Ágúst tekur upp auglýsingu með sjálfum Messi 16. apríl 2010 08:00 Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu fyrir kínverskt fjármálafyrirtæki. Í aðalhlutverki er besti knattspyrnumaður heims, Argentínumaðurinn Lionel Messi. Minnstu munaði að Ágúst kæmist ekki til Barcelona í gær vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég átti að fara frá Gatwick um morguninn en þar var allt lokað. Ég náði svo einni af síðustu vélunum frá Heathrow. Flugmaðurinn sagði að við hefðum rétt svo sloppið," segir Ágúst Jakobsson kvikmyndagerðarmaður. Ágúst býr í London og náði með herkjum að komast til Barcelona í gær áður en flugumferð stöðvaðist vegna öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Ástæða fararinnar er sú að Ágúst er að fara að taka upp auglýsingu með Lionel Messi, besta knattspyrnumanni heims. „Þetta er auglýsing fyrir kínverskt fjármálafyrirtæki. Ég verð með honum á æfingavelli Barcelona og svo verður framhaldið af auglýsingunni klárað í Peking. Þetta verður nú auðveldur dagur fyrir Messi, hann mætir til mín eftir æfingu og fær að halda boltanum á lofti og leika sér aðeins," segir Ágúst. Ekki mátti miklu muna að Ágúst yrði af þessu draumaverkefni vegna eldgossins á Íslandi. Hann viðurkennir að það hafi verið nokkuð sérstök stund þegar hann kom í flugstöðina í gærmorgun. „Ég trúði þessu ekki þegar ég labbaði inn á Gatwick og sá að allt flug lá niðri vegna eldgoss á Íslandi. Þarna stóð ég í 66°norður úlpunni minni með fánann á erminni og var að spá í hvort ég ætti að fela fánann." Ágúst er mikill fótboltaáhugamaður og hefur sem slíkur notið þeirra forréttinda að fá að vinna með mörgum af þekktustu knattspyrnumönnum heims. Hann hefur gert auglýsingar með Ronaldo, Ronaldinho, Zlatan Ibrahimovich og fleirum og fyrir skemmstu gerði hann 3D-auglýsingu fyrir Samsung þar sem nokkrar hetjur úr Chelsea voru í aðalhlutverki. Svo skemmtilega vill til að Ágúst er harður stuðningsmaður Chelsea í enska boltanum. Kvikmyndatökumaðurinn viðurkennir þó að Messi beri höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn í dag. „Hann er ótrúlegasti knattspyrnumaður í heimi. Hann er bara frá annarri plánetu." Aðspurður viðurkennir Ágúst að það geti vissulega verið svolítið sérstakt að vinna með þessum þekktu köppum. „Já, þetta er oft svolítið skrítið. Um daginn var ég að vinna með öllum Chelsea-gaurunum og daginn eftir var ég kominn á Stamford Bridge til að horfa á leik með þeim. Mig langaði bara að fara niður og heilsa upp á þá aftur." hdm@frettabladid.is Menning Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Ég átti að fara frá Gatwick um morguninn en þar var allt lokað. Ég náði svo einni af síðustu vélunum frá Heathrow. Flugmaðurinn sagði að við hefðum rétt svo sloppið," segir Ágúst Jakobsson kvikmyndagerðarmaður. Ágúst býr í London og náði með herkjum að komast til Barcelona í gær áður en flugumferð stöðvaðist vegna öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Ástæða fararinnar er sú að Ágúst er að fara að taka upp auglýsingu með Lionel Messi, besta knattspyrnumanni heims. „Þetta er auglýsing fyrir kínverskt fjármálafyrirtæki. Ég verð með honum á æfingavelli Barcelona og svo verður framhaldið af auglýsingunni klárað í Peking. Þetta verður nú auðveldur dagur fyrir Messi, hann mætir til mín eftir æfingu og fær að halda boltanum á lofti og leika sér aðeins," segir Ágúst. Ekki mátti miklu muna að Ágúst yrði af þessu draumaverkefni vegna eldgossins á Íslandi. Hann viðurkennir að það hafi verið nokkuð sérstök stund þegar hann kom í flugstöðina í gærmorgun. „Ég trúði þessu ekki þegar ég labbaði inn á Gatwick og sá að allt flug lá niðri vegna eldgoss á Íslandi. Þarna stóð ég í 66°norður úlpunni minni með fánann á erminni og var að spá í hvort ég ætti að fela fánann." Ágúst er mikill fótboltaáhugamaður og hefur sem slíkur notið þeirra forréttinda að fá að vinna með mörgum af þekktustu knattspyrnumönnum heims. Hann hefur gert auglýsingar með Ronaldo, Ronaldinho, Zlatan Ibrahimovich og fleirum og fyrir skemmstu gerði hann 3D-auglýsingu fyrir Samsung þar sem nokkrar hetjur úr Chelsea voru í aðalhlutverki. Svo skemmtilega vill til að Ágúst er harður stuðningsmaður Chelsea í enska boltanum. Kvikmyndatökumaðurinn viðurkennir þó að Messi beri höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn í dag. „Hann er ótrúlegasti knattspyrnumaður í heimi. Hann er bara frá annarri plánetu." Aðspurður viðurkennir Ágúst að það geti vissulega verið svolítið sérstakt að vinna með þessum þekktu köppum. „Já, þetta er oft svolítið skrítið. Um daginn var ég að vinna með öllum Chelsea-gaurunum og daginn eftir var ég kominn á Stamford Bridge til að horfa á leik með þeim. Mig langaði bara að fara niður og heilsa upp á þá aftur." hdm@frettabladid.is
Menning Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira