Fleiri fréttir

Lindsay skuldar 80 milljónir í kreditkort

Leikkonan Lindsay Lohan er sífellt nær því að sigla í strand. Nú berast fregnir af því að kreditkortafyrirtækin sem hún skiptir við séu búin að fá nóg af skuldasöfnun hennar.

Cameron Diaz og A-Rod hittast á laun

Leikkonan Cameron Diaz og hafnaboltastjarnan Alex A-Rod Rodriguez nota hvert tækifæri til að hittast á W-lúxushótelinu í Miami.

Danny Glover handtekinn

Leikarinn Danny Glover er sannkallaður aðgerðasinni sem sýnir það í verki. Á föstudaginn stóð hann vaktina fyrir framan höfuðstöðvar franska matvælaframleiðandans Sodexo í Maryland í Bandaríkjunum.

Ekkert gullát á afmælinu

„Það er alveg ljóst að þessi tímamót verða ekki umflúin, það er ekki hægt að slá þessu á frest með því að fara í tímabundið leyfi frá þessu – ég tek þessu fagnandi,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri og leikari, sem í dag, 19. apríl, á fertugsafmæli. Jón Páll hefur haft í nægu að snúast á árinu sem er að líða og mun á afmælisdaginn æfa Íslandsklukkuna sem

Hudson með stærri brjóst

Fólk veltir því nú fyrir sér hvort Kate Hudson hafi farið í brjóstastækkun. Leikkonan, sem hefur státað sig af smávöxnum barmi sínum, sást við sundbakka fyrir stuttu og virkaði barmur hennar eilítið stærri. „Ég er með lítil brjóst, augljóslega. Það er ágætt að geta klæðst flegnum

Lærir leiklist

Lourdes, dóttir söngkonunnar Madonnu, mun að öllum líkindum hefja leiklistarnám við LaGuardia-skólann í New York. Talsmaður Madonnu segir fjölskylduna búsetta í New York en veit ekki til þess að Lourdes hafi sótt um inngöngu í LaGuardia. Orðrómur þess efnis hefur þó farið um skólann eins og eldur um sinu. „Ég heyrði að hún hefði fengið einkainntökupróf, ólíkt okkur hinum, sem mér þykir óréttlátt. LaGuardia er frábær skóli en stundum er eins og þau vilji vera meira eins og skólinn í þáttunum Fame,“ var haft eftir einum nemenda skólans.

Óttar með hjartaknúsara á tökustað

Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður má búa sig undir mikla ásókn ungra kvenna á nýjasta tökustaðinn sinn. Óttar, sem hefur verið ráðinn tökumaður kvikmyndarinnar Love, Wedding, Marriage, getur vænst þess að paparazzar mun sitja um aðalleikara myndarinnar sem heitir Kellan Lutz.

Davíð tilnefndur til verðlauna

Stuttmyndin, Vet Inte, í leikstjórn Davíðs Charles Friðbertssonar hefur verið tilnefnd til verðlauna í flokknum besta alþjóðlega stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni Swansea Bay Film Festival. Hátíðin er haldin í Bretlandi 8. til 16. maí og er verndari hennar hin heimsþekkta leikkona Catherine Zeta-Jones.

Regnboganum verði breytt í menningarmiðstöð

Hugmyndir eru uppi um að koma Regnboganum til bjargar og breyta þessu eina kvikmyndahúsi miðborgarinnar í svokallað arthouse-kvikmyndahús með kaffihúsi, bókasafni, sérhæfðum kvikmyndasýningum og kvikmyndahátíðum, og kvikmyndasýningum fyrir skóla og ferðamenn. Kvikmyndamiðstöð Íslands er að flytja upp á aðra hæð Regnbogahúsnæðisins og sjá

Stuttmyndadagar að hefjast

Hinir árlegu Stuttmyndadagar verða í haldnir þann 31. maí en frestur til að skila inn myndum rennur út 3. maí. Baldvin Z, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Vera Sölvadóttir sitja í dómefndinni í ár en veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin: sigurvegarinn fær hundrað þúsund krónur, myndin sem lendir í öðru sæti fær 75 þúsund og þriðja sætið hlýtur fimmtíu þúsund.

Gaga fékk sér tattú í Japan | Myndir

Söngkonan Lady Gaga er á toppnum þessa dagana. Hún er nú á tónleikaferðalaginu Monster Ball Tour þar sem hún fylgir eftir nýju plötunni sinni, The Fame Monster.

Susan Boyle hættir við ferð til Ástralíu

Susan Boyle, sem sló í gegn í þættinum Britains Got Talent, hefur hætt við fyrirhugaða tónleikaferð til Ástralíu. Ráðgert var að hún kæmi fram að nokkrum tónleikum í næsta mánuði. Umboðsmaður söngkonunnar hefur ekki greint frá því af hverju hætti hafi verið við ferðina.

Magnús Scheving: lenti í vandræðum með hreiminn

„Þetta er eiginlega Rússi með íslenskum og indverskum hreim með norsku ívafi sem hljómar eins og hann sé á Ólafsvöku í Færeyjum," segir Magnús Scheving um hlutverk sitt í fjölskyldumyndinni The Spy Next Door.

Frakkar mála bæinn rauðan

Franska landsliðið í handbolta ætlar í bæinn eftir seinni vináttuleikinn við Ísland í kvöld.

Sækja innblástur til krumma

Vöruhönnuðurinn Ragnheiður Margeirsdóttir og fatahönnuðurinn Íris Sigurðardóttir standa á bak við hönnunarteymið Varius og hanna þær meðal annars fallega púða, veggskraut, hálsmen og skóskreytingar.

Tábrotnaði við að ganga frá skattaskýrslunni sinni

„Ég hef alltaf sagt að bókhald er hættuleg starfsgrein og það sannaðist rækilega á þriðjudaginn," segir Sigtryggur Baldursson, trommari með meiru. Hann brotnaði á miðtá hægri fótar við gerð skattaskýrslunnar sinnar.

Eldgosið á National Geographic í apríl

Sjónvarpsstöðin National Geo­graphic hefur beðið íslenska framleiðslufyrirtækið Profilm um að setja öll önnur verkefni sín í tímabundið hlé til að hraða vinnslu heimildarmyndar þeirra um eldgosið í Eyjafjallajökli. Fyrirtækið var byrjað á heimildarmynd um eldgosið í Fimmvörðuhálsi og var að vinna hana í rólegheitum þegar Eyjafjallajökull vaknaði með miklum hvelli svo áhrifa þess hefur gætt víða um heim.

Nektarmyndatökurnar heppnuðust vel

„Verkefnið gengur mjög vel. Þetta er búin að vera frábær upplifun. Allir hafa verið vinalegir og opnir og til í verkefnið,“ segir danski ljósmyndarinn Søren Rønholt.

Valli mótorsport

„Ég er að fara að sjá um mótorsport í Ríkissjónvarpinu,“ segir Valgeir Magnússon – oftast þekktur sem Valli sport.

Mannlífið á strætinu

Nemendaleikhúsið frumsýndi lokaverkefni sitt, Stræti, í gærkvöld í Smiðjunni við Sölvhólsgötu en þessi útskriftarárgangur hefur tekist á við Eftirlitsmanninn eftir Gogol og Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason fyrr á þessum vetri.

Skýrslan lesin á hárgreiðslustofunni

„Mér finnst þetta bara mjög eðlilegt, fólk eyðir löngum tíma á hárgreiðslustofum,“ segir Arnar Tómasson, hárgreiðslumaður á Salon Reykjavík.

Sheen er góður vinur

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen hefur tjáð sig um myndir sem náðust af honum læðast út af meðferðarheimili í dulargervi til að ræða við unga stúlku. Talsmaður Sheens gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem atvikið er útskýrt.

Er 50 Cent hommi?

Kanadíski söngvarinn Rufus Wainwright vill meina að rapparinn 50 Cent sé samkynhneigður. „Ég er mikill aðdáandi raunveruleikaþátta líkt og Keeping Up with the Kardashians, mér finnst hárið, skartið, bílarnir og fötin flott. Og ég elska 50 Cent, hann er mjög kynþokkafullur og frábær textahöfundur.

Daðra á tökustað

Leikkonan Cameron Diaz leikur á móti fyrrum kærasta sínum, söngvaranum Justin Timberlake, í myndinni Bad Teacher og að sögn sjónarvotta daðra þau linnulaust. Diaz og Timberlake slitu sambandi sínu árið 2007 og tók hann stuttu síðar saman við leikkonuna Jessicu Biel.

Örverk í Listasafni

Barnamenningarhátíð hefst á mánudag í Reykjavík og verður mikið um að vera víða um borgina. Í Listasafni Íslands opnar í dag sýning í tengslum við hátíðina og á morgun hefst þar sýningarröð einleikja eða örverka eftir ýmsa höfunda sem Harpa Arnardóttir hefur umsjón með:

Sólin skein á drottninguna í hestvagninum | Myndir

Hátíðarhöld vegna sjötugsafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottningar hafa gengið eins og í sögu í dag. Danskir fjölmiðlar voru farnir að gæla við það að öskuskýin myndu rigna á drottninguna en þau létu hvergi á sér kræla.

Hundfúll að vera fastur í Finnlandi

„Það er bara skelfilegt að vera hérna, það er það,“ segir Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, en hann er staddur í Finnlandi ásamt samstarfsmanni sínum, Heimi Má Péturssyni, á ráðstefnu norrænna fréttamanna.

Íslandsvinur látinn

Söngvarinn Peter Steele lést á miðvikudag. Hann var af íslenskum ættum. Haukur Viðar Alfreðsson, rokkspekingur og meðlimur Morðingjanna, hefur lengi fylgst með Steele.

Ágúst tekur upp auglýsingu með sjálfum Messi

„Ég átti að fara frá Gatwick um morguninn en þar var allt lokað. Ég náði svo einni af síðustu vélunum frá Heathrow. Flugmaðurinn sagði að við hefðum rétt svo sloppið,“ segir Ágúst Jakobsson kvikmyndagerðarmaður.

Tónleikar fyrir börnin ungu

Í dag þyrpast börn á leikskólaaldri í Háskólabíó og kynnast glænýrri sögu um hetjuna Maxímús Músíkús sem segir frá því þegar músin kemst í tónlistarskóla og kynnist þar ýmsum nýjum fyrirbærum, hljóðfærum af ýmsu tagi. Í hverju horni tónlistarskólans er æft og börnin eru öll afar spennt og kát því þeirra bíður sú þraut að spila með heilli sinfóníu.

Yesmine í matarferð í Dúbaí

Yesmine Olsson heimsótti Abú Dabí nú í mars á vegum Gourmand World Cookbook Awards til að kynna matreiðslubók sína, Framandi og freistandi – indversk og arabísk matreiðsla.

Pattinson finnur ástina

Nú er talið að leikarinn Robert Pattinson og Gossip Girl-stjarnan Leighton Meester séu að stinga saman nefjum.

Sjá næstu 50 fréttir