Fókus býður í bíó 28. janúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í dag býður Fókus lesendum sínum á brúðumyndina Team America: World Police eftir Matt Stone og Trey Parker, einnig þekkta sem South Park-gaurana. Í Fókus er að finna bíómiða sem lesendur eiga að klippa út og koma með á skrifstofu Fókus fyrir aðgang í bíó og World Police-bol. Matt Stone og Trey Parker eru mennirnir á bakvið South Park-sjónvarpsþættina og -myndina. Stone og Parker eru fyrir löngu búnir að byggja sér upp aðdáendahóp, bæði hérlendis og erlendis, sem bíður stöðugt eftir næsta útspili. Það bjuggust ekki margir við brúðumyndinni, sem er frumsýnd í Sambíóunum í dag. Hvað haldið þið að þið séuð, Alheimslöggur? Hugmyndin að Team America: World Police kviknaði þegar Matt Stone og Trey Parker, höfundar South Park, rákust á bresku Thunderbirds-þættina frá sjöunda áratugnum. Þeir hrifust aðallega af þeirri pælingu að skjóta Jerry Bruckheimer ref fyrir rass með því að gera betri sprengingamynd en hann, nema með dúkkum. Day After Tomorrow Síðan fóru þeir af stað og ákváðu hvernig myndin ætti að vera. Fyrsta hugmynd var The Day After Tomorrow. Þeir redduðu sér handritinu og fannst það svo fyndið að þeir ákváðu að breyta engu. Það sem aftraði því að verða að veruleika voru lagaflækjur. Í kjölfarið á þeim fæddist Ameríkugengið: Alheimslöggurnar. Parker og Stone segja þetta einfaldlega vera vísun í bandaríska herinn og þær leiðir sem Ameríka vill nota til að berjast við hryðjuverk. "Það eru alltaf allir að segja: "Hverjir haldið þið að þið séuð, alheimslöggur?" Við ákváðum að snara því yfir í alvöru sögu," segir Stone. Þeir Parker eru miklir stríðnispúkar, eins og framleiðendur myndarinnar fengu m.a. að kenna á. Á fyrstu bíósýningu fyrir toppana sýndu þeir hallærislega dúkku spóka sig fyrir framan illa teiknaða leikmynd. Toppunum brá svo að einn þeirra hrópaði: "Guð minn góður, þeir rústuðu okkur!" Eftir smá stund byrjaði síðan rétta myndin en ánægjan með djókinn var svo mikil að honum var haldið. Rústa Louvre og Sfinxinum Aðalhetjurnar eru nokkrir ofur þjóðernissinnaðir hermenn, sem eru staðráðnir í því að halda heiminum í skikkanlegu horfi, hinu bandaríska rétttrúnaðarformi. Hópurinn samanstendur af sálfræðingi, ruðningshetju, miðli, sjálfsvarnarmeistara og heilanum á bakvið apparatið. Þau ræna síðan grunlausum leikara úr misheppnaðri sýningu til að leika njósnara gengisins. Þessir brjálæðingar halda til í Rushmore-fjalli (þessu með höggmyndunum af bandarísku forsetunum) og ofsækja íslamska hryðjuverkamenn af krafti sem fengi sjálfan Donald Rumsfeld til að blikna. Ameríkugengið starfar af svo mikilli ástríðu að því tekst að rústa Eiffell-turninum og Louvre-safninu þegar það ver París fyrir al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Það verndar einnig frelsið og lýðræðið í Egyptalandi og rústa píramýdunum og Sfinxinum í leiðinni. Unglingarnir ráðast á Barbie Aðal illmennið er einræðisherrann Kim Jong Il í Norður-Kóreu. Mikilmennskubrjálæðingur að hætti Bond-mynda og aðalplottið hans er að plata grænmætisæturnar í Hollívúdd til að taka þátt í öxulveldasamsærinu sínu. Leikararnir sem láta glepjast eru ma. Tim Robbins, Susan Sarandon, Alec Baldwin, George Clooney, Samuel L. Jackson og Liv Tyler. Þau létu að vísu ekki glepjast til að tala fyrir sig sjálf í myndinni. Nöfn þeirra voru hinsvegar notuð í sýnishorninu. Þau voru talin upp líkt og þau væru í myndinni og síðan bætt við: "... á ekki eftir að líka við þessa mynd." Eins og áhorfendur South Park kannast við er eitt höfundareinkenna Stone og Parker helvíti hart orðbragð. Nú tekst þeim meira að segja að gera dúkkur klámfengnar. Það þurfti að klippa eitt ástaratriði tólf sinnum til að sleppa við klámstimpil Kvikmyndaeftirlitsins. Yngstu stúlkubörn heimilanna verða því að passa upp á Ken og Barbie þegar unglingarnir koma heim úr bíó. Moore eins og asni Eins og margir sem sáu Óskarsverðlaunamynd Michael Moore, Bowling for Columbine, muna eftir fékk annar höfunda Team America, Matt Stone, veglega rós í hnappagatið þegar Moore hrósaði honum í hástert sem félaga í ádeiluklúbb Bandaríkjanna og tók viðtal við hann af því tilefni. Þetta dugði Moore hinsvegar ekki til að vera undanþeginn frá því að gert sé grín að honum. Í Ameríkugenginu mætir hann sem leiðinda frjálshyggjubolti og reynir að eyðileggja höfuðstöðvar samtakanna með því að festa sprengjur utan á sig. Svona launa þeir honum greiðann. Það er því greinilegt að höfundarnir skjóta í allar áttir. "Við tökum ekki afstöðu heldur gerum eins og í South Park - grín að öllu," segir Stone. Það eru skiptar skoðanir um ágæti Alheimslögganna. Frjálslyndir Bandaríkjamenn kunna margir ekki við afstöðuleysið, finnst þetta galgopaleg og óábyrg hegðun. Rétttrúnaðarliðið er auðvitað við sama heygarðshornið. Það eru samt litlar líkur á að slík afstaða hafi áhrif á upplifun Íslendinga. Þetta er bara fyndið. Team America: World Police er sýnd í Sambíóunum. Í Fókus í dag er bíómiði sem lesendur eiga að klippa út og koma með á skrifstofu Fókus í skiptum fyrir hefðbundinn boðsmiða á myndina á meðan hún er í sýningu og Fuck Yeah! Team America-bol. Hringið í síma 550 5000 til að tékka á því hvort ekki sé ennþá nóg til. Geggjað. Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í dag býður Fókus lesendum sínum á brúðumyndina Team America: World Police eftir Matt Stone og Trey Parker, einnig þekkta sem South Park-gaurana. Í Fókus er að finna bíómiða sem lesendur eiga að klippa út og koma með á skrifstofu Fókus fyrir aðgang í bíó og World Police-bol. Matt Stone og Trey Parker eru mennirnir á bakvið South Park-sjónvarpsþættina og -myndina. Stone og Parker eru fyrir löngu búnir að byggja sér upp aðdáendahóp, bæði hérlendis og erlendis, sem bíður stöðugt eftir næsta útspili. Það bjuggust ekki margir við brúðumyndinni, sem er frumsýnd í Sambíóunum í dag. Hvað haldið þið að þið séuð, Alheimslöggur? Hugmyndin að Team America: World Police kviknaði þegar Matt Stone og Trey Parker, höfundar South Park, rákust á bresku Thunderbirds-þættina frá sjöunda áratugnum. Þeir hrifust aðallega af þeirri pælingu að skjóta Jerry Bruckheimer ref fyrir rass með því að gera betri sprengingamynd en hann, nema með dúkkum. Day After Tomorrow Síðan fóru þeir af stað og ákváðu hvernig myndin ætti að vera. Fyrsta hugmynd var The Day After Tomorrow. Þeir redduðu sér handritinu og fannst það svo fyndið að þeir ákváðu að breyta engu. Það sem aftraði því að verða að veruleika voru lagaflækjur. Í kjölfarið á þeim fæddist Ameríkugengið: Alheimslöggurnar. Parker og Stone segja þetta einfaldlega vera vísun í bandaríska herinn og þær leiðir sem Ameríka vill nota til að berjast við hryðjuverk. "Það eru alltaf allir að segja: "Hverjir haldið þið að þið séuð, alheimslöggur?" Við ákváðum að snara því yfir í alvöru sögu," segir Stone. Þeir Parker eru miklir stríðnispúkar, eins og framleiðendur myndarinnar fengu m.a. að kenna á. Á fyrstu bíósýningu fyrir toppana sýndu þeir hallærislega dúkku spóka sig fyrir framan illa teiknaða leikmynd. Toppunum brá svo að einn þeirra hrópaði: "Guð minn góður, þeir rústuðu okkur!" Eftir smá stund byrjaði síðan rétta myndin en ánægjan með djókinn var svo mikil að honum var haldið. Rústa Louvre og Sfinxinum Aðalhetjurnar eru nokkrir ofur þjóðernissinnaðir hermenn, sem eru staðráðnir í því að halda heiminum í skikkanlegu horfi, hinu bandaríska rétttrúnaðarformi. Hópurinn samanstendur af sálfræðingi, ruðningshetju, miðli, sjálfsvarnarmeistara og heilanum á bakvið apparatið. Þau ræna síðan grunlausum leikara úr misheppnaðri sýningu til að leika njósnara gengisins. Þessir brjálæðingar halda til í Rushmore-fjalli (þessu með höggmyndunum af bandarísku forsetunum) og ofsækja íslamska hryðjuverkamenn af krafti sem fengi sjálfan Donald Rumsfeld til að blikna. Ameríkugengið starfar af svo mikilli ástríðu að því tekst að rústa Eiffell-turninum og Louvre-safninu þegar það ver París fyrir al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Það verndar einnig frelsið og lýðræðið í Egyptalandi og rústa píramýdunum og Sfinxinum í leiðinni. Unglingarnir ráðast á Barbie Aðal illmennið er einræðisherrann Kim Jong Il í Norður-Kóreu. Mikilmennskubrjálæðingur að hætti Bond-mynda og aðalplottið hans er að plata grænmætisæturnar í Hollívúdd til að taka þátt í öxulveldasamsærinu sínu. Leikararnir sem láta glepjast eru ma. Tim Robbins, Susan Sarandon, Alec Baldwin, George Clooney, Samuel L. Jackson og Liv Tyler. Þau létu að vísu ekki glepjast til að tala fyrir sig sjálf í myndinni. Nöfn þeirra voru hinsvegar notuð í sýnishorninu. Þau voru talin upp líkt og þau væru í myndinni og síðan bætt við: "... á ekki eftir að líka við þessa mynd." Eins og áhorfendur South Park kannast við er eitt höfundareinkenna Stone og Parker helvíti hart orðbragð. Nú tekst þeim meira að segja að gera dúkkur klámfengnar. Það þurfti að klippa eitt ástaratriði tólf sinnum til að sleppa við klámstimpil Kvikmyndaeftirlitsins. Yngstu stúlkubörn heimilanna verða því að passa upp á Ken og Barbie þegar unglingarnir koma heim úr bíó. Moore eins og asni Eins og margir sem sáu Óskarsverðlaunamynd Michael Moore, Bowling for Columbine, muna eftir fékk annar höfunda Team America, Matt Stone, veglega rós í hnappagatið þegar Moore hrósaði honum í hástert sem félaga í ádeiluklúbb Bandaríkjanna og tók viðtal við hann af því tilefni. Þetta dugði Moore hinsvegar ekki til að vera undanþeginn frá því að gert sé grín að honum. Í Ameríkugenginu mætir hann sem leiðinda frjálshyggjubolti og reynir að eyðileggja höfuðstöðvar samtakanna með því að festa sprengjur utan á sig. Svona launa þeir honum greiðann. Það er því greinilegt að höfundarnir skjóta í allar áttir. "Við tökum ekki afstöðu heldur gerum eins og í South Park - grín að öllu," segir Stone. Það eru skiptar skoðanir um ágæti Alheimslögganna. Frjálslyndir Bandaríkjamenn kunna margir ekki við afstöðuleysið, finnst þetta galgopaleg og óábyrg hegðun. Rétttrúnaðarliðið er auðvitað við sama heygarðshornið. Það eru samt litlar líkur á að slík afstaða hafi áhrif á upplifun Íslendinga. Þetta er bara fyndið. Team America: World Police er sýnd í Sambíóunum. Í Fókus í dag er bíómiði sem lesendur eiga að klippa út og koma með á skrifstofu Fókus í skiptum fyrir hefðbundinn boðsmiða á myndina á meðan hún er í sýningu og Fuck Yeah! Team America-bol. Hringið í síma 550 5000 til að tékka á því hvort ekki sé ennþá nóg til. Geggjað.
Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira