Fókus býður í bíó 28. janúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í dag býður Fókus lesendum sínum á brúðumyndina Team America: World Police eftir Matt Stone og Trey Parker, einnig þekkta sem South Park-gaurana. Í Fókus er að finna bíómiða sem lesendur eiga að klippa út og koma með á skrifstofu Fókus fyrir aðgang í bíó og World Police-bol. Matt Stone og Trey Parker eru mennirnir á bakvið South Park-sjónvarpsþættina og -myndina. Stone og Parker eru fyrir löngu búnir að byggja sér upp aðdáendahóp, bæði hérlendis og erlendis, sem bíður stöðugt eftir næsta útspili. Það bjuggust ekki margir við brúðumyndinni, sem er frumsýnd í Sambíóunum í dag. Hvað haldið þið að þið séuð, Alheimslöggur? Hugmyndin að Team America: World Police kviknaði þegar Matt Stone og Trey Parker, höfundar South Park, rákust á bresku Thunderbirds-þættina frá sjöunda áratugnum. Þeir hrifust aðallega af þeirri pælingu að skjóta Jerry Bruckheimer ref fyrir rass með því að gera betri sprengingamynd en hann, nema með dúkkum. Day After Tomorrow Síðan fóru þeir af stað og ákváðu hvernig myndin ætti að vera. Fyrsta hugmynd var The Day After Tomorrow. Þeir redduðu sér handritinu og fannst það svo fyndið að þeir ákváðu að breyta engu. Það sem aftraði því að verða að veruleika voru lagaflækjur. Í kjölfarið á þeim fæddist Ameríkugengið: Alheimslöggurnar. Parker og Stone segja þetta einfaldlega vera vísun í bandaríska herinn og þær leiðir sem Ameríka vill nota til að berjast við hryðjuverk. "Það eru alltaf allir að segja: "Hverjir haldið þið að þið séuð, alheimslöggur?" Við ákváðum að snara því yfir í alvöru sögu," segir Stone. Þeir Parker eru miklir stríðnispúkar, eins og framleiðendur myndarinnar fengu m.a. að kenna á. Á fyrstu bíósýningu fyrir toppana sýndu þeir hallærislega dúkku spóka sig fyrir framan illa teiknaða leikmynd. Toppunum brá svo að einn þeirra hrópaði: "Guð minn góður, þeir rústuðu okkur!" Eftir smá stund byrjaði síðan rétta myndin en ánægjan með djókinn var svo mikil að honum var haldið. Rústa Louvre og Sfinxinum Aðalhetjurnar eru nokkrir ofur þjóðernissinnaðir hermenn, sem eru staðráðnir í því að halda heiminum í skikkanlegu horfi, hinu bandaríska rétttrúnaðarformi. Hópurinn samanstendur af sálfræðingi, ruðningshetju, miðli, sjálfsvarnarmeistara og heilanum á bakvið apparatið. Þau ræna síðan grunlausum leikara úr misheppnaðri sýningu til að leika njósnara gengisins. Þessir brjálæðingar halda til í Rushmore-fjalli (þessu með höggmyndunum af bandarísku forsetunum) og ofsækja íslamska hryðjuverkamenn af krafti sem fengi sjálfan Donald Rumsfeld til að blikna. Ameríkugengið starfar af svo mikilli ástríðu að því tekst að rústa Eiffell-turninum og Louvre-safninu þegar það ver París fyrir al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Það verndar einnig frelsið og lýðræðið í Egyptalandi og rústa píramýdunum og Sfinxinum í leiðinni. Unglingarnir ráðast á Barbie Aðal illmennið er einræðisherrann Kim Jong Il í Norður-Kóreu. Mikilmennskubrjálæðingur að hætti Bond-mynda og aðalplottið hans er að plata grænmætisæturnar í Hollívúdd til að taka þátt í öxulveldasamsærinu sínu. Leikararnir sem láta glepjast eru ma. Tim Robbins, Susan Sarandon, Alec Baldwin, George Clooney, Samuel L. Jackson og Liv Tyler. Þau létu að vísu ekki glepjast til að tala fyrir sig sjálf í myndinni. Nöfn þeirra voru hinsvegar notuð í sýnishorninu. Þau voru talin upp líkt og þau væru í myndinni og síðan bætt við: "... á ekki eftir að líka við þessa mynd." Eins og áhorfendur South Park kannast við er eitt höfundareinkenna Stone og Parker helvíti hart orðbragð. Nú tekst þeim meira að segja að gera dúkkur klámfengnar. Það þurfti að klippa eitt ástaratriði tólf sinnum til að sleppa við klámstimpil Kvikmyndaeftirlitsins. Yngstu stúlkubörn heimilanna verða því að passa upp á Ken og Barbie þegar unglingarnir koma heim úr bíó. Moore eins og asni Eins og margir sem sáu Óskarsverðlaunamynd Michael Moore, Bowling for Columbine, muna eftir fékk annar höfunda Team America, Matt Stone, veglega rós í hnappagatið þegar Moore hrósaði honum í hástert sem félaga í ádeiluklúbb Bandaríkjanna og tók viðtal við hann af því tilefni. Þetta dugði Moore hinsvegar ekki til að vera undanþeginn frá því að gert sé grín að honum. Í Ameríkugenginu mætir hann sem leiðinda frjálshyggjubolti og reynir að eyðileggja höfuðstöðvar samtakanna með því að festa sprengjur utan á sig. Svona launa þeir honum greiðann. Það er því greinilegt að höfundarnir skjóta í allar áttir. "Við tökum ekki afstöðu heldur gerum eins og í South Park - grín að öllu," segir Stone. Það eru skiptar skoðanir um ágæti Alheimslögganna. Frjálslyndir Bandaríkjamenn kunna margir ekki við afstöðuleysið, finnst þetta galgopaleg og óábyrg hegðun. Rétttrúnaðarliðið er auðvitað við sama heygarðshornið. Það eru samt litlar líkur á að slík afstaða hafi áhrif á upplifun Íslendinga. Þetta er bara fyndið. Team America: World Police er sýnd í Sambíóunum. Í Fókus í dag er bíómiði sem lesendur eiga að klippa út og koma með á skrifstofu Fókus í skiptum fyrir hefðbundinn boðsmiða á myndina á meðan hún er í sýningu og Fuck Yeah! Team America-bol. Hringið í síma 550 5000 til að tékka á því hvort ekki sé ennþá nóg til. Geggjað. Menning Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Í dag býður Fókus lesendum sínum á brúðumyndina Team America: World Police eftir Matt Stone og Trey Parker, einnig þekkta sem South Park-gaurana. Í Fókus er að finna bíómiða sem lesendur eiga að klippa út og koma með á skrifstofu Fókus fyrir aðgang í bíó og World Police-bol. Matt Stone og Trey Parker eru mennirnir á bakvið South Park-sjónvarpsþættina og -myndina. Stone og Parker eru fyrir löngu búnir að byggja sér upp aðdáendahóp, bæði hérlendis og erlendis, sem bíður stöðugt eftir næsta útspili. Það bjuggust ekki margir við brúðumyndinni, sem er frumsýnd í Sambíóunum í dag. Hvað haldið þið að þið séuð, Alheimslöggur? Hugmyndin að Team America: World Police kviknaði þegar Matt Stone og Trey Parker, höfundar South Park, rákust á bresku Thunderbirds-þættina frá sjöunda áratugnum. Þeir hrifust aðallega af þeirri pælingu að skjóta Jerry Bruckheimer ref fyrir rass með því að gera betri sprengingamynd en hann, nema með dúkkum. Day After Tomorrow Síðan fóru þeir af stað og ákváðu hvernig myndin ætti að vera. Fyrsta hugmynd var The Day After Tomorrow. Þeir redduðu sér handritinu og fannst það svo fyndið að þeir ákváðu að breyta engu. Það sem aftraði því að verða að veruleika voru lagaflækjur. Í kjölfarið á þeim fæddist Ameríkugengið: Alheimslöggurnar. Parker og Stone segja þetta einfaldlega vera vísun í bandaríska herinn og þær leiðir sem Ameríka vill nota til að berjast við hryðjuverk. "Það eru alltaf allir að segja: "Hverjir haldið þið að þið séuð, alheimslöggur?" Við ákváðum að snara því yfir í alvöru sögu," segir Stone. Þeir Parker eru miklir stríðnispúkar, eins og framleiðendur myndarinnar fengu m.a. að kenna á. Á fyrstu bíósýningu fyrir toppana sýndu þeir hallærislega dúkku spóka sig fyrir framan illa teiknaða leikmynd. Toppunum brá svo að einn þeirra hrópaði: "Guð minn góður, þeir rústuðu okkur!" Eftir smá stund byrjaði síðan rétta myndin en ánægjan með djókinn var svo mikil að honum var haldið. Rústa Louvre og Sfinxinum Aðalhetjurnar eru nokkrir ofur þjóðernissinnaðir hermenn, sem eru staðráðnir í því að halda heiminum í skikkanlegu horfi, hinu bandaríska rétttrúnaðarformi. Hópurinn samanstendur af sálfræðingi, ruðningshetju, miðli, sjálfsvarnarmeistara og heilanum á bakvið apparatið. Þau ræna síðan grunlausum leikara úr misheppnaðri sýningu til að leika njósnara gengisins. Þessir brjálæðingar halda til í Rushmore-fjalli (þessu með höggmyndunum af bandarísku forsetunum) og ofsækja íslamska hryðjuverkamenn af krafti sem fengi sjálfan Donald Rumsfeld til að blikna. Ameríkugengið starfar af svo mikilli ástríðu að því tekst að rústa Eiffell-turninum og Louvre-safninu þegar það ver París fyrir al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Það verndar einnig frelsið og lýðræðið í Egyptalandi og rústa píramýdunum og Sfinxinum í leiðinni. Unglingarnir ráðast á Barbie Aðal illmennið er einræðisherrann Kim Jong Il í Norður-Kóreu. Mikilmennskubrjálæðingur að hætti Bond-mynda og aðalplottið hans er að plata grænmætisæturnar í Hollívúdd til að taka þátt í öxulveldasamsærinu sínu. Leikararnir sem láta glepjast eru ma. Tim Robbins, Susan Sarandon, Alec Baldwin, George Clooney, Samuel L. Jackson og Liv Tyler. Þau létu að vísu ekki glepjast til að tala fyrir sig sjálf í myndinni. Nöfn þeirra voru hinsvegar notuð í sýnishorninu. Þau voru talin upp líkt og þau væru í myndinni og síðan bætt við: "... á ekki eftir að líka við þessa mynd." Eins og áhorfendur South Park kannast við er eitt höfundareinkenna Stone og Parker helvíti hart orðbragð. Nú tekst þeim meira að segja að gera dúkkur klámfengnar. Það þurfti að klippa eitt ástaratriði tólf sinnum til að sleppa við klámstimpil Kvikmyndaeftirlitsins. Yngstu stúlkubörn heimilanna verða því að passa upp á Ken og Barbie þegar unglingarnir koma heim úr bíó. Moore eins og asni Eins og margir sem sáu Óskarsverðlaunamynd Michael Moore, Bowling for Columbine, muna eftir fékk annar höfunda Team America, Matt Stone, veglega rós í hnappagatið þegar Moore hrósaði honum í hástert sem félaga í ádeiluklúbb Bandaríkjanna og tók viðtal við hann af því tilefni. Þetta dugði Moore hinsvegar ekki til að vera undanþeginn frá því að gert sé grín að honum. Í Ameríkugenginu mætir hann sem leiðinda frjálshyggjubolti og reynir að eyðileggja höfuðstöðvar samtakanna með því að festa sprengjur utan á sig. Svona launa þeir honum greiðann. Það er því greinilegt að höfundarnir skjóta í allar áttir. "Við tökum ekki afstöðu heldur gerum eins og í South Park - grín að öllu," segir Stone. Það eru skiptar skoðanir um ágæti Alheimslögganna. Frjálslyndir Bandaríkjamenn kunna margir ekki við afstöðuleysið, finnst þetta galgopaleg og óábyrg hegðun. Rétttrúnaðarliðið er auðvitað við sama heygarðshornið. Það eru samt litlar líkur á að slík afstaða hafi áhrif á upplifun Íslendinga. Þetta er bara fyndið. Team America: World Police er sýnd í Sambíóunum. Í Fókus í dag er bíómiði sem lesendur eiga að klippa út og koma með á skrifstofu Fókus í skiptum fyrir hefðbundinn boðsmiða á myndina á meðan hún er í sýningu og Fuck Yeah! Team America-bol. Hringið í síma 550 5000 til að tékka á því hvort ekki sé ennþá nóg til. Geggjað.
Menning Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Sjá meira