Lífið

Langar að ferðast

Lindsay Lohan vill hvíla sig á Hollywood og ferðast um heiminn.
Lindsay Lohan vill hvíla sig á Hollywood og ferðast um heiminn. MYND/Getty

Leikkonan Lindsay Lohan ætlar að taka sér frí frá kvikmyndaleik til að ferðast um heiminn.

Eins og fram hefur komið hætti Lindsay Lohan nýlega með kærastanum sínum, Harry Morton. Hún vill nota þessi tímamót í lífi sínu til að taka sér hlé frá kvikmyndaleik og sjá undur heimsins með eigin augum.

„Kannski ég taki mér frí. Hvíli mig í eitt ár. Mig langar að feraðst og kynnast öðrum menningarheimum betur. Því meira sem ég fullorðnast þeim mun meira langar mig til þess. Það er mér meira virði en að fara á skemmtistaði á hverju kvöld," segir Lindsay.

Og talandi um skemmtanalíf Lindsay þá hefur hún legið undir ámæli fyrir að vera of dugleg að heimsækja klúbbana. Á dögunum birtust meira að segja myndir af henni nærbuxnalausri á djamminu í London. Lindsay neitar því aftur á móti að hún skemmti sér of mikið. „Það er mitt og mömmu minnar að ákveða hvort ég skemmti mér of mikið. Ég er eins og engill í samanburði við marga vini mína."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.