Fleiri fréttir

Fjölskylduvæn stefna á Nítjándu

Veitingastaðurinn Nítjánda, á 19. hæð Turnsins að Smáratorgi 3 í Kópavogi, hefur skipað sér í fremstu röð veitingahúsa landsins. Staðurinn heldur úti fjölskyldustefnu sem miðar að því að foreldrar og börn njóti sín til hins ýtrasta.

Ekta Suðurríkjasæla

Segja má að ósvíkin Suðurríkjastemning muni ríkja á veitingastað Perlunnar í næstu viku, þegar matar- og menningarhátíðin Food and Fun verður haldin.

Ósvikið dekur við bragðlauka gesta

Jarðsveppir, ostrur, humar og foie gras eru meðal hinna fersku og fínu hráefna í réttum veitingastaðarins VOX á matarhátíðinni Food and Fun.

Hátíðin hefur sannað sig og fest rætur

Matarhátíðin Food and Fun verður haldin í tíunda skipti í Reykjavík dagana níunda til þrettánda mars og verður með veglegasta móti í tilefni afmælisins. Fjöldi nafntogaðra erlendra matreiðslumanna mun sækja landið heim og glæða borgina lífi.

New York á Einari Ben

Veitingahúsið Einar Ben hefur allt frá upphafi Food and Fun tekið þátt í hátíðarhöldunum.

Henriksen aftur á Dilli

Veitingastaðurinn Dill hefur skapað sér góðan orðstír fyrir nýnorræna matargerð. Nú hafa eigendur staðarins fengið til liðs við sig danskan matreiðslumann sem vann Food and Fun keppnina fyrir tveimur árum.

Keppendur úr Bocuse d'Or á Food and Fun

Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d'Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni.

Járnfrúin á Silfrinu

Gestakokkurinn sem mætir til leiks á veitingastaðnum Silfri í næstu viku er enginn annar en sjálf Járnfrúin Celina Tio úr sjónvarpsþáttunum Iron Chef. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu.

Góðar hugmyndir vakna

Sjávarkjallarinn tekur þátt í Food and Fun sem hefst í næstu viku og fær líkt og aðrir veitingastaðir til sín góðan gestakokk.

Nútímalegt í Lava

Lava í Bláa lóninu er virkur þátttakandi í Food and Fun matarhátíðinni í ár.

Taílenskur Fiskmarkaður

Taílenskur matur verður í forgrunni á Fiskmarkaðnum á meðan Food and Fun stendur yfir því gestakokkurinn Morten Döjfstrup starfar á taílenska veitingahúsinu Kiin Kiin í Kaupmannahöfn.

Stórskotalið í dómarasætum

Dómarar á Food & Fun eru frægir matreiðslumenn frá Bandaríkjunum, Noregi og Rússlandi, sem margir hverjir hafa tekið þátt í Food & Fun hérlendis áður, annaðhvort sem dómarar eða keppendur.

Charlie gjörsamlega búinn að missa það

Leikarinn Charlie Sheen, sem var í dag formlega rekinn úr sjónvarpsþættinum Two and a Half Men eftir allt bílífið, bullar og ruglar núna í beinni á netinu. Meðfylgjandi má sjá hann tala við félaga sinn í síma á sama tíma og hann reykir og drekkur. Eins og myndbandið sýnir er leikarinn gjörsamlega búinn að missa það. Hann neitar að sýna hvað hann drekkur því hann fær ekki borgað fyrir það og sýgur meðal annars sígarettuna í gegnum nefið á milli þess sem hann segir eintóma þvælu.

Ýkt sætir hátíðargestir

Meðfylgjandi myndir voru teknar af gestum rétt áður en Íslensku tónlistarverðlaunin hófust en hátíðin fer fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Eins og myndirnar sýna voru hátíðargestir ýkt sætir.

Usher gefur peningana

Söngvarinn Usher hefur ákveðið að gefa til góðgerðarmála peningana sem hann fékk fyrir að syngja á einkatónleikum fyrir son Múmmars Gaddafí Líbíuleiðtoga. Usher fetar þar með í fótspor kollega sinna Nelly Furtado, Beyoncé og Mariuh Carey sem hafa gert slíkt hið sama. Usher og Beyoncé sungu bæði í nýársveislu á eyjunni St. Barts árið 2009. Hvorugt þeirra segist hafa vitað að Mútassim Gaddafí, sonur Líbíuleiðtogans, hélt veisluna. Furtado reið á vaðið þegar hún ákvað að gefa milljónirnar sem hún fékk fyrir að syngja fyrir Gaddafi-fjölskylduna.

Óbeislaður kynþokki Þorsteins felldi Bieber

"Kynþokkinn var of mikill fyrir ungstirnið. Þessi óbeislaði, þroskaði kynþokki íslenska grínistans,“ segir Þorsteinn Guðmundsson, höfundur og aðalleikari gamanmyndarinnar Okkar eigin Osló.

Ný Megasarplata væntanleg í apríl

Fyrstu tónleikar Megasar og Senuþjófanna eftir að þessi tvö tónlistaröfl hófu samstarf að nýju verða í Norðurpólnum 2. apríl.

Grími meinað að flytja inn hljómsveitir á eigin vegum

"Ég ætla ekki að vera virkur í tónleikahaldi, enda hef ég ekki áhuga á því. Það er erfitt að vera tónleikahaldari á Íslandi,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves hátíðarinnar.

Hársveiflan virkar pottþétt Aniston

Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, auglýsir í meðfylgjandi myndskeiði drykkjarvatn sem ber heitið Smartwater. Í auglýsingunni má sjá Youtube stjörnuna Keenan Cahill og svokallaða internetsérfræðinga sem leggja sig fram við að útfæra spennandi auglýsingu, sérhannaða fyrir internetið, í samvinnu við leikkonuna með það að markmiði að 100 þúsund manns horfi á myndskeiðið. Jennifer sveiflar meðal annars hárinu áður en hún fær sér sopa af umræddu vatni.

Bilað fjör á Bloodgroup

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is á veitingahúsinu Hressó síðasta fimmtudag þegar hljómsveitin Bloodgroup sá til þess að allir skemmtu sér. Eins og meðfylgjandi myndir sýna leiddist engum.

Brotnaði niður þegar hún rifjaði upp baráttuna

Ástralska söngkonan Kylie Minogue, 42 ára, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi þegar hún ræddi um baráttu sína við brjóstakrabbamein. Hún þurfti að yfirgefa herbergið þar sem viðtalið fór fram því tilfinningarnar báru hana ofurliði eins og sjá má í myndskeiðinu.

Nýbökuð mamma í dúndurformi

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen, 30 ára, sleikti sólina í gær, í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hún er stödd þar í borg ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni Tom Brady og syni sínum Benjamín, sem hún eignaðist fyrir 14 mánuðum. Eins og myndirnar sýna er nýbökuð móðirin í dúndurformi.

Sjö manneskjur í fagráði Airwaves

„Ég er mjög ánægður með þetta. Hugmyndin er að reyna að bæta festivalið og gera það skemmtilegra,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

Eurovision-stjörnur með stórtónleika í Stokkhólmi

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson heldur tónleika ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur hinn 30. mars í Göta Lejon leikhúsinu í Stokkhólmi. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við sendiráð Íslands og ýmsa ferðaaðila í borginni.

Yfirburðasigur Atrum

Dauðarokkshljómsveitin Atrum stóð uppi sem sigurvegari í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle, sem fór fram á Sódómu á laugardagskvöld. Sigur Atrum var nokkuð öruggur og dómnefnd var sammála um að hljómsveitin hefði skarað fram úr. Atrum keppir því fyrir Íslands hönd á lokakeppninni sem fer fram á Wacken-þungarokkshátíðinni í Þýskalandi í sumar, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Blúshátíð í áttunda sinn

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin í áttunda sinn dagana 16. til 21. apríl. Þrennir stórir tónleikar verða haldnir á Hilton-hótelinu. Áttunda Blúshátíðin í Reykjavík verður haldin 16. til 21. apríl. Setningarhátíðin verður í miðborginni laugardaginn 16. apríl þar sem blúsinn verður í fyrirrúmi. Blúslistamaður ársins verður heiðraður, blúsvagnar Krúserklúbbsins keyra um bæinn, framinn verður blúsgjörningur og um kvöldið verða tónleikar.

Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti á fremsta bekk

Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti sátu á fremsta bekk á tískusýningu sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á fimmtudaginn var. Haffi haff sló í gegn sem kynnir á meðan nemendur fjölbrautaskólans sýndu fatnað frá Volcano, Nikita, Sautján, Kiss, Brim, Naked ape, Gestný Design, Nostalgía, Spútnik og E-label.

Georg Michael segist eiga fangelsisvist skilið

Dægurlagasöngvarinn George Michael sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að hann ætti fangelsisvist skilið eftir að hafa ekið undir áhrifum kannabisefna.

Konan á bak við hlébarðagallann

Í meðfylgjandi myndskeiði kynnumst við innanhússhönnuðinum og fasteignasalanum Bjarnheiði Hannesdóttur, sem er kölluð Heiða, en hún á og rekur fyrirtækið Deco.is þar sem hún sér um að aðstoða fólk við að endurhanna húsnæði sín. Þá sýnir Heiða þrönga gráa hlébarðagallann sem stal senunni á Eddunni svo vægt sé til orða tekið.

Matt Damon sem Assange

Breski veðbankinn William Hill telur að Matt Damon sé líklegastur til að hreppa hlutverk Ástralans Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í nýrri mynd um síðuna sem er í bígerð. Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, er einnig talinn líklegur til að fá hlutverkið. Aðrir sem eru nefndir til sögunnar eru Leonardo DiCaprio, Jude Law, Michael Sheen og Chris Cooper.

Lifir í gömlum glæðum

Leikararnir Sandra Bullock og Ryan Gosling áttu í eldheitu ástarsambandi þegar þau unnu saman við tökur á kvikmyndinni Murder by Numbers árið 2001. Sambandið entist þó ekki lengi og parið hætti saman stuttu eftir að tökum á myndinni lauk. Tímaritið In Touch vill meina að nú þegar bæði Bullock og Gosling eru aftur á lausu hafi þau tekið aftur upp þráðinn.

Lavigne trúlofuð aftur

Söngkonan Avril Lavigne hefur trúlofast kærasta sínum, raunveruleikastjörnunni og fyrrverandi kærasta Nicole Richie, Brody Jenner. Þess má geta að Jenner er sonur Bruce Jenner og því stjúpbróðir Kardashian-systranna.

Lady Gaga óheppin í ástum

Vinir söngkonunnar Lady Gaga eru ósáttir við kærasta hennar og halda því fram að hann sé að nota hana.

Dolce & Gabbana alsett stjörnum

Stjörnukjólar, -kápur og -bindi eru það sem koma skal samkvæmt Dolce & Gabbana. Þeir Domenico Dolce og Stefano Gabbana sýndu á sér nýja og nokkuð ærslafulla hlið á tískuvikunni í Mílanó í síðustu viku. Þar voru stjörnur í aðalhlutverki og sáust þær jafnt á klæðnaði og fylgihlutum.

Bragðlaus kokkteill hjá Statham

Hasarmyndir nútímans eru flestar í stjórnlausum og þreytandi rallígír. The Mechanic er gamall karl á Volvo með stóðið á eftir sér.

Steindi Jr spariklæddur

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslensku auglýsingaverðlaunahátíðinni sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í gærkvöldi. ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, verðlaunar árlega auglýsingar, sem sendar eru inn í keppnina sem ber heitið Lúðurinn. Íslenska auglýsingastofan, Fíton og Hvíta húsið hlutu flesta lúðra. Athygli vakti að Steindi Jr var áberandi smart klæddur en hann var í jakkafötum, skyrtu og með bindi eins og sjá má á myndunum.

Íd frumsýnir dansveislu

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Um var að ræða dansveislu sem ber heitið Sinnum þrír þar sem áhorfendur upplifa kraftmikinn dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir. Eins og sjá má ríkti gleði á meðal frumsýningargesta.

Vel heppnuð LÍF-söfnun

Meðfylgjandi myndir voru teknar í húsakynnum Saga film í Reykjavík í kvöld, þar sem LÍF söfnunin, Gefðu líf, sem fram fór um allt land fyrir Kvennadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, var sýnd á Stöð 2 í beinni útsendingu.

Kvæntur maður

Gamanleikarinn Mike Myers kvæntist í laumi kærustu sinni, Kelly Tisdale, í lok síðasta árs. Parið kynntist árið 2006 en hefur reynt að halda sambandi sínu út af fyrir sig. Kelly Tisdale er fyrrverandi kærasta tónlistarmannsins Moby og saman reka þau testofu í New York þar sem hún og Myers kynntust. Þegar NationalEnquirer hafði samband við Myers sagði hann aðeins: „Ég er hissa að þið höfðuð ekki frétt af þessu fyrr.“

Sjá næstu 50 fréttir