Fleiri fréttir Kexverksmiðjan vaknar til lífsins Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að nokkrir gamlir vinir og kunningjar hefðu leigt gömlu kexverksmiðjuna Frón og hyggðust opna þar gistiheimili. Um helgina voru síðan dyrnar opnaðar. 10.5.2011 04:30 Hlæ og græt til skiptis "Þetta er mög mikil vinna og við erum að frá morgni til kvölds. Sífellt að vekja athygli á strákunum, þó að við séum út að borða erum við líka að dreifa út nafnspjöldum og barmmerkjum,“ segir Þórunn Erna Clausen en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún með smá stund milli stríða en dagskráin hjá Eurovisionhóp Íslands er þéttskipuð í Þýskalandi enda styttist óðum í að Vinir Sjonna stíga á svið í Dusseldorf. 9.5.2011 19:15 Eruð þið ekki að grínast með píkuhálsmenin? Já algjörlega. Mér finnst þessi ljósbleika rosa falleg, sagði Sigga Lund útvarpskona spurð hvort hún gæti hugsað sér að ganga með píkuhálsmen en hún og Ragnheiður Eiríksdóttir voru gestir í Dyngjunni í umsjá Bjarkar Eiðsdóttur og Nadiu Katrín Banine í síðustu viku þar sem píkan var aðalumræðuefnið. Hér má sjá píku-umræðuna. 9.5.2011 15:31 Gói, Þröstur og eldfærin Það er orðið nokkuð algengt að barnaleiksýningar brjóti hinn fræga fjórða vegg, þann ósýnilega sem skilur áhorfandann frá því sem gerist á sviðinu og leikararnir virðast yfirleitt ekki sjá í gegnum. Leikhústöfrar eru nefnilega ólíkir öðrum töfrum að því leyti að þeir eiga það til að magnast ef blekkingin er afhjúpuð og það er freistandi að vera fyrsti leikhúslistamaðurinn sem upplýsir ungan áhorfanda um þessa staðreynd. Sýningin Eldfærin er sérstaklega gott dæmi um það hversu vel þetta getur heppnast. 9.5.2011 15:00 Steinunn stór í París 9.5.2011 15:00 Gerum okkar besta og hugsum til Sjonna Við erum með hjartað á réttum stað og ætlum að gera okkar besta og hugsa til Sjonna á meðan við erum að gera þetta, sagði Þórunn Erna Clausen sem var stödd í höllinni í Dusseldorf ásamt vinum Sjonna þegar við hringdum í hana rétt fyrir klukkan 13.30 í dag, mánudag. Kvöldið í kvöld er ekki síður mikilvægt en annað kvöld fyrir íslenska hópinn því í kvöld flytja vinir Sjonna framlag Íslands, lagið Coming home, fyrir dómara keppninnar en atkvæði dómnefndar gilda 50% á móti símakosningunni sem fer fram annað kvöld þegar fyrri undankeppni Eurovision fer fram. Heyra má viðtalið við Þórunni í meðfylgjandi myndskeiði. Hér má sjá og heyra lagið What´s Another Year sem Þórunn minnist á í viðtalinu. Sjonnibrink.is 9.5.2011 14:17 Ný kjólalína frá Ásdísi Rán "Ég er í Búlgaríu núna í vinnuferð fram í miðjan mánuðinn en þá fer ég til Þýskalands og þarf enn og aftur að pakka búslóðinni þar sem samningnum hans Garðars líkur í lok maí. " 9.5.2011 12:18 Tískusýning útskriftarnema í LHÍ Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fór fram á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, í portinu á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Myndatökumaður Vísis var á svæðinu og myndaði sýninguna. Níu nemendur við fatahönnunardeild sýndu lokaverkefni sín; Elsa María Blöndal, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Guðmundur Jörundsson, Gyða Sigfinnsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Hjördís Gestsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigríður M. Sigurjónsdóttir. 9.5.2011 12:00 Stífmálaðar túttur Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi hjá Superman.is síðasta laugardag á veitingahúsinu Nasa þar sem sumargleði á vegum Kiss í Kringlunni og Airbrush og make up skólanum fór fram fyrir fullu húsi. Þá skemmti fólk sér einnig á Hressingarskálanum. 9.5.2011 11:23 Sumarvilla á Indlandi Þetta framandi hús stendur við lítið fiskiþorp á suðurströnd Indlands og er sumarhús fjölskyldu sem býr í London. Þetta er drauma sumarleyfisstaður þeirra sem kjósa framandi fallega staði sem túristahópar hafa enn ekki fundið. Hver myndi ekki vilja eyða sumarfríi sinna drauma í þessu sérstaka húsið við strendur suður Indlands sem endurspeglar menningu staðarins. Arkítektarnir hjá Khosla hönnuðu húsið með það í huga að íbúarni gætu notið útsýnisins 180 gráður yfir fagur blátt hafið á þessum einstaka stað. Byggingin hvílir að mestu á fjórum veggjum sem standa fyrir opnum rýmum í allar áttir sem er ætlað að skapa næmni hússins fyrir loftslagi hitabeltisins. Þakið er útpælt í þeim tilgangi að hlífa húsinu og íbúum þess sem best við sterkri sólinni úr vestri og regntímbilinu sem gengur reglulega yfir svæðið. Innrarýmið er hannað með það í huga að skapa loftflæði frá hafinu í gegnum öll rými byggingarinnar. Til þess að skapa gott loftflæði í gegnum húsið voru hannaðir sérstakir tréflekar inn í húsið til þess að hafa mætti stjórn á því hvernig golunni frá hafinu er beint í gegnum rýminn. 9.5.2011 11:00 Viðkvæmir ættu ekki að skoða þessar myndir Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru af breska grínistanum og leikaranum Russell Brand spranga um á nærbrókunum einum fata á hóteli á Miami Beach 6. maí síðastliðinn. Þá má líka sjá manninn hugleiða með hárið tekið aftur í tagl og á rauða dreglinum ásamt eiginkonu sinni, söngkonunni Katy Perry. 9.5.2011 10:47 Ekki fórstu heim til hans og ældir út um allt? Meðfylgjandi má heyra tvær vinkonur spjalla saman á persónulegu nótunum þar sem önnur þeirra rifjar upp ævintýri helgarinnar. Um er að ræða stutt útvarpsleikrit, sem er fastur liður í útvarpsþætti Siggu Lund og Ellý Ármanns sem er á dagskrá Bylgjunnar á sunnudagskvöldum. Síða þáttarins á Facebook. Ertu virkilega að sofa hjá giftum manni? Hvaða kona vill ekki mann sem kemur henni á óvart? 9.5.2011 10:17 Leita að goðum og gyðjum Fegurðarsamkeppnin Goð og gyðjur verður haldin á skemmtistaðnum Spot þann 20. maí. Aðstandendur keppninnar leita nú að sex strákum og sex stelpum til að taka þátt og er útgeislun og heilbrigði eiginleikar sem þátttakendur þurfa að hafa fremur en annað. 9.5.2011 10:00 Tolli sýnir í iPad Listamaðurinn Tolli fagnaði útgáfu lstaverkbókarinnar Landslag hugans á Lauganesinu á föstudag. Bókin er fyrir iPad-spjaldtölvur og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 9.5.2011 09:00 Varð stjarnan á Fitness móti Kristín Kristjánsdóttir sigraði Opna alþjóðlega Fitness mótið sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Kristín vakti mikla athygli og var meðal annars fjallað um hana í austurríska dagblaðinu NÖN. 9.5.2011 08:00 Hinar ótal hliðar Einars Teikningar, líkön, hönnunarmunir og heimildir um byggingar eftir Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt eru undirstaða sýningarinnar Hugvit sem opnar í Hafnarborg í dag. Einar Þorsteinn hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Elíassonar undanfarin ár. Pétur Ármannsson sýningarstjóri segir hugmyndaheim Einars Þorsteins einstakan á Íslandi. 8.5.2011 13:00 Vinum Sjonna spáð góðu gengi í Eurovision Þýskur Eurovisionspekúlant, Jan Kuhlmann, spáir vinum Sjonna góðs gengis í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hann telur að lagið nái einu af efstu tíu sætunum. Jan segir einnig stuttlega frá sorgarsögunni um hræðilegt fráfall Sjonna Brink í meðfylgjandi myndskeiði. Þórunn Erna Clausen fagnar umfjölluninnni á Facebook síðunni sinni: Umfjöllun um Coming home á þýskri sjónvarpsstöð....þar er okkur spáð í topp 10 í úrslitunum.....verst að Þjóðverjar kjósa ekki í okkar undanriðli, þeir virðast vera ánægðir með okkur:) 8.5.2011 11:37 Óskarshafi á Bræðslunni Írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard, Hjálmar, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Vax og trúbadorinn Svavar Knútur koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni í Borgarfirði eystri helgina 22. til 24. júlí. Hansard er meðlimur hljómsveitarinnar The Frames og The Swell Season og lék einnig í kvikmyndinni The Commitments. Hann vann Óskarinn árið 2007 fyrir lagið Falling Slowly úr myndinni Once. Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð eystri heim Bræðsluhelgina sem er ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 120 manns. Forsala á Bræðsluna hefst 19. maí á Midi.is. 8.5.2011 11:00 Valdimar heitasta bandið á Íslandi Tónlistarveitan Gogoyoko hélt tónleikaröð sinni áfram á hressingarskálanum í vikunni. Hljómsveitin Valdimar hefur verið það heitasta í íslensku tónlistarlífi síðastliðin misseri. Eins og við var að búast var fullt út úr dyrum þegar hljómsveitin steig á stokk. Myndirnar tala sínu máli. 8.5.2011 10:05 Órói hneykslar Kanadamenn „Þetta var eins og allt þetta ævintýri, voða gaman,“ segir Baldvin Z, leikstjóri kvikmyndarinnar Órói. 8.5.2011 10:00 Fatahönnuðir framtíðar í Central Saint Martins Central Saint Martins skólinn í London er einn besti og virtasti fatahönnunarskóli í heimi. Atvinnu- og áhugamenn um allan heim fylgjast spenntir með nýjum hönnuðum sem útskrifast úr skólanum á hverju ári því oftar en ekki leynast þar framtíðarstjörnurnar í tískubransanum. Meðal heimsfrægra fatahönnuða sem útskrifast hafa úr skólanum er nýstirnið Sarah Burton sem skyndilega er orðin einn þekktasti fatahönnuðurinn í dag eftir að hún hannað brúðarkjól Kate Middleton. Sarah er yfirhönnuður hjá tískuhúsi Alexander McQueen en hann vakti gríðarlega athygli fyrir framúrstefnulega hönnun sína þegar hann útskrifaðist úr Central Saint Martins fyrir tveimur áratugum. Það er því ljóst að einhver af þeim ungu nýútskrifuðu fatahönnuðum úr Central Saint Martins sem sýndu úrskriftarafurðir sýnar á dögunum, sem skoða má í myndasafninu, eiga eftir að skjótast upp á stjörnuhiminninn á næstu árum. 8.5.2011 09:16 Mæðgur með nýtt lag Söngkonan Madonna hefur tekið upp lagið It"s So Cool með dóttur sinni Lourdes sem er fjórtán ára. Lagið verður annað hvort á næstu plötu Madonnu eða á plötu með lögum úr fyrsta leikstjórnarverkefni hennar, kvikmyndinni W.E. 8.5.2011 09:00 Travolta-hjónin sameinuð á hvíta tjaldinu Leikarinn John Travolta, eiginkona hans Kelly Preston og dóttir þeirra Ella Bleu sameinast öll á hvíta tjaldinu í kvikmynd um mafíuforingjann John Gotti, Gotti: Three Generations. Þetta kom fram á blaðamannafundi í vikunni þar sem leikaralisti myndarinnar var kynntur en tökur eru að hefjast þessa dagana. 8.5.2011 09:00 Bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir viðbjóðinn Það lítur allt út fyrir að Sandra Hlíf Ocares sé á bjartsýnislyfjum en hún er staðráðin í að gera hústökuhúsið upp og flytja inn í það með stelpunum sínum tveimur innan þriggja vikna. 8.5.2011 08:51 Sheen langar að skemmta Evrópu Charlie Sheen hefur í hyggju að fara með einleikinn sinn á ferðalag um Evrópu og Asíu. Leikarinn lauk nýverið ferðlagi sínu um Bandaríkin og Kanada en sýningin My Violent Torpedo Of Truth/Death Is Not An Option hlaut misjafnar viðtökur. Sheen hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu eftir að hann sagði framleiðendum sjónvarpsþáttarins Two and Half Men stríð á hendur og var í kjölfarið rekinn. Síðan þá hefur líf leikarans umturnast, hann fer mikinn á netinu og áðurnefnd sýning þykir nokkuð sérstök. 8.5.2011 08:15 Pirruð yfir langri bið Breska söngkonan Kate Bush er mjög pirruð yfir því hversu langan tíma það tekur hana að gera hverja plötu. Síðasta plata hennar, Aerial, kom út árið 2005. Þar áður gaf hún út The Red Shoes árið 1993. Í viðtali við BBC segist hún hafa samið slatta af nýjum lögum en vita ekki hvenær þau komi út. "Það er pirrandi hve plöturnar eru lengi í vinnslu. Ég vildi óska að það væri ekki svona löng bið á milli þeirra,“ sagði hún og vildi ekki meina að hún væri með fullkomnunaráráttu. Síðar í þessum mánuði kemur út platan Director"s Cut sem hefur að geyma lög af plötunum The Sensual World og The Red Shoes. 8.5.2011 20:30 Eftir að múrarnir falla Brotin egg er áhrifarík saga um ógnartíma, full af mannlegri hlýju og léttleika. 7.5.2011 21:30 Kemst Ísland áfram í Eurovision? Vinir Sjonna verða fjórtándu á svið í fyrri forkeppni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva næsta þriðjudag 10. maí. 7.5.2011 17:00 Blóðug hjálparhella hreinsar hústökuhúsið Eins og meðfylgjandi myndband sýnir mættu vinir Söndru til hennar í dag, laugardag, og hjálpuðu henni að hreinsa draslið úr garðinum og innan úr húsinu en útgangurinn var vægast sagt ævintýralegur þegar Sandra fékk það afhent. 7.5.2011 16:00 Þórunn og vinir Sjonna eru alveg með´etta Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Þórunni Ernu Clausen og vini Sjonna flytja syrpu af þekktum Eurovisionlögum á blaðmannafundinum í Dusseldorf í gær. 7.5.2011 15:03 Sýnir sér ósýnilegar myndir Í dag opnar Halldór Dungal myndlistasýningu á Gallerí-Bar 46 við Hverfisgötuna. Sýningin er athyglisverð því Halldór er blindur og hefur því ekki séð verkin sem hann málar. 7.5.2011 15:00 Íslendingar á The Great Escape Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Ólöf Arnalds koma fram á tónlistarhátíðinni The Great Escape í Brighton á Englandi í næstu viku. 7.5.2011 15:00 Svölustu sportbílar framtíðar Hönnuðir helstu sportbílaframleiðanda heims keppast um að hanna framúrstefnulegastu sportbíla heims nú sem aldrei fyrr. Í meðfylgjandi myndasafni gefur að líta margt af því ferskasta sem er í gangi hjá sportbílahönnuðum meðal annars frá; Benz, BMW, Ferrari, Audi, Porsche, Lexus, Mazda, Saab og Range Rover. Margir þessara bíla er komnir af hugmyndastiginu og í hendurnar á heppnum eigendum. 7.5.2011 13:20 Glamúrgellur í kvikmyndaleik Tökur á undirheimakvikmyndinni Svartur á leik eru hafnar. Myndin byggir á samnefndri bók Stefáns Mána um undirheimana í Reykjavík, eiturlyf, handrukkanir og kynlíf. 7.5.2011 13:00 Lady Gaga vísar guðlasti á bug Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. 7.5.2011 13:00 Clooney í góðu næði Þrátt fyrir að George Clooney sé án nokkurs vafa ein allra stærsta kvikmyndastjarnan um þessar mundir tekst honum af og til að halda sig fjarri sviðsljósinu. Þannig varð leikarinn fimmtugur í gær en í stað þess að halda upp á afmælið með glæsilegri veislu og frægum vinum bauð hann kærustu sinni, Elisabettu Canalis, í lágstemmdan kvöldverð á kínverska veitingastaðnum Mr. Chow í miðbæ Los Angeles. 7.5.2011 12:00 Brjáluð í súkkulaði Leikkonan Eva Mendes er brjáluð í súkkulaði og gerir hvað sem er til að fá skammtinn sinn. „Ég myndi borða viðarborð ef það væri súkkulaðihúðað. Ég er sjúk í smákökur, frauð og allt sem tengist súkkulaði,“ sagði hún. „Ef ég fæ mér þá refsa ég mér ekki fyrir það. Ég reyni frekar að njóta þess.“ Mendes, sem er 37 ára, reynir að minnka við sig í kaloríum á öðrum sviðum ef hún fær sér súkkulaði. „Ég reyni að borða eins marga ferska ávexti og eins mikið grænmeti og mögulegt er.“ 7.5.2011 11:00 Cheryl Cole ráðin dómari Enska poppstjarnan Cheryl Cole hefur verið ráðin í dómarastarf í bandarísku útgáfunni af X Factor sem hefur göngu sína síðar á árinu. Cole er 27 ára söngkona stúlknabandsins Girls Aloud. Hún hefur sinnt dómgæslu í síðustu þremur þáttaröðum af X Factor í heimalandi sínu. Tökur á nýju þáttaröðinni hófust á föstudag. "Ég er virkilega spennt yfir því að taka þátt í bandarísku útgáfunni af X Factor,“ sagði Cole. Aðrir í dómnefndinni verða Simon Cowell og upptökustjórinn fyrrverandi Antonio LA Reid. "Ég er virkilega ánægður fyrir hönd Cole,“ sagði Cowell. 7.5.2011 11:00 Sexý og svalar konur hjá Gucci Tískuhúsið Gucci kynnti á dögunum tískuna fyrir næsta haust. Yfirhönnuður þessarar línu hjá Gucci er 39 ára ítalskur fatahönnuður Frida Giannini. Hún tók við sem yfirhönnuður skömmu eftir að Bandaríkjamaðurinn Tom Ford lét af störfum fyrir Tískuhús Gucci en hún starfaði áður sem einn af aðstoðarmönnum hans. Tískuhús Gucci er eitt það stærsta í bransanum. Frida hafði það að markmiði að hanna föt fyrir konur sem þora að vera sexý og svalar. Þetta endurspeglast vel á módelunum sem klæðast þessum ofursvala og sexý fatnaði á myndunum í meðfylgjandi myndasafni. Í myndasafninu má einnig sjá þennan glæsilega yfirhönnuði Gucci, Fridu Giannini. 7.5.2011 09:14 Kex hostel opnar í Reykjavík Knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson, athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson, handboltahetjan Dagur Sigurðsson og fleiri opnuðu gistiheimilið Kex hostel formlega í gær en það er staðsett í húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. 7.5.2011 08:57 Selja fötin á frábæru verði Undanfarin misseri hefur mikið borið á því að smekklegustu skutlur bæjarins hreinsa út úr fataskápum sínum og slá til fatamarkaðar. Þessi helgi er engin undantekning. Í dag milli 13 og 17 fer fram fatamarkaður í portinu á Prikinu þar sem Erna Bergmann, Svala Lind og Anna Soffía standa vaktina. 7.5.2011 12:06 Dóp og slagsmál í Quarashi-mynd Ný heimildarmynd um rappsveitina Quarashi er í undirbúningi í leikstjórn Gauks Úlfarssonar, sem vann mikið með sveitinni á sínum tíma. 6.5.2011 18:00 Hera er opinber söngkona Mr. Gay World USA „Ég vona að þetta vindi upp á sig. Þetta er besti bransinn til að byrja í því þetta eru „trendsetterarnir“,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir. Hera er sjóðandi heit í heimi samkynhneigðra í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hún er opinber söngkona keppninnar Mr. Gay World USA og lag hennar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppninnar. Undankeppnir hefjast víða um Bandaríkin í júní og Hera kemur fram á einhverjum þeirra. Þá kemur hún fram í lokakeppninni í janúar á næsta ári. 6.5.2011 18:00 Risaverk nema Myndlistaskólans Nemar við Myndlistaskólann í Reykjavík opna í sýningu í dag og hafa af því tilefni málað risavaxið verk á vegg í sýningarsalnum. 6.5.2011 18:00 Fjallabræður undirbúa plötu Vestfirski stuðkórinn Fjallabræður er að undirbúa nýja plötu sem kemur út fyrir næstu jól ef allt gengur að óskum. Fyrsta plata Fjallabræðra kom út fyrir tveimur árum og hefur hún selst mjög vel, eða í um fimm þúsund eintökum. Kórinn syngur á þjóðhátíð í Eyjum í annað sinn í röð í sumar en hefur annars hægt um sig. Kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson á góðar minningar frá síðustu þjóðhátíð. „Það var alveg geðveikt. Við vorum í jakkafötunum í átján klukkutíma," segir hann hress. 6.5.2011 17:00 Sjá næstu 50 fréttir
Kexverksmiðjan vaknar til lífsins Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að nokkrir gamlir vinir og kunningjar hefðu leigt gömlu kexverksmiðjuna Frón og hyggðust opna þar gistiheimili. Um helgina voru síðan dyrnar opnaðar. 10.5.2011 04:30
Hlæ og græt til skiptis "Þetta er mög mikil vinna og við erum að frá morgni til kvölds. Sífellt að vekja athygli á strákunum, þó að við séum út að borða erum við líka að dreifa út nafnspjöldum og barmmerkjum,“ segir Þórunn Erna Clausen en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún með smá stund milli stríða en dagskráin hjá Eurovisionhóp Íslands er þéttskipuð í Þýskalandi enda styttist óðum í að Vinir Sjonna stíga á svið í Dusseldorf. 9.5.2011 19:15
Eruð þið ekki að grínast með píkuhálsmenin? Já algjörlega. Mér finnst þessi ljósbleika rosa falleg, sagði Sigga Lund útvarpskona spurð hvort hún gæti hugsað sér að ganga með píkuhálsmen en hún og Ragnheiður Eiríksdóttir voru gestir í Dyngjunni í umsjá Bjarkar Eiðsdóttur og Nadiu Katrín Banine í síðustu viku þar sem píkan var aðalumræðuefnið. Hér má sjá píku-umræðuna. 9.5.2011 15:31
Gói, Þröstur og eldfærin Það er orðið nokkuð algengt að barnaleiksýningar brjóti hinn fræga fjórða vegg, þann ósýnilega sem skilur áhorfandann frá því sem gerist á sviðinu og leikararnir virðast yfirleitt ekki sjá í gegnum. Leikhústöfrar eru nefnilega ólíkir öðrum töfrum að því leyti að þeir eiga það til að magnast ef blekkingin er afhjúpuð og það er freistandi að vera fyrsti leikhúslistamaðurinn sem upplýsir ungan áhorfanda um þessa staðreynd. Sýningin Eldfærin er sérstaklega gott dæmi um það hversu vel þetta getur heppnast. 9.5.2011 15:00
Gerum okkar besta og hugsum til Sjonna Við erum með hjartað á réttum stað og ætlum að gera okkar besta og hugsa til Sjonna á meðan við erum að gera þetta, sagði Þórunn Erna Clausen sem var stödd í höllinni í Dusseldorf ásamt vinum Sjonna þegar við hringdum í hana rétt fyrir klukkan 13.30 í dag, mánudag. Kvöldið í kvöld er ekki síður mikilvægt en annað kvöld fyrir íslenska hópinn því í kvöld flytja vinir Sjonna framlag Íslands, lagið Coming home, fyrir dómara keppninnar en atkvæði dómnefndar gilda 50% á móti símakosningunni sem fer fram annað kvöld þegar fyrri undankeppni Eurovision fer fram. Heyra má viðtalið við Þórunni í meðfylgjandi myndskeiði. Hér má sjá og heyra lagið What´s Another Year sem Þórunn minnist á í viðtalinu. Sjonnibrink.is 9.5.2011 14:17
Ný kjólalína frá Ásdísi Rán "Ég er í Búlgaríu núna í vinnuferð fram í miðjan mánuðinn en þá fer ég til Þýskalands og þarf enn og aftur að pakka búslóðinni þar sem samningnum hans Garðars líkur í lok maí. " 9.5.2011 12:18
Tískusýning útskriftarnema í LHÍ Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fór fram á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, í portinu á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Myndatökumaður Vísis var á svæðinu og myndaði sýninguna. Níu nemendur við fatahönnunardeild sýndu lokaverkefni sín; Elsa María Blöndal, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Guðmundur Jörundsson, Gyða Sigfinnsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Hjördís Gestsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigríður M. Sigurjónsdóttir. 9.5.2011 12:00
Stífmálaðar túttur Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi hjá Superman.is síðasta laugardag á veitingahúsinu Nasa þar sem sumargleði á vegum Kiss í Kringlunni og Airbrush og make up skólanum fór fram fyrir fullu húsi. Þá skemmti fólk sér einnig á Hressingarskálanum. 9.5.2011 11:23
Sumarvilla á Indlandi Þetta framandi hús stendur við lítið fiskiþorp á suðurströnd Indlands og er sumarhús fjölskyldu sem býr í London. Þetta er drauma sumarleyfisstaður þeirra sem kjósa framandi fallega staði sem túristahópar hafa enn ekki fundið. Hver myndi ekki vilja eyða sumarfríi sinna drauma í þessu sérstaka húsið við strendur suður Indlands sem endurspeglar menningu staðarins. Arkítektarnir hjá Khosla hönnuðu húsið með það í huga að íbúarni gætu notið útsýnisins 180 gráður yfir fagur blátt hafið á þessum einstaka stað. Byggingin hvílir að mestu á fjórum veggjum sem standa fyrir opnum rýmum í allar áttir sem er ætlað að skapa næmni hússins fyrir loftslagi hitabeltisins. Þakið er útpælt í þeim tilgangi að hlífa húsinu og íbúum þess sem best við sterkri sólinni úr vestri og regntímbilinu sem gengur reglulega yfir svæðið. Innrarýmið er hannað með það í huga að skapa loftflæði frá hafinu í gegnum öll rými byggingarinnar. Til þess að skapa gott loftflæði í gegnum húsið voru hannaðir sérstakir tréflekar inn í húsið til þess að hafa mætti stjórn á því hvernig golunni frá hafinu er beint í gegnum rýminn. 9.5.2011 11:00
Viðkvæmir ættu ekki að skoða þessar myndir Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru af breska grínistanum og leikaranum Russell Brand spranga um á nærbrókunum einum fata á hóteli á Miami Beach 6. maí síðastliðinn. Þá má líka sjá manninn hugleiða með hárið tekið aftur í tagl og á rauða dreglinum ásamt eiginkonu sinni, söngkonunni Katy Perry. 9.5.2011 10:47
Ekki fórstu heim til hans og ældir út um allt? Meðfylgjandi má heyra tvær vinkonur spjalla saman á persónulegu nótunum þar sem önnur þeirra rifjar upp ævintýri helgarinnar. Um er að ræða stutt útvarpsleikrit, sem er fastur liður í útvarpsþætti Siggu Lund og Ellý Ármanns sem er á dagskrá Bylgjunnar á sunnudagskvöldum. Síða þáttarins á Facebook. Ertu virkilega að sofa hjá giftum manni? Hvaða kona vill ekki mann sem kemur henni á óvart? 9.5.2011 10:17
Leita að goðum og gyðjum Fegurðarsamkeppnin Goð og gyðjur verður haldin á skemmtistaðnum Spot þann 20. maí. Aðstandendur keppninnar leita nú að sex strákum og sex stelpum til að taka þátt og er útgeislun og heilbrigði eiginleikar sem þátttakendur þurfa að hafa fremur en annað. 9.5.2011 10:00
Tolli sýnir í iPad Listamaðurinn Tolli fagnaði útgáfu lstaverkbókarinnar Landslag hugans á Lauganesinu á föstudag. Bókin er fyrir iPad-spjaldtölvur og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 9.5.2011 09:00
Varð stjarnan á Fitness móti Kristín Kristjánsdóttir sigraði Opna alþjóðlega Fitness mótið sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Kristín vakti mikla athygli og var meðal annars fjallað um hana í austurríska dagblaðinu NÖN. 9.5.2011 08:00
Hinar ótal hliðar Einars Teikningar, líkön, hönnunarmunir og heimildir um byggingar eftir Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt eru undirstaða sýningarinnar Hugvit sem opnar í Hafnarborg í dag. Einar Þorsteinn hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Elíassonar undanfarin ár. Pétur Ármannsson sýningarstjóri segir hugmyndaheim Einars Þorsteins einstakan á Íslandi. 8.5.2011 13:00
Vinum Sjonna spáð góðu gengi í Eurovision Þýskur Eurovisionspekúlant, Jan Kuhlmann, spáir vinum Sjonna góðs gengis í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hann telur að lagið nái einu af efstu tíu sætunum. Jan segir einnig stuttlega frá sorgarsögunni um hræðilegt fráfall Sjonna Brink í meðfylgjandi myndskeiði. Þórunn Erna Clausen fagnar umfjölluninnni á Facebook síðunni sinni: Umfjöllun um Coming home á þýskri sjónvarpsstöð....þar er okkur spáð í topp 10 í úrslitunum.....verst að Þjóðverjar kjósa ekki í okkar undanriðli, þeir virðast vera ánægðir með okkur:) 8.5.2011 11:37
Óskarshafi á Bræðslunni Írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard, Hjálmar, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Vax og trúbadorinn Svavar Knútur koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni í Borgarfirði eystri helgina 22. til 24. júlí. Hansard er meðlimur hljómsveitarinnar The Frames og The Swell Season og lék einnig í kvikmyndinni The Commitments. Hann vann Óskarinn árið 2007 fyrir lagið Falling Slowly úr myndinni Once. Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð eystri heim Bræðsluhelgina sem er ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 120 manns. Forsala á Bræðsluna hefst 19. maí á Midi.is. 8.5.2011 11:00
Valdimar heitasta bandið á Íslandi Tónlistarveitan Gogoyoko hélt tónleikaröð sinni áfram á hressingarskálanum í vikunni. Hljómsveitin Valdimar hefur verið það heitasta í íslensku tónlistarlífi síðastliðin misseri. Eins og við var að búast var fullt út úr dyrum þegar hljómsveitin steig á stokk. Myndirnar tala sínu máli. 8.5.2011 10:05
Órói hneykslar Kanadamenn „Þetta var eins og allt þetta ævintýri, voða gaman,“ segir Baldvin Z, leikstjóri kvikmyndarinnar Órói. 8.5.2011 10:00
Fatahönnuðir framtíðar í Central Saint Martins Central Saint Martins skólinn í London er einn besti og virtasti fatahönnunarskóli í heimi. Atvinnu- og áhugamenn um allan heim fylgjast spenntir með nýjum hönnuðum sem útskrifast úr skólanum á hverju ári því oftar en ekki leynast þar framtíðarstjörnurnar í tískubransanum. Meðal heimsfrægra fatahönnuða sem útskrifast hafa úr skólanum er nýstirnið Sarah Burton sem skyndilega er orðin einn þekktasti fatahönnuðurinn í dag eftir að hún hannað brúðarkjól Kate Middleton. Sarah er yfirhönnuður hjá tískuhúsi Alexander McQueen en hann vakti gríðarlega athygli fyrir framúrstefnulega hönnun sína þegar hann útskrifaðist úr Central Saint Martins fyrir tveimur áratugum. Það er því ljóst að einhver af þeim ungu nýútskrifuðu fatahönnuðum úr Central Saint Martins sem sýndu úrskriftarafurðir sýnar á dögunum, sem skoða má í myndasafninu, eiga eftir að skjótast upp á stjörnuhiminninn á næstu árum. 8.5.2011 09:16
Mæðgur með nýtt lag Söngkonan Madonna hefur tekið upp lagið It"s So Cool með dóttur sinni Lourdes sem er fjórtán ára. Lagið verður annað hvort á næstu plötu Madonnu eða á plötu með lögum úr fyrsta leikstjórnarverkefni hennar, kvikmyndinni W.E. 8.5.2011 09:00
Travolta-hjónin sameinuð á hvíta tjaldinu Leikarinn John Travolta, eiginkona hans Kelly Preston og dóttir þeirra Ella Bleu sameinast öll á hvíta tjaldinu í kvikmynd um mafíuforingjann John Gotti, Gotti: Three Generations. Þetta kom fram á blaðamannafundi í vikunni þar sem leikaralisti myndarinnar var kynntur en tökur eru að hefjast þessa dagana. 8.5.2011 09:00
Bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir viðbjóðinn Það lítur allt út fyrir að Sandra Hlíf Ocares sé á bjartsýnislyfjum en hún er staðráðin í að gera hústökuhúsið upp og flytja inn í það með stelpunum sínum tveimur innan þriggja vikna. 8.5.2011 08:51
Sheen langar að skemmta Evrópu Charlie Sheen hefur í hyggju að fara með einleikinn sinn á ferðalag um Evrópu og Asíu. Leikarinn lauk nýverið ferðlagi sínu um Bandaríkin og Kanada en sýningin My Violent Torpedo Of Truth/Death Is Not An Option hlaut misjafnar viðtökur. Sheen hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu eftir að hann sagði framleiðendum sjónvarpsþáttarins Two and Half Men stríð á hendur og var í kjölfarið rekinn. Síðan þá hefur líf leikarans umturnast, hann fer mikinn á netinu og áðurnefnd sýning þykir nokkuð sérstök. 8.5.2011 08:15
Pirruð yfir langri bið Breska söngkonan Kate Bush er mjög pirruð yfir því hversu langan tíma það tekur hana að gera hverja plötu. Síðasta plata hennar, Aerial, kom út árið 2005. Þar áður gaf hún út The Red Shoes árið 1993. Í viðtali við BBC segist hún hafa samið slatta af nýjum lögum en vita ekki hvenær þau komi út. "Það er pirrandi hve plöturnar eru lengi í vinnslu. Ég vildi óska að það væri ekki svona löng bið á milli þeirra,“ sagði hún og vildi ekki meina að hún væri með fullkomnunaráráttu. Síðar í þessum mánuði kemur út platan Director"s Cut sem hefur að geyma lög af plötunum The Sensual World og The Red Shoes. 8.5.2011 20:30
Eftir að múrarnir falla Brotin egg er áhrifarík saga um ógnartíma, full af mannlegri hlýju og léttleika. 7.5.2011 21:30
Kemst Ísland áfram í Eurovision? Vinir Sjonna verða fjórtándu á svið í fyrri forkeppni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva næsta þriðjudag 10. maí. 7.5.2011 17:00
Blóðug hjálparhella hreinsar hústökuhúsið Eins og meðfylgjandi myndband sýnir mættu vinir Söndru til hennar í dag, laugardag, og hjálpuðu henni að hreinsa draslið úr garðinum og innan úr húsinu en útgangurinn var vægast sagt ævintýralegur þegar Sandra fékk það afhent. 7.5.2011 16:00
Þórunn og vinir Sjonna eru alveg með´etta Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Þórunni Ernu Clausen og vini Sjonna flytja syrpu af þekktum Eurovisionlögum á blaðmannafundinum í Dusseldorf í gær. 7.5.2011 15:03
Sýnir sér ósýnilegar myndir Í dag opnar Halldór Dungal myndlistasýningu á Gallerí-Bar 46 við Hverfisgötuna. Sýningin er athyglisverð því Halldór er blindur og hefur því ekki séð verkin sem hann málar. 7.5.2011 15:00
Íslendingar á The Great Escape Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Ólöf Arnalds koma fram á tónlistarhátíðinni The Great Escape í Brighton á Englandi í næstu viku. 7.5.2011 15:00
Svölustu sportbílar framtíðar Hönnuðir helstu sportbílaframleiðanda heims keppast um að hanna framúrstefnulegastu sportbíla heims nú sem aldrei fyrr. Í meðfylgjandi myndasafni gefur að líta margt af því ferskasta sem er í gangi hjá sportbílahönnuðum meðal annars frá; Benz, BMW, Ferrari, Audi, Porsche, Lexus, Mazda, Saab og Range Rover. Margir þessara bíla er komnir af hugmyndastiginu og í hendurnar á heppnum eigendum. 7.5.2011 13:20
Glamúrgellur í kvikmyndaleik Tökur á undirheimakvikmyndinni Svartur á leik eru hafnar. Myndin byggir á samnefndri bók Stefáns Mána um undirheimana í Reykjavík, eiturlyf, handrukkanir og kynlíf. 7.5.2011 13:00
Lady Gaga vísar guðlasti á bug Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. 7.5.2011 13:00
Clooney í góðu næði Þrátt fyrir að George Clooney sé án nokkurs vafa ein allra stærsta kvikmyndastjarnan um þessar mundir tekst honum af og til að halda sig fjarri sviðsljósinu. Þannig varð leikarinn fimmtugur í gær en í stað þess að halda upp á afmælið með glæsilegri veislu og frægum vinum bauð hann kærustu sinni, Elisabettu Canalis, í lágstemmdan kvöldverð á kínverska veitingastaðnum Mr. Chow í miðbæ Los Angeles. 7.5.2011 12:00
Brjáluð í súkkulaði Leikkonan Eva Mendes er brjáluð í súkkulaði og gerir hvað sem er til að fá skammtinn sinn. „Ég myndi borða viðarborð ef það væri súkkulaðihúðað. Ég er sjúk í smákökur, frauð og allt sem tengist súkkulaði,“ sagði hún. „Ef ég fæ mér þá refsa ég mér ekki fyrir það. Ég reyni frekar að njóta þess.“ Mendes, sem er 37 ára, reynir að minnka við sig í kaloríum á öðrum sviðum ef hún fær sér súkkulaði. „Ég reyni að borða eins marga ferska ávexti og eins mikið grænmeti og mögulegt er.“ 7.5.2011 11:00
Cheryl Cole ráðin dómari Enska poppstjarnan Cheryl Cole hefur verið ráðin í dómarastarf í bandarísku útgáfunni af X Factor sem hefur göngu sína síðar á árinu. Cole er 27 ára söngkona stúlknabandsins Girls Aloud. Hún hefur sinnt dómgæslu í síðustu þremur þáttaröðum af X Factor í heimalandi sínu. Tökur á nýju þáttaröðinni hófust á föstudag. "Ég er virkilega spennt yfir því að taka þátt í bandarísku útgáfunni af X Factor,“ sagði Cole. Aðrir í dómnefndinni verða Simon Cowell og upptökustjórinn fyrrverandi Antonio LA Reid. "Ég er virkilega ánægður fyrir hönd Cole,“ sagði Cowell. 7.5.2011 11:00
Sexý og svalar konur hjá Gucci Tískuhúsið Gucci kynnti á dögunum tískuna fyrir næsta haust. Yfirhönnuður þessarar línu hjá Gucci er 39 ára ítalskur fatahönnuður Frida Giannini. Hún tók við sem yfirhönnuður skömmu eftir að Bandaríkjamaðurinn Tom Ford lét af störfum fyrir Tískuhús Gucci en hún starfaði áður sem einn af aðstoðarmönnum hans. Tískuhús Gucci er eitt það stærsta í bransanum. Frida hafði það að markmiði að hanna föt fyrir konur sem þora að vera sexý og svalar. Þetta endurspeglast vel á módelunum sem klæðast þessum ofursvala og sexý fatnaði á myndunum í meðfylgjandi myndasafni. Í myndasafninu má einnig sjá þennan glæsilega yfirhönnuði Gucci, Fridu Giannini. 7.5.2011 09:14
Kex hostel opnar í Reykjavík Knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson, athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson, handboltahetjan Dagur Sigurðsson og fleiri opnuðu gistiheimilið Kex hostel formlega í gær en það er staðsett í húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. 7.5.2011 08:57
Selja fötin á frábæru verði Undanfarin misseri hefur mikið borið á því að smekklegustu skutlur bæjarins hreinsa út úr fataskápum sínum og slá til fatamarkaðar. Þessi helgi er engin undantekning. Í dag milli 13 og 17 fer fram fatamarkaður í portinu á Prikinu þar sem Erna Bergmann, Svala Lind og Anna Soffía standa vaktina. 7.5.2011 12:06
Dóp og slagsmál í Quarashi-mynd Ný heimildarmynd um rappsveitina Quarashi er í undirbúningi í leikstjórn Gauks Úlfarssonar, sem vann mikið með sveitinni á sínum tíma. 6.5.2011 18:00
Hera er opinber söngkona Mr. Gay World USA „Ég vona að þetta vindi upp á sig. Þetta er besti bransinn til að byrja í því þetta eru „trendsetterarnir“,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir. Hera er sjóðandi heit í heimi samkynhneigðra í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hún er opinber söngkona keppninnar Mr. Gay World USA og lag hennar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppninnar. Undankeppnir hefjast víða um Bandaríkin í júní og Hera kemur fram á einhverjum þeirra. Þá kemur hún fram í lokakeppninni í janúar á næsta ári. 6.5.2011 18:00
Risaverk nema Myndlistaskólans Nemar við Myndlistaskólann í Reykjavík opna í sýningu í dag og hafa af því tilefni málað risavaxið verk á vegg í sýningarsalnum. 6.5.2011 18:00
Fjallabræður undirbúa plötu Vestfirski stuðkórinn Fjallabræður er að undirbúa nýja plötu sem kemur út fyrir næstu jól ef allt gengur að óskum. Fyrsta plata Fjallabræðra kom út fyrir tveimur árum og hefur hún selst mjög vel, eða í um fimm þúsund eintökum. Kórinn syngur á þjóðhátíð í Eyjum í annað sinn í röð í sumar en hefur annars hægt um sig. Kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson á góðar minningar frá síðustu þjóðhátíð. „Það var alveg geðveikt. Við vorum í jakkafötunum í átján klukkutíma," segir hann hress. 6.5.2011 17:00