Þrettán ára með eigið tískublogg Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. mars 2013 09:30 Ólavía Grímsdóttir er þrettán ára mær sem gengur í Foldaskóla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sterkar skoðanir á öllu sem við kemur tísku og heldur úti tískublogginu OliviaGrims. Ólavía segist hafa verið aðeins níu ára þegar tískuáhuginn kviknaði fyrir alvöru og hún byrjaði að horfa á Project Runway og fletta tískutímaritum á borð við Vogue og i-D. Hana dreymir um að starfa innan bransans og stefnir hátt.Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku? „Ég held að það hafi verið stóra systir mín sem kveikti í áhuganum hjá mér, en ég var alltaf að stelast í tískublöðin hennar. Eitt kvöld þegar að ég var níu ára og systir mín þrettán horfðum við á The september Issue og eftir það höfum við sett okkur markmið að vinna innan tískugeirans. Í dag er stefnan sú sama, ég held út blogginu mínu ásamt því að taka saumanámskeið og systir mín vinnur hjá NUDE Magazine."Ólavía hefur gaman að því að klæða sig upp og taka myndir.Tekur þú eftir því að jafnaldrar þínir séu mikið að spá í tískunni? „Jafnaldrar mínir skilgreina tísku kannski aðeins öðruvísi en ég og pæla þá öðruvísi í hlutunum. Ef ég myndi spyrja vinkonur mínar hvað væri í tísku myndi ég fá svarið „Disco Pants og Adidas peysur." Þannig flíkur eru mjög eftirsóttar meðal krakka á mínum aldri en kannski ekki beint það sem er í tísku samkvæmt tískumiðlunum."Ólavía segir Diskó buxurnar vera vinsælar meðal jafnaldra sinna.Átt þú þér einhverja uppáhalds hönnuði? „Hérlendis eru uppáhalds hönnuðir mínir Eygló og Harpa Einars. Einnig finnst mér herralínan frá Guðmundi Jörundarsyni sjúklega flott. Erlendis er það Oliver Roustein sem hannar fyrir Balmain, Stella McCartney, Karl Lagerfeld og svo er Alexander Wang minn allra uppáhalds."Hvaða tískublogg skoðar þú sjálf reglulega? „Ég fylgist með NUDE Magazine og Trendneti hérlendis. Ég skrolla yfir meira en þrjátíu erlendar síður til að ná mér í innblástur og hugmyndir fyrir bloggið mitt, þeirra á meðal eru vogue.com, style.com, elle.com og fashionista.com."Ólavía Grímsdóttir er upprennandi tískuspekúlant.Langar þig til að starfa innan tískugeirans þegar þú verður eldri? „ Já! Stefnan er að starfa innan tískugeirans. Karl Lagerfeld er fyrirmynd líf míns, hann er einstaklega hæfileikaríkur og vinnur bæði sem fatahönnuður og ljósmyndari. Ég hef brennandi áhuga á fatahönnun og ljósmyndun og langar að verða eins og hann."Blogg Ólavíu er hægt að skoða hér.Tískukóngurinn Karl Lagerfeld er í miklu uppáhaldi. Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Ólavía Grímsdóttir er þrettán ára mær sem gengur í Foldaskóla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sterkar skoðanir á öllu sem við kemur tísku og heldur úti tískublogginu OliviaGrims. Ólavía segist hafa verið aðeins níu ára þegar tískuáhuginn kviknaði fyrir alvöru og hún byrjaði að horfa á Project Runway og fletta tískutímaritum á borð við Vogue og i-D. Hana dreymir um að starfa innan bransans og stefnir hátt.Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku? „Ég held að það hafi verið stóra systir mín sem kveikti í áhuganum hjá mér, en ég var alltaf að stelast í tískublöðin hennar. Eitt kvöld þegar að ég var níu ára og systir mín þrettán horfðum við á The september Issue og eftir það höfum við sett okkur markmið að vinna innan tískugeirans. Í dag er stefnan sú sama, ég held út blogginu mínu ásamt því að taka saumanámskeið og systir mín vinnur hjá NUDE Magazine."Ólavía hefur gaman að því að klæða sig upp og taka myndir.Tekur þú eftir því að jafnaldrar þínir séu mikið að spá í tískunni? „Jafnaldrar mínir skilgreina tísku kannski aðeins öðruvísi en ég og pæla þá öðruvísi í hlutunum. Ef ég myndi spyrja vinkonur mínar hvað væri í tísku myndi ég fá svarið „Disco Pants og Adidas peysur." Þannig flíkur eru mjög eftirsóttar meðal krakka á mínum aldri en kannski ekki beint það sem er í tísku samkvæmt tískumiðlunum."Ólavía segir Diskó buxurnar vera vinsælar meðal jafnaldra sinna.Átt þú þér einhverja uppáhalds hönnuði? „Hérlendis eru uppáhalds hönnuðir mínir Eygló og Harpa Einars. Einnig finnst mér herralínan frá Guðmundi Jörundarsyni sjúklega flott. Erlendis er það Oliver Roustein sem hannar fyrir Balmain, Stella McCartney, Karl Lagerfeld og svo er Alexander Wang minn allra uppáhalds."Hvaða tískublogg skoðar þú sjálf reglulega? „Ég fylgist með NUDE Magazine og Trendneti hérlendis. Ég skrolla yfir meira en þrjátíu erlendar síður til að ná mér í innblástur og hugmyndir fyrir bloggið mitt, þeirra á meðal eru vogue.com, style.com, elle.com og fashionista.com."Ólavía Grímsdóttir er upprennandi tískuspekúlant.Langar þig til að starfa innan tískugeirans þegar þú verður eldri? „ Já! Stefnan er að starfa innan tískugeirans. Karl Lagerfeld er fyrirmynd líf míns, hann er einstaklega hæfileikaríkur og vinnur bæði sem fatahönnuður og ljósmyndari. Ég hef brennandi áhuga á fatahönnun og ljósmyndun og langar að verða eins og hann."Blogg Ólavíu er hægt að skoða hér.Tískukóngurinn Karl Lagerfeld er í miklu uppáhaldi.
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira