Fleiri fréttir

Kallar Gibson kynþáttahatara

Leikkonan Winona Ryder hefur slegið í gegn í hlutverki sínu sem ballettdansmær í kvikmyndinni The Black Swan. Hún hefur verið dugleg að kynna myndina undanfarið og veitt mörg skemmtilegt viðtöl. Í nýlegu viðtali við tímaritið GQ segir Ryder frá því þegar hún hitti leikarann Mel Gibson í veislu í Hollywood.

Þögull sem gröfin

Óskarverðlaunahafinn Kevin Spacey hefur ávallt neitað að ræða kynhneigð sína opinberlega og það hefur ekki breyst með árunum. Í viðtali við vefritið The Daily Beast er Spacey spurður út í kynhneigð sína og líkt og áður neitaði leikarinn að svara.

Treysti sér alveg til að fara í upplestrarferð um Þýskaland

„Þetta verður ein af sprengjum ársins 2012," segir Andreas Paschedag, útgáfustjóri þýska forlagsins Aufbau. Hann hefur samið við Forlagið um útgáfurétt á spennusögunni Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóra Fréttatímans og fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar 2. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir mikinn áhuga hafa verið á bókinni eins og komið hafi fram í fjölmiðlum en að endingu hafi það verið Aufbau sem hreppti hnossið.

Blómaskreytir drápsvélar

„Það eru tuttuguogsjö listamenn sem taka þátt í þessari sýningu og rýmið er lítið þannig það er þröngt á þingi,“ segir listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson um samsýninguna Star Wars 2 sem opnaði í Gallerí Crymo í gær. Sýningin var sett upp í tilefni þrátíu ára afmæli kvikmyndarinnar The Empire Strikes Back.

The Game hættir við vegna flughræðslu

„The Game neitaði að taka á loft í þessum veðuraðstæðum,“ segir Arnviður Snorrason, best þekktur sem Addi Exos. Til stóð að Addi myndi halda tónleika með bandaríska rapparanum The Game á Broadway í kvöld. Tónleikunum hefur verið aflýst, þar sem rapparinn var gripinn flughræðslu í síðustu viku.

Hjaltalín í fjórða sæti hjá Clash

Hljómsveitin Hjaltalín er í fjórða sæti yfir bestu nýliða ársins 2010 í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Clash. „Þessi peysuklæddu ungmenni stóðu á krossgötum fyrir nokkrum árum og vissu ekki hvernig þau ættu að ná eyrum útlendinga. Þau réðu hina mögnuðu söngkonu Siggu Thorlacius, fengu strengjasveit lánaða og tóku upp plötuna Terminal,“ segir í Clash.

Heiðra Keith Richards á 67 ára afmælisdaginn

Hljómsveitin Stóns flytur lög Rolling Stones og þykir gríðarlega öflug á því sviði. Hljómsveitin hyggst heiðra hinn ódrepandi Keith Richards í kvöld, en hann fagnar 67 ára afmælinu sínu í dag.

Það er náttúrulega sturlun að hlaupa stanslaust í 24 tíma

Gunnlaugur Júlíusson maraþonhlaupari hleypur í 24 tíma á bretti í World Class í Kringlunni í dag. Hvað 24 tíma hlaup á bretti varðar þá hefur enginn Íslendingur tekist á við það fyrr. Gunnlaugur varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa 100 km hlaupi á bretti fyrir ári síðan í World Class í Laugum. Norðurlandametið í 24 tíma hlaupi á Kim Rasmussen frá Danmörku en hann hljóp 202,9 km árið 2004. Einn Norðmaður hefur hlaupið 24 tíma á bretti en það er Lars Sætran sem hljóp 193 km árið 2003. Sænska metið er 181 km sett fyrr á þessu ári af Hans Byren. Það sem best er vitað hefur enginn Finni hlaupið 24 tíma á bretti. Allir sem hafa áhuga á að fylgjast með Gunnlaugi eru velkomnir á staðinn hvenær sem er meðan á hlaupinu stendur. Hlaupið hefst kl.12:00 í dag, laugardag, 18.desember í World Class í Kringlunni 1 og er það jafnframt formleg opnun á 24 stunda opnun 7 daga vikunnar á Heilsurækt World Class í Kringlunni. Nánari upplýsingar er að finna á www.worldclass.is.

Eva Mendes vildi verða nunna

Stærsti draumur Evu Mendes sem barn var að verða nunna svo hún gæti keypt hús handa móður sinni. Leikkonan vildi helga líf sitt kaþólsku kirkjunni en henni snerist hugur þegar hún komst að því að nunnur fengu ekki greitt fyrir starf sitt.

Jólatónleikar hjá ADHD

Hinir árlegu jólatónleikar hljómsveitarinnar ADHD fara fram í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudaginn klukkan 17. Ásamt því að leika efni af samnefndri plötu sinni sem var kosin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, ætla þeir félagar að telja í glænýtt efni sem áætlað er að gefa út snemma árs 2011. Upptökur á þeirri plötu fara fram í Vestmannaeyjum í febrúar. „Leynigestur“ á tónleikunum á sunnudag verður saxófónleikarinn Rúnar Georgsson. „Hann er algjör snillingur og mikill lærifaðir minn,“ segir Óskar Guðjónsson úr ADHD og lofar skemmtilegum tónleikum. - fb

Nicole bauð Paris ekki í brúðkaupið

Nicole Richie bauð fyrrverandi bestu vinkonu sinni, glamúrdrottningunni Paris Hilton, ekki í brúðkaup sitt og Joel Madden í dag. „Við vildum fagna áfanganum með fólkinu sem við elskum og þykjum vænt um,“ sagði Richie í viðtali við erlent slúðurtímarit.

Biðin loks á enda

Ýr Þrastardóttir frumsýnir fyrstu fatalínu sína í kvöld. Hún vakti mikla athygli fyrir útskriftarlínu sína frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands síðasta vor og er nú farin að hanna undir nafninu Ýr.

Níutíu tónleikar á einu ári

Sóley Stefánsdóttir og félagar í hljómsveitinni Seabear lentu í ýmsum ævintýrum á tónleikaferðalögum sínum á árinu. Þau hittu meðal annars hjón sem kváðust hafa gift sig við tóna sveitarinnar.

George Michael í ameríska X-Factor

Hin ofurskakka poppstjarna George Michael verður einn af þremur dómurum í amerísku útgáfunni af X-Factor. Keppnin um hæfileikaríkasta Ameríkanann verður því hörð á næsta ári.

Hallar sér að flöskunni

Leikarinn David Arquette viður­kennir að hafa drekkt sorgum sínum í áfengi eftir að hann skildi við eiginkonu sína og leikkonuna Courtney Cox. Þetta kom fram í viðtali við hinn þekkta útvarpsmann Howard Stern en Arquette vildi ekki fara út í smáatriði en sagði að hann hefði þurft að leita sér hjálpar vegna áfengisnotkunar.

Gosling hjólar í Hollywood

Leikarinn Ryan Gosling hvetur kollega sína í leikarastéttinni til að fá sér alvöruvinnu með leikara­starfinu. Hann telur að Hollywood væri betur sett ef leikarar tækju sér hvíld frá frægð og frama milli verkefna og færu út á hinn almenna vinnumarkað.

Hugh Grant huggar Liz Hurley

Breska blaðið Daily Mirror greinir frá því í gær að breska fyrirsætan Liz Hurley hafi eignast óvæntan hauk í horni. Á miðvikudaginn hafi fyrrverandi kærasti hennar, Hugh Grant, kíkt í heimsókn og gefið henni nokkur heilræði. Hurley var þá nýbúin að sækja son sinn Damien úr skóla og mun Hugh hafa dvalið á heimili þeirra í hálftíma en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Hurley skilin við indverskan eiginmann sinn, Arun Nayar.

Hverfisbarinn breytist í Bankann

„Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn.

Dexter strax kominn með nýja kærustu

Leikarinn Michael C. Hall, sem hefur slegið í gegn í hlutverki Dexters í samnnefndum sjónvarpsþáttum, tilkynnti nýverið að hann og eiginkona hans, Jennifer Carpenter sem leikur systur Dexters, væru skilin.

Kvikmyndastjarna í ævintýraferð með Kúbu-romm og vindla

„Maður er bara búinn að vera sofandi og er enn nokkuð vankaður yfir tímamismuninum,“ segir leikarinn Alexander Briem. Hann er nýkominn heim úr þriggja vikna ævintýraferð til Kúbu ásamt tveimur vinum sínum þar sem náin kynni við kúbverskt romm og vindla voru meðal efnisatriða á dagskránni.

Hressandi jólapopp á Haítí

Jólapopp var haldið á Café Haiti á miðvikudagskvöld. Dr. Gunni hélt spurningakeppni upp úr spilinu Enn meiri Popppunktur, Einar Kárason kynnti bókina Poppkorn og Prinspóló steig á svið.

Féll fyrir öðrum vandræðapésa

Leikkonan Denise Richards hefur farið á nokkur stefnumót með bassaleikara hljómsveitarinnar Mötley Crue, Nikki Sixx. Richards var áður gift vandræðapésanum Charlie Sheen og á með honum tvær dætur, Sam og Lolu.

Á von á tvíburum

Söngkonan Mariah Carey og eiginmaður hennar, útvarpsmaðurinn og grínistinn Nick Cannon, eiga von á tvíburum.

Óráð, ónáttúra og einúlfar

Galleríið Kaolin er nýtt gallerí sem opnað verður í kvöld með tveimur nýjum sýningum. Þórður Grímsson skoðar drauma og draumfarir og Ólöf Björg Björnsdóttir veltir fyrir sér ferðalagi sjálfsnándarinnar.

Nafn komið á iPad-plötu Albarns

Breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki teiknimyndabandsins Gorillaz, hefur staðfest að væntanleg plata sveitarinnar nefnist The Fall. Platan verður fáanleg ókeypis á jóladag og var tekin upp á iPad-tölvu þegar Albarn var í tónleikaferð um Bandaríkin í október.

Listin að fanga gamlan bónda

Bergsveinn Birgisson er tilnefndur í annað sinn til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir nóvelluna Svar við bréfi Helgu. Hann segir vinsældir bókarinnar hafa komið sér ánægjulega á óvart og helgist ef til vill af því að eftir hrun hafi fleiri farið að gefa gaum þeirri menningu sem við áttum fyrir.

Jennifer ólétt á ný

Leikkonan Jennifer Connelly og eiginmaður hennar, Paul Bettany, eiga von á sínu öðru barni. Leikkonan fertuga á nú þegar einn son með eiginmanni sínum, hinn sjö ára Stellan, en hún eignaðist líka soninn Kai fyrir þrettán árum, með fyrrverandi kærasta, David Dugan.

Eminem reynir við hvíta tjaldið á ný

Eminem hyggst hasla sér völl í kvikmyndaleik á ný og hefur að sögn vefsíðunnar thewrap.com tekið að sér hlutverk hnefaleikakappa í kvikmyndinni Southpaw sem Dreamworks ætlar að framleiða.

David Arquette stýrir skemmtiþætti

David Arquette, fyrrverandi eiginmaður Courteney Cox, er kominn með nýja vinnu. Hann stýrir skemmtiþætti að japanskri fyrirmynd sem gengur út á að keppendur gera sig að fíflum.

Jafnar sig eftir skilnaðinnn

Meðfylgjandi mynd var tekin af leikkonunni Scarlett Johansson, 26 ára, á Jamaica þar sem hún jafnar sig með vinum sama dag og tilkynnt var um skilnað hennar við leikarann Ryan Rynolds, 34 ára. Það e renginn þriðji aðili í spilinu, stóð meðal annars í fréttatilkynningunni um skilnaðinn. Ryan og Scarlett hafa tekist á við hjónabandserfiðleika undanfana mánuði. Þegar aðilar eru lítið saman sökum vinnu og álags eiga þeir það til að vaxa í sundur, stóð einnig í umræddri tilkynningu. Ryan er staddur við tökur á nýrri kvikmynd í Atlanta.

Hvernig er það eru allir ógeðslega sætir í þessu félagi?

Brynjur og Útlagar, félög leikkvenna og leikara sem eru menntuð erlendis, héldu árlegt jólaglögg á stað sem ber heitið Norðurpóllinn og er staðsettur á Seltjarnarnesi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var frábær stemning á meðal leikaranna sem sötruðu jólaglögg fram á nótt. Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona hóf skemmtunina og las aðventuljóð fyrir hópinn sem snæddi sér á jólasúpu á meðan. Leikararnir Þórunn Erna Clausen og Bjartmar Þórðarson tróðu síðan upp með tveggja manna útgáfu af sýningunni Rokkið stal jólunum sem þau sýna á Broadway.

Colin Firth stamaði eftir Ræðuna

Breski gæðaleikarinn Colin Firth hefur viðurkennt af hafa lifað sig það mikið inn í hlutverk sitt í kvikmyndinni The King‘s Speech að hann var farinn að stama. Firth leikur Georg VI. sem berst við stam en það háir honum óneitanlega í starfi enda kóngur yfir Bretlandi.

Frægir í partí á Skuggabar

Heilsudrykkurinn Vitamin Water verður fáanlegur á landinu á næstunni. Drykkurinn verður kynntur til leiks annað kvöld í partíi á gamla Skuggabarnum á Hótel Borg, sem verður opnaður á ný sérstaklega fyrir þetta kvöld.

Fór að hlæja

Angelina Jolie segist hafa farið að hlæja þegar hún heyrði að hún væri tilnefnd til Golden Globe fyrir leik sinn í hasarmyndinni The Tourist.

Willow leitar ráða hjá Beyoncé Knowles

Leikarabarnið og ungstirnið Willow Smith hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og nú hefur hún sótt ráð til poppdívunnar Beyoncé um það hvernig skal tækla frægðina.

Afþakkar hlutverk fíkils

Leikkonan Lindsay Lohan hafði verið ráðin til að leika klámmyndastjörnuna Lindu Lovelace í kvikmyndinni Inferno en fyrir stuttu var hætt við þau áform. Sögusagnir voru uppi um að leikstjóri kvikmyndarinnar hafi ekki viljað ráða Lohan vegna slæmrar ímyndar hennar.

Tregi í Tryggvagötu

Blússveitirnar Blues Akademian, Mood og Síðasti sjens munu fylla loftið trega á Kaffi Rót í Tryggvagötu á föstudagskvöld, eins og kemur fram í tilkynningu.

Biffy Clyro-drengir tjá sig um X-Factor

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um sigur Matts Cardle í breska X-Factor á dögunum. Flutningur Cardle á Biffy Clyro-laginu Many of Horror tryggði honum sigur, en margir hafa beðið eftir viðbrögðum frá hljómsveitinni sem hefur ekki litið á verðlaun frá X-Factor sem merkilegasta pappír heims hingað til.

Hera tilnefnd af Scandipop

Söngkonan Hera Björk er tilnefnd til tveggja verðlauna á tónlistarblogginu Scandipop, sem veitir nú verðlaun þriðja árið í röð.

Arcade Fire og Kanye West skipta með sér toppsætinu

Rapparinn Kanye West og kanadíska hljómsveitin Arcade Fire eiga plötur ársins samkvæmt árslistum hinna ýmsu dagblaða og tónlistartímarita. Árslistar helstu tónlistartímarita og dagblaða heims hafa verið að tínast inn að undanförnu. Bresku tónlistartímaritin Mojo og Q og hið bandaríska Rolling Stone hafa sent frá sér uppgjör, auk þess sem heimasíðan Metacritic.com hefur tekið hina ýmsu árslista saman og gefið flytjendum einkunnir eftir sætunum sem þeir lenda í.

Beady ekki síðri en Oasis

Liam Gallagher telur að fyrsta plata nýju hljómsveitar hans Beady Eye, Different Gear, Still Speeding, sé ekki síðri en frumburður Oasis, Definitely Maybe. „Tónlistarmennirnir eru betri, engin spurning. Söngurinn minn hefur líka aldrei verið betri,“ sagði Gallagher og bætti við að platan, sem kemur út 28. febrúar, sé virkilega góð. Gallagher var einnig spurður um álit sitt á

Sjá næstu 50 fréttir