Tölvuleikur eftir íslenskri teiknimynd fær risastyrk 6. maí 2011 00:00 Tölvuleikur byggður á teiknimyndinni Hetjur Valhallar – Þór fer væntanlega á netið á næsta ári. Tölvuleikurinn fékk nýverið styrk frá MEDIA-sjóðnum upp á 24 milljónir, sem þykir mikill heiður. Haukur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri CAOZ Games, segir ekki hlaupið að því að fá styrki til að gera tölvuleiki og því komi þetta sér vel. Þór þrumuguð teiknimyndir Caoz Tölvuleikur byggður á tölvuteiknimyndinni Hetjur Valhallar – Þór sem teiknimyndafyrirtækið CAOZ er nú að klára fer vænatanlega á netið á næsta ári. Hann verður hlutverkaleikur, ætlaður börnum og verður aðalmarkaðssvæðið Norðurlöndin og Þýskaland. Tölvuleikurinn fékk nýverið styrk úr evrópska MEDIA-sjóðnum upp á 24 milljónir íslenskra króna, en það þykir mikill gæðastimpill að fá slíkan styrk úr áðurnefndum sjóði. Þegar hefur verið gerður símaleikur fyrir i-Phone síma um Þór þrumuguð en eins og gefur að skilja er þessi netleikur mun stærri í sniðum. „Við byrjuðum að vinna við þetta síðasta sumar og höfum verið að láta þetta meitlast yfir veturinn," segir Haukur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Caoz Games, dótturfélags Caoz, en fyrirtækið mun sjá um þróun leiksins og hönnun í samstarfi við starfsmenn CAOZ. Það er kannski í takt við tæknina sem umlykur teiknimyndafyrirtækið að Haukur er búsettur í Svíþjóð, nánar tiltekið í Lundi, og stýrir starfseminni þaðan í gegnum Skype-símaforritið og tölvupóst. Nýlega var greint frá því að heildarverðmæti af útflutningi tölvuleikja á Íslandi hefði sexfaldast á síðastliðnum fjórum árum en Haukur segir ekki hlaupið að því að fá styrki til tölvuleikjagerðar. „Við fengum fimm milljón króna styrk í október frá Norræna sjónvarps- og kvikmyndasjóðnum og hann hefur fleytt okkur ótrúlega langt. Þessi styrkur frá MEDIA er síðan mikill heiður því þar voru ansi margir um hituna." Engu að síður á enn eftir að taka mörg skref og Haukur kveðst ekki reiðubúinn til að áætla hvað gerð tölvuleikjarins eigi eftir að kosta þegar allt kemur til alls. „Ég get svarað því í ágúst, þá liggja fyrir niðurstöður úr alls kyns tilraunum og prófunum." Tölvuleikurinn verður hlutverkaleikur og mun væntanlega gera börnum kleift að hanna sína eigin persónu. Að því leyti minnir hann á netleikinn Club Penguin sem notið hefur mikilla vinsælda hjá börnum um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. „Við viljum hins vegar hafa söguþráð í okkar leik, að börnin geti fengið verkefni og klárað þau og fengið í kjölfarið hrós eða verðlaun frá Æsunum." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þór þrumuguð teiknimyndir Caoz Tölvuleikur byggður á tölvuteiknimyndinni Hetjur Valhallar – Þór sem teiknimyndafyrirtækið CAOZ er nú að klára fer vænatanlega á netið á næsta ári. Hann verður hlutverkaleikur, ætlaður börnum og verður aðalmarkaðssvæðið Norðurlöndin og Þýskaland. Tölvuleikurinn fékk nýverið styrk úr evrópska MEDIA-sjóðnum upp á 24 milljónir íslenskra króna, en það þykir mikill gæðastimpill að fá slíkan styrk úr áðurnefndum sjóði. Þegar hefur verið gerður símaleikur fyrir i-Phone síma um Þór þrumuguð en eins og gefur að skilja er þessi netleikur mun stærri í sniðum. „Við byrjuðum að vinna við þetta síðasta sumar og höfum verið að láta þetta meitlast yfir veturinn," segir Haukur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Caoz Games, dótturfélags Caoz, en fyrirtækið mun sjá um þróun leiksins og hönnun í samstarfi við starfsmenn CAOZ. Það er kannski í takt við tæknina sem umlykur teiknimyndafyrirtækið að Haukur er búsettur í Svíþjóð, nánar tiltekið í Lundi, og stýrir starfseminni þaðan í gegnum Skype-símaforritið og tölvupóst. Nýlega var greint frá því að heildarverðmæti af útflutningi tölvuleikja á Íslandi hefði sexfaldast á síðastliðnum fjórum árum en Haukur segir ekki hlaupið að því að fá styrki til tölvuleikjagerðar. „Við fengum fimm milljón króna styrk í október frá Norræna sjónvarps- og kvikmyndasjóðnum og hann hefur fleytt okkur ótrúlega langt. Þessi styrkur frá MEDIA er síðan mikill heiður því þar voru ansi margir um hituna." Engu að síður á enn eftir að taka mörg skref og Haukur kveðst ekki reiðubúinn til að áætla hvað gerð tölvuleikjarins eigi eftir að kosta þegar allt kemur til alls. „Ég get svarað því í ágúst, þá liggja fyrir niðurstöður úr alls kyns tilraunum og prófunum." Tölvuleikurinn verður hlutverkaleikur og mun væntanlega gera börnum kleift að hanna sína eigin persónu. Að því leyti minnir hann á netleikinn Club Penguin sem notið hefur mikilla vinsælda hjá börnum um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. „Við viljum hins vegar hafa söguþráð í okkar leik, að börnin geti fengið verkefni og klárað þau og fengið í kjölfarið hrós eða verðlaun frá Æsunum." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira