Yngsta íslenska leikskáldið 28. janúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Blaðið er að venju pakkað af skemmtilegu efni. Kallarnir.is ætla að taka tónlistarheiminn með trompi, Kata pistlahöfundur segir frá klaufasögum í kynlífi og fókus býður í bíó á Team America. Forsíðuna prýðir Þórdís Elva sem þýddi Ég er ekki hommi og er líka yngsta leikskáld Íslands. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman fæddist á Íslandi 1980 en ólst einnig upp í Svíþjóð og Ameríku. Árið 2001 fór hún ein til Ameríku og kláraði háskólanám þar. Hún hefur þó alið manninn mest í Breiðholtinu og útskrifaðist af myndlistarbraut FB. "Mamma er grafískur hönnuður og fór með mig á hin ýmsu söfn út um alla Evrópu þegar ég var barn. Ég fékk því myndlistina beint í æð og hafði mikinn áhuga á henni. Ég ákvað því að láta á það reyna að fara á myndlistarbraut en flæktist um leið í leiklistarlífið og lék aðalhlutverk í söngleikjunum Bat Out of Hell og Með fullri reisn í Loftkastalanum, sem var óvænt hit." Ræddi heimsyfirráð við Michael Stipe Þórdís dúxaði í FB og fékk Rótarý-styrk í kjölfar þess. "Þessi styrkur er bundinn við Georgíu-fylki í Ameríku. Maður kemst inn í háskóla þar en ræður ekki hvern. Ég var mjög heppin og var send í stærsta skólann í Georgíu sem heitir UGA en í honum eru 35 þúsund manns." Þaðan útskrifaðist Þórdís með BA-gráðu í leiklist. Hún segir það vera mikla upplifun fyrir Íslending að koma í svona umhverfi. "Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og ég tel mig hafa mótast mjög mikið af þessu. Þetta er líka mikill tónlistarbær. Meðal annarra búa meðlimir hljómsveitarinnar REM þarna. Ég lenti oftar en einu sinni í partýjum með Michael Stipe og við töluðum um heimsyfirráð, pólitík og tónlist." Maður verður að skapa sín eigin tækifæri Svo kom Þórdís heim og fékk ekkert að gera. "Málið er að fólk sem lærir úti á rosalega erfitt uppdráttar þegar það kemur heim. Það er ekkert stuðningskerfi fyrir mann, það er til dæmis engin umboðsskrifstofa sem er hægt að leita til. Þeir sem fara í LHÍ eru í rauninni í stanslausri kynningu í fjögur ár. Flestallir leikstjórar og fólk innan bransans fer í Nemendaleikhúsið, kynnir sér fólkið og fylgist með þeim þróast sem leikarar. Svo þegar þau útskrifast eru þau komin með mjög sterk tengsl inn í bransann. Þetta er náttúrulega mjög lítill bransi og auðvitað vill fólk frekar vinna með einhverjum sem það treystir. Ég er ekki að áfellast neinn en auðvitað getur þetta verið mjög erfitt." Það var Þórdísi hins vegar í hag að kærastinn hennar, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, er leikari og inni í bransanum. Hún gat því flotið svolítið með honum. "En maður verður náttúrulega að skapa sér sín eigin tækifæri. Ég ákvað því að taka þetta í mínar eigin hendur." Afganginn af viðtalinu ásamt djammkortinu, væntanlegum plötum og barnaóperu er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag. Menning Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Blaðið er að venju pakkað af skemmtilegu efni. Kallarnir.is ætla að taka tónlistarheiminn með trompi, Kata pistlahöfundur segir frá klaufasögum í kynlífi og fókus býður í bíó á Team America. Forsíðuna prýðir Þórdís Elva sem þýddi Ég er ekki hommi og er líka yngsta leikskáld Íslands. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman fæddist á Íslandi 1980 en ólst einnig upp í Svíþjóð og Ameríku. Árið 2001 fór hún ein til Ameríku og kláraði háskólanám þar. Hún hefur þó alið manninn mest í Breiðholtinu og útskrifaðist af myndlistarbraut FB. "Mamma er grafískur hönnuður og fór með mig á hin ýmsu söfn út um alla Evrópu þegar ég var barn. Ég fékk því myndlistina beint í æð og hafði mikinn áhuga á henni. Ég ákvað því að láta á það reyna að fara á myndlistarbraut en flæktist um leið í leiklistarlífið og lék aðalhlutverk í söngleikjunum Bat Out of Hell og Með fullri reisn í Loftkastalanum, sem var óvænt hit." Ræddi heimsyfirráð við Michael Stipe Þórdís dúxaði í FB og fékk Rótarý-styrk í kjölfar þess. "Þessi styrkur er bundinn við Georgíu-fylki í Ameríku. Maður kemst inn í háskóla þar en ræður ekki hvern. Ég var mjög heppin og var send í stærsta skólann í Georgíu sem heitir UGA en í honum eru 35 þúsund manns." Þaðan útskrifaðist Þórdís með BA-gráðu í leiklist. Hún segir það vera mikla upplifun fyrir Íslending að koma í svona umhverfi. "Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og ég tel mig hafa mótast mjög mikið af þessu. Þetta er líka mikill tónlistarbær. Meðal annarra búa meðlimir hljómsveitarinnar REM þarna. Ég lenti oftar en einu sinni í partýjum með Michael Stipe og við töluðum um heimsyfirráð, pólitík og tónlist." Maður verður að skapa sín eigin tækifæri Svo kom Þórdís heim og fékk ekkert að gera. "Málið er að fólk sem lærir úti á rosalega erfitt uppdráttar þegar það kemur heim. Það er ekkert stuðningskerfi fyrir mann, það er til dæmis engin umboðsskrifstofa sem er hægt að leita til. Þeir sem fara í LHÍ eru í rauninni í stanslausri kynningu í fjögur ár. Flestallir leikstjórar og fólk innan bransans fer í Nemendaleikhúsið, kynnir sér fólkið og fylgist með þeim þróast sem leikarar. Svo þegar þau útskrifast eru þau komin með mjög sterk tengsl inn í bransann. Þetta er náttúrulega mjög lítill bransi og auðvitað vill fólk frekar vinna með einhverjum sem það treystir. Ég er ekki að áfellast neinn en auðvitað getur þetta verið mjög erfitt." Það var Þórdísi hins vegar í hag að kærastinn hennar, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, er leikari og inni í bransanum. Hún gat því flotið svolítið með honum. "En maður verður náttúrulega að skapa sér sín eigin tækifæri. Ég ákvað því að taka þetta í mínar eigin hendur." Afganginn af viðtalinu ásamt djammkortinu, væntanlegum plötum og barnaóperu er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.
Menning Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira