Lífið

Reiður maður á ferð - sjáðu myndirnar

Ellý Ármanns skrifar
Anna Þóra og eiginmaður hennar Gylfi Björnsson sem er menntaður sjónfræðingur frá Danmörku reka gleraugnaverslunina Sjáðu.
Anna Þóra og eiginmaður hennar Gylfi Björnsson sem er menntaður sjónfræðingur frá Danmörku reka gleraugnaverslunina Sjáðu.
Aðkoman var ekki falleg þegar Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu á Hverfisgötu 52 mætti í vinnuna. Við báðum hana um leyfi fyrir myndbirtingunni og spurðum hana hvað olli þess að glugginn mölbrotnaði í versluninni.

"Það var ekkert innbrot. Þetta var bara reiður maður á ferð. Lögreglan var snögg á staðinn og náði honum og hann játaði," segir Anna Þóra en viðurkennir að þetta er vissulega vesen.

"Maðurinn sem stútaði rúðunni var að koma og biðjast afsökunar og ætlar að borga skaðann. Það er ennþá til fólk sem vill vera ábyrgt gjörða sinna," segir Anna Þóra.

Við fengum leyfi til að birta símamyndir Önnu.
Allt er gott sem endar vel. Maðurinn sem stútaði rúðunni mætti til Önnu í dag og baðst afsökunar. Hann ætlar að borga skaðann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.