við Hefner aðeins viku fyrir brúðkaupið.

Magnaðar fréttamyndir

Gestir Kringlunnar geta nú virt fyrir sér bestu fréttaljósmyndir ársins en World Press Photo hefur sett upp sína árlegu sýningu. 5700 ljósmyndarar frá 125 löngum tóku þátt í keppni WPP en að endingu var það ljósmynd Jodi Bieber af afgönsku stúlkunni Bibi Aisha sem var valin mynd ársins.

Yngir upp

Leikkonan Kristie Alley er byrjuð með dansaranum Ted Volynets sem væri ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að dansarinn er heilum 40 árum yngri en leikkonan.

Sjá næstu 50 fréttir