Valdataka húmorsins 22. september 2010 06:00 Katla og Kristinn eru potturinn og pannan á bak við Þjóðfræðistofnun sem stendur fyrir málþinginu í Hafnarborg á laugardag. Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni. Málþingið ber yfirskriftina „Að grína í samfélagið" og er haldið í tilefni af sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk" í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðfræðistofa stendur fyrir málþinginu en driffjaðrir þessu eru hjónin Kristinn Schram forstöðumaður og Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri. „Þetta er málþing þar sem afrakstur af mikilli, fræðilegri vinnu um húmor er settur fram," útskýrir Kristinn. „Það verður fjallað um húmor almennt og sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu." Að sögn Kristins getur húmor verið ólíkur í höndum hinna valdameiri og hinna valdaminni og háður sjónarhorni, bakgrunni og aðgangi. Sjónarhorn heimamanns er ólíkt hins utanaðkomandi sem oft hefur síður aðgang að nýju umhverfi. Hann segir ýmis dæmi um hvernig húmor hefur komið við sögu og beinlínis verið notaður í valdabaráttu á Íslandi. „Besti flokkurinn er auðvitað skýrasta dæmið um það; Jón Gnarr sagði jú eitthvað í þá veru að nú hefðu borgarbúar kosið yfir sig trúð." Einnig verður fjallað um hvernig minnihlutahópar nota húmor bæði til að sættast við eigið hlutskipti og til að berjast fyrir rétti sínum. Þá verða konur og kímni til umfjöllunar og rýnt í hin ýmsu form húmors, svo sem uppistand, háðsádeilur og leikræna íroníu." Húmorsfræði sækja í sig veðriðKristinn segir húmorsrannsóknir standa styrkum fótum í þjóð- og mannfræði erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin tvö ár. „Þær eru smám saman að ryðja sér til rúms á Íslandi, meðal annars eftir heimsóknir fræðimanna á þessu sviði. Við á Þjóðfræðistofu höfum líka tekið þetta upp á okkar arma og stöndum meðal annars fyrir húmorsþingi á Hólmavík á hverjum vetri." Ekki strangfræðilegt málþingEn er hægt að ganga að því vísu að á málþingi um húmor séu fyrirlestrarnir skemmtilegir? „Já," svarar Kristinn, „þetta er ekki strangfræðilegt málþing heldur ætlað almenningi til upplýsingar og íhugunar; það verða þarna gjörningar, grín og listrænar uppákomum þannig enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast." Auk Kristins koma fram á málþinginu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir sýningarstjóri, Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Kristín Einarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti. Málþingið fer fram á laugardag og hefst klukkan 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðfræðistofu, icef.is. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni. Málþingið ber yfirskriftina „Að grína í samfélagið" og er haldið í tilefni af sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk" í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðfræðistofa stendur fyrir málþinginu en driffjaðrir þessu eru hjónin Kristinn Schram forstöðumaður og Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri. „Þetta er málþing þar sem afrakstur af mikilli, fræðilegri vinnu um húmor er settur fram," útskýrir Kristinn. „Það verður fjallað um húmor almennt og sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu." Að sögn Kristins getur húmor verið ólíkur í höndum hinna valdameiri og hinna valdaminni og háður sjónarhorni, bakgrunni og aðgangi. Sjónarhorn heimamanns er ólíkt hins utanaðkomandi sem oft hefur síður aðgang að nýju umhverfi. Hann segir ýmis dæmi um hvernig húmor hefur komið við sögu og beinlínis verið notaður í valdabaráttu á Íslandi. „Besti flokkurinn er auðvitað skýrasta dæmið um það; Jón Gnarr sagði jú eitthvað í þá veru að nú hefðu borgarbúar kosið yfir sig trúð." Einnig verður fjallað um hvernig minnihlutahópar nota húmor bæði til að sættast við eigið hlutskipti og til að berjast fyrir rétti sínum. Þá verða konur og kímni til umfjöllunar og rýnt í hin ýmsu form húmors, svo sem uppistand, háðsádeilur og leikræna íroníu." Húmorsfræði sækja í sig veðriðKristinn segir húmorsrannsóknir standa styrkum fótum í þjóð- og mannfræði erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin tvö ár. „Þær eru smám saman að ryðja sér til rúms á Íslandi, meðal annars eftir heimsóknir fræðimanna á þessu sviði. Við á Þjóðfræðistofu höfum líka tekið þetta upp á okkar arma og stöndum meðal annars fyrir húmorsþingi á Hólmavík á hverjum vetri." Ekki strangfræðilegt málþingEn er hægt að ganga að því vísu að á málþingi um húmor séu fyrirlestrarnir skemmtilegir? „Já," svarar Kristinn, „þetta er ekki strangfræðilegt málþing heldur ætlað almenningi til upplýsingar og íhugunar; það verða þarna gjörningar, grín og listrænar uppákomum þannig enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast." Auk Kristins koma fram á málþinginu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir sýningarstjóri, Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Kristín Einarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti. Málþingið fer fram á laugardag og hefst klukkan 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðfræðistofu, icef.is. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira