Fleiri fréttir

Engin flugeldasýning

Sálin hans Jóns míns er ein fremsta hljómsveit íslenskrar dægurlagasögu. Um það verður ekki deilt. Sveitin hefur gert frábæra hluti. En hún hefur líka slegið sínar feilnótur. Eins og allir myndu gera á jafn farsælum ferli. Upp og niður stigann, fyrsta hljóðversplata Sálarinnar í fimm ár, fellur því miður í síðarnefnda flokkinn.

Bon Jovi hundleiðist

Rokkaranum Jon Bon Jovi úr hljómsveitinni Bon Jovi, leiðist lífið þrátt fyrir gott gengi í tónlistinni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég of þungur, drekk of mikið og mér hundleiðist,“ sagði hann við The Guardian. „Ég er ekki þessi feita Elvis-týpa og ég lít sæmilega út þrátt fyrir að vera 48 ára. En ég er loksins orðinn sáttur við að eldast.“

Verður gott að hafa Ragnhildi Steinunni sér við hlið

„Þetta er stóra stökkið og stórtíðindi fyrir hið bolvíska samfélag. Allavega hoppaði konan mín hæð sína af kæti,“ segir Guðmundur Gunnarsson sjónvarpsmaður. Hann verður annar af kynnum í söngvakeppni Sjónvarpsins en Ragnhildur Steinunn mun snúa aftur á skjáinn eftir fæðingar­orlof sitt og stýra keppninni af sinni alkunnu snilld með honum.

Stórveldisdraumar á hilluna

„Við munum taka skiltið niður,“ segir Ómar Geir Þorgeirsson, formaður knattspyrnudeildar HK. Stórt og mikið flettiskilti blasir við ökumönnum þegar keyrt er inn í Kópavoginn. Á því er merki HK og fullyrt að það sé aðeins eitt stórveldi í Kópavogi. Athyglisverð fullyrðing þegar HK er í fyrstu deild en erkifjendurnir í Breiðabliki eru nýbúnir að landa fyrsta

Milljarður vegna Myspace

Norska sveitin Datarock spilar hér á landi í annað sinn á föstudaginn. Fredrik Saroea ræddi við Fréttablaðið um kynni sín af Íslandi og einn milljarð Datarock-hlustenda.

Pönnusteikt rauðsprettuflök

Sælkeraklúbbur Ingunnar er frábær síða á Facebook þar sem hægt er að nálgast fjölbreyttar mataruppskriftir.

Friðrik Þór fær Wallander-leikara

Sverrir Guðnason, sjónvarpsleikari frá Svíþjóð, mun leika stórt hlutverk í fjögurra þátta sjónvarpsseríu sem byggð er á bók Árna Þórarinssonar, Tíma nornar­innar. Sverrir hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn sem Pontus í

Greinilega ástfangin

Samkvæmt slúðurblöðum vestanhafs eru leikkonan Kate Hudson og söngvarinn Matt Bellamy búin að taka næsta skref í sambandinu sem gengur vel ef marka má myndirnar sem teknar voru af þeim saman í Los Angeles. Parið hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að þau opinberuðu samband sitt og hafa verið óhrædd við að lýsa því yfir hversu hamingjusöm þau séu. „Þau eru mjög ástfangin, þau bara smella saman. Hudson átti íbúð í borginni í fimm ár en hún vill finna aðra stærri, þannig að Bellamy stakk upp á því að þau rugluðu saman reitum. Kate vildi stúdíó fyrir Bellamy og leikherbergi fyrir son sinn, Ryder," er haft eftir heimildarmanni.

Önnur líf Ævars Arnar

Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur, er nú staddur á heljarinnar glæpasagnahátíð í Ruhr-héraði. Þar les hann uppúr þýskri þýðingu Blóðbergs og smásögu sem hann skrifaði í tengslum við hátíðina. Að sögn Ævars hefur allt gengið ljómandi vel fyrir sig og Þjóðverjar tekið honum vel. „Þessi hátíð stendur í tvo mánuði og svolítið sérstök af því leyti. Það eru margir viðburðir í gangi um allt héraðið og ég kom bara fram á tveim. Höfundarnir sem koma fram skipta því tugum,“ segir Ævar

Mikið stuð í Vesturbænum

Lára Björg Björnsdóttir gefur út sína fyrstu bók um þessa jól sem ber heitið Takk útrásarvíkingar. Lára Björg hélt óneitanlega sérstakt útgáfuhóf á föstudagskvöldið en það fór fram á heimili hennar í Vesturbænum Fjöldi góðra gesta mættu til að samgleðjast Láru með bókina en systir hennar, Birna Anna Björnsdóttir, flaug meðal annars heim til Ísla

Missti fóstur

Fjölmiðlafulltrúi bresku söngkonunnar Lily Allen, 25 ára, sendi tilkynningu til fjölmiðla í morgun fyrir hönd söngkonunnar og unnusta hennar, Sam Cooper, að hún hafi misst fóstrið um helgina. Lily, sem hefur verið ófeimin við að tala um meðgönguna og hvað hana hlakkaði til að eignast frumburðinn var flutt í skyndi á spítala á fimmtudagsmorgun eftir að hún fékk sára magaverki. Ekki var hægt að koma í veg fyrir fósturmissinn yfir helgina. Lily missti einnig fóstur í lok árs 2007 en þá var hún í sambandi með Ed Simons.

Nú ertu dónalegur David Beckham (myndband)

David Beckham, 35 ára, fór í nudd þar sem upptökuvél hafði verið komið fyrir á nuddstofunni og Ellen sagði David nákvæmlega hvað hann ætti að segja og gera. David biður nuddarann meðal annars að kalla sig Ricky, að nota eingöngu þumlana við nuddið og að syngja fyrir hann. Sjá myndbandið hér.

Jolie ósátt við Brad

Bandaríska leikkonan Angelina Jolie á að hafa brugðist ókvæða við þegar hún frétti af því að sambýlismaður hennar, Brad Pitt, hafði hringt í leikkonuna Courteney Cox í kjölfar frétta af skilnaði hennar.

Íslendingar verða að láta af fordómunum

„Mér finnst þetta bara frábært og hver er ég að dæma stúlkur sem vilja koma sér á framfæri með því að taka þátt í fyrirsætukeppni?“ spyr Haffi Haff en hann er titlaður listrænn stjórnandi í fyrirsætukeppni vefritsins Samúels, Samúelstúlkan 2010. Keppnin hefur verið milli tannana á fólki síðan hún fór í loftið, meðal annars sökum þess hversu fáklæddar og ögrandi keppendurnir eru á myndunum inn á vefsíðu Samúels.

Í myndbandi eftir frægan teiknara

„Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona stórt verkefni,“ segir Þórhildur Þorkelsdóttir, tískubloggari, sem var fengin til að leika í myndbandi í sumar sem síðar var sýnt á stóru tískuvikunum í New York og London. „Þegar myndbandið var frumsýnt var haldið heljarinnar frumsýningarpartí á Soho Grand í New York og um 300 gestum boðið,“ segir Þórhildur.

Hrósar Rapace

Hollywood leikarinn Robert Downey Jr sparar ekki lofyrðin um sænsku leikkonuna Noomi Rapace en þau leika saman í myndinni Sherlock Holmes 2. Downey Jr segir Rapace vera yndislega persónu, frábæra leikkonu og fagmann fram í fingurgóma.

Ástæða skilnaðarins

Er lesbíski plötusnúðurinn Samantha Ronson ástæða hjónaskilnaðar söngkonunnar Christinu Aguilera? Þetta er nýjasta kjaftasagan í Hollywood en Aguilera á að hafa átt vingott við Ronson um hríð og lesbískar hneigðir hennar verið ástæðan fyrir endalokum hjónabandsins. Aguilera skildi við dansarann Jason Bratman á dögunum, eftir fimm ára hjónaband en þau eiga saman tveggja ára son.

Biturt gjald draumanna

Mögnuð og listilega stíluð skáldsaga sem vekur spurningar og lifir lengi í huga lesandans.

Á pólinn með þýskum stjörnum

„Við erum að vinna með fyrirtæki sem heitir Extreme World Races og gerðum meðal annars vinsæla þáttaröð fyrir BBC fyrir tveimur árum sem gerðist líka á Suðurpólnum. Og þannig kom þetta verkefni inná borð hjá okkur,“ segir Aron Reynisson hjá Arctic Trucks.

Skírði eftir Mandela

Söngkonan Celine Dion, sem eignaðist tvíburadrengi fyrir viku, og eiginmaður hennar Rene Angelil hafa ákveðið að skíra þá Eddy og Nelson eftir upptökustjóranum Eddy Marnay og fyrrverandi forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, sem þau hittu fyrir tveimur árum.

Missti af brúðkaupinu

Söngkonunni Rihönnu fannst afar leiðinlegt að missa af brúðkaupi stjörnuparsins Katy Perry og Russells Brand sem var haldið á Indlandi fyrir skömmu. Hún var stödd í New York til að kynna nýjustu plötu sína Loud og komst ekki í burtu.

Óskarsverðlaunahafi veðjar á Sigur Rós

„Við höfum kannski ekki verið tregir, ef við höfum góða tilfinningu fyrir verkefninu þá leyfum við það, annars ekki. Þarna var þetta bara Danny Boyle og það nægði – allavega fyrir mitt leyti,“ segir Georg Holm, bassaleikari íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rós.

Bókin um Bigga

Hér er vináttu og fræðum fléttað listilega saman. Þröstur Helgason varpar skýru ljósi á list Birgis Andréssonar í íslensku og alþjóðlegu samhengi og dregur upp innilega mynd af þeim einstaka manni sem hann hafði að geyma.

Hjólandi stjarna

Leikarinn og hjartaknúsarinn Robert Pattison nýtir sinn frítíma á tökustað til að hjóla á nýju hjóli sem hann var að fjárfesta í. Hjólamennska ku vera nýtt áhugamál hjá vampíru­drengnum og kostaði hjólið litlar 200.000 íslenskar krónur. Íbúar í Louisiana, þar sem upptökur fara nú fram á fjórðu Twilight-myndinni, segjast sjá Pattison hjóla um alla borg og að hann taki hjólreiðarnar greinilega alvarlega.

Heilari hjálpar fólki að láta draumana rætast

Áhugi Hildar Halldóru Karlsdóttur á andlegum málefnum kviknaði fyrir 35 árum. Síðustu 20 ár hefur hún markvisst unnið að því að afla sér þekkingar á því sviði m.a. á námskeiðum hjá Soniu Choquette og Doreen Virtue. Hildur segir okkur frá námskeiði sem hún er að fara af stað með og hvernig hún heilar fólk. „Nú er ég að fara af stað með námskeið 2. desember fyrir þá sem vilja skoða hvað það er sem stendur í vegi fyrir þeim sem vilja láta draumana rætast," sagði Hildur. „Ég tengi mig æðri orku og ég er eins konar millistykki í heiluninni og síðan leggst fólk á bekkinn hjá mér..." sagði hún beðin um að útskýra hvernig heilun virkar. Facebooksíða Hildar heilara. Sjá upplýsingar um námskeiðið hér.

Spaugstofan kann sko að halda partý

Meðfylgjandi myndir voru teknar í húsnæði Saga film í gærkvöldi þar sem Spaugstofan fagnaði 25 farsælum starfsferli. Eins og myndirnar sýna greinilega ríkti frábær stemning á meðal Spaugstofumanna, vina og samstarfsfélaga þeirra í gegnum tíðina. Geestir fengu að sjá gamla Spaugstofuþætti sem kitluðu hláturtaugarnar svo sannarlega.

Matstofa Bjarna snæðings stoppuð

„Þeir komu hingað í fyrradag [miðvikudag] og stoppuðu hjá mér framkvæmdirnar og sögðu að ég mætti ekki halda áfram. Ég var að stækka hjá mér klósettin,“ segir Bjarni Geir Alfreðsson, betur þekktur sem Bjarni „snæðingur“ á BSÍ.

Treysta á Baltasar og Tom Hanks

Kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, er í hópi þeirra níu mynda sem framleiðslufyrirtækið Universal hefur sett í sérstakan forgang fyrir árið 2012. Myndirnar eru sagðar í hópi metnaðarfyllstu verkefna Universal það árið en þetta kemur fram á vefsíðunni deadline.com.

Hjaltalín og kammersveit

Hjaltalín heldur tónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 5. nóvember ásamt stórri kammersveit undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Samtals verða hátt í fjörutíu manns á sviðinu, þar á meðal nokkrir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Ég hef greinilega tekið brauðmola frá svöngu fólki

„Á löngum rithöfundarferli hef ég öðlast þykkan skráp. Þar fyrir utan hef ég auðvitað breitt og sterkt bak. En mér er nóg boðið þegar klíka rithöfunda segir að vinir, lesendur og stuðningsmenn mínir séu með mis­mikið á milli eyrnanna. Að þeir séu heimskir,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson rithöfundur.

Heillandi hatur

Það er óvenjulegt að sækja heim sýningu þar sem helstu hughrifin eru hatur, áhorfandinn virðist jafnvel óvelkominn, ítrekanir um að snerta ekki listaverkin fá óhugnanlegan undirtón. Þetta kemur á óvart og markar listamanninum sérstöðu.

Öfundssjúk Lohan

Leikkonan Lindsay Lohan óttast að hún muni missa plötusnúðinn Samönthu Ronson í fangið á annari konu á meðan hún dvelur inni á meðferðarstofnun næstu tvo mánuðina. Sögusagnir um ástarsamband Ronson og söngkonunnar Christinu Aguilera hafa verið háværar upp á síðkastið. „Þetta er að gera Lindsay brjálaða,“ var haft eftir ónefndum heimildarmanni.

Konukvöld í Blómaval

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegu konukvöldi í Blómaval Skútuvogi í gærkvöldi. Hátt í tvö þúsund kátar konur voru saman komnar sem hlýddu meðal annars á Helga Björns söngvara og sáu tískusýningar á fatnaði og skarti fra Volcano, Evuklæðum og Gallerí Dunga. Þá fengu konurnar allar glaðninga.

Íslenskt hugvit á bak við handklæði

Í meðfylgjandi myndskeiði sýna vöruhönnuðurnir Friðgerður Guðmundsdóttir og Kristín Birna Bjarnadóttir, sem skipa hönnunarfyrirtækið GERIST, Reykjavíkurhandklæðið þeirra sem vann 1. verðlaun í samkeppni um minjagrip á vegum Reykjavíkurborgar og Hönnunarmiðstöðvar Íslands 2010. Reykjavíkurhandklæðið er hannað útfrá gömlu heitu pottunum í Laugardalslauginni. Facebooksíða Gerist.

Troðfullt á heilsustaðnum Happ

Troðfullt var út úr dyrum af glöðum gestum í opnunarteiti á veitingastaðnum Happ á Höfðatorgi í gærkvöldi. Eigendur staðarins, Þórdís Sigurðardóttir og Lukka Pálsdóttir, buðu gestum upp á dýrindis hollusturétti sem samanstóðu meðal annars af jólamatseðil Happ. Skoða má myndir úr veislunni í meðfylgjandi myndasafni.

Guðrún Ögmunds á tímamótum

Guðrún Ögmundsdóttir hafði tvöfalda ástæðu til að fagna í Iðnó síðasta föstudagskvöld. Þar komu vinir og ættingjar hennar saman bæði til að fagna sextugsafmæli hennar og útgáfu ævisögu hennar.

Ragnar ræðir vaktirnar á mánudag

Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður ræðir á mánudaginn kemur um tilurð sjónvarpsþáttanna Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin í Háskólabíói klukkan 12.

Ævisaga Jónínu prentuð í risaupplagi

„Mér hefur fundist þessi markaður vera staðnaður. Vöruhúsabisness. Þessu viljum við breyta,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Fyrirtækið blandar sér í slaginn um jólabækurnar þetta árið og hefur keypt dreifingarrétt á tveimur bókum; ævisögu Jónínu Benediktsdóttur sem Sena gefur út og bók sem Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, skrifar í samvinnu við Karl Th. Birgisson, sem gefur bókina jafnframt út.

Gibson var ekki rekinn

Leikarinn Mel Gibson var ekki rekinn úr myndinni The Hangover 2. Þetta fullyrðir leikstjórinn Todd Phillips. Gibson átti að leika hlutverk sem húðflúrari en Liam Neeson var fenginn í hans stað. Því var haldið fram að aðrir leikarar myndar­innar hefðu krafist þess að Gibson yrði rekinn vegna persónulegra vandamála hans en Phillips vísar því á bug.

264 blaðsíður með Hjálmum

Í dag kemur út 264 síðna bók með safni ljósmynda frá ferli hljómsveitarinnar Hjálma. Myndirnar eru allar eftir ljósmyndarann Guðmund Frey Vigfússon, eða Gúnda.

Beyoncé er nútíma Pink Floyd

Poppsveitin Bermuda undirbýr tónleika til heiðurs söngkonunni Beyoncé Knowles og hljómsveitinni Destiny"s Child sem verða á Spot 4. nóvember. Allir helstu smellir þeirra verða fluttir, þar á meðal Single Ladies, Crazy in Love og Say My Name.

Allt sem prýða má einn krimma

Árni spinnur trúverðuga en margslungna fléttu um leið og hann varpar ljósi á samtíma okkar á óvæntan og hrollvekjandi hátt.

Sjá næstu 50 fréttir