Fleiri fréttir

Silence of the Grave kemur út í vor

Skáldsagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kemur út í Bretlandi í vor. Þetta er ekki fyrsta bókin sem Arnaldur gefur út á breskum markaði því í fyrrasumar gaf hann út Mýrina hjá útgáfunni Harvill Press. Sú bók fékk mikið lof gagnrýnenda.

Hætt komin vegna sýkingar

Leikkonan Hilary Swank var hætt komin eftir að hún fékk slæma sýkingu í fótinn við tökur á nýjustu mynd sinni, Million Dollar Baby.

Sjálfboðastarf meira gefandi

Leikkonan Angelina Jolie segist fá meira út úr sjálfboðastarfi sínu sem fulltrúi Sameinuðu Þjóðanna en að leika.

Hætti að reykja fyrir mömmu

Paula Andrea Jónsdóttir fékk heldur fátíða gjöf á 85 ára afmælinu sínu um miðjan janúar. Dóttir hennar, Lísa Pálsdóttir útvarpskona, ákvað nefnilega að gefa móður sinni það að gjöf að hætta að reykja.

Brasilísk opnunarmynd

Kvikmyndin Motorcycle Diaries eftir brasilíska leikstjórann Walter Salles verður opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar á Íslandi sem hefst þann sjöunda apríl.

Lag SigurRósar eins og gjöf

Tónlistarvefurinn Pitchforkmedia.com hefur nú birt lista yfir hundrað bestu lög áranna 2000 - 2004. Tuttugu manns sem skrifa reglulega á vefinn völdu öll sinn lista sem voru svo settir saman í einn hundrað laga lista. SigurRós var í 44. sæti listans með lagið Svefn-G-Englar.

Skarsgård og Harris í Pirates 2

Svíinn Stellan Skarsgård og Naome Harris hafa samþykkt að leika í framhaldi kvikmyndarinnar Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl, sem naut gíðarlegra vinsælda fyrir tveimur árum.

Hundarnir eru skyggn

Jackie Stallone, móðir Sylvester Stallone, trúir því að hundarnir hennar búi yfir skyggnishæfileikum því þeir hafi spáð fyrir um sigur George Bush í bandarísku forsetakosningunum.

The Edge höfðar mál

The Edge, gítarleikari rokksveitarinnar U2, hefur höfðað mál gegn írska dagblaðinu Sunday World eftir að það birti ítarlega frétt um veikindi eins ættingja hans.

Var hræddur við teiknimyndir

Robbie Williams er að eigin sögn kominn yfir hræðslu sína við teiknimyndir. "Teiknimyndir eins og Scooby Doo, The Magic Roundabout Bagpuss og Mr. Ben hræddu mig mikið af einhverri ástæðu þegar ég var lítill. Ég faldi mig á bak við sófa þegar teiknimyndir byrjuðu í sjónvarpinu," sagði söngvarinn hugrakki.

Sló í gegn á ítölsku

Sjónvarpskonan Eyrún Magnúsdóttir sýndi á sér nýja og skemmtilega hlið í Kastljósinu í fyrradag í viðtali sem hún átti við ítalska stórsöngvarann Robertino. Eyrún spjallaði við söngvarann góðkunna um heima og geima á ítölsku og ekki var hægt að greina annað en hún tali málið reiprennandi.

Sekt eða sakleysi aukaatriði

Sekt og sakleysi virðast algjör aukaatriði við réttarhöldin yfir Michael Jackson, en verið er að velja kviðdóm til að fjalla um ásakanir um barnaníðingsskap á hendur honum.

Heilmikil aukning í sölu lopa

Lopapeysan virðist hafa aukið vinsældir sínar í vetur meðal Íslendinga og þá helst hjá yngri kynslóðinni. Í versluninni Islandia í Kringlunni fengust þær upplýsingar að aukin eftirspurn væri á íslensku lopapeysunni meðal Íslendinga. Mikið af ungu fólki komi og spyrjist fyrir um þær og eru þá helst renndar peysur með og án hettu vinsælastar.

Vorleysingar á Akureyri

Um 10 stiga hiti hefur verið á Akureyri undanfarna daga og er snjór óðum að hverfa. Leysingar eru líkt og að vori og vatnselgurin eftir því.

Arkitektastofa í kartöflugeymslur

Arkitektastofan Kollgáta á Akureyri hefur eignast gömlu kartöflugeymslurnar í Listagilinu á Akureyri. Logi Már Einarsson, eigandi Kollgátu, segir að ætlunin sé að endurbyggja geymslurnar og flytja starfsemi arkitektastofunnar þangað með vorinu.

Ný bók að koma og starfslok í vor

Eftir helgina kemur út ný bók eftir Pál Skúlason, háskólarektor og prófessor í heimspeki, sem gefin er út á fjórum tungumálum í senn, íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Bókin heitir Hugleiðingar við Öskju en í henni leggur Páll út af stórbrotnu náttúrufari við Öskju og veltir upp hugleiðingum um eðli trúarbragða og stöðu mannsins í heiminum.

Trúin falleg og strákarnir líka

Au pair-stúlkan Sigrún Sæmundsdóttir hefur búið í úthverfi Tel Aviv síðan í fyrra. Hún segist hafa lært að Ísland er paradís á jörðu og að íslensk ungmenni séu frjáls eins og fuglinn, meðan ísraelsk ungmenni þurfi að gegna herþjónustu og bera þung vopn; stelpur í tvö ár en strákar í þrjú.</font /></font /></b />

Elvis lifir

Elvis Presley hefur nú náð þremur lögum í fyrsta sæti breska vinsældarlistans í þessum mánuði en átján lög með kónginum verða endurútgefin í Bretlandi á næstu vikum, eitt í hverri viku. Tilefnið er að sjötíu ár voru liðin frá fæðingu Elvis þann 8. janúar síðastliðinn.

Michael Jackson fordæmir fjölmiðla

Michael Jackson fordæmdi á sunnudaginn umfjöllun fjölmiðla um ásakanir á hendur honum vegna misnotkunar á börnum, og sagði þær ógeðfelldar og falskar

Iron Maiden til Íslands

Breska rokkhljómsveitin Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll þriðjudaginn 7. júní. Fyrirtækið R&R flytur sveitina til landsins en að því standa Ragnheiður Hanson og Halldór Kvaran.

Ört minnkandi snjór á skíðasvæðum

Í hlýindunum undanfarna daga hefur snjó tekið verulega upp á flestum skíðasvæðum landsins. Töluverður vindur er í veðurkortum helgarinnar og getur brugðið til beggja vona með opnun. Að sögn starfsmanns í Bláfjöllum er þar þó enn nægur snjór og ef veður leyfir verður svæðið opið um helgina.

Stofnað eftir hörmungar

Í dag er 77 ára afmæli Slysavarnafélags Íslands, sem stofnað var í Reykjavík 29. janúar árið 1928. Félagið heitir í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg eftir sameiningu við björgunarsveitir Landsbjargar árið 1999. Fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Björnsson landlæknir.

Kommablótin í Neskaupstað

Í hugum flestra er Alþýðubandalagið ekki lengur til og þar af leiðandi engin starfsemi á vegum þess. Það er þó ekki með öllu rétt því enn er starfandi eitt Alþýðubandalagsfélag - Alþýðubandalagið í Neskaupstað. Kommúnistar, síðar sósíalistar og enn síðar félagshyggjufólk í Neskaupstað náði þeim stórmerka árangri að halda hreinum meirihluta í sveitarstjórn í 52 ár; frá árinu 1946 til ársins 1998.

Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hafin

Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hófst í gær en það er stærsta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndum. Átta norrænar myndir eru í keppni, þar á meðal er heimildamyndin <em>Gargandi snilld</em> eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og Stuðmannamyndin <em>Í takt við tímann.</em>

Sissel syngur fyrir landann

Tónleikafyrirtækið Concert hefur náð samningum við norsku söngkonuna Sissel Kirkjebö um að halda tónleika með henni í Háskólabíói 30. september nk. Sissel hefur haldið fjöldamarga tónleika víðs vegar um heiminn og m.a. sungið fyrir húsfylli í Carnegie Hall í New York og opinbert lag Ólympíuleikanna í Lillehammer 1994 ásamt Placido Domingo.

Auður og Halldór hljóta bókmenntaverðlaunin

Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin 2004. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.

Skelfisktínsla getur endað með skelfingu

Kræklingatínsla er hættulegra tómstundagaman en marga grunar. Eitraðir þörungar geta sest í skeljarnar og valdið veikindum og jafnvel dauða. Best er að sneiða hjá slíkri iðju á sumrin. </font /></b />

Yngsta íslenska leikskáldið

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus </strong>fylgir<strong> DV</strong> <strong>í dag</strong>. Blaðið er að venju pakkað af skemmtilegu efni. Kallarnir.is ætla að taka tónlistarheiminn með trompi, Kata pistlahöfundur segir frá klaufasögum í kynlífi og fókus býður í bíó á Team America. Forsíðuna prýðir <strong>Þórdís Elva</strong> sem þýddi Ég er ekki hommi og er líka yngsta leikskáld Íslands. 

Fókus býður í bíó

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus </strong>fylgir <strong>DV í dag</strong>. Nú býður Fókus lesendum sínum á brúðumyndina <strong>Team America: World Police </strong>eftir Matt Stone og Trey Parker, einnig þekkta sem South Park-gaurana. Í Fókus er að finna bíómiða sem lesendur eiga að <strong>klippa út </strong>og koma með á skrifstofu Fókus fyrir aðgang í bíó og <strong>World Police-bol</strong>.

Kallarnir.is í tónlistina

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong> í dag. Að venju er blaðið fullt af skemmtilegu efni. Versló er að fara að frumsýna nýja leikritið sitt, Fókus velur þá sem ættu að fá íslensku tónlistarverðlaunin og þekkt fólk segir frá því klikkaðasta sem þá hefur dreymt. Svo er viðtal við kallana.is sem stefna nú á frama í tónlistarbransanum.

Leiðtogar dansrokk-bylgjunnar

Það er föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong> í dag. Talað er við Gumma Hösk, miðaldra sölumann sem gaf út instrumental rokkplötu nýverið, Versló frumsýnir nýja leikritið sitt og talað er við yngsta leikskáld landsins, Þórdísi Elvu. Svo er fjallað um hljómsveitina LCD Soundsystem sem er að vekja mikla athygli fyrir hrá og pönkuð dans-rokk lög.  

Fimmtán ár á tjúttinu

<strong>Fókus fylgir DV </strong>alltaf á föstudögum. Þar kennir ýmissa grasa og það má finna allt um skemmtanalífið í bland við annað sem er að gerast. Í blaðinu í gær var viðtal við þá Partyzone bræður Kristján og Helga Má. Í kvöld verður árslistakvöld Partyzone og er þetta í fimmtánda skipti sem þeir félagar velja listann.

Nýtt rappband stígur fram

<strong>Fókus fylgir DV</strong> á föstudögum. Í blaðinu má finna allt um skemmtanalífið, leikhúsin og listasýningar í bland við ýmislegt annað. Í dag verða tónleikar í Smekkleysu plötubúð á Laugavegi 59. Þar mun koma fram nýjasta rappband Íslands, Hinir. Einnig mun koma fram Mezzíaz MC sem mun þeyta skífum.

Klaufasögur úr kynlífinu

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong> í dag. <strong>Rekkjusögur úr Reykjavík</strong>, pistill Katrínar Rutar, er á sínum stað og nú segir hún frá nokkrum klaufasögum úr kynlífinu. Þegar sæti strákurinn fékk tak í bakið, þegar bílafanatíkin varð að horfa á myndina af sportbílnum og "blacklight-ið" lýsti upp náttúrulegu afurðirnar á bolnum hennar.

Með uppbrettar ermar

Georg Kr. Lárusson er nýtekinn við forstjórastarfi Landhelgisgæslunnar. Hann segir brýnt að endurnýja skipa- og flugflota Gæslunnar og vill fara nýjar leiðir í þeim efnum. Starfsemi Landhelgisgæslunnar hefur breyst í takt við annað í heiminum og ný verkefni blasa við. Sögur herma að eiturlyf séu flutt milli heimsálfa í gegnum Ísland. </font /></b />

Laxnesshátíð á Bessastöðum

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum síðdegis á fimmtudag. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður blandaði sér í hóp rithöfunda, útgefenda, forystumanna í listalífinu og annarra menningarvita til að sjá og heyra hvernig svonalagað fer fram. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum, athöfnin var hin besta skemmtun. </font /></b />

Margrét Lára úr leik

Margrét Lára Þórarinsdóttir féll í kvöld út úr úrslitakeppni Idol stjörnuleitarinnar. Þriðji þáttur úrslitanna var í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld. Átta þátttakendur sungu lög með Sálinni hans Jóns míns og var Stefán Hilmarsson gestadómari.

Sabbath og Green Day á Hróarskeldu

Hljómsveitin Black Sabbath hefur staðfest komu sína á Hróarskelduhátíðina í ár og verða þetta einu tónleikar hennar í Skandinavíu í sumar.

Bjargaði Rottweilerhundi

Paris Hilton hefur fengið sér nýjan hund af Rottweilerkyni sem hún bjargaði úr hundaskýli. 

Fengu lögfræðinga í málið

Hljómsveitin Coldplay kallaði nýlega til lögfræðinga þegar fréttir bárust af því að lög af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar hefðu lekið á internetið

Madonna hafnar Gervais

Madonna hafnaði nýlega boði Ricky Gervais um að koma fram í nýjum sjónvarpsþætti hans

Moss sparkar Doherty

Kate Moss hefur sparkað villingnum og eiturlyfjafíklinum Pete Doherty eftir aðeins tveggja vikna samband.

P. Diddy í Pepsi auglýsingu

Rapparinn P. Diddy er nýjasta stjarnan sem hefur fengist til að leika í auglýsingu fyrir Pepsi. Einnig leika fyrirsætan Cindy Crawford og leikkonan Eva Longoria í auglýsingunni.

Styrktartónleikar í MH

Menntaskólinn í Hamrahlíð í samvinnu við DB hljóðkerfi stendur fyrir stórtónleikum í hátíðarsal sínum í kvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ensími, Raggi Bjarna, Ampop, Dáðadrengir og Coral.

Besta náttúrulega heilsulind heims

Bláa Lónið varð fyrir valinu sem besta náttúrulega heilsulind í heimi af lesendum breska ferðatímaritsins Condé Nast Traveller. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru veitt en í fyrra varð Bláa Lónið í áttunda sæti. Í öðru sæti varð hið virta og fræga spa-hótel, Perme Di Saturnia Spa Resort, í Toscana héraði á Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir