Járnfrúin á Silfrinu 9. mars 2011 00:01 Hafþór Sveinsson hjá veitingastaðnum Silfur við Austurvöll. Mynd/GVA Gestakokkurinn sem mætir til leiks á veitingastaðnum Silfri í næstu viku er enginn annar en sjálf Járnfrúin Celina Tio úr sjónvarpsþáttunum Iron Chef. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta er öflug blanda sem við höfum í eldhúsinu um helgina í næstu viku. Í eldhúsi Silfurs eru nú þegar öflugar valkyrjur fyrir þannig að Járnfrúin úr Iron Chef verður kannski til þess að við karlarnir verðum undir í baráttunni um eldhúsið,“ segir Hafþór Sveinsson, yfirmatsveinn á veitingastaðnum Silfri. „Celina hefur vakið mikla athygli vestanhafs meðal matargagnrýnenda og annarra sem fjalla um það heitasta í matargerðarlistinni. Í Esquire rataði nafn hennar á lista sem tímaritið birti yfir þá þrettán kokka sem vert væri að fylgjast með.“ Celina Tio á og rekur veitingastaðinn Julian í Kansas City og hefur sem fyrr segir fengið nokkrar rósir í hnappagatið þrátt fyrir að vera í yngri kantinum. Meðal annars hefur hún hlotið hin virtu James Beard verðlaun og ekki síður vakti þátttaka hennar í bandarísku sjónvarpsþáttaseríunni Iron Chef á síðasta ári mikla athygli og Celina Tio er því orðið þekkt nafn þar ytra. „Matseðillinn í heild er mjög flottur. Mikill spenningur er fyrir því hvernig Celina framreiðir íslensku bleikjuna, sem verður hægelduð, meðal annars með sinnepi. Þá er spennandi kjötréttur á boðstólum, lambahryggvöðvi og kálfabris sem og eftirréttur, volg súkkulaðikaka með skyri semi freddo,“ segir Hafþór. Veitingastaðir Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Gestakokkurinn sem mætir til leiks á veitingastaðnum Silfri í næstu viku er enginn annar en sjálf Járnfrúin Celina Tio úr sjónvarpsþáttunum Iron Chef. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta er öflug blanda sem við höfum í eldhúsinu um helgina í næstu viku. Í eldhúsi Silfurs eru nú þegar öflugar valkyrjur fyrir þannig að Járnfrúin úr Iron Chef verður kannski til þess að við karlarnir verðum undir í baráttunni um eldhúsið,“ segir Hafþór Sveinsson, yfirmatsveinn á veitingastaðnum Silfri. „Celina hefur vakið mikla athygli vestanhafs meðal matargagnrýnenda og annarra sem fjalla um það heitasta í matargerðarlistinni. Í Esquire rataði nafn hennar á lista sem tímaritið birti yfir þá þrettán kokka sem vert væri að fylgjast með.“ Celina Tio á og rekur veitingastaðinn Julian í Kansas City og hefur sem fyrr segir fengið nokkrar rósir í hnappagatið þrátt fyrir að vera í yngri kantinum. Meðal annars hefur hún hlotið hin virtu James Beard verðlaun og ekki síður vakti þátttaka hennar í bandarísku sjónvarpsþáttaseríunni Iron Chef á síðasta ári mikla athygli og Celina Tio er því orðið þekkt nafn þar ytra. „Matseðillinn í heild er mjög flottur. Mikill spenningur er fyrir því hvernig Celina framreiðir íslensku bleikjuna, sem verður hægelduð, meðal annars með sinnepi. Þá er spennandi kjötréttur á boðstólum, lambahryggvöðvi og kálfabris sem og eftirréttur, volg súkkulaðikaka með skyri semi freddo,“ segir Hafþór.
Veitingastaðir Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira