Fleiri fréttir

Kemst Ísland áfram í Eurovision?

Vinir Sjonna verða fjórtándu á svið í fyrri forkeppni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva næsta þriðjudag 10. maí.

Blóðug hjálparhella hreinsar hústökuhúsið

Eins og meðfylgjandi myndband sýnir mættu vinir Söndru til hennar í dag, laugardag, og hjálpuðu henni að hreinsa draslið úr garðinum og innan úr húsinu en útgangurinn var vægast sagt ævintýralegur þegar Sandra fékk það afhent.

Sýnir sér ósýnilegar myndir

Í dag opnar Halldór Dungal myndlistasýningu á Gallerí-Bar 46 við Hverfisgötuna. Sýningin er athyglisverð því Halldór er blindur og hefur því ekki séð verkin sem hann málar.

Íslendingar á The Great Escape

Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Ólöf Arnalds koma fram á tónlistarhátíðinni The Great Escape í Brighton á Englandi í næstu viku.

Glamúrgellur í kvikmyndaleik

Tökur á undirheimakvikmyndinni Svartur á leik eru hafnar. Myndin byggir á samnefndri bók Stefáns Mána um undirheimana í Reykjavík, eiturlyf, handrukkanir og kynlíf.

Lady Gaga vísar guðlasti á bug

Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu.

Clooney í góðu næði

Þrátt fyrir að George Clooney sé án nokkurs vafa ein allra stærsta kvikmyndastjarnan um þessar mundir tekst honum af og til að halda sig fjarri sviðsljósinu. Þannig varð leikarinn fimmtugur í gær en í stað þess að halda upp á afmælið með glæsilegri veislu og frægum vinum bauð hann kærustu sinni, Elisabettu Canalis, í lágstemmdan kvöldverð á kínverska veitingastaðnum Mr. Chow í miðbæ Los Angeles.

Brjáluð í súkkulaði

Leikkonan Eva Mendes er brjáluð í súkkulaði og gerir hvað sem er til að fá skammtinn sinn. „Ég myndi borða viðarborð ef það væri súkkulaðihúðað. Ég er sjúk í smákökur, frauð og allt sem tengist súkkulaði,“ sagði hún. „Ef ég fæ mér þá refsa ég mér ekki fyrir það. Ég reyni frekar að njóta þess.“ Mendes, sem er 37 ára, reynir að minnka við sig í kaloríum á öðrum sviðum ef hún fær sér súkkulaði. „Ég reyni að borða eins marga ferska ávexti og eins mikið grænmeti og mögulegt er.“

Cheryl Cole ráðin dómari

Enska poppstjarnan Cheryl Cole hefur verið ráðin í dómarastarf í bandarísku útgáfunni af X Factor sem hefur göngu sína síðar á árinu. Cole er 27 ára söngkona stúlknabandsins Girls Aloud. Hún hefur sinnt dómgæslu í síðustu þremur þáttaröðum af X Factor í heimalandi sínu. Tökur á nýju þáttaröðinni hófust á föstudag. "Ég er virkilega spennt yfir því að taka þátt í bandarísku útgáfunni af X Factor,“ sagði Cole. Aðrir í dómnefndinni verða Simon Cowell og upptökustjórinn fyrrverandi Antonio LA Reid. "Ég er virkilega ánægður fyrir hönd Cole,“ sagði Cowell.

Kex hostel opnar í Reykjavík

Knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson, athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson, handboltahetjan Dagur Sigurðsson og fleiri opnuðu gistiheimilið Kex hostel formlega í gær en það er staðsett í húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu.

Selja fötin á frábæru verði

Undanfarin misseri hefur mikið borið á því að smekklegustu skutlur bæjarins hreinsa út úr fataskápum sínum og slá til fatamarkaðar. Þessi helgi er engin undantekning. Í dag milli 13 og 17 fer fram fatamarkaður í portinu á Prikinu þar sem Erna Bergmann, Svala Lind og Anna Soffía standa vaktina.

Dóp og slagsmál í Quarashi-mynd

Ný heimildarmynd um rappsveitina Quarashi er í undirbúningi í leikstjórn Gauks Úlfarssonar, sem vann mikið með sveitinni á sínum tíma.

Hera er opinber söngkona Mr. Gay World USA

„Ég vona að þetta vindi upp á sig. Þetta er besti bransinn til að byrja í því þetta eru „trendsetterarnir“,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir. Hera er sjóðandi heit í heimi samkynhneigðra í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hún er opinber söngkona keppninnar Mr. Gay World USA og lag hennar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppninnar. Undankeppnir hefjast víða um Bandaríkin í júní og Hera kemur fram á einhverjum þeirra. Þá kemur hún fram í lokakeppninni í janúar á næsta ári.

Risaverk nema Myndlistaskólans

Nemar við Myndlistaskólann í Reykjavík opna í sýningu í dag og hafa af því tilefni málað risavaxið verk á vegg í sýningarsalnum.

Fjallabræður undirbúa plötu

Vestfirski stuðkórinn Fjallabræður er að undirbúa nýja plötu sem kemur út fyrir næstu jól ef allt gengur að óskum. Fyrsta plata Fjallabræðra kom út fyrir tveimur árum og hefur hún selst mjög vel, eða í um fimm þúsund eintökum. Kórinn syngur á þjóðhátíð í Eyjum í annað sinn í röð í sumar en hefur annars hægt um sig. Kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson á góðar minningar frá síðustu þjóðhátíð. „Það var alveg geðveikt. Við vorum í jakkafötunum í átján klukkutíma," segir hann hress.

Kryddpía eignast annan son

Breska kryddpían, söngkonan Emma Bunton, 35 ára, eignaðist son í dag. Bæði móður og syni heilsast vel en hún sendi eftirfarandi tilkynningu til fjölmiðla: Fallegi sonur okkar, Tate, er mættur heilbrigður í þennan heim. Við erum öll svo ánægð og spennt. Þakkir og ást til ykkar allra. Faðir drengsins er unnusti hennar, breski söngvarinn Jade Jones. Saman eiga þau soninn Beau fyrir.

Ólafur Gaukur fámáll um tengdasoninn

"Ég má ekkert segja,“ sagði Ólafur Gaukur þegar Vísir hafði samband við hann en dóttir hans, Anna Mjöll, giftist bandaríska auðkýfingnum Cal Worthington í apríl. Hann hagnaðist gríðarlega á bílasölu en á milli þeirra er allnokkur aldursmunur. Cal er fæddur árið 1920 á meðan Anna Mjöll er fædd 1970. Það eru því fimmtíu ár á milli þeirra.

Mikið rétt sætu stelpurnar hittust í gær

Meðfylgjandi myndir voru teknar í höfuðstöðvum Aveda á Íslandi í Borgartúni í gærkvöldi þar sem fjöldi hárgreiðslukvenna kom saman á svokölluðu Mini master djamm móti þar sem stofurnar Unique hár og spa og 101 Hárhönnun kynntu það nýjasta frá Aveda í hár og litun.

Depp vill taka því rólega

Þrátt fyrir að enn eigi eftir að frumsýnda sjóræningjamyndina Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides er framleiðandinn Disney þegar farinn að skipuleggja fimmtu myndina í seríunni. Johnny Depp, sem leikur sjóræningjann Jack Sparrow, vill samt ekki fara of geyst í málin og vill helst bíða í smá tíma.

Tölvuleikur eftir íslenskri teiknimynd fær risastyrk

Tölvuleikur byggður á tölvuteiknimyndinni Hetjur Valhallar – Þór sem teiknimyndafyrirtækið CAOZ er nú að klára fer vænatanlega á netið á næsta ári. Hann verður hlutverkaleikur, ætlaður börnum og verður aðalmarkaðssvæðið Norðurlöndin og Þýskaland. Tölvuleikurinn fékk nýverið styrk úr evrópska MEDIA-sjóðnum upp á 24 milljónir íslenskra króna, en það þykir mikill gæðastimpill að fá slíkan styrk úr áðurnefndum sjóði. Þegar hefur verið gerður símaleikur fyrir i-Phone síma um Þór þrumuguð en eins og gefur að skilja er þessi netleikur mun stærri í sniðum.

Kynnumst aðeins gamla manninum

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fróðlegt viðtal við eiginmann söngkonunnar Önnu Mjallar Ólafsdóttur, Cal Worthington, sem er kunnur bílasali. Cal lítur til fortíðar í viðtalinu og rifjar upp forvitnilega hluti sem hann hefur upplifað á sinni löngu ævi en Cal er fimmtíu árum eldri en Anna Mjöll. Gamli maðurinn er hress miðað við aldur og syngur meðal annars í myndskeiðinu.

Lygilega sniðug augnmálning

Margrét Friðriksdóttir förðunarfræðingur gerir vægast sagt magnaða hluti með því að nota XOXO förðunarpakkann á andlit Írisar Bjarkar Jóhannesdóttur ungfrú Reykjavík 2010 eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Margrét farðar annað augað á Írisi á mettíma. Sjón er sögu ríkari.

Fastur í fljótabát og aðeins fimm dagar eftir

Nú er aldeilis farið að síga á seinni hluta ferðalags Sighvats Bjarnasonar umhverfis jörðina á 80 dögum. Hann er búinn að vera 75 daga á leiðinni og þarf að hafa sig allan við til að ná niður til Ríó og fljúga heim til Íslands.

Æskuvinirnir frá Kaliforníu

Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton.

Hómópati Hollywoodstjarna á Íslandi

Dana Ullman, hómópati Hollywood stjarnanna er staddur á Íslandi. Hann hefur starfað náið með lækni Elísabetar Englandsdrottningar en hún hefur mikla trú á hómopatiu og hefur notað hana í gegnum árin. Dana hefur unnið með mörgum þekktum einstaklingum og gaf út bókina The Homeopathic Revolution en þar segir hann frá sönnum sögum af frægu fólki sem hefur notað hómópatiu eins og Bill Clinton, Tony Blair, David Beckham, Tina Turner, Paul McCartney, Jennifer Aniston og Orlando Bloom. Fyrirlesturinn verður haldinn á Háskólatorgi Háskóla Íslands, sal 102, klukkan 20.00 í kvöld, fimmtudaginn 5. maí og er öllum opinn og ókeypis. Sjá nánar á hér (fagfélag hómopata á Íslandi).

Twilight með flest atkvæði

Vampírumyndin The Twilight Saga: Eclipse hefur fengið átta tilnefningar til MTV-kvikmyndaverðlaunanna sem verða afhent í Los Angeles 5. júní. Hún er tilnefnd sem besta myndin auk þess sem aðalleikararnir Robert Pattinson og Kristen Stewart fá einnig tilnefningar. Hasarmyndin Inception með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki fær sjö

Þrettánda árið hafið

Fyrsti heimaleikur KR-inga í Pepsi-deild karla verður í Frostaskjólinu á sunnudaginn og að sjálfsögðu verður KR-útvarpið á sínum stað eins og undanfarin tólf ár. Hver reynsluboltinn á fætur öðrum úr fjölmiðlageiranum verður á bak við hljóðnemann í sumar og nægir þar að nefna Bjarna Fel, Hallgrím Indriðason, Felix Bergsson, Frey Eyjólfsson, Hauk Holm og Boga Ágústsson. Sá síðastnefndi var einmitt heiðraður sem sjálfboðaliði ársins fyrir störf sín í útvarpinu á uppskeruhátíð tippklúbbs KR um síðustu helgi.

Ég og Svavar án rafmagns

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur og hljómsveitin Ég koma fram á þriðju tónleikunum í tónleikaröðinni Rafmagnslaust á Norðurpólnum í kvöld. Einnig kemur hljómsveitin Flugdrekafélag fram í fyrsta skipti opinberlega.

Miðnætursprengja í Kringlunni í kvöld

"Litirnir eru bjartir og skemmtilegir. Rauðu litirnir eru áberandi en við þurfum á þeim að halda eftir þungan vetur. Einnig er mikið um sæta blómakjóla,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC, um tískustraumana þessa dagana.

Er næsta stórstjarna í íslenskri myndasögugerð

Lilja Hlín Pétursdóttir sigraði í myndasögukeppni Ókeibæ-kur og fékk að launum útgáfusamning við fyrirtækið. Myndasagan hennar er bæði blóðug og ofbeldisfull. Keppnin var haldin fyrir Ókeipiss, myndasögutímaritið sem kemur út á laugardaginn. Sama dag verður haldið upp á hinn alþjóðlega ókeypis-myndasögudag.

Slúðrað um endurkomu

Talið er að endurkoma frægustu útgáfunnar af Guns N‘ Roses sé á næsta leiti. Hljómsveitin hefur gengið í gegnum ótal breytingar frá því að hún var stofnuð árið 1985.

Er vonda drottningin

Það eru ansi magnaðir hlutir að gerast hjá Disney. Ekki að það sé eitthvað fréttnæmt heldur virðist nýjasta kvikmynd Spiderman-leikstjórans Sam Raimi innan veggja fyrirtækisins lofa góðu. Myndin er svokallaður forleikur að Galdrakarlinum í Oz og segir frá sölumanni einum sem lendir í því að loftbelgur hans hafnar í hvirfilbyl og sendir hann í töfralandið fræga. Þar kemst hann í kynni við töfrakonuna Theódóru með skelfilegum afleiðingum.

Getur hugsað sér sjónvarpsferil eftir fótboltann

„Þetta hefur þróast útí það að Sky hefur sett sig í samband við mig og athugað hvort ég væri laus með tilliti til æfinga-og leikjaplans,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Fullham, í samtali við Fréttablaðið. Eiður fékk lofsamlega dóma á samskiptasíðunni Twitter eftir frammistöðu sína sem gestur í myndveri Sky Sports fyrir og eftir leik Barcelona og Real Madrid í meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld.

Krafturinn selur grimmt

Þegar fyrsta kvikmyndin um bílatuddann Toretto og lögregluþjóninn Brian O‘Conner var frumsýnd fyrir áratug hefði engan kvikmyndaspekúlant grunað að fjórar kappaksturskvikmyndir ættu eftir að fylgja í kjölfarið. En glæsikerrurnar trekkja að. Fast Five fór rakleiðis á toppinn í Bandaríkjunum enda skartar myndin þeim Paul Walker og Vin Diesel í aðalhlutverkum. Myndin tekur upp þráðinn þar sem Fast & Furious

Bond bað um Sjálfstætt fólk

Kvikmyndaleikarinn Daniel Craig, betur þekktur sem James Bond, spurði um bókina Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í bókabúð í bænum Oswestry í Shropshire-sýslu á Englandi fyrir skömmu.

Samþykkti Clooney þessa myndatöku?

Ítalska unnusta bandaríska leikarans George Clooney, Elizabetta Canalis, situr fyrir nakin í auglýsingaherferð fyrir PETA dýraverndunarsamtökin. Elizabetta á ekki í vandræðum við að gæla við myndavélina þó hún sé kviknakin með grábláan bakgrunn eins og greinilega má sjá má meðfylgjandi myndum. Þá má einnig sjá Elizabettu, sem er sjónvarpsstjarna í heimalandi sínu, leika í Ferrero auglýsingu, á hlaupum um götur Mílanó og með Clooney.

Tónleikar fyrir BBC

Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að flytja nýjustu plötu sína, The King of Limbs, í heild sinni fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC. Tónleikarnir verða hluti af Live From The Basement tónleikaröð BBC og verða þeir sýndir 1. júlí. Upptökustjóri tónleikanna verður Nigel Godrich sem stjórnaði einnig upptökum á The King of Limbs.

Bigelow heldur uppteknum hætti

Bandaríska leikstýran Kathryn Bigelow hefur óvænt fengið upp í hendurnar magnaðan söguþráð sem sennilega á eftir að reynast gullnáma. Hún hefur nefnilega, nánast frá fyrstu hendi, fengið innsýn inn í líf þeirra sem höfðu uppi á Osama bin Laden og drápu í Pakistan.

Þingmaður með Dylan-tónleika

Hollvinafélag Minnesota-háskóla verður með uppákomu 15. maí í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan. Þar munu KK og Valgeir Guðjónsson flytja lög Dylans og eigin lög innblásin af verkum söngvaskáldsins.

Dansandi draumabirnir kvikmyndaðir á Íslandi

Von er á um fjörutíu samkynhneigðum björnum til landsins í september á uppákomuna Bears on Ice. Uppákoman verður haldin 8. til 11. september næstkomandi og er stíluð inn á svokallaða birni eða „bears“. Það er heiti á samkynhneigðum körlum sem eltast ekki við staðalímynd hommans og eru oftar en ekki þybbnir, sköllóttir og með skegg. Sumsé sannir karlmenn. „Von er á mönnum frá löndum á borð við Bretland, Þýskaland, Kanada, Frakkland og Bandaríkin, líklega í kringum fjörutíu til fimmtíu talsins,“ segir Ísar Logi Arnarsson, sem er einn þeirra sem standa að uppákomunni.

Mariah Carey eignast tvíbura

Söngkonan Mariah Carey eignaðist tvíbura um helgina, en þeir fæddust á þriggja ára brúðkaupsafmæli hennar og Nicks Cannon. Þau nýttu tækifærið og endurnýjuðu brúðkaupsheiti sín og hver annar en prestur fræga fólksins, Al Sharpton, sá um það. Hallelúja!

Sjá næstu 50 fréttir