Lífið

Baywatch-bomba komin í þrusuform

Þótt ótrúlegt megi virðast eru tveir áratugir síðan Nicole Eggert spókaði sig um á ströndinni sem Roberta 'Summer' Quinn í sjónvarpsþáttunum Baywatch.

Hún hefur átt í basli með aukakílóin síðustu ár en er komin í þrusuform eftir stífar æfingar fyrir raunveruleikaþáttinn Splash þar sem tíu stjörnur keppa í dýfingum.

Sæt á sundlaugarbakkanum.
Sýningar hefjast þann 19. mars næstkomandi á sjónvarpsstöðinni ABC og lítur Nicole ofboðslega vel út á kynningarmyndum fyrir þáttinn.

Tilbúin.
Á myndunum er hún í eldrauðum sundbol eins og við munum eftir henni í Baywatch í gamla daga.

Og dýfa!
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.