Valdataka húmorsins 22. september 2010 06:00 Katla og Kristinn eru potturinn og pannan á bak við Þjóðfræðistofnun sem stendur fyrir málþinginu í Hafnarborg á laugardag. Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni. Málþingið ber yfirskriftina „Að grína í samfélagið" og er haldið í tilefni af sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk" í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðfræðistofa stendur fyrir málþinginu en driffjaðrir þessu eru hjónin Kristinn Schram forstöðumaður og Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri. „Þetta er málþing þar sem afrakstur af mikilli, fræðilegri vinnu um húmor er settur fram," útskýrir Kristinn. „Það verður fjallað um húmor almennt og sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu." Að sögn Kristins getur húmor verið ólíkur í höndum hinna valdameiri og hinna valdaminni og háður sjónarhorni, bakgrunni og aðgangi. Sjónarhorn heimamanns er ólíkt hins utanaðkomandi sem oft hefur síður aðgang að nýju umhverfi. Hann segir ýmis dæmi um hvernig húmor hefur komið við sögu og beinlínis verið notaður í valdabaráttu á Íslandi. „Besti flokkurinn er auðvitað skýrasta dæmið um það; Jón Gnarr sagði jú eitthvað í þá veru að nú hefðu borgarbúar kosið yfir sig trúð." Einnig verður fjallað um hvernig minnihlutahópar nota húmor bæði til að sættast við eigið hlutskipti og til að berjast fyrir rétti sínum. Þá verða konur og kímni til umfjöllunar og rýnt í hin ýmsu form húmors, svo sem uppistand, háðsádeilur og leikræna íroníu." Húmorsfræði sækja í sig veðriðKristinn segir húmorsrannsóknir standa styrkum fótum í þjóð- og mannfræði erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin tvö ár. „Þær eru smám saman að ryðja sér til rúms á Íslandi, meðal annars eftir heimsóknir fræðimanna á þessu sviði. Við á Þjóðfræðistofu höfum líka tekið þetta upp á okkar arma og stöndum meðal annars fyrir húmorsþingi á Hólmavík á hverjum vetri." Ekki strangfræðilegt málþingEn er hægt að ganga að því vísu að á málþingi um húmor séu fyrirlestrarnir skemmtilegir? „Já," svarar Kristinn, „þetta er ekki strangfræðilegt málþing heldur ætlað almenningi til upplýsingar og íhugunar; það verða þarna gjörningar, grín og listrænar uppákomum þannig enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast." Auk Kristins koma fram á málþinginu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir sýningarstjóri, Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Kristín Einarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti. Málþingið fer fram á laugardag og hefst klukkan 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðfræðistofu, icef.is. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira
Húmor og samfélagsleg áhrif hans verða í brennidepli á málþingi í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Kristins Schram þjóðfræðings getur húmor leikið lykilhlutverk í valdabaráttu og stjórnmálum, eins og uppgangur Besta flokksins sýni. Málþingið ber yfirskriftina „Að grína í samfélagið" og er haldið í tilefni af sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk" í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þjóðfræðistofa stendur fyrir málþinginu en driffjaðrir þessu eru hjónin Kristinn Schram forstöðumaður og Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri. „Þetta er málþing þar sem afrakstur af mikilli, fræðilegri vinnu um húmor er settur fram," útskýrir Kristinn. „Það verður fjallað um húmor almennt og sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu." Að sögn Kristins getur húmor verið ólíkur í höndum hinna valdameiri og hinna valdaminni og háður sjónarhorni, bakgrunni og aðgangi. Sjónarhorn heimamanns er ólíkt hins utanaðkomandi sem oft hefur síður aðgang að nýju umhverfi. Hann segir ýmis dæmi um hvernig húmor hefur komið við sögu og beinlínis verið notaður í valdabaráttu á Íslandi. „Besti flokkurinn er auðvitað skýrasta dæmið um það; Jón Gnarr sagði jú eitthvað í þá veru að nú hefðu borgarbúar kosið yfir sig trúð." Einnig verður fjallað um hvernig minnihlutahópar nota húmor bæði til að sættast við eigið hlutskipti og til að berjast fyrir rétti sínum. Þá verða konur og kímni til umfjöllunar og rýnt í hin ýmsu form húmors, svo sem uppistand, háðsádeilur og leikræna íroníu." Húmorsfræði sækja í sig veðriðKristinn segir húmorsrannsóknir standa styrkum fótum í þjóð- og mannfræði erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin tvö ár. „Þær eru smám saman að ryðja sér til rúms á Íslandi, meðal annars eftir heimsóknir fræðimanna á þessu sviði. Við á Þjóðfræðistofu höfum líka tekið þetta upp á okkar arma og stöndum meðal annars fyrir húmorsþingi á Hólmavík á hverjum vetri." Ekki strangfræðilegt málþingEn er hægt að ganga að því vísu að á málþingi um húmor séu fyrirlestrarnir skemmtilegir? „Já," svarar Kristinn, „þetta er ekki strangfræðilegt málþing heldur ætlað almenningi til upplýsingar og íhugunar; það verða þarna gjörningar, grín og listrænar uppákomum þannig enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast." Auk Kristins koma fram á málþinginu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir sýningarstjóri, Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands, Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Kristín Einarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti. Málþingið fer fram á laugardag og hefst klukkan 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðfræðistofu, icef.is. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira