Fleiri fréttir

Messar um nýsköpun

Jeff Taylor, stofnandi stærstu atvinnumiðlunar í heimi Monster.com er staddur á Íslandi. Jeff kom til landsins í morgun frá Boston í Bandaríkjunum, en hann er hingað kominn til að tala á nýsköpunarmessunni Start09, sem fram fer á morgun, föstudag, í Borgarleikhúsinu.

Pilsner í boði Rauða Krossins

Steinþór Steingrímsson og Ölvir Gíslason, höfundar spurningaspilsins Spurt að leikslokum sem kemur út á morgun, halda spurningakeppni í Rauða kross-húsinu í Borgartúni sama dag.

Pinewood brýtur blað

Breska kvikmyndaverið Pinewood hyggst brjóta blað í sögunni með 200 milljóna punda framkvæmdum sínum í Buckinghamskíri. Pinewood hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýju kvikmyndaveri og breski kvikmyndaheimurinn heldur niðri í sér andanum.

Laxness loks út á arabísku

„Það var mjög sérstakt að skipta við hinn arabíska heim og þeir voru með ýmsar tiktúrur í sambandi við innihald bókanna sem þeir gefa út,“ segir Hólmfríður Matthíasdóttir hjá réttindastofu Forlagsins.

Sluppu við þjófavarnarkerfið

Tökur á stuttmyndinni Imagination fóru fram í Hagaskóla um hvítasunnuhelgina og heppnuðust vel. „Við náðum að klára klukkutíma áður en þjófavarnarkerfið fór í gang í skólanum. Við vorum alveg á mörkunum en náðum að klára þetta sem betur fer,“ segir Steinar Jónsson, hinn ungi leikstjóri myndarinnar.

Ólafur Darri orðheppnastur

Lokahóf leikaraboltans svokallaða var haldið á Catalinu í Kópavogi, annan í hvítasunnu. Fögnuðu leikarar þar góðu ári í Fífunni þar sem þeir etja kappi í fótbolta, stundum eftir leikhúsum.

Á faraldsfæti í allt sumar

Fjöldi íslenskra tónlistarmanna verður á faraldsfæti í sumar. Á meðal viðkomustaða eru tvær af stærstu tónlistarhátíðum Evrópu, Hróarskelda og Glastonbury.

Óverjanleg staða Rúnars í Grímunefnd

Leiklistarverðlaunin Gríman eru í hálfgerðu uppnámi eftir að upp komst að Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og höfundur sýningarinnar Steinar í djúpinu, sat í valnefnd Grímunnar. Rúnar hefur sagt af sér og beðið þess að atkvæði hans verði gerð ógild:

Fjölþjóðleg súpa á menningarhátíð

„Menningarhátíðin er haldin í miðri Íslandskreppunni og því hefðbundinni grillveislu slaufað. Súpueldhús sett upp í staðinn,“ segir Friðrik Indriðason, kynningarfulltrúi menningarhátíðar Grand Rokks.

Leikstjórar framtíðarinnar

Kvikmyndahátíðin Stuttmyndadagar í Reykjavík fer fram í Kringlubíói í dag. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan 17.30 í Kringlubíói og er aðgangur ókeypis.

Myrtur vegna líftryggingar

Gítarsnillingurinn Jimi Hendrix var myrtur af umboðsmanni sínum. Þessu heldur James „Tappy“ Wright, fyrrverandi rótari Hendrix, fram í nýrri bók.

Meðlag og fyllibyttublús

Önnur plata Ljótu hálfvitanna er komin út og er hún skírð í höfuðið á sveitinni rétt eins og fyrsta plata. Á meðal laga á nýju plötunni eru Lukkutröllið, sem hefur hljómað töluvert í útvarpi að undanförnu, Stjáni, Fyllibyttublús og Meðlag.

Nicholson tekur til í Óskars-hillunni

Jack Nicholson hefur ákveðið að taka við keflinu af gamanleikaranum Bill Murray í kvikmynd eftir James L. Brooks. Myndinni hefur enn ekki verið gefið nafn en er titluð sem Paul Rudd/Reese Witherspoon/Owen Wilson-myndin en hún ku vera rómantísk, væntanlega með smá gríni og glensi inni á milli.

Fastagestir í fermingarkyrtlum á menningarhátíð

Menningarhátíð Grand rokk verður sett á morgun, fimmtudag, og að venju er boðið upp á ýmsar uppákomur fram á næsta sunnudagskvöld. Meðal óvenjulegra atriða í ár er ljósmyndasýning Magdalenu Hermannsóttur á fastagestum staðarins í fermingarkyrtlum.

Sveppi og Hrafna í Húsdýragarðinum - myndir

20.000 manns gerðu sér glaðan dag á árlegum fjölskyldudegi Stöðvar 2 um helgina enda var margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Frítt var í öll tæki og fyrir utan venjulega dagskrá garðsins var glæsileg skemmtidagskrá í boði þar sem fram komu Sveppi og Villi, Skoppa og Skrýtla og Hrafna Idolstjarna.

Risa marglytta úr geimnum?

Mynd af risa marglyttu hefur birst á breskum akri í Kingstone Coombes, Oxfordskíri en ekki er vitað hvernig hann komst þangað, það er að segja, hver bjó hann til.

Nýfæddur kópur í Húsdýragarðinum - myndir

Það ríkir mikil gleði í Húsdýragarðinum þessa dagana, sem endranær. Það sem gleður þó starfsfólk garðsins, sem og gesti og gangandi sérstaklega, er nýr íbúi. Langselsurtan Esja kæpti nefnilega sprækum kópi í gær.

Playboymyndataka Ornellu yfirstaðin

„Takan var fín. Hún var öðruvísi auðvitað. En ekkert of neitt..." segir Ornella Thelmudóttir fyrirsæta sem er stödd í Danmörku.

Drekkur bjór og reykir í gjörningi

„Fyrir Íslending eins og mig er frekar heitt. Það er búinn að vera þrjátíu stiga hiti síðustu daga og stefnir víst í brjálað sumar,“ segir Páll Haukur Björnsson, sem er staddur í Feneyjum með Ragnari Kjartanssyni listamanni, fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum. Páll vinnur með Ragnari að sýningu hans The End sem stendur yfir í sex mánuði og er einn liður verksins gjörningur þar sem Ragnar málar olíumálverk af Páli sitjandi við síki, drekkandi bjór og reykjandi sígarettur í sundskýlu einni fata.

Íslenskur vefhönnuður hitti drottninguna

„Hún var fín. Mér fannst hún mjög innileg konan og gaman af því að hún nenni að taka í hendurnar á fólki sem stendur sig vel,“ segir Jón Rúnar Guðjónsson Jóhannesson, sem hitti Margréti Danadrottningu fyrir skömmu.

Einsleit nefnd um RÚV

Svo virðist sem starfshópur sem á að fjalla um málefni Ríkisútvarpsins komi aðeins úr einni átt: Annaðhvort úr Vinstri grænum eða Ríkisútvarpinu sjálfu nema hvoru tveggja sé.

Johansson fetar í fótspor Cruz

Leikkonan Scarlett Johanssson ætlar að feta í fótspor vinkonu sinnar Penelope Cruz sem andlit spænsku fataverslunarinnar Mango. Fljótlega munu auglýsingar með andliti hennar birtast vegna herferðar sem sett verður af stað vegna nýrrar haust- og vetrarlínu frá Mango.

Sakaðir um kosningasvindl

Stjórnendur American Idol hafa vísað á bug ásökunum um að Kris Allen hafi unnið keppnina með aðstoð kosningasvika.

Kaup vekja upp deilur

Á laugardag, fáeinum dögum eftir að tilkynnt var að Kristján Guðmundsson fengi fyrstur íslenskra myndlistarmanna aðalverðlaun Carnegie, komst Sigurður Guðmundsson í fréttir þegar Morgunblaðið greindi frá því að Listasafn Íslands hefði fest kaup á ljósmynd hans, Mountain eða Fjalli, sem er lykilverk á ferli hans frá áttunda áratugnum.

Gisele ríkasta fyrirsæta heims

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er launahæsta fyrirsæta heims samkvæmt viðskiptasíðunni Forbes.com, þriðja árið í röð. Tekjur hennar frá júní á síðasta ári þangað til í júní á þessu ári námu 25 milljónum dala, eða rúmum þremur milljörðum króna.

Á lausu frekar en óhamingjusöm

Cameron Diaz segist frekar vilja vera einhleyp en að vera óhamingjusöm í sambandi, en Diaz, sem er 37 ára, sleit nýverið sambandi sínu við bresku fyrirsætuna Paul Sculfor.

Óli Tynes hitti Dalai Lama

Fréttamaðurinn Óli Tynes hitti Dalai Lama, andlegan leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð í hálfa öld, á fréttamannafundi í dag. Óli segir fundinn hafa verið merkan enda Dalai Lama einstakur maður.

Lögð inn á sjúkrahús eftir tapið í úrslitunum

Breska söngstjarnan Susan Boyle hefur verið lögð inn á einkasjúkrahús eftir að hún varð aðeins í öðru sæti í hæfileikakeppninni Britains Got Talent. Úrslitin réðust á laugardaginn. Það var götudanshópurinn Diversity sem fór með sigur af hólmi. Framleiðendur hæfuleikakeppninnar sögðu að Susan Boyle væri andlega og líkamlega örmagna eftir álagið undanfarnar vikur.

Sjá næstu 50 fréttir