Lífið

Bubbi á Aldrei fór ég suður

Samsett mynd.
„Þetta er í fyrsta sinn sem Bubbi er með okkur,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskana. Hátíðin, sem heldur upp á tíu ára afmæli sitt í ár, verður sérlega glæsileg að þessu sinni og viðeigandi að Bubbi komi loksins fram, enda hátíðin nefnd í höfuðið á einu laga hans.

Af öðrum atriðum má nefna gáfumannapopparann Jónas Sig, rokkabillýgoðsagnirnar Langa Sela og skuggana, rólegheitasveitina Ylju, sérviskupopparana í Prinspóló og hina geysivinsælu Valdimar, en dagskrána í heild sinni má finna á vefsíðu hátíðarinnar.

Jón Þór er spenntur fyrir hátíðinni í ár og lofar til dæmis frábærum tónleikum frá Fjallabræðrum. „Þeir áttu frábært gigg hjá okkur fyrir fjórum árum. Svo er þarna hin fornfræga ballhljómsveit Dolby frá Ísafirði, en þeir hafa ekki spilað síðan á níunda áratugnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.