Skelfisktínsla getur endað með skelfingu 28. janúar 2005 00:01 Mörgum finnst gaman að tína krækling í fjörum landsins sér til matar en slík iðja getur verið stórhættuleg. Rannsóknir sýna að eitraðir þörungar setjast í skeljarnar og valda fólki verulegum óþægindum, jafnvel dauða. Líkur á eitrun eru mestar á sumrin en það er einmitt sá tími sem vinsælastur er til tínslu. Skelfisktínsla er vinsælt tómstundagaman hjá fjölmörgu fólki. Höfuðborgarbúar þyrpast gjarnan upp í Hvalfjörð með stígvélin á fótunum, gramsa í þaranum eftir kræklingi, skella honum á grillið og skola matnum að lokum niður með köldu hvítvínsglasi í sumarsólinni. Líffræðingarnir Karl Gunnarsson og Agnes Eydal sýna hins vegar fram á í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, sem er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags, að slík neysla getur dregið dilk á eftir sér. Þau mældu svifþörungagróður í Hvalfirði í heilt ár og könnuðu áhrif hans á skelfisk. Niðurstöður þeirra sýna að á sumrin fjölgar þörungum sem myndað geta eiturefni. Agnes segir að viðmiðunarmörk um eitrun geri ráð fyrir að ekki megi vera fleiri en þúsund frumur af skoruþörungi í hverjum lítra sjávar til að eituráhrif komi fram hjá fólki. Yfir hásumarið var hins vegar að finna allt að tólffalt það magn í sýnum þeirra, tólf þúsund frumur í hverjum lítra sjávar. Skoruþörungurinn myndar eiturefni sem kallast DSP og koma áhrif þess einkum fram í meltingarvegi þar sem efnið veldur uppköstum og niðurgangi, án þess þó að vera verulega hættulegt. "Hins vegar hefur mælst annars konar eitur, myndað af öðrum skoruþörungi, yfir leyfilegum viðmiðunarmörkum bæði í kræklingi og hörpudisk. Það getur verið banvænt í miklu magni." Þessi eiturtegund hefur ekki fundist í Hvalfirði heldur í Breiðafirði og við Vestmannaeyjar. Engar skrár virðast vera til um eitranir af völdum þörunga en Agnes segist ekki vita til þess að nokkur hafi látist af þessum ástæðum hérlendis. Skamman tíma tekur fyrir skelina að safna upp eitri en langan tíma að hreinsa það út. Því eru líkurnar á eitrunum mestar yfir sumarmánuðina þegar þörungablóminn er hvað mestur og fram á haustið. "Það er óhætt að tína þetta frá því seint í nóvember fram á vor," segir Agnes en gömul regla segir að sneiða eigi hjá skelfisktínslu í þeim mánuðum sem hafa ekki stafinn r í nafni sínu: maí, júní, júlí og ágúst. Varúðartímabilið er þó lengra. Vandamálið er hins vegar það að flestir vilja finna sér skel í góða veðrinu en þá eru einmitt mestar líkur á að hún sé eitruð. Einu gildir hvernig kræklingurinn er meðhöndlaður. "Þú getur soðið skelina í sólarhring og samt losnarðu ekki við eitrið," bætir Agnes við. Þótt mælingar tvímenninganna hafi farið fram í Hvalfirði þá eru þörungarnir ekki staðbundnir að sögn Agnesar þótt meiri líkur séu á eitruðum þörungum í í hlýja sjónum sunnanlands og vestan. Innlent Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Mörgum finnst gaman að tína krækling í fjörum landsins sér til matar en slík iðja getur verið stórhættuleg. Rannsóknir sýna að eitraðir þörungar setjast í skeljarnar og valda fólki verulegum óþægindum, jafnvel dauða. Líkur á eitrun eru mestar á sumrin en það er einmitt sá tími sem vinsælastur er til tínslu. Skelfisktínsla er vinsælt tómstundagaman hjá fjölmörgu fólki. Höfuðborgarbúar þyrpast gjarnan upp í Hvalfjörð með stígvélin á fótunum, gramsa í þaranum eftir kræklingi, skella honum á grillið og skola matnum að lokum niður með köldu hvítvínsglasi í sumarsólinni. Líffræðingarnir Karl Gunnarsson og Agnes Eydal sýna hins vegar fram á í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, sem er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags, að slík neysla getur dregið dilk á eftir sér. Þau mældu svifþörungagróður í Hvalfirði í heilt ár og könnuðu áhrif hans á skelfisk. Niðurstöður þeirra sýna að á sumrin fjölgar þörungum sem myndað geta eiturefni. Agnes segir að viðmiðunarmörk um eitrun geri ráð fyrir að ekki megi vera fleiri en þúsund frumur af skoruþörungi í hverjum lítra sjávar til að eituráhrif komi fram hjá fólki. Yfir hásumarið var hins vegar að finna allt að tólffalt það magn í sýnum þeirra, tólf þúsund frumur í hverjum lítra sjávar. Skoruþörungurinn myndar eiturefni sem kallast DSP og koma áhrif þess einkum fram í meltingarvegi þar sem efnið veldur uppköstum og niðurgangi, án þess þó að vera verulega hættulegt. "Hins vegar hefur mælst annars konar eitur, myndað af öðrum skoruþörungi, yfir leyfilegum viðmiðunarmörkum bæði í kræklingi og hörpudisk. Það getur verið banvænt í miklu magni." Þessi eiturtegund hefur ekki fundist í Hvalfirði heldur í Breiðafirði og við Vestmannaeyjar. Engar skrár virðast vera til um eitranir af völdum þörunga en Agnes segist ekki vita til þess að nokkur hafi látist af þessum ástæðum hérlendis. Skamman tíma tekur fyrir skelina að safna upp eitri en langan tíma að hreinsa það út. Því eru líkurnar á eitrunum mestar yfir sumarmánuðina þegar þörungablóminn er hvað mestur og fram á haustið. "Það er óhætt að tína þetta frá því seint í nóvember fram á vor," segir Agnes en gömul regla segir að sneiða eigi hjá skelfisktínslu í þeim mánuðum sem hafa ekki stafinn r í nafni sínu: maí, júní, júlí og ágúst. Varúðartímabilið er þó lengra. Vandamálið er hins vegar það að flestir vilja finna sér skel í góða veðrinu en þá eru einmitt mestar líkur á að hún sé eitruð. Einu gildir hvernig kræklingurinn er meðhöndlaður. "Þú getur soðið skelina í sólarhring og samt losnarðu ekki við eitrið," bætir Agnes við. Þótt mælingar tvímenninganna hafi farið fram í Hvalfirði þá eru þörungarnir ekki staðbundnir að sögn Agnesar þótt meiri líkur séu á eitruðum þörungum í í hlýja sjónum sunnanlands og vestan.
Innlent Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira