Vilhjálmur á höttunum eftir Kate

Vilhjálmur Bretaprins reynir nú hvað hann getur til að ná aftur í fyrrverandi kærustuna sína, Kate Middleton. Sögusagnir hafa gengið um að parið væri að draga sig saman að nýju eftir að þau sáust saman á minningartónleikum um móður Vilhjálms, Díönu prinsessu, í London um síðustu helgi. Parið hittist í háskóla og var um tíma talið að þau myndu tilkynna um brúðkaup, en þau tilkynntu um skilnað fyrir þremur mánuðum.