Lífið

Var hræddur við teiknimyndir

Robbie Williams er að eigin sögn kominn yfir hræðslu sína við teiknimyndir. "Teiknimyndir eins og Scooby Doo, The Magic Roundabout Bagpuss og Mr. Ben hræddu mig mikið af einhverri ástæðu þegar ég var lítill. Ég faldi mig á bak við sófa þegar teiknimyndir byrjuðu í sjónvarpinu," sagði söngvarinn hugrakki. Hann er þessa dagana að leika í kvikmyndaútgáfu af teiknimyndinni The Magic Roundabout. Hann ljáir þar hundinum Dougal rödd sína ásamt fólki eins og Sir Ian McKellen, Ray Winstone, Jim Broadbent, Tom Baker og Lee Evans. Robbie segir þetta verkefni sitt þó ekki vera byrjun á einhverjum leiklistarferli. "Það hefur verið mikið rætt við mig um að leika í kvikmyndum sem ég hef engan áhuga á. Mér finnst hins vegar mjög spennandi að tala inn á svona kvikmynd vegna þess að hún endist að eilífu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.