Járnfrúin á Silfrinu 9. mars 2011 00:01 Hafþór Sveinsson hjá veitingastaðnum Silfur við Austurvöll. Mynd/GVA Gestakokkurinn sem mætir til leiks á veitingastaðnum Silfri í næstu viku er enginn annar en sjálf Járnfrúin Celina Tio úr sjónvarpsþáttunum Iron Chef. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta er öflug blanda sem við höfum í eldhúsinu um helgina í næstu viku. Í eldhúsi Silfurs eru nú þegar öflugar valkyrjur fyrir þannig að Járnfrúin úr Iron Chef verður kannski til þess að við karlarnir verðum undir í baráttunni um eldhúsið,“ segir Hafþór Sveinsson, yfirmatsveinn á veitingastaðnum Silfri. „Celina hefur vakið mikla athygli vestanhafs meðal matargagnrýnenda og annarra sem fjalla um það heitasta í matargerðarlistinni. Í Esquire rataði nafn hennar á lista sem tímaritið birti yfir þá þrettán kokka sem vert væri að fylgjast með.“ Celina Tio á og rekur veitingastaðinn Julian í Kansas City og hefur sem fyrr segir fengið nokkrar rósir í hnappagatið þrátt fyrir að vera í yngri kantinum. Meðal annars hefur hún hlotið hin virtu James Beard verðlaun og ekki síður vakti þátttaka hennar í bandarísku sjónvarpsþáttaseríunni Iron Chef á síðasta ári mikla athygli og Celina Tio er því orðið þekkt nafn þar ytra. „Matseðillinn í heild er mjög flottur. Mikill spenningur er fyrir því hvernig Celina framreiðir íslensku bleikjuna, sem verður hægelduð, meðal annars með sinnepi. Þá er spennandi kjötréttur á boðstólum, lambahryggvöðvi og kálfabris sem og eftirréttur, volg súkkulaðikaka með skyri semi freddo,“ segir Hafþór. Veitingastaðir Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Gestakokkurinn sem mætir til leiks á veitingastaðnum Silfri í næstu viku er enginn annar en sjálf Járnfrúin Celina Tio úr sjónvarpsþáttunum Iron Chef. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta er öflug blanda sem við höfum í eldhúsinu um helgina í næstu viku. Í eldhúsi Silfurs eru nú þegar öflugar valkyrjur fyrir þannig að Járnfrúin úr Iron Chef verður kannski til þess að við karlarnir verðum undir í baráttunni um eldhúsið,“ segir Hafþór Sveinsson, yfirmatsveinn á veitingastaðnum Silfri. „Celina hefur vakið mikla athygli vestanhafs meðal matargagnrýnenda og annarra sem fjalla um það heitasta í matargerðarlistinni. Í Esquire rataði nafn hennar á lista sem tímaritið birti yfir þá þrettán kokka sem vert væri að fylgjast með.“ Celina Tio á og rekur veitingastaðinn Julian í Kansas City og hefur sem fyrr segir fengið nokkrar rósir í hnappagatið þrátt fyrir að vera í yngri kantinum. Meðal annars hefur hún hlotið hin virtu James Beard verðlaun og ekki síður vakti þátttaka hennar í bandarísku sjónvarpsþáttaseríunni Iron Chef á síðasta ári mikla athygli og Celina Tio er því orðið þekkt nafn þar ytra. „Matseðillinn í heild er mjög flottur. Mikill spenningur er fyrir því hvernig Celina framreiðir íslensku bleikjuna, sem verður hægelduð, meðal annars með sinnepi. Þá er spennandi kjötréttur á boðstólum, lambahryggvöðvi og kálfabris sem og eftirréttur, volg súkkulaðikaka með skyri semi freddo,“ segir Hafþór.
Veitingastaðir Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira