Fleiri fréttir

Fagurt er í Hörpu

Fyrstu tónleikar Sinfóníunnar í Hörpu lofuðu góðu. Tónlistarflutningurinn var magnaður og hljómburðurinn flottur. Ég held að það sé ljóst að Harpa er vel heppnað tónleikahús, að minnsta kosti stóri salurinn. Ég óska okkur öllum til hamingju með stórkostlegan áfanga í menningarlífinu á Íslandi.

Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI

Tískuverslunin GK Reykjavík hefur nýverið tekið að selja hönnun bARBÖRU í gONGINI og ætti það að vera mikið fagnaðarefni fyrir áhugafólk um skandinavíska hönnun. Ása Ninna Pétursdóttir, sem rekur GK Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum, Guðmundi Hallgrímssyni, sýnir brotabrot af hönnun bARBÖRU í gONGINGI í meðfylgjandi myndskeiði. Hönnunarmerkið bARBARA í gONGINI var á meðal þeirra skandinavísku tískumerkja sem sýndu línur sínar á nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn. Merkið er upprunalega frá Færeyjum en hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og þykir hönnun þess dökk og framúrstefnuleg.

Mikið rétt sætu stelpurnar hittust í gær

Meðfylgjandi myndir voru teknar í höfuðstöðvum Aveda á Íslandi í Borgartúni í gærkvöldi þar sem fjöldi hárgreiðslukvenna kom saman á svokölluðu Mini master djamm móti þar sem stofurnar Unique hár og spa og 101 Hárhönnun kynntu það nýjasta frá Aveda í hár og litun.

Einbýlishúsin verða varla djarfari

Þetta djarfa einbýlishús var byggt á síðasta ári í Bandaríkjunum. Húseigandinn vildi hús hannað af framúrstefnulegri dirfsku en án þess að það yrði tilgerðarlegt í vísindaskáldsögustíl. Það verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til í hönnuninni á þessu sérkennilega svarta húsi sem sker sig með afgerandi hætti frá villtri náttúrunni sem umlykur þessa framúrstefnulegu hönnun. Einfalt og smekklegt hús sem sýnir svo sannarlega hvernig tiltölulega djörf hönnun nýtur sín vel á sátt við náttúruna á þessum einstaklega fagra stað.

Depp vill taka því rólega

Þrátt fyrir að enn eigi eftir að frumsýnda sjóræningjamyndina Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides er framleiðandinn Disney þegar farinn að skipuleggja fimmtu myndina í seríunni. Johnny Depp, sem leikur sjóræningjann Jack Sparrow, vill samt ekki fara of geyst í málin og vill helst bíða í smá tíma.

Tölvuleikur eftir íslenskri teiknimynd fær risastyrk

Tölvuleikur byggður á tölvuteiknimyndinni Hetjur Valhallar – Þór sem teiknimyndafyrirtækið CAOZ er nú að klára fer vænatanlega á netið á næsta ári. Hann verður hlutverkaleikur, ætlaður börnum og verður aðalmarkaðssvæðið Norðurlöndin og Þýskaland. Tölvuleikurinn fékk nýverið styrk úr evrópska MEDIA-sjóðnum upp á 24 milljónir íslenskra króna, en það þykir mikill gæðastimpill að fá slíkan styrk úr áðurnefndum sjóði. Þegar hefur verið gerður símaleikur fyrir i-Phone síma um Þór þrumuguð en eins og gefur að skilja er þessi netleikur mun stærri í sniðum.

Kynnumst aðeins gamla manninum

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fróðlegt viðtal við eiginmann söngkonunnar Önnu Mjallar Ólafsdóttur, Cal Worthington, sem er kunnur bílasali. Cal lítur til fortíðar í viðtalinu og rifjar upp forvitnilega hluti sem hann hefur upplifað á sinni löngu ævi en Cal er fimmtíu árum eldri en Anna Mjöll. Gamli maðurinn er hress miðað við aldur og syngur meðal annars í myndskeiðinu.

Lygilega sniðug augnmálning

Margrét Friðriksdóttir förðunarfræðingur gerir vægast sagt magnaða hluti með því að nota XOXO förðunarpakkann á andlit Írisar Bjarkar Jóhannesdóttur ungfrú Reykjavík 2010 eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Margrét farðar annað augað á Írisi á mettíma. Sjón er sögu ríkari.

Fastur í fljótabát og aðeins fimm dagar eftir

Nú er aldeilis farið að síga á seinni hluta ferðalags Sighvats Bjarnasonar umhverfis jörðina á 80 dögum. Hann er búinn að vera 75 daga á leiðinni og þarf að hafa sig allan við til að ná niður til Ríó og fljúga heim til Íslands.

Fara vel við íslenskt sumar

Nælonsokkar Borghildar Gunnarsdóttur hafa vakið athygli. Hún svarar eftirspurn og býr til nýjar litasamsetningar fyrir sumarið. Ný lína undir merkinu Milla Snorrason er svo í mótun.

Fínpússaðir skrælingjar

Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.

Æskuvinirnir frá Kaliforníu

Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton.

Hómópati Hollywoodstjarna á Íslandi

Dana Ullman, hómópati Hollywood stjarnanna er staddur á Íslandi. Hann hefur starfað náið með lækni Elísabetar Englandsdrottningar en hún hefur mikla trú á hómopatiu og hefur notað hana í gegnum árin. Dana hefur unnið með mörgum þekktum einstaklingum og gaf út bókina The Homeopathic Revolution en þar segir hann frá sönnum sögum af frægu fólki sem hefur notað hómópatiu eins og Bill Clinton, Tony Blair, David Beckham, Tina Turner, Paul McCartney, Jennifer Aniston og Orlando Bloom. Fyrirlesturinn verður haldinn á Háskólatorgi Háskóla Íslands, sal 102, klukkan 20.00 í kvöld, fimmtudaginn 5. maí og er öllum opinn og ókeypis. Sjá nánar á hér (fagfélag hómopata á Íslandi).

Twilight með flest atkvæði

Vampírumyndin The Twilight Saga: Eclipse hefur fengið átta tilnefningar til MTV-kvikmyndaverðlaunanna sem verða afhent í Los Angeles 5. júní. Hún er tilnefnd sem besta myndin auk þess sem aðalleikararnir Robert Pattinson og Kristen Stewart fá einnig tilnefningar. Hasarmyndin Inception með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki fær sjö

Þrettánda árið hafið

Fyrsti heimaleikur KR-inga í Pepsi-deild karla verður í Frostaskjólinu á sunnudaginn og að sjálfsögðu verður KR-útvarpið á sínum stað eins og undanfarin tólf ár. Hver reynsluboltinn á fætur öðrum úr fjölmiðlageiranum verður á bak við hljóðnemann í sumar og nægir þar að nefna Bjarna Fel, Hallgrím Indriðason, Felix Bergsson, Frey Eyjólfsson, Hauk Holm og Boga Ágústsson. Sá síðastnefndi var einmitt heiðraður sem sjálfboðaliði ársins fyrir störf sín í útvarpinu á uppskeruhátíð tippklúbbs KR um síðustu helgi.

Ég og Svavar án rafmagns

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur og hljómsveitin Ég koma fram á þriðju tónleikunum í tónleikaröðinni Rafmagnslaust á Norðurpólnum í kvöld. Einnig kemur hljómsveitin Flugdrekafélag fram í fyrsta skipti opinberlega.

Íslenskar kvikmyndir í Bíó Paradís

Bíó Paradís, kvikmyndahúsið við Hverfisgötu, hyggst blása til íslensks kvikmyndasumars og hefst það 6. maí. Í hverri viku verður sýnd íslensk kvikmynd með enskum texta og er þetta því kjörið tækifæri fyrir Íslendinga sem vilja sýna útlendingum íslenska kvikmyndamenningu og jafnframt rifja upp gömul kynni við gamlar íslenskar kvikmyndir.

Miðnætursprengja í Kringlunni í kvöld

"Litirnir eru bjartir og skemmtilegir. Rauðu litirnir eru áberandi en við þurfum á þeim að halda eftir þungan vetur. Einnig er mikið um sæta blómakjóla,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC, um tískustraumana þessa dagana.

Er næsta stórstjarna í íslenskri myndasögugerð

Lilja Hlín Pétursdóttir sigraði í myndasögukeppni Ókeibæ-kur og fékk að launum útgáfusamning við fyrirtækið. Myndasagan hennar er bæði blóðug og ofbeldisfull. Keppnin var haldin fyrir Ókeipiss, myndasögutímaritið sem kemur út á laugardaginn. Sama dag verður haldið upp á hinn alþjóðlega ókeypis-myndasögudag.

Slúðrað um endurkomu

Talið er að endurkoma frægustu útgáfunnar af Guns N‘ Roses sé á næsta leiti. Hljómsveitin hefur gengið í gegnum ótal breytingar frá því að hún var stofnuð árið 1985.

Er vonda drottningin

Það eru ansi magnaðir hlutir að gerast hjá Disney. Ekki að það sé eitthvað fréttnæmt heldur virðist nýjasta kvikmynd Spiderman-leikstjórans Sam Raimi innan veggja fyrirtækisins lofa góðu. Myndin er svokallaður forleikur að Galdrakarlinum í Oz og segir frá sölumanni einum sem lendir í því að loftbelgur hans hafnar í hvirfilbyl og sendir hann í töfralandið fræga. Þar kemst hann í kynni við töfrakonuna Theódóru með skelfilegum afleiðingum.

Hlakkar til að standa á sviðinu

"Þessi salur lítur ótrúlega skemmtilega út. Ég hlakka mjög mikið til að standa á þessu sviði,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu blæs Helgi til stórtónleika í Eldborgarsal Hörpunnar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þar munu hann og þekktir tónlistarmenn á borð við Bogomil Font, Ragnheiði Gröndal og Högna Egilsson flytja íslenskar dægurlagaperlur. „Víkingur Heiðar var að æfa sig þegar við vorum þarna og það er svaka flottur hljómur, þetta er mikið djásn sem við höfum eignast þarna."

Allt eins og það á að vera hjá Þór

Thor er skemmtileg mynd að mestu. Ég átti erfitt með fyrstu 25 mínúturnar, en þær gerast allar í hinum tölvugerða Ásgarði (sem lítur út eins og framtíðarlegt hommadiskótek) og ég var orðinn smeykur um að ég fengi aldrei að sjá hinum megin við green-screen tjaldið. En þegar Thor missir mátt sinn og er sendur til jarðar byrjar myndin fyrir alvöru.

Getur hugsað sér sjónvarpsferil eftir fótboltann

„Þetta hefur þróast útí það að Sky hefur sett sig í samband við mig og athugað hvort ég væri laus með tilliti til æfinga-og leikjaplans,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Fullham, í samtali við Fréttablaðið. Eiður fékk lofsamlega dóma á samskiptasíðunni Twitter eftir frammistöðu sína sem gestur í myndveri Sky Sports fyrir og eftir leik Barcelona og Real Madrid í meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld.

Krafturinn selur grimmt

Þegar fyrsta kvikmyndin um bílatuddann Toretto og lögregluþjóninn Brian O‘Conner var frumsýnd fyrir áratug hefði engan kvikmyndaspekúlant grunað að fjórar kappaksturskvikmyndir ættu eftir að fylgja í kjölfarið. En glæsikerrurnar trekkja að. Fast Five fór rakleiðis á toppinn í Bandaríkjunum enda skartar myndin þeim Paul Walker og Vin Diesel í aðalhlutverkum. Myndin tekur upp þráðinn þar sem Fast & Furious

Bond bað um Sjálfstætt fólk

Kvikmyndaleikarinn Daniel Craig, betur þekktur sem James Bond, spurði um bókina Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í bókabúð í bænum Oswestry í Shropshire-sýslu á Englandi fyrir skömmu.

Samþykkti Clooney þessa myndatöku?

Ítalska unnusta bandaríska leikarans George Clooney, Elizabetta Canalis, situr fyrir nakin í auglýsingaherferð fyrir PETA dýraverndunarsamtökin. Elizabetta á ekki í vandræðum við að gæla við myndavélina þó hún sé kviknakin með grábláan bakgrunn eins og greinilega má sjá má meðfylgjandi myndum. Þá má einnig sjá Elizabettu, sem er sjónvarpsstjarna í heimalandi sínu, leika í Ferrero auglýsingu, á hlaupum um götur Mílanó og með Clooney.

Sumarbústaðir þurfa ekki að vera flóknir

Gæti hæglega verið nútímalegt sumarhús við Þingvallavatn því umhverfið er mjög íslenskt. En svo er þó ekki því þessi sumarbústaður stendur við fagurt vatn í norður Ameríku. Hönnun hússin er einföld og smekkleg á þessum kyrrláta fallega stað. Útsýnið og umhverfið nýtur sín vel innan úr einföldu hlýlegu rými í gegnum stóra glugga sem endurspegla blárri fallegri birtu inn í húsið. Stóru gluggarnir ramma inn fallegt ytra umhverfið enda engin þörf á myndum á veggina þarna þar sem nóg er að sjá úr stofunni yfir stórbrotið umhverfið.

Tónleikar fyrir BBC

Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að flytja nýjustu plötu sína, The King of Limbs, í heild sinni fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC. Tónleikarnir verða hluti af Live From The Basement tónleikaröð BBC og verða þeir sýndir 1. júlí. Upptökustjóri tónleikanna verður Nigel Godrich sem stjórnaði einnig upptökum á The King of Limbs.

Bigelow heldur uppteknum hætti

Bandaríska leikstýran Kathryn Bigelow hefur óvænt fengið upp í hendurnar magnaðan söguþráð sem sennilega á eftir að reynast gullnáma. Hún hefur nefnilega, nánast frá fyrstu hendi, fengið innsýn inn í líf þeirra sem höfðu uppi á Osama bin Laden og drápu í Pakistan.

Þingmaður með Dylan-tónleika

Hollvinafélag Minnesota-háskóla verður með uppákomu 15. maí í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan. Þar munu KK og Valgeir Guðjónsson flytja lög Dylans og eigin lög innblásin af verkum söngvaskáldsins.

Popp í sígildum stíl

Héðan í frá er fyrsta plata Karls Hallgrímssonar. Á henni eru átta frumsamin lög og textar, auk titillagsins sem er eftir Lisu Gutkin. Hún samdi upphaflega lagið við texta Woody Guthrie, en Karl gerði nýjan texta byggðan á texta Guthries. Platan er tekin upp á Akureyri undir stjórn Orra Harðarsonar sem útsetur lögin með Karli, en einvala lið hljóðfæraleikara spilar á Héðan í frá, þar á meðal Pálmi Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson, Birgir Baldursson, Eðvarð Lárusson og Hjörleifur Valsson.

Dansandi draumabirnir kvikmyndaðir á Íslandi

Von er á um fjörutíu samkynhneigðum björnum til landsins í september á uppákomuna Bears on Ice. Uppákoman verður haldin 8. til 11. september næstkomandi og er stíluð inn á svokallaða birni eða „bears“. Það er heiti á samkynhneigðum körlum sem eltast ekki við staðalímynd hommans og eru oftar en ekki þybbnir, sköllóttir og með skegg. Sumsé sannir karlmenn. „Von er á mönnum frá löndum á borð við Bretland, Þýskaland, Kanada, Frakkland og Bandaríkin, líklega í kringum fjörutíu til fimmtíu talsins,“ segir Ísar Logi Arnarsson, sem er einn þeirra sem standa að uppákomunni.

Mariah Carey eignast tvíbura

Söngkonan Mariah Carey eignaðist tvíbura um helgina, en þeir fæddust á þriggja ára brúðkaupsafmæli hennar og Nicks Cannon. Þau nýttu tækifærið og endurnýjuðu brúðkaupsheiti sín og hver annar en prestur fræga fólksins, Al Sharpton, sá um það. Hallelúja!

Er þetta ekki fullmikið hold í beinni?

Leikkonan Hayden Panettiere var aðalgestur í vinsælum sjónvarpsþætti, Good Day LA, á dögunum. Eins og sjá má í myndskeiðinu reif leikkonan skyndilega upp um sig bolinn til að sýna eitt af húðflúrunum sem hún hefur látið setja á líkama sinn. Á vinstri síðu Hayden stendur skrifað með tengiskrift Live with no regrets. Sjón er sögu ríkari.

Pabbi Kate Hudson hyggst gefa út bók um dóttur sína

Nafnið Bill Hudson kveikir sennilega ekki á mörgum ljósaperum hjá yngstu kynslóðinni og sennilega ekki heldur hjá þeim sem eldri eru. Hann er engu að síður pabbi bandarísku leikkonunnar Kate Hudson og nú hyggst hann gefa út bók um samband sitt við Goldie og Kate.

Lofa stórtíðindum í Hamingjan sanna í kvöld

Síðasti þáttur Hamingjan sanna fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Aðstandendur þáttanna lofa stórtíðindum af hamingjuaukningu þátttakenda. Þeir voru neðarlega á hamingjuskalanum, eða í hópi 21% óhamingjusömustu manna í heiminum, í upphafi þáttanna. Hægt er að lýsa Hamingjunni sönnu sem "jákvæðum raunveruleikaþætti" en þátturinn hefur einnig verið vísindalega rannsókn. Í hverjum þætti hefur Dr. Þorlákur Karlsson mælt hamingju þátttakenda og segir hann niðurstöðurnar merkilegar og að þær verði birtar í vísindatímaritum á næstunni. Niðurstöðurnar eru fengnar samkvæmt hamingjuprófi Dieners, sem aðstandendur þáttanna segja áreiðanlegasta hamingupróf í heimi.

Larry David í The Stooges

Larry David úr þáttunum Curb Your Enthusiasm mun að öllum líkindum bætast við leikaralið gamanmyndarinnar The Three Stooges. David mun þá leika nunnuna Mengele sem rekur munaðarleysingjahæli þar sem vitleysingjarnir The Stooges vaxa úr grasi. Framleiðsla á myndinni hefst síðar í þessum mánuði.

Hreinsar viðbjóðinn úr hústökuhúsinu

Sandra Hlíf Ocares keypti nýverið 100 fermetra hús í Vesturbænum, nánar tiltekið húsið á horni Bræðraborgarstígs og Hávallagötu þar sem hústökufólk hafðist við nokkuð lengi. Eins og meðfylgjandi myndband sýnir hefur Sandra nú þegar hafist handa við að hreinsa innan úr húsinu, brjóta niður veggi og gólf en útgangurinn var vægast sagt ævintýralegur þegar hún fékk það afhent eins og sjá má hér. Sandra er staðráðin í að gera húsið upp og flytja inn í það með stelpunum sínum tveimur eftir þrjár vikur.

Patti Smith fær Polar

Söngkonan Patti Smith og bandaríski strengjakvartettinn Kronos Quartet fá sænsku Polar-tónlistarverðlaunin í ár. Tónlistarfólkið tekur á móti verðlaununum, sem nema um átján milljónum króna, í Stokkhólmi síðar á þessu ári. Í yfirlýsingu dómnefndarinnar segir að Patti Smith hafi sýnt hve mikið rokk og ról er í ljóðlistinni og hversu mikil ljóðlist er í rokkinu. Þar segir einnig að Smith hafi „breytt því hvernig heil kynslóð lítur út, hugsar og dreymir“. Á síðasta ári hlutu Björk og ítalska tónskáldið Ennio Morricone Polar-verðlaunin.

Hamborgarar handa tökuliðinu

Eva Longoria og mótleikarar hennar í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, þau Tuc Watkins, Kevin Rahm og Vanessa Williams, fengu hamborgarabíl frá fyrirtækinu Fatburgers til að mæta á tökustað þáttanna fyrir skömmu. Tilefnið var síðasti tökudagur nýju þáttaraðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir