Lífið

Ingvi Hrafn verður sjónvarpsstjóri

Ingvi Hrafn Jónsson Stofnar vefsjónvarpsstöð á Hrafnathing.is. Fyrsti þátturinn fer í loftið í byrjun nóvember og verður hann sendur út frá Flórída.
Ingvi Hrafn Jónsson Stofnar vefsjónvarpsstöð á Hrafnathing.is. Fyrsti þátturinn fer í loftið í byrjun nóvember og verður hann sendur út frá Flórída.

Það eru svona 10 þúsund sem elska mig. Eru Hrafnaþingsfíklar. Svo eru 20 þúsund sem hata mig. Þú deilir í þetta með 2 og og þá færðu út svona sirka 15 þúsund manna hóp. Það er ágætt, segir Ingvi Hrafn Jónsson, meistari ljósvakans sem jafnframt telst nú nýjasti sjónsvarpsstjóri Íslands.

Jájá, þetta er stórfrétt. Ég er minn eigin sjónvarpsstjóri. Þetta er nýi tíminn. Ég mun senda út Hrafnaþing á hverjum degi klukkan tvö. Á netinu. Þeir hinir, sem ekki eru við netið þá, geta bara tengt sig inn hvenær sem er og horft þegar þeim sýnist.

Ingvi Hrafn Jónsson er nú í sumarfríi. Brúnn og sællegur. En hann liggur ekki á meltunni og borar í nef sér. Nú er verið að undirbúa gerð vefstúdíós á efstu hæð Húss verslunarinnar. Og þar í hæstu hæðum mun Hrafninn sitja og krúnka. Ekki liggja á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn.

Jújú, ég verð líka eitthvað hjá 365. En þetta á allt eftir að koma betur í ljós, segir Ingvi Hrafn sem er reyndar á leið í árlega ferð sína til Flórída. Og þaðan verða fyrstu þættir Hrafnaþings sendir út á Hrafnathing.is í byrjun nóvember. Ég stjórnaði þættinum þaðan í fyrravor, bara í gegnum Macintosh-tölvuna. Þá voru viðmælendurnir í 4000 kílómetra fjarlægð og engin vandamál komu upp. Þannig verður það líka með vefsjónvarpið. Fólk getur horft á Hrafnaþing hvort sem það er í Reykjavík, Grímsey eða Timbúktú.

Ingvi Hrafn er að viða að sér tækjabúnaði sem til þarf og segir að gæðin muni verða alveg eins og best verður á kosið. Hann er eini eigandi vefsjónvarpsins, en fær fólk með sér eftir þörfum. Það þýðir reyndar ekkert að spyrja mig út í þessi tæknimál, það eru aðrir sem sjá um þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.