Fleiri fréttir

Ný fatalína 66°norður og Munda frumsýnd á RFF

66°norður og fatahönnuðurinn Mundi kynna "Snow Blind", nýja fatalínu sem frumsýnd verður á Reykjavík Fashion Festival eða RFF. Þessi nýja fatalína tvinnar saman hugarheim Munda og tækniþekkingu 66°NORÐUR. Afrakstur samstarfsins er útivistarfatnaður sem er engu öðru líkur en viðeigandi við öll tækifæri.

Verðlaunaafhending Gulleggsins

Úrslit og verðlaunaafhending Gulleggsins 2013, frumkvöðlakeppni Innovit, fóru fram síðastliðinn laugardag í Háskólanum í Reykjavík. Þar kynntu 10 teymi viðskiptahugmyndir sínar fyrir dómnefnd en alls hófu 327 hugmyndir keppni í janúar.

Þrettán ára með eigið tískublogg

Ólavía Grímsdóttir er þrettán ára mær með sterkar skoðanir á tísku. Hún heldur úti tískubloggi og dreymir um að starfa innan bransans.

Vill fúlgur fjár frá Kutcher

Hollywoodleikkonan Demi Moore er staðráðin í því að fá fúlgur fjár út úr skilnaði sínum og Ashton Kutchers. Þau voru gift um árabil en skildu fyrir um einu og hálfu ári. Demi Moore bendir á að þau hafi ekki gert með sér kaupmála þegar þau giftu sig og að Kutcher hafi þénað vel á meðan þau voru gift. Breska blaðið London Evening Standa4rd segir að Kutcher eigi nú um 100 milljónir dala, eða um 12,7 milljarða króna.

Fögnuðu opnun Lemon

Samloku- og djússtaðurinn Lemon var opnaður á Suðurlandsbraut 4 um helgina. Til að fagna opnuninni slógu eigendur staðarins upp opnunargleði á fimmtudaginn. Margt var um manninn og stemningin góð, eins og sést vel.

Efnilegt klúður

Hugmyndin er góð og persónusköpunin til fyrirmyndar. Framkvæmdin er heldur síðri og áhorfandinn upplifir algjört stefnuleysi á köflum.

Tískan á götunum

Stóru tískuvikurnar eru nú yfirstaðnar og búið að leggja línurnar fyrir tískustrauma næsta árs. Tískusýningarnar einskorðast þó ekki við sýningapallana því þær fara einnig fram á götum úti. Stílistar, ritstjórar, innkaupastjórar og bloggarar mæta í sínu allra fínasta pússi á sýningarnar og ljósmyndarar keppast við að smella af þeim myndum. Fréttablaðið tók saman brot af því besta frá götutískunni.

Sísý Ey kemur fram á Sónar í Barcelona

Systrahljómsveitin Sísý Ey er ein af þeim íslensku sveitum sem bókarar Sónar-hátíðarinnar í Barcelona hafa valið til að koma fram á hátíðinni í júní.

Ræddu stöðu kvenna í fjölmiðlum

í ljósi sviptinga á fjölmiðlamarkaði í síðustu viku boðaði Félag kvenna í fjölmiðlum félagskonum og þeim sem vildu að hittast á kaffi Sólon í kvöld. Þar mættu Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýráðinn ritstjóri Fréttatímans, og Steinunn Stefánsdóttir, fráfarandi aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, og ræddu stöðu kvenna í fjölmiðlum. Eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson ljósmyndari tók var fjölmennt á fundinum.

Uppskeruhátíðin Samsuða í Hörpu um helgina

Félag vöru- og iðnhönnuða, sem er skipað rúmlega hundrað félagsmönnum, heldur samsýninguna Samsuðu í Hörpu um helgina og verður opnunarhóf á fimmtudag. Þar sýna átján hönnuðir ólík verk.

Ofurfyrirsæta trúlofuð milljarðamæringi

Súpermódelið Elle Macpherson er búin að trúlofa sig milljarðamæringnum Jeffrey Soffer. Turtildúfurnar deituðu í tvö ár en hættu saman í mars á síðasta ári. Þau tóku síðan saman aftur í nóvember.

Mamma brjálaðist

Tónlistarkonan Rihanna hefur unun af því að birta myndir úr sínu daglega lífi á netinu. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir með það.

Reiður maður á ferð - sjáðu myndirnar

"Það var ekkert innbrot. Þetta var bara reiður maður á ferð. Lögreglan var snögg á staðinn og náði honum og hann játaði," segir Anna Þóra en viðurkennir að þetta er vissulega vesen.

Baywatch-bomba komin í þrusuform

Þótt ótrúlegt megi virðast eru tveir áratugir síðan Nicole Eggert spókaði sig um á ströndinni sem Roberta 'Summer' Quinn í sjónvarpsþáttunum Baywatch.

Tekur lengri tíma en ég reiknaði með

Jón Jónsson viðurkennir að hlutirnir hafi gengið hægar en hann bjóst við með plötusamning sinn við stórfyrirtækið Sony. Jón fékk á dögunum afhenta sína fyrstu gullplötu fyrir plötuna Wait for Fate.

600 milljón króna brjóst

Leikkonan Jennifer Love Hewitt íhugar nú að tryggja brjóst sín en hún sýnir barm sinn reglulega í sjónvarpsþáttunum The Client List.

TREND - Strigaskór

Strigaskór hafa ekki alltaf þótt töff fyrir dömurnar, en þetta þægilega og hentuga trend verður allsráðandi í sumar.

STÍLL - Mila Kunis

Úkraínska leikkonan og fegurðardísin Mila Kunis sló í gegn fyrir rúmum áratug í That 70's Show. Mila er afar glæsileg kona sem hefur vakið mikla athygli fyrir einstaklega fallegan klæðaburð á rauða dreglinum.

Endanleg útgáfa Ég á líf enn óákveðin

Texti til á frönsku, íslensku, ensku og spænsku. Örlygur Smári segir undirbúning atriðisins á fullu. Vinnur einnig hörðum höndum að Suður-Ameríkuævintýri Heru Bjarkar.

Dorrit sló í gegn

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Lífstölti, töltkeppni kvenna, sem fram fór í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ á laugardag. Mótið var einstaklega vel heppnað í ár og þétt setið í stúkunni eins og sjá má á myndunum. Það var ekki að spyrja að því að Dorrit Moussaieff forsetafrú sló í gegn í brjóstamjólkurreiðinni sem og aðrir þátttakendur.

Best klæddu ritstýrurnar

Tískumánuðurinn febrúar hefur nú runnið sitt skeið og stóru tískuvikurnar eru yfirstaðnar. Hér sjáum við myndir af valdamestu konum tískuheimsins á tískuvikunum.

19 mánaða fótboltaaðdáandi

Harper Beckham, dóttir Victoriu og Davids Beckham, er aðeins nítján mánaða gömul en er strax orðin mjög áhugasöm um knattspyrnu. Svo sem ekki skrítið þar sem faðir hennar er einn vinsælasti fótboltamaður heims.

Undirbúningur fyrir RFF í fullum gangi

Undirbúningur fyrir tískuhátíðina Reykjavík Fashion Festival er nú í fullum gangi, en hátíðin fer fram laugardaginn 16.mars næstkomandi.

Sænsk-íslensk snjóbrettastikla

Bræðurnir Einar og Viðar Stefánssynir frá Akureyri vinna nú að gerð snjóbrettamyndar sem þeir kalla "Throw It Down", en myndina vinna þeir í samvinnu við fjóra skólabræður sína í Svíþjóð.

Áhætta sem borgaði sig

Útkoman er í einu orði sagt frábær. Biggi Veira klæðir sígildar lagasmíðar Johns Grant í nýjan búning.

Kynlíf og dóp en ekkert rokk

Bíð spennt eftir framhaldsbókunum tveimur sem Ejersbo rétt náði að búa til útgáfu áður en hann lést.

Klassískar kápur

Kápur eru klassísk flík sem allar konur þurfa að eiga í fataskápnum. Nú fer senn að vora og léttari kápur farnar að verða sýnilegri, en margar alræmdar tískudívur sáust skarta fallegum kápum á tískuvikunum.

Skírði dótturina Rainbow

Fyrrverandi Playboy-kanínan Holly Madison eignaðist sitt fyrsta barn á þriðjudaginn með kærasta sínum Pasquale Rotella. Skötuhjúin eru búin að nefna stúlkuna og fékk hún afar sérstakt nafn.

Stjörnubarn fær módelsamning

Stjörnubarnið Ireland Baldwin er komið á módelsamning hjá hinni virtu fyrirsætuskrifstofu IMG Model. Þetta tilkynnti Ireland á Twitter í vikunni.

Bæði Mikael og Steinunn mættu

Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru í Gerðarsafni í Kópavogi í gær þegar verðlaun fyrir bestu blaðaljósmyndir og blaðamennska ársins 2012 voru veitt var andrúmsloftið frábært.

Tina Turner á forsíðu Vogue í fyrsta sinn

Stórsöngkonan og goðsögnin Tina Turner prýðir forsíðu þýska Vogue í apríl. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem Turner situr fyrir hjá þessu þekktasta tískutímariti heims, en hún er 73. ára gömul.

Tískutvífarar

Fyrirsætan Chrissy Teigen og leikkonan Naomi Watts hugsa greinilega eins.

Dita Von Teese í þrívíddarkjól

Glamúrdívan Dita Von Teese mætti í svokölluðum þvívíddarkjól sem var sérstaklega hannaður á líkana hennar á viðburð fyrr í vikunni.

Laus við heimilisofbeldið

Modern Family-krúttið Ariel Winter hefur gengið í gegnum ýmislegt. Hún var tekin af móður sinni í nóvember í fyrra vegna gruns um að móðir hennar væri að beita hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Nú býr Ariel hjá systur sinni og líður mun betur.

Dásamleg hráfæðiskaka með jarðaberjum og kókos

Helga Gabríela, hráfæðisgúrinn sem Lífið birti grein um í gær, deilir hér með okkur uppskrift af dásamlegri hráfæðisköku með jarðaberjum og kókos. Fullkomin með sunnudagskaffinu.

Sjá næstu 50 fréttir