Besta náttúrulega heilsulind heims 27. janúar 2005 00:01 Bláa Lónið varð fyrir valinu sem besta náttúrulega heilsulind í heimi af lesendum breska ferðatímaritsins Condé Nast Traveller. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru veitt en í fyrra varð Bláa Lónið í áttunda sæti. Í öðru sæti varð hið virta og fræga spa-hótel, Perme Di Saturnia Spa Resort, í Toscana héraði á Ítalíu. "Þetta er í annað skipti sem blaðið biður lesendur sína að velja áhugaverðustu heilsulind í heimi og við lentum í fyrsta sæti meðal þeirra heilsulinda sem byggja á heitu vatni. Við erum þarna í góðum félagsskap og efst í okkar flokki. Þetta sýnir hvað útlendingum þykir Ísland vera áhugaverður staður að heimsækja," sagði Anna G. Sverrisdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa Lónsins. Bláa Lónið er sífellt að bæta við starfsemi sína og í vor verður opnuð ný húðlækningastöð. "Við erum líka að byggja yfir vöruframleiðsluna okkar og sífellt að bæta við nýjum vörum. Það besta við lónið er hin einstaka samsetning af blágræna þörungnum, kísilnum og saltinu í vatninu sem er svo gott fyrir líkama og sál." Það er greinilegt að Bláa Lónið hefur unnið sér sess sem einstök heilsulind á heimsmælikvarða. Anna segir þó að lesendurnir sem settu Lónið í fyrsta sæti hafi ekki endilega sjálfir komið þangað. "Nei það þarf ekki að vera. Það er frekar þannig að þetta er staður sem fólki langar til að heimsækja og vonandi munu sem flestir láta verða af því." Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Bláa Lónið varð fyrir valinu sem besta náttúrulega heilsulind í heimi af lesendum breska ferðatímaritsins Condé Nast Traveller. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru veitt en í fyrra varð Bláa Lónið í áttunda sæti. Í öðru sæti varð hið virta og fræga spa-hótel, Perme Di Saturnia Spa Resort, í Toscana héraði á Ítalíu. "Þetta er í annað skipti sem blaðið biður lesendur sína að velja áhugaverðustu heilsulind í heimi og við lentum í fyrsta sæti meðal þeirra heilsulinda sem byggja á heitu vatni. Við erum þarna í góðum félagsskap og efst í okkar flokki. Þetta sýnir hvað útlendingum þykir Ísland vera áhugaverður staður að heimsækja," sagði Anna G. Sverrisdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa Lónsins. Bláa Lónið er sífellt að bæta við starfsemi sína og í vor verður opnuð ný húðlækningastöð. "Við erum líka að byggja yfir vöruframleiðsluna okkar og sífellt að bæta við nýjum vörum. Það besta við lónið er hin einstaka samsetning af blágræna þörungnum, kísilnum og saltinu í vatninu sem er svo gott fyrir líkama og sál." Það er greinilegt að Bláa Lónið hefur unnið sér sess sem einstök heilsulind á heimsmælikvarða. Anna segir þó að lesendurnir sem settu Lónið í fyrsta sæti hafi ekki endilega sjálfir komið þangað. "Nei það þarf ekki að vera. Það er frekar þannig að þetta er staður sem fólki langar til að heimsækja og vonandi munu sem flestir láta verða af því."
Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira