Fleiri fréttir

Lightyear: Þvingaður Bósi í röngum skóm

Peningamaskínan þarf að rúlla hjá Pixar, því datt einhverjum í hug að gera kvikmynd eingöngu um Bósa Ljósár. Þá ekki þann Bósa Ljósár sem birtist okkur í Toy Story myndunum, heldur einhvern ímyndaðan Bósa sem leikfangið sjálft á að vera byggt á. Orðin ringluð?

Herra Hnetusmjör er fyrsti Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

„Margir hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni“

Esther Hallsdóttir er stödd í Freetown, sem er höfuðborg Síerra Leóne í Vestur-Afríku, þar sem hún vinnur að verkefnum fyrir borgarstjórann. Hún er þar á styrk frá Harvard þar sem hún stundar masters­nám í op­in­berri stefnu­mót­un (e. pu­blic policy) með áherslu á kynja­jafn­rétti og barna­vernd.

LeBron staddur á Íslandi

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave People, fyrir framan Laugarvatnshella.

Kunna ekkert að syngja en ætla að flytja Shall­ow hundrað sinnum í sumar

Elínborg Una og María Jóngerð ætla að flytja lagið Shallow hundrað sinnum fyrir áhorfendur í sumar og rannsaka viðbrögðin við flutningnum. Þær hafa þegar flutt lagið 24 sinnum fyrir áhorfendur, þar á meðal gesti nokkurra World Class-stöðva, viðskiptavini Bónuss og einn vinnuskólahóp.

„Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“

Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“

Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum.

Borgar Búi kom ekki til greina

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík létu skíra son sinn við fallega athöfn á þjóðhátíðardeginum í gær.

Vika 3: Hvar er Magnús Hlynur?

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður flakkar um landið í sumar og tekur fyrir eitt bæjarfélag í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardögum. Hér á Vísi birtum við lauflétta getraun á laugardagsmorgnum.

„Margt verra en smá brussugangur“

Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Ný leikin mynd um Herkúles frá Disney

Guy Ritchie mun leikstýra nýrri leikinni mynd um Herkúles fyrir Disney sem á að byggja á söguþræði teiknimyndarinnar um gríska goðið frá 1997.

Albert Guð­munds­son ó­vænt körfu­bolta­stjarna

Streetball-mót Húrra og Nike fór fram í annað skiptið í dag þar sem liðið Lads, skipað landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni og Kristjáni Daða Finnbjörnssyni, bar sigur úr býtum. Þar að auki var Albert valinn mikilvægast leikmaður mótsins, MVP.

Sól og sumardans ásamt myrkari hliðum tilverunnar

Benni Hemm Hemm var að gefa út lagið Eitthvað leiður í dag, á 17. Júní. Lagið er unnið með hópi öflugs tónlistarfólks sem leika á hin ýmsu hljóðfæri. Blaðamaður tók púlsinn á Benna.

„Persónulegt og hrátt“

Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown var að senda frá sér lagið In Between í dag, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Hljómsveitin er skipuð þeim Helenu Hafsteinsdóttur, Oddi Mar Árnasyni og Þórgný Einari Albertssyni. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu.

Hollywood fréttir: Fyrstu myndirnar af Ryan Gosling sem Ken

Fyrstu myndirnar af Ryan Gosling sem Ken í Barbie-kvikmyndinni, sem kemur út eftir rúmt ár, hafa nú birst. Áður höfðu Warner Bros. birt myndir af Margot Robbie í gervi titilpersónunnar. Greta Gerwig leikstýrir myndinni og skrifar hana með Noah Baumbach, samstarfsmanni sínum til margra ára.

Draugurinn í briminu í Reynisfjöru

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók á dögunum þessa mögnuðu mynd af briminu í Reynisfjöru. Í mestu látunum, þegar brimið barði á ströndinni, birtist andlit í því miðju.

Falleg rúmföt gera mikið fyrir góðan svefn

Andrúmsloftið sem mætir okkur í svefnherberginu getur haft áhrif á það hvernig við sofum. Góður nætursvefn er lífsnauðsynlegur og því getur það borgað sig að leggja dálitla natni við svefnherbergið og gera það hlýlegt. Það má til dæmis mála í fallegum lit, huga að lýsingu og passa að hægt sé að myrkva herbergið með smekklegum gluggatjöldum.

Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína

Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út.

Fyrsta myndin af Ryan Gosling sem Ken

Ryan Gosling mun fara með hlutverk Ken í nýrri Barbie mynd sem von er á næsta sumar en Margot Robbie bregður sér þar í hlutverk Barbie.

Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld.

Sápuóperur: 65 ár í sama hlutverkinu, stökkpallur og rokkari

Sápuóperur eiga það til að fanga hug og hjörtu aðdáenda sinna sem byrja að tengja við persónurnar sem fylgja áhorfendum í fjölda ára. Í tilefni þess að Nágrannar eru að segja skilið við skjáinn er tilvalið að líta til baka og sjá hvaða persónur hafa verið lengst á skjánum hjá þeim og í sambærilegum þáttum.

Ævintýraleg upplifun við Gardavatn

„Það er svo ótal margt sem heillar mig við Garda. Garda er hjartastaður. Ég hef þvælst þarna um á ferðum mínum upp í fjöllin og fæ aldrei nóg af þessum griðastað við alparætur,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir.

Helvítis kokkurinn: Fish & Ships

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

BTS sveitin hætt í bili

Hin geisivinsæla Suður-Kóreska hljómsveit BTS mun taka sér ótímabundið hlé frá störfum. Þetta tilkynntu þeir í beinu streymi nú í dag en þar segjast þeir ætla að einbeita sér að sólóferlum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir