Undarleg árátta fólks að þurfa að segja mér hvað hundurinn er ljótur 8. júlí 2007 12:30 Foxy er sannkallaður gleðigjafi og eigandi hennar segir fólk fljótlega sjá í gegnum ljótleikann. MYND/Rósa „Mér finnst hún fallega ljót," segir Sigríður Jónsdóttir hundaeigandi um tíkina Foxy sem er tæplega eins árs. „Eiginlega finnst mér hún ótrúlega sæt. Hún er mikill karakter, alltaf glöð og fólk sér mjög fljótlega í gegnum ljótleikann," segir Sigríður og hlær. Fréttablaðið hafði samband við Sigríði vegna ábendinga um að Foxy væri sláandi lík hinum bandaríska Elwood, en sá hlaut titilinn ljótasti hundur heims á dögunum. „Já, ég hef fengið að heyra að hún sé lík honum. Ég tek því nú ekki persónulega en finnst undarleg þessi þörf hjá fólki að tilkynna mér hvað hundurinn minn sé ljótur. Það passar sig líka alltaf að ég heyri örugglega athugasemdirnar sem eru oft frekar óþarfar." Í ljós kemur að hundarnir tveir eiga ýmislegt sameiginlegt annað en sérstakt útlitið. Elwood er blanda af kínverskum faxhundi og chihuahua. Það er Foxy líka auk þess sem í henni leynist japanese chin. Þess má geta að langflestir keppendur um titilinn ljótasti hundur heims voru kínverskir faxhundar en tegundin er að mestu hárlaus og með kamb á höfði. Óhætt er að segja að Sigríður eigi hunda af mismunandi stærðum og gerðum. Þeim kemur þó vel saman og Foxy sér t.d. um að þrífa augun í þeim stóru. Elwood og Foxy eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið bjargað af eigendum sínum, en til stóð að lóga hinum fyrrnefnda vegna ljótleikans. Það var ekki alveg svo slæmt með Foxy. „Hún datt eiginlega upp í hendurnar á mér," segir Sigríður. „Fyrri eigendur gátu ekki haft hana lengur og ég ákvað að taka hana að mér." Fleiri hundar hafa dottið upp í hendur Sigríðar en auk Foxy á hún tvo hunda af gerðinni stóri dan, en tegundin er sú stærsta í heimi. Hún segir það ekki auðvelt að ferðast um allt með þrjá hunda. „Það er hörkuvinna að vera með svona marga hunda. Margir vilja meina að Foxy sé tvífari Elwoods, en sá var nýlega kjörinn ljótasti hundur í heimi. Sérstaklega þegar þeir eru svona misstórir enda fer maður til dæmis ekki með þessa þrjá í eins göngutúra, Foxy fer ekki ótroðnar slóðir á meðan hægt er að fara með hina nánast hvert sem er. Annars kemur þeim öllum mjög vel saman og Foxy hjálpar líka til. Hún þrífur augun í þeim stærri og sér um að þrífa upp í kringum diskana þeirra þegar þeir eru búnir að borða." Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Mér finnst hún fallega ljót," segir Sigríður Jónsdóttir hundaeigandi um tíkina Foxy sem er tæplega eins árs. „Eiginlega finnst mér hún ótrúlega sæt. Hún er mikill karakter, alltaf glöð og fólk sér mjög fljótlega í gegnum ljótleikann," segir Sigríður og hlær. Fréttablaðið hafði samband við Sigríði vegna ábendinga um að Foxy væri sláandi lík hinum bandaríska Elwood, en sá hlaut titilinn ljótasti hundur heims á dögunum. „Já, ég hef fengið að heyra að hún sé lík honum. Ég tek því nú ekki persónulega en finnst undarleg þessi þörf hjá fólki að tilkynna mér hvað hundurinn minn sé ljótur. Það passar sig líka alltaf að ég heyri örugglega athugasemdirnar sem eru oft frekar óþarfar." Í ljós kemur að hundarnir tveir eiga ýmislegt sameiginlegt annað en sérstakt útlitið. Elwood er blanda af kínverskum faxhundi og chihuahua. Það er Foxy líka auk þess sem í henni leynist japanese chin. Þess má geta að langflestir keppendur um titilinn ljótasti hundur heims voru kínverskir faxhundar en tegundin er að mestu hárlaus og með kamb á höfði. Óhætt er að segja að Sigríður eigi hunda af mismunandi stærðum og gerðum. Þeim kemur þó vel saman og Foxy sér t.d. um að þrífa augun í þeim stóru. Elwood og Foxy eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið bjargað af eigendum sínum, en til stóð að lóga hinum fyrrnefnda vegna ljótleikans. Það var ekki alveg svo slæmt með Foxy. „Hún datt eiginlega upp í hendurnar á mér," segir Sigríður. „Fyrri eigendur gátu ekki haft hana lengur og ég ákvað að taka hana að mér." Fleiri hundar hafa dottið upp í hendur Sigríðar en auk Foxy á hún tvo hunda af gerðinni stóri dan, en tegundin er sú stærsta í heimi. Hún segir það ekki auðvelt að ferðast um allt með þrjá hunda. „Það er hörkuvinna að vera með svona marga hunda. Margir vilja meina að Foxy sé tvífari Elwoods, en sá var nýlega kjörinn ljótasti hundur í heimi. Sérstaklega þegar þeir eru svona misstórir enda fer maður til dæmis ekki með þessa þrjá í eins göngutúra, Foxy fer ekki ótroðnar slóðir á meðan hægt er að fara með hina nánast hvert sem er. Annars kemur þeim öllum mjög vel saman og Foxy hjálpar líka til. Hún þrífur augun í þeim stærri og sér um að þrífa upp í kringum diskana þeirra þegar þeir eru búnir að borða."
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira