Fleiri fréttir Snipes í vandræðum Leikarinn Wesley Snipes hefur verið ákærður fyrir skattsvik. Alls eru ákærurnar átta talsins. Er Snipes meðal annars sakaður um að hafa komið sér undan því að borga rúmar 800 milljónir króna í skatt á árunum 1996 til 1997. Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendur leikaranum. Snipes, sem er 44 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sín í Blade-myndunum, Demolition Man og White Man Can"t Jump. 19.10.2006 11:30 Vill annað barn Kanadíski söngfuglinn Celine Dion er farin að huga að því að eignast sitt annað barn. Dion er nú að ljúka tónleikaröð sinni á Caesar Palace hótelinu í Las Vegas en hún hefur verið gríðarlega vinsæl vestanhafs. Hún á eitt ár eftir á samningi síðan þar og svo hyggst hún láta reyna á að eignast annað barn. Dion er gift upptökustjóranum Réne Angélil og eiga þau saman eina dóttur. Dion segist þó munu sjá eftir tónleikum sínum. „Það verður erfitt að kveðja fólkið og aðdáendurna en það er aldrei að vita hvenær ég kem aftur.“ 19.10.2006 09:00 Ætlar líka að ættleiða stelpu Söngkonan Madonna hefur nú svarað fyrir gagnrýni fjölmiðla á ættleiðingu sinni en hún ættleiddi á dögunum ársgamlan dreng frá Malaví sem kom til Bretlands í vikunni. Einnig segist hún vilja ættleiða unga telpu sem var á sama munaðarleysingjahæli og drengurinn. „Þegar stúlkan horfði á mig með sorgmæddum augum fékk ég sting í hjartað og ég verð að fara og sækja hana líka," segir bjargvætturinn Madonna. 19.10.2006 08:00 Brennandi áhugi á íþróttum vegur upp á móti vinnutímanum Samtök íþróttafréttamanna eru fimmtíu ára í ár og fagna afmælinu í Eldborg við Bláa lónið laugardaginn 28. október. 18.10.2006 18:15 Fabolous skotinn Bandaríski rapparinn Fabolous var skotinn í lærið í bílakjallara á Manhattan á þriðjudagsmorgunn. 18.10.2006 16:45 Í fótspor föðurins Bindi Irwin, átta ára dóttir krókódílafangarans Steves Irwin, sem lést í síðasta mánuði, mun feta í fótspor föður síns í nýjum dýraþætti sem nefnist Bindi, The Jungle Girl. 18.10.2006 15:45 Keppir til úrslita um montbíl ársins 2006 Ég keypti bílinn á eBay árið 2002 og flutti hann með flugi til landsins, segir Sigfús B. Sverrisson, stoltur eigandi glæsibifreiðarinnar Ford Mustang Fastback árgerð 1966. Billinn er kominn í fimm bíla úrslit í keppni bandarísku heimasíðunnar www.cardomain.com þar sem hann keppir um titilinn Show Off of the Year 2006 sem gæti útlagst Montbíll ársins 2006 eða eitthvað á þá leið. 18.10.2006 15:30 Ingvi Hrafn verður sjónvarpsstjóri Það eru svona 10 þúsund sem elska mig. Eru Hrafnaþingsfíklar. Svo eru 20 þúsund sem hata mig. Þú deilir í þetta með 2 og og þá færðu út svona sirka 15 þúsund manna hóp. Það er ágætt, segir Ingvi Hrafn Jónsson, meistari ljósvakans sem jafnframt telst nú nýjasti sjónsvarpsstjóri Íslands. 18.10.2006 13:00 Ægivald framleiðenda í X-Factor Keppendum í X-Factor er gert skylt að skrifa undir samninga eins og gengur og gerist í raunveruleikaþáttum og er hann þýddur beint frá Freemantle-fyrirtækinu sem á réttinn á þættinum en hann verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. 18.10.2006 12:00 Willis fékk stjörnu Leikarinn Bruce Willis hefur fengið eigin stjörnu á frægðarstétt Hollywood. Fjölskylda Willis og vinir voru samankomin í kvikmyndaborginni til að fylgjast með athöfninni. 18.10.2006 12:00 Vill ættleiða Nú hefur Britney Spears ákveðið að ganga í ættleiðingaklúbb stjarnanna. Hún hefur lýst yfir áhuga sínum á að stækka fjölskylduna en Spears er nýbúin að eignast sitt annað barn með eiginmanni sínum Kevin Federline. 18.10.2006 11:00 Vatnsstríðið hafið Sýningar á leiknum Gegndrepa hefjast næstkomandi fimmtudag á Skjá einum. Upptökur eru byrjaðar og í fyrsta þættinum verða keppendur kynntir til leiks ásamt því að þrjár árásir verða sýndar. Karl Lúðvíksson, annar framleiðandi þáttanna, segir að tökur hafi gengið vonum framar. 18.10.2006 10:30 40 milljónir fyrir Concert Tónleikahald hér á Íslandi er alls ekki auðveldur rekstur og þessi sameining á eftir að létta mikið undir með mér, segir Einar Bárðarson sem seldi Senu ráðandi hlut í fyrirtæki sínu Concert í gær. 17.10.2006 17:15 Gifta sig á Ítalíu Stjörnuparið Tom Cruise og Katie Holmes eru nú búin að ákveða dagsetningu og staðsetningu fyrir brúðkaupið sitt. Þau hafa ákveðið að ganga í það heilaga þann 28. nóvember næstkomandi í einbýlishúsi George Clooney við Como-vatnið á Ítalíu. 17.10.2006 16:45 Gervið á bakvið glamúrinn Íslenska hljómsveitin Cocktail Vomit vakið á sér athygli hérlendis sem erlendis. Á laugardag treður hún upp á Airwaves tónlistarhátíðinni og þaðan liggur leiðin til Berlínar. 17.10.2006 15:45 Gifta sig í nóvember Fyrrverandi kryddstúlkan Melanie B og gamanleikarinn Eddie Murphy eru að skipuleggja brúðkaup í næsta mánuði. Parið, sem er búið að vera saman í fjóra mánuði, ætla að ganga í það heilaga á Roosevelt-hótelinu í Los Angeles og víst er að fyrrvernadi Kryddpíur með Victoriu Beckham í broddi fylkingar muni vera á gestalistanum. 17.10.2006 14:45 Langar að ferðast Leikkonan Lindsay Lohan ætlar að taka sér frí frá kvikmyndaleik til að ferðast um heiminn. Eins og fram hefur komið hætti Lindsay Lohan nýlega með kærastanum sínum, Harry Morton. Hún vill nota þessi tímamót í lífi sínu til að taka sér hlé frá kvikmyndaleik og sjá undur heimsins með eigin augum. 17.10.2006 13:45 Lét skeggið fjúka fyrir frægðina Úrslitin í karóki-keppni vinnustaða á Ströndum réðust á laugardaginn þegar þeir átta keppendur sem komust áfram eftir harða baráttu á undankvöldi þöndu raddböndin á Café Riis. 17.10.2006 13:00 Með eða án vitundar Myndlistarmaðurinn Bjarni Helgason hefur opnað sýninguna „Undir meðvitund“ á Næsta bar en þar sýnir hann tíu akrýlmálverk ásamt skissum og útprenti sem tengt er viðfangsefni sýningarinnar. 17.10.2006 12:45 Myndir, vatn og þögn Sérstök vídóverka- og gjörningakvöld verður haldin í Tjarnarbíói í tengslum við myndlistarhátíðina Sequences en í dagskráin þar hefst í dag kl. 17 þegar myndlistarkonurnar Bjargey Ólafsdóttir og Hörn Harðardóttir flytja þar hljóðinnsetningu þar sem umfjöllunarefnið eru óskir kvenna um óskilgetin börn. 17.10.2006 12:30 París bönnuð París Hilton hefur verið bannað að koma í veislur á vegum Esquire-tímaritsins í Los Angeles síðar í mánuðinum. Henni hefur verið tilkynnt að nærveru hennar sé ekki óskað. Skipuleggjendur vilja ekki týpur á borð við hana þarna, sagði heimildarmaður New York Daily News. 17.10.2006 12:15 Völdundar vopnaðir hljóðfærum Norska tríóið Poing heldur tónleika á Kaffi Kúltúr í kvöld. Tríóið hélt tónleika á vegum Norrænna músíkdaga en Poing er ein þekktasta sveit Norðurlanda sem sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar. 17.10.2006 10:00 Þrír trúbadorar frá þremur löndum Þrír trúbadorar frá þremur löndum troða upp hér á landi næstu daga. Þjóðverjinn Torben Stock og Ástralinn Pete Uhlenbruck, sem kemur fram undir nafninu Owls of the Swamp, munu syngja lög sín ásamt Svavari Knúti, sem verður fulltrúi Íslands. 17.10.2006 09:00 Sérfróðir ausa úr viskubrunnum Þjóðminjasafnið hefur í vetur boðið upp á leiðsagnir sérfræðinga um fjölbreyttar sýningar safnsins. Sérfræðileiðsagnir Þjóðminjasafnsins hafa hlotið heitið Ausið úr viskubrunnum en kl. 12.10 í dag verður efnt til þeirrar þriðju því þá mun Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður leiða gesti um sýninguna Með gullband um sig miðja í Forsalnum á annarri hæð. 17.10.2006 00:01 Flottar stelpur 22 stelpur tóku í Stelpumóti Olís og Hellis, sem fram fór í höfuðstöðvum Olís. Tinna Kristín Finnbogadóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir komu allar jafnar í mark og þurfti til þrefaldan stigaútreikning til að finna sigurvegara mótsins sem var Tinna. 16.10.2006 15:00 Myspace- vinskapur Von er á fjölþjóðlegum hópi trúbadora til landsins sem ætla að halda nokkra tónleika í vikunni í Reykjavík og Borgarfirði. Hér er um að ræða trúbadorana Torben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp (Pete Uhlenbruck) frá Ástralíu og Svavar Knút Kristinsson sem er fulltrúi Íslands í hópnum. 16.10.2006 14:30 Kerrang! safndiskurinn fæst á Íslandi “New Breed” er tvöfaldur safndiskur sem gefin er út á vegum Gut Records í Bretlandi í samstarfi við Kerrang!. Lagaval var í höndum ritstjórnar Kerrang! og A&R fólks hjá Gut. 16.10.2006 13:45 Hljómur Airwaves 2006 Hljómur Iceland Airwaves hátíðarinnar í ár - safndiskurinn Iceland Airwaves 2006 kemur út í dag. Diskurinn inniheldur 22 lög með jafnmörgum flytjendum sem koma fram á hátíðinni í ár, innlendum jafnt sem erlendum. 16.10.2006 12:00 Dýr skilnaður 16.10.2006 11:00 Kanadísk menningarhátið Kanadískar kvikmyndir og bókmenntir verða í brennidepli í Bókasafni Kópavogs á Kanadískri menningarhátíð, sem verður haldin dagana 14.-22. október nk. Kvikmyndahátíðin hefst nk. laugardag, 14. október, kl. 15:30 með sýningu á heimildarmyndinni Unakuluk (Dear little one) í Kórnum, sýningarsal bókasafnsins á fyrstu hæð. 13.10.2006 16:00 Hljómsveitin Sign spilar hér heima Hljómsveitin Sign heldur 6 daga tónleikaröð sem hefst föstudaginn 13. október og endar föstudaginn 20. á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves. Hljómsveitin er nýkomin úr vel heppnuðum þriggja vikna Evróputúr þar sem þeir spiluðu 17 tónleika í 5 löndum. 13.10.2006 15:30 Stelpuskákmót Stelpuskákmót Olís og Hellis fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2, laugardaginn 14. október og hefst kl. 13. Þetta er í annð sinn sem þetta mót fer fram en mótið var afskaplega vel sótt í fyrra og flestar sterkustu ungu skákkonur landsins meðal þátttakenda en öllum stelpum á grunnskólaaldri er boðið til leiks og er þátttaka ókeypis. 13.10.2006 14:30 Ótal uppfinningar Snillinganna Bókin um ótal uppfinningar Snillinganna fjallar á gamansaman hátt um sumar af helstu uppfinningum í veröldinni. Áherslan er á sex meiriháttar uppfinningar - linsuna, gufuvélina, ljósaperuna, brunahreyfilinn, smárann og púðrið. 13.10.2006 14:21 Ísafold prentað hjá Íslandsprenti Tímaritið Ísafold, sem væntanlegt er í verslanir um allt land um mánaðamótin næstu, verður prentað hjá Íslandsprenti í Hafnarfirði. Samkomulag þess efnis var undirritað á dögunum. 13.10.2006 14:00 Íhuga að halda sig heima föstudaginn þrettánda Einn af hverjum fjórum Bretum íhugar að halda sig heima í dag vegna þeirrar ógæfu sem fylgir föstudeginum þrettánda. Hjátrú meðal Breta virðist þó fara minnkandi ef marka má nýja skoðanakönnun sem gerð var vegna dagsins í dag. 13.10.2006 09:30 Er bæði sár og svekktur Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. 13.10.2006 00:01 Afmælistónleikar Sykurmolanna Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. 12.10.2006 20:31 Lalala Söngfuglinn Hildur Vala sendir frá sér sína aðra plötu í dag og ber hún nafnið Lalala. Platan inniheldur 12 ný lög og er hún öll sungin á íslensku. 12.10.2006 13:49 Jens Lekman hoppar í skarðið Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. 12.10.2006 09:20 Zozo Sænska kvikmyndin Zozo hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006. Josef Fares handritshöfundur og leikstjóri og Anna Anthony framleiðandi Zozo skipta verðlaununum á milli sín. 11.10.2006 15:00 Dirty Paper Cup Hljómplatan Dirty Paper Cup með söng- og tónlistarkonunni Hafdísi Huld er komin út á Íslandi á vegum MVine/Red Grape og 12 Tóna. Þetta er jafnframt fyrsta sólóplata Hafdísar en 12 Tónar sjá um útgáfu hennar á Íslandi. 11.10.2006 15:00 In and out of Africa Heimildamyndin In and out of Afrika eftir Ilisa Barbash og Lucien Taylor sem framleidd var árið 1992 í Háskólanum í Berkeley, Kaliforníu, Verður sýnd í ReykjavíkurAkademíunni fimmtudagskvöldið 12. október kl. 20 Katla Kjartansdóttir, þjóðfræðingur, fylgir myndinni úr hlaði. 11.10.2006 13:00 Námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa gert samastarfssamning um að endurvekja námskeið ungra ökumanna sem Sjóvá hefur staðið fyrir s.l. níu ár. Ljóst er að mikil þörf er á markvissri fræðslu meðal ungra ökumanna, sérstaklega með tilliti til þess hve mikið hefur verið um hraðakstur að undanförnu. 11.10.2006 10:29 Vissir þú þetta? 1. Sú saga gengur um bæjinn að enginn annar Erlend Øye muni þeyta skífum sem leynigestur á Airwaves barnum á Pravda. Erlend á að baki feril með Kings of Convenience, Röyksopp og gerði garðinn frægan með mixdisknum DJ Kicks þar sem hann syngur yfir og setur saman af mikilli snilld lög á borð "There Is a Light That Never Goes Out" með The Smiths, "Always on My Mind" með Peth Shop Boys, "It's a Fine Day" (made famous by Opus III), Cornelius og hans eigin lög. 10.10.2006 20:50 Eru fimm fimmtíu metra rennibrautir list? Tate nútímalistasafnið álítur að svo sé og býður gestum að fá sér bunu í brautunum sem eru nýjasta sýningin hjá þeim. Gagnrýnendur greinir þó á um listrænt gildi brautanna. 10.10.2006 20:33 Sjá næstu 50 fréttir
Snipes í vandræðum Leikarinn Wesley Snipes hefur verið ákærður fyrir skattsvik. Alls eru ákærurnar átta talsins. Er Snipes meðal annars sakaður um að hafa komið sér undan því að borga rúmar 800 milljónir króna í skatt á árunum 1996 til 1997. Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendur leikaranum. Snipes, sem er 44 ára, er þekktastur fyrir hlutverk sín í Blade-myndunum, Demolition Man og White Man Can"t Jump. 19.10.2006 11:30
Vill annað barn Kanadíski söngfuglinn Celine Dion er farin að huga að því að eignast sitt annað barn. Dion er nú að ljúka tónleikaröð sinni á Caesar Palace hótelinu í Las Vegas en hún hefur verið gríðarlega vinsæl vestanhafs. Hún á eitt ár eftir á samningi síðan þar og svo hyggst hún láta reyna á að eignast annað barn. Dion er gift upptökustjóranum Réne Angélil og eiga þau saman eina dóttur. Dion segist þó munu sjá eftir tónleikum sínum. „Það verður erfitt að kveðja fólkið og aðdáendurna en það er aldrei að vita hvenær ég kem aftur.“ 19.10.2006 09:00
Ætlar líka að ættleiða stelpu Söngkonan Madonna hefur nú svarað fyrir gagnrýni fjölmiðla á ættleiðingu sinni en hún ættleiddi á dögunum ársgamlan dreng frá Malaví sem kom til Bretlands í vikunni. Einnig segist hún vilja ættleiða unga telpu sem var á sama munaðarleysingjahæli og drengurinn. „Þegar stúlkan horfði á mig með sorgmæddum augum fékk ég sting í hjartað og ég verð að fara og sækja hana líka," segir bjargvætturinn Madonna. 19.10.2006 08:00
Brennandi áhugi á íþróttum vegur upp á móti vinnutímanum Samtök íþróttafréttamanna eru fimmtíu ára í ár og fagna afmælinu í Eldborg við Bláa lónið laugardaginn 28. október. 18.10.2006 18:15
Fabolous skotinn Bandaríski rapparinn Fabolous var skotinn í lærið í bílakjallara á Manhattan á þriðjudagsmorgunn. 18.10.2006 16:45
Í fótspor föðurins Bindi Irwin, átta ára dóttir krókódílafangarans Steves Irwin, sem lést í síðasta mánuði, mun feta í fótspor föður síns í nýjum dýraþætti sem nefnist Bindi, The Jungle Girl. 18.10.2006 15:45
Keppir til úrslita um montbíl ársins 2006 Ég keypti bílinn á eBay árið 2002 og flutti hann með flugi til landsins, segir Sigfús B. Sverrisson, stoltur eigandi glæsibifreiðarinnar Ford Mustang Fastback árgerð 1966. Billinn er kominn í fimm bíla úrslit í keppni bandarísku heimasíðunnar www.cardomain.com þar sem hann keppir um titilinn Show Off of the Year 2006 sem gæti útlagst Montbíll ársins 2006 eða eitthvað á þá leið. 18.10.2006 15:30
Ingvi Hrafn verður sjónvarpsstjóri Það eru svona 10 þúsund sem elska mig. Eru Hrafnaþingsfíklar. Svo eru 20 þúsund sem hata mig. Þú deilir í þetta með 2 og og þá færðu út svona sirka 15 þúsund manna hóp. Það er ágætt, segir Ingvi Hrafn Jónsson, meistari ljósvakans sem jafnframt telst nú nýjasti sjónsvarpsstjóri Íslands. 18.10.2006 13:00
Ægivald framleiðenda í X-Factor Keppendum í X-Factor er gert skylt að skrifa undir samninga eins og gengur og gerist í raunveruleikaþáttum og er hann þýddur beint frá Freemantle-fyrirtækinu sem á réttinn á þættinum en hann verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. 18.10.2006 12:00
Willis fékk stjörnu Leikarinn Bruce Willis hefur fengið eigin stjörnu á frægðarstétt Hollywood. Fjölskylda Willis og vinir voru samankomin í kvikmyndaborginni til að fylgjast með athöfninni. 18.10.2006 12:00
Vill ættleiða Nú hefur Britney Spears ákveðið að ganga í ættleiðingaklúbb stjarnanna. Hún hefur lýst yfir áhuga sínum á að stækka fjölskylduna en Spears er nýbúin að eignast sitt annað barn með eiginmanni sínum Kevin Federline. 18.10.2006 11:00
Vatnsstríðið hafið Sýningar á leiknum Gegndrepa hefjast næstkomandi fimmtudag á Skjá einum. Upptökur eru byrjaðar og í fyrsta þættinum verða keppendur kynntir til leiks ásamt því að þrjár árásir verða sýndar. Karl Lúðvíksson, annar framleiðandi þáttanna, segir að tökur hafi gengið vonum framar. 18.10.2006 10:30
40 milljónir fyrir Concert Tónleikahald hér á Íslandi er alls ekki auðveldur rekstur og þessi sameining á eftir að létta mikið undir með mér, segir Einar Bárðarson sem seldi Senu ráðandi hlut í fyrirtæki sínu Concert í gær. 17.10.2006 17:15
Gifta sig á Ítalíu Stjörnuparið Tom Cruise og Katie Holmes eru nú búin að ákveða dagsetningu og staðsetningu fyrir brúðkaupið sitt. Þau hafa ákveðið að ganga í það heilaga þann 28. nóvember næstkomandi í einbýlishúsi George Clooney við Como-vatnið á Ítalíu. 17.10.2006 16:45
Gervið á bakvið glamúrinn Íslenska hljómsveitin Cocktail Vomit vakið á sér athygli hérlendis sem erlendis. Á laugardag treður hún upp á Airwaves tónlistarhátíðinni og þaðan liggur leiðin til Berlínar. 17.10.2006 15:45
Gifta sig í nóvember Fyrrverandi kryddstúlkan Melanie B og gamanleikarinn Eddie Murphy eru að skipuleggja brúðkaup í næsta mánuði. Parið, sem er búið að vera saman í fjóra mánuði, ætla að ganga í það heilaga á Roosevelt-hótelinu í Los Angeles og víst er að fyrrvernadi Kryddpíur með Victoriu Beckham í broddi fylkingar muni vera á gestalistanum. 17.10.2006 14:45
Langar að ferðast Leikkonan Lindsay Lohan ætlar að taka sér frí frá kvikmyndaleik til að ferðast um heiminn. Eins og fram hefur komið hætti Lindsay Lohan nýlega með kærastanum sínum, Harry Morton. Hún vill nota þessi tímamót í lífi sínu til að taka sér hlé frá kvikmyndaleik og sjá undur heimsins með eigin augum. 17.10.2006 13:45
Lét skeggið fjúka fyrir frægðina Úrslitin í karóki-keppni vinnustaða á Ströndum réðust á laugardaginn þegar þeir átta keppendur sem komust áfram eftir harða baráttu á undankvöldi þöndu raddböndin á Café Riis. 17.10.2006 13:00
Með eða án vitundar Myndlistarmaðurinn Bjarni Helgason hefur opnað sýninguna „Undir meðvitund“ á Næsta bar en þar sýnir hann tíu akrýlmálverk ásamt skissum og útprenti sem tengt er viðfangsefni sýningarinnar. 17.10.2006 12:45
Myndir, vatn og þögn Sérstök vídóverka- og gjörningakvöld verður haldin í Tjarnarbíói í tengslum við myndlistarhátíðina Sequences en í dagskráin þar hefst í dag kl. 17 þegar myndlistarkonurnar Bjargey Ólafsdóttir og Hörn Harðardóttir flytja þar hljóðinnsetningu þar sem umfjöllunarefnið eru óskir kvenna um óskilgetin börn. 17.10.2006 12:30
París bönnuð París Hilton hefur verið bannað að koma í veislur á vegum Esquire-tímaritsins í Los Angeles síðar í mánuðinum. Henni hefur verið tilkynnt að nærveru hennar sé ekki óskað. Skipuleggjendur vilja ekki týpur á borð við hana þarna, sagði heimildarmaður New York Daily News. 17.10.2006 12:15
Völdundar vopnaðir hljóðfærum Norska tríóið Poing heldur tónleika á Kaffi Kúltúr í kvöld. Tríóið hélt tónleika á vegum Norrænna músíkdaga en Poing er ein þekktasta sveit Norðurlanda sem sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar. 17.10.2006 10:00
Þrír trúbadorar frá þremur löndum Þrír trúbadorar frá þremur löndum troða upp hér á landi næstu daga. Þjóðverjinn Torben Stock og Ástralinn Pete Uhlenbruck, sem kemur fram undir nafninu Owls of the Swamp, munu syngja lög sín ásamt Svavari Knúti, sem verður fulltrúi Íslands. 17.10.2006 09:00
Sérfróðir ausa úr viskubrunnum Þjóðminjasafnið hefur í vetur boðið upp á leiðsagnir sérfræðinga um fjölbreyttar sýningar safnsins. Sérfræðileiðsagnir Þjóðminjasafnsins hafa hlotið heitið Ausið úr viskubrunnum en kl. 12.10 í dag verður efnt til þeirrar þriðju því þá mun Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður leiða gesti um sýninguna Með gullband um sig miðja í Forsalnum á annarri hæð. 17.10.2006 00:01
Flottar stelpur 22 stelpur tóku í Stelpumóti Olís og Hellis, sem fram fór í höfuðstöðvum Olís. Tinna Kristín Finnbogadóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir komu allar jafnar í mark og þurfti til þrefaldan stigaútreikning til að finna sigurvegara mótsins sem var Tinna. 16.10.2006 15:00
Myspace- vinskapur Von er á fjölþjóðlegum hópi trúbadora til landsins sem ætla að halda nokkra tónleika í vikunni í Reykjavík og Borgarfirði. Hér er um að ræða trúbadorana Torben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp (Pete Uhlenbruck) frá Ástralíu og Svavar Knút Kristinsson sem er fulltrúi Íslands í hópnum. 16.10.2006 14:30
Kerrang! safndiskurinn fæst á Íslandi “New Breed” er tvöfaldur safndiskur sem gefin er út á vegum Gut Records í Bretlandi í samstarfi við Kerrang!. Lagaval var í höndum ritstjórnar Kerrang! og A&R fólks hjá Gut. 16.10.2006 13:45
Hljómur Airwaves 2006 Hljómur Iceland Airwaves hátíðarinnar í ár - safndiskurinn Iceland Airwaves 2006 kemur út í dag. Diskurinn inniheldur 22 lög með jafnmörgum flytjendum sem koma fram á hátíðinni í ár, innlendum jafnt sem erlendum. 16.10.2006 12:00
Kanadísk menningarhátið Kanadískar kvikmyndir og bókmenntir verða í brennidepli í Bókasafni Kópavogs á Kanadískri menningarhátíð, sem verður haldin dagana 14.-22. október nk. Kvikmyndahátíðin hefst nk. laugardag, 14. október, kl. 15:30 með sýningu á heimildarmyndinni Unakuluk (Dear little one) í Kórnum, sýningarsal bókasafnsins á fyrstu hæð. 13.10.2006 16:00
Hljómsveitin Sign spilar hér heima Hljómsveitin Sign heldur 6 daga tónleikaröð sem hefst föstudaginn 13. október og endar föstudaginn 20. á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves. Hljómsveitin er nýkomin úr vel heppnuðum þriggja vikna Evróputúr þar sem þeir spiluðu 17 tónleika í 5 löndum. 13.10.2006 15:30
Stelpuskákmót Stelpuskákmót Olís og Hellis fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sundagörðum 2, laugardaginn 14. október og hefst kl. 13. Þetta er í annð sinn sem þetta mót fer fram en mótið var afskaplega vel sótt í fyrra og flestar sterkustu ungu skákkonur landsins meðal þátttakenda en öllum stelpum á grunnskólaaldri er boðið til leiks og er þátttaka ókeypis. 13.10.2006 14:30
Ótal uppfinningar Snillinganna Bókin um ótal uppfinningar Snillinganna fjallar á gamansaman hátt um sumar af helstu uppfinningum í veröldinni. Áherslan er á sex meiriháttar uppfinningar - linsuna, gufuvélina, ljósaperuna, brunahreyfilinn, smárann og púðrið. 13.10.2006 14:21
Ísafold prentað hjá Íslandsprenti Tímaritið Ísafold, sem væntanlegt er í verslanir um allt land um mánaðamótin næstu, verður prentað hjá Íslandsprenti í Hafnarfirði. Samkomulag þess efnis var undirritað á dögunum. 13.10.2006 14:00
Íhuga að halda sig heima föstudaginn þrettánda Einn af hverjum fjórum Bretum íhugar að halda sig heima í dag vegna þeirrar ógæfu sem fylgir föstudeginum þrettánda. Hjátrú meðal Breta virðist þó fara minnkandi ef marka má nýja skoðanakönnun sem gerð var vegna dagsins í dag. 13.10.2006 09:30
Er bæði sár og svekktur Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. 13.10.2006 00:01
Afmælistónleikar Sykurmolanna Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. 12.10.2006 20:31
Lalala Söngfuglinn Hildur Vala sendir frá sér sína aðra plötu í dag og ber hún nafnið Lalala. Platan inniheldur 12 ný lög og er hún öll sungin á íslensku. 12.10.2006 13:49
Jens Lekman hoppar í skarðið Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. 12.10.2006 09:20
Zozo Sænska kvikmyndin Zozo hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006. Josef Fares handritshöfundur og leikstjóri og Anna Anthony framleiðandi Zozo skipta verðlaununum á milli sín. 11.10.2006 15:00
Dirty Paper Cup Hljómplatan Dirty Paper Cup með söng- og tónlistarkonunni Hafdísi Huld er komin út á Íslandi á vegum MVine/Red Grape og 12 Tóna. Þetta er jafnframt fyrsta sólóplata Hafdísar en 12 Tónar sjá um útgáfu hennar á Íslandi. 11.10.2006 15:00
In and out of Africa Heimildamyndin In and out of Afrika eftir Ilisa Barbash og Lucien Taylor sem framleidd var árið 1992 í Háskólanum í Berkeley, Kaliforníu, Verður sýnd í ReykjavíkurAkademíunni fimmtudagskvöldið 12. október kl. 20 Katla Kjartansdóttir, þjóðfræðingur, fylgir myndinni úr hlaði. 11.10.2006 13:00
Námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa gert samastarfssamning um að endurvekja námskeið ungra ökumanna sem Sjóvá hefur staðið fyrir s.l. níu ár. Ljóst er að mikil þörf er á markvissri fræðslu meðal ungra ökumanna, sérstaklega með tilliti til þess hve mikið hefur verið um hraðakstur að undanförnu. 11.10.2006 10:29
Vissir þú þetta? 1. Sú saga gengur um bæjinn að enginn annar Erlend Øye muni þeyta skífum sem leynigestur á Airwaves barnum á Pravda. Erlend á að baki feril með Kings of Convenience, Röyksopp og gerði garðinn frægan með mixdisknum DJ Kicks þar sem hann syngur yfir og setur saman af mikilli snilld lög á borð "There Is a Light That Never Goes Out" með The Smiths, "Always on My Mind" með Peth Shop Boys, "It's a Fine Day" (made famous by Opus III), Cornelius og hans eigin lög. 10.10.2006 20:50
Eru fimm fimmtíu metra rennibrautir list? Tate nútímalistasafnið álítur að svo sé og býður gestum að fá sér bunu í brautunum sem eru nýjasta sýningin hjá þeim. Gagnrýnendur greinir þó á um listrænt gildi brautanna. 10.10.2006 20:33