Nútímalegt í Lava 9. mars 2011 00:01 Ferskt hráefni er nauðsynlegt í sushi og enginn hörgull er á því í Grindavík. Skemmtilegar nýjungar verða í boði. Bláa lónið er virkur þátttakandi í Food and Fun matarhátíðinni í ár. Þar verður sushi í öndvegi. Kaz Okochi sem á og rekur veitingastaðinn Kaz Sushi Bistro (kazsushi.com) í Washington DC verður gestakokkur á Lava í Bláa lóninu á Food and Fun. Hann sérhæfir sig meðal annars í sushi-réttum og verður úrval af þeim á matseðli Bláa lónsins meðan á Food and Fun stendur. Kaz Okochi er frá Nagoya í Japan. Hann nam matreiðslu í Tsuji Culinary Institute í Osaka sem er einn virtasti matreiðsluskóli Japans, þar sem hann sérhæfði sig í sushi-gerð. Frá árinu 1988 hefur hann starfað í Washington DC þar sem hann hefur kynnt og þróað sína aðferð við sushi. Kaz Okochi var á meðal fyrstu matreiðslumanna í Bandaríkjunum til að þróa nútímarétti sem byggja á hefðbundinni japanskri matargerð. Hann opnaði veitingastað sinn Kaz Sushi í Washington DC árið 1999. Sá staður hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Meðal annars hafa samtök veitingamanna á Washington DC-svæðinu valið Kaz Sushi sem einn af fimm bestu veitingastöðum svæðisins auk þess sem matseðlinum hefur verið lýst sem nýstárlegum og framsæknum. Okochi vinnur með japanskar, vestrænar og alþjóðlegar matgerðarhefðir. Sjálfur lýsir hann því sem japanskri matargerð, byggða á hefðbundnum grunni en með nútímalegri framsetningu. Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeistari Bláa lónsins, segir spennandi að fá Kaz Okochi sem gestakokk. „Sushi er í boði á matseðlinum okkar og með heimsókn Okochi munum við kynna skemmtilegar nýjungar. Við erum í einstakri aðstöðu með Grindavík við bæjardyrnar og höfum ávallt aðgang að besta mögulega sjávarfangi,“ segir Viktor. „Það skiptir lykilmáli þegar gera á gott sushi.“ Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Skemmtilegar nýjungar verða í boði. Bláa lónið er virkur þátttakandi í Food and Fun matarhátíðinni í ár. Þar verður sushi í öndvegi. Kaz Okochi sem á og rekur veitingastaðinn Kaz Sushi Bistro (kazsushi.com) í Washington DC verður gestakokkur á Lava í Bláa lóninu á Food and Fun. Hann sérhæfir sig meðal annars í sushi-réttum og verður úrval af þeim á matseðli Bláa lónsins meðan á Food and Fun stendur. Kaz Okochi er frá Nagoya í Japan. Hann nam matreiðslu í Tsuji Culinary Institute í Osaka sem er einn virtasti matreiðsluskóli Japans, þar sem hann sérhæfði sig í sushi-gerð. Frá árinu 1988 hefur hann starfað í Washington DC þar sem hann hefur kynnt og þróað sína aðferð við sushi. Kaz Okochi var á meðal fyrstu matreiðslumanna í Bandaríkjunum til að þróa nútímarétti sem byggja á hefðbundinni japanskri matargerð. Hann opnaði veitingastað sinn Kaz Sushi í Washington DC árið 1999. Sá staður hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Meðal annars hafa samtök veitingamanna á Washington DC-svæðinu valið Kaz Sushi sem einn af fimm bestu veitingastöðum svæðisins auk þess sem matseðlinum hefur verið lýst sem nýstárlegum og framsæknum. Okochi vinnur með japanskar, vestrænar og alþjóðlegar matgerðarhefðir. Sjálfur lýsir hann því sem japanskri matargerð, byggða á hefðbundnum grunni en með nútímalegri framsetningu. Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeistari Bláa lónsins, segir spennandi að fá Kaz Okochi sem gestakokk. „Sushi er í boði á matseðlinum okkar og með heimsókn Okochi munum við kynna skemmtilegar nýjungar. Við erum í einstakri aðstöðu með Grindavík við bæjardyrnar og höfum ávallt aðgang að besta mögulega sjávarfangi,“ segir Viktor. „Það skiptir lykilmáli þegar gera á gott sushi.“
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira