Fleiri fréttir

Halda hvort í sína áttina

Leikarinn Árni Beinteinn og tónskáldið Íris Rós Ragnhildardóttir hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina í lífinu samkvæmt heimildum Smartlands sem greindi fyrst frá. 

Burstað leður á vel við Íslendinga

„Húsgagnalína okkar virðist falla vel í kramið hjá Íslendingum. Kannski er það gróft, burstað leðrið og „industrial“ stíllinn okkar því það má alveg segja að í honum sé smá dass af Skandinavíu." 

„Þetta er bara heilög stund“

Uppistandarinn Bergur Ebbi er kominn aftur á svið með uppistandið sitt í Tjarnarbíó þar sem hann hefur sýnt fyrir fullu húsi síðan í mars. Við ræddum við Berg Ebba um tilurð sýningarinnar, en nú eru aðeins örfáar sýningar eftir fyrir sumarfrí.

Sýna Íslendingum dásemdir Tenerife

„Það er þetta sem skapar minningarnar, fólk tekur aldrei fleiri myndir en einmitt í þessum ferðum. Íslendingar kveikja alveg á þessu, þeir vilja gera eitthvað meira en sleikja sólskinið,“ segir Sigvaldi Kaldalóns eða Svali en hann býður upp á spennandi og fjölbreyttar ferðir um ævintýraeyjuna Tenerife með íslenskri fararstjórn.

Sérstök tilfinning að sjá Úkraínu á sviðinu: „Þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt“

Ísland keppir í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision í Torino í kvöld og segir farastjóri íslenska hópsins stemninguna góða. Veðbankar gefa til kynna að Ísland sé að berjast um sæti í úrslitunum en Úkraína, sem er spáð sigri í keppninni, stígur einnig á svið í kvöld. Gera má ráð fyrir tilfinningaþrungnu andrúmslofti í kvöld þegar þeir flytja sitt lag. 

Big Le­bowski-leikarinn Jack Kehler látinn

Bandaríski leikarinn Jack Kehler, sem er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk leigusala The Dude í myndinni Big Lebowski, er látinn. Hann varð 75 ára gamall.

„Ég var fæddur til að bumpa“

Love Bump 22 er ný útgáfa Love Guru af fyrsta laginu sem Boney M gáfu út, „Baby do ya wanna bump“ sem kom út árið 1975. Love Guru segir að hér sé sungið um þokkafyllsta dans sögunnar, The Bump sem á einmitt 50 ára afmæli um þessar mundir.

Oddvitaáskorunin: Vill alla kattahatara til Húsavíkur

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins

Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins.

Átti ekki von á svona mörgum viðtalsbeiðnum frá erlendum fjölmiðlum

„Ég hélt einhvern veginn fyrir fram að það yrði minna af viðtalsbeiðnum frá blaðamönnum og svona en það hefur ekki verið. Stelpurnar eru með skýr skilaboð sem fólk hlustar á,“ sagði Rúnar Freyr í viðtali á túrkís dreglinum á opnunarhátíð Eurovision í gær.

Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir.

Þriggja manna ástarsamband án kynlífs

Brennslu teymið eru þau Kristín Ruth Jónsdóttir, Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Ploder Ottósson en saman sjá þau um morgunþáttinn á FM957. Þau lýsa sambandinu sínu sem þriggja manna ástarsambandi, án kynlífs.

Eru betri runnar í Warzone eða Fortnite?

Það verður sannkölluð Battle Royale veisla hjá GameTíví í kvöld. Þá munu strákarnir reyna að finna svarið við þeirri spurningu hvort runnarnir í Warzone að Fortnite séu betri til að fela í sig í.

Oddvitaáskorunin: Hefur þjálfað marga í sérsveitinni

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Nick Cave missir annan son

Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Allt í blóma hjá Hildi Yeoman

Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 

Oddvitaáskorunin: Fengu far með löggunni á ball

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Fyrsta stikla næstu Avatar loksins birt

Eftir margra ára framleiðslu er loksins búið að birta fyrstu stiklu næstu Avatar-kvikmyndarinnar. Hún heitir Avatar: The Way of Water og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum.

Nýr Doctor Who

Ncuti Gatwa tekur við af Jodie Whittaker sem Doctor Who samkvæmt tilkynningu frá BBC. Ncuti verður þar með fjórtándi tímavörðurinn (e. Time Lord) og er leikarinn spenntur fyrir komandi tímum.

Sturluð staðreynd um þráðlausar borvélar

Þættirnir Skítamix eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum og í þeim fer Halldór Halldórsson, Dóri DNA, heim til þekktra Íslendinga sem þurfa að ráðast í framkvæmdir á heimilinu.

Júrógarðurinn: Bróðurmissirinn setti Eurovision í nýtt samhengi

William Lee Adams er mikill Eurovision sérfræðingur en hann heldur uppi síðunni Wiwibloggs ásamt því að starfa fyrir breska fjölmiðilinn BBC. Júrógarðurinn hitti á William hér í Tórínó og áttum við í einlægum, skemmtilegum og fallegum samræðum um Eurovision.

Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum

Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir.

Innlit í fataskápa Gumma Kíró

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi Kíró kannast eflaust margir við. Sindri Sindrason leit við hjá Gumma á dögunum fyrir Ísland í dag og fékk að líta inn í fataskápana hans, en Gummi er þekktur fyrir smekklegan fatasmekk og kosta flíkurnar sitt.

Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision

Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum.

Oddvitaáskorunin: Syndir í gegnum vandamálin

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Sjá næstu 50 fréttir