Kynlíf og dóp en ekkert rokk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. mars 2013 13:45 Útlagi eftir Jakob Ejersbo. Páll Baldvin Baldvinsson þýddi. Útlagi. Jacob Ejersbo. Þýðing: Páll Baldvin Baldvinsson JPV-útgáfa. Samantha er af bresku foreldri en hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri. Í upphafi Útlaga er hún fimmtán ára gömul, föst í heimavistarskóla þar sem börnum innflytjenda er hrúgað saman, forréttindakrökkum að mati innfæddra, ósamstæðum hópi sem lítið á sameiginlegt annað en vera gestir í landinu þótt flest hafi þau alið nánast allan sinn aldur þar. Þetta landleysi setur mark sitt á þau öll og óöryggi þeirra brýst út í innbyrðis átökum, dópneyslu, óábyrgu kynlífi, hatri á sjálfum sér og aðstæðum sínum. Foreldrar Samönthu eru til lítillar fyrirmyndar, drykkjusjúk móðir og óábyrgur og ofbeldishneigður faðir sem stundar vafasama iðju til að sjá sér farborða. Ljósi punkturinn er eldri systirin Alison, sem þó reynist lítið skjól þegar til kastanna kemur. Það er augljóst frá upphafi að Samantha er glötuninni merkt og uppreisn hennar í gegnum kynlíf, drykkju og dópneyslu er síst til þess fallin að hjálpa henni af veginum sem þangað liggur. Sagan er sögð í fyrstu persónu af Samönthu sjálfri í stuttum köflum sem lýsa aðstæðum hennar og upplifunum á nöturlegan hátt. Hún er mikill töffari, strákastelpa sem býður yfirvaldi og reglum byrginn en er í raun aðeins lítil ráðvillt stelpa sem þráir að finna öryggi og ást. Sögutíminn er níundi áratugurinn og spannar nokkur ár sem einkennast af æ meiri glundroða og þeir fáu föstu punktar sem Samantha býr við í upphafi sögu eyðast einn af öðrum uns ekkert er eftir nema glötunin ein. Ejersbo tekst aðdáanlega að setja sig inn í hugarheim unglingsstelpu og ljóst að bæði Samantha og aðrar persónur eru byggðar á reynslu hans sjálfs af unglingsárunum í Tansaníu. Í eftirmála þýðanda kemur enda fram að söguhetjan sé byggð á vinkonu hans og að vinur Samönthu, hinn danski Christian, eigi sér fyrirmynd í höfundinum sjálfum. Stíllinn er hrár og sannfærandi sem upplifanir unglings í kreppu og þýðing Páls Baldvins skilar honum yfir á sannfærandi talmál unglings á íslensku. Útlagi er ekki þægileg lesning en kröftug og vekur til umhugsanir um upplifanir og aðstæður sem lítið hafa verið kynntar hérlendis. Bíð spennt eftir framhaldsbókunum tveimur sem Ejersbo rétt náði að búa til útgáfu áður en hann lést. Niðurstaða: Vel skrifuð og umhugsunarvekjandi saga um aðstæður sem fáir Íslendingar hafa haft tækifæri til að kynnast. Gagnrýni Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Útlagi. Jacob Ejersbo. Þýðing: Páll Baldvin Baldvinsson JPV-útgáfa. Samantha er af bresku foreldri en hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri. Í upphafi Útlaga er hún fimmtán ára gömul, föst í heimavistarskóla þar sem börnum innflytjenda er hrúgað saman, forréttindakrökkum að mati innfæddra, ósamstæðum hópi sem lítið á sameiginlegt annað en vera gestir í landinu þótt flest hafi þau alið nánast allan sinn aldur þar. Þetta landleysi setur mark sitt á þau öll og óöryggi þeirra brýst út í innbyrðis átökum, dópneyslu, óábyrgu kynlífi, hatri á sjálfum sér og aðstæðum sínum. Foreldrar Samönthu eru til lítillar fyrirmyndar, drykkjusjúk móðir og óábyrgur og ofbeldishneigður faðir sem stundar vafasama iðju til að sjá sér farborða. Ljósi punkturinn er eldri systirin Alison, sem þó reynist lítið skjól þegar til kastanna kemur. Það er augljóst frá upphafi að Samantha er glötuninni merkt og uppreisn hennar í gegnum kynlíf, drykkju og dópneyslu er síst til þess fallin að hjálpa henni af veginum sem þangað liggur. Sagan er sögð í fyrstu persónu af Samönthu sjálfri í stuttum köflum sem lýsa aðstæðum hennar og upplifunum á nöturlegan hátt. Hún er mikill töffari, strákastelpa sem býður yfirvaldi og reglum byrginn en er í raun aðeins lítil ráðvillt stelpa sem þráir að finna öryggi og ást. Sögutíminn er níundi áratugurinn og spannar nokkur ár sem einkennast af æ meiri glundroða og þeir fáu föstu punktar sem Samantha býr við í upphafi sögu eyðast einn af öðrum uns ekkert er eftir nema glötunin ein. Ejersbo tekst aðdáanlega að setja sig inn í hugarheim unglingsstelpu og ljóst að bæði Samantha og aðrar persónur eru byggðar á reynslu hans sjálfs af unglingsárunum í Tansaníu. Í eftirmála þýðanda kemur enda fram að söguhetjan sé byggð á vinkonu hans og að vinur Samönthu, hinn danski Christian, eigi sér fyrirmynd í höfundinum sjálfum. Stíllinn er hrár og sannfærandi sem upplifanir unglings í kreppu og þýðing Páls Baldvins skilar honum yfir á sannfærandi talmál unglings á íslensku. Útlagi er ekki þægileg lesning en kröftug og vekur til umhugsanir um upplifanir og aðstæður sem lítið hafa verið kynntar hérlendis. Bíð spennt eftir framhaldsbókunum tveimur sem Ejersbo rétt náði að búa til útgáfu áður en hann lést. Niðurstaða: Vel skrifuð og umhugsunarvekjandi saga um aðstæður sem fáir Íslendingar hafa haft tækifæri til að kynnast.
Gagnrýni Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið