Lífið

Susan Boyle hættir við ferð til Ástralíu

Susan Boyle, sem sló í gegn í þættinum Britains Got Talent, hefur hætt við fyrirhugaða tónleikaferð til Ástralíu. Ráðgert var að hún kæmi fram að nokkrum tónleikum í næsta mánuði. Umboðsmaður söngkonunnar hefur ekki greint frá því af hverju hætt var við ferðina.

Plata hennar I dreamed a dream, sem Simon Cowell gaf út, hefur selst í tæplega níu milljón eintökum um allan heim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.