Fleiri fréttir

Morr dreifir nýrri plötu Miri

Útgáfufyrirtækið Kimi Records ætlar að dreifa fyrstu plötu hljómsveitarinnar Miri, Okkar, í Evrópu undir merkjum þýsku útgáfunnar Morr. Svipaður háttur hefur verið hafður á með plötur hljómsveitanna FM Belfast og Benna Hemm Hemm, sem eru báðar á mála hjá Kimi.

Stórglæsilegt bíó

Sambíóin opnuðu nýtt bíó í Egilshöll sem er talið vera með þeim glæsilegustu í Evrópu. Góðir gestir mættu í opnunarhófið sem var haldið á fimmtudagskvöld. Eftir hófið var gamanmyndin Due Date sýnd og var góður rómur gerður að ræmunni og hinum glænýju bíósölum.

Ný plata frá Aguilera

Söngkonan Christina Aguilera vill ekki vera eftirbátur Britney Spears því hún er líka að undirbúa nýja plötu. Fyrr á þessu ári gaf Aguilera út sína fjórðu hljóðversplötu, Bionic, sem fékk dræmar viðtökur. Innan við milljón eintök seldust, sem er það lélegasta á ferli söngkonunnar. „Núna langar mig að

Lína Rut, Harpa og Una heiðraðar

Meðfylgjandi myndir voru teknar á svokölluðu Listakvöldi Baileys 2010 sem haldið var í gærkvöldi á Maritime museum í Grandagarði. Þrjár íslenskar listakonur, Lína Rut, Harpa Einarsdóttir og Una Hlín Kristjánsdóttir, sem skarað hafa fram úr og sett mark sitt á tísku og tíðaranda með dugnaði og listrænni sýn undanfarið ár voru heiðraðar.

Loksins saman á tónleikum

Tónlistarmennirnir og vinirnir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas stigu á svið í Austurbæ þar sem þeir fluttu lög af plötu sinni MS GRM. Samvinna þessara þriggja landsþekktu, en í leiðinni gjörólíku manna sem höfðu aldrei komið fram saman á tónleikum fyrr, tókst vel og svo virðist sem þetta óvenjulega

Hundelt með barnið í fanginu

Sandra Bullock, 46 ára, hélt þéttingsfast utan um son sinn, Louis, í gær á hlaupum um götur New York borgar. Sandra hefur verið hundelt af ljósmyndurum allan sólahringinn eftir að hún skildi við mótorhjólaframleiðandann Jesse James og ættleiddi Louis. Framhjáhald James kom eins og elding úr heiðskíru lofti stuttu eftir að Bullock vann Óskarsverðlaun fyrir besta leik síðasta vor og skildu þau í kjölfarið eftir fimm ára hjónaband. „Louis er níu mánaða gamall og Sandra nýtur þess að sinna honum en nú er kominn tími til að verða ástfangin að hennar mati," er haft eftir nánum vini Söndru sem sagði jafnframt að Sandra lætur oftar til leiðast að kíkja á næturlífið í fylgd vina í Hollywood þar sem hún skoðar úrvalið.

Handboltinn er þjóðaríþróttin

Þorsteinn Joð Vilhjálmsson skiptir yfir í handboltann. Hann verður ekki í vandræðum með að finna álitsgjafa enda næstum annar hver maður verið atvinnumaður í íþróttinni.

Goðsagnakennd Mínusmynd sýnd á ný

Heimildarmynd um harðkjarnasveitina Mínus verður fyrsta mynd stofnkvölds kvikmyndaklúbbsins Arnarhreiðursins, sem hefur aðsetur í Bíó Paradís. Myndin þótti það umdeild á sínum tíma að hún átti aldrei að koma fyrir augu almennings og er því sveipuð eins konar goðsagnakenndum ljóma. Myndin verður sýnd á miðvikudag klukkan 20.30.

Frægri Benz-bifreið stolið

Bíl kvikmyndagerðarmannsins Heimis Sverrissonar var stolið fyrir utan heimili hans á Njálsgötu á miðvikudaginn var. Bíllinn er grænn Benz af árgerðinni 1979 og því um antíkgrip að ræða.

Kaldhæðin örlög Stefáns Karls

„Þetta er mjög kaldhæðið og í raun bara ömurlegt. En svona er bara þessi bransi og það verða bara Skype-jól í ár,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari.

Myndskeið á ógnarhraða

Almenningsútvarp Bandaríkjanna, National Public Radio, sýndi fyrir skömmu beint á netinu frá tónleikum Jónsa úr Sigur Rós í hinu sögufræga Wiltern Theater í Los Angeles. Þetta var í fyrsta skipti sem NPR sýndi beint frá

Svitna til góðs á Hressleikum

„Við ætlum að reyna að ná tvö hundruð manns á leikana. Við búumst fastlega við því að við náum því,“ segir Linda Björk Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar Hress.

Pollapönk fagnar plötu

Hljómsveitin Pollapönk heldur útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 14. nóvember og er miðasalan hafin á Midi.is. Tilefnið er útgáfa plötunnar Meira Pollapönk sem kom út í sumar. Þar er meðal annars að finna hið vinsæla lag 113 vælubíllinn. Pollapönk er skipuð leikskólakennurunum Haraldi F. Gíslasyni og Heiðar Erni Kristjánssyni sem hafa oft verið kenndir við rokksveitina Botnleðju. Með þeim í hljómsveitinni eru Arnar Þór Gíslason og Guðni Finnsson úr Ensími.

Vildi minnka brjóstin

Söngkonan Katy Perry íhugaði að fara í brjóstaminnkun þegar hún var unglingur. Ástæðan er sú að stór barmur hennar fór illa með bakið á henni. „Ég var mjög slæm í bakinu og var líka aðeins þéttvaxnari. Þegar ég eltist missti ég barnafituna og hugsaði með mér: „Þetta er bara alls ekkert svo slæmt“,“ sagði Perry.

Texasbúi verður með tvenna tónleika

Danny Malone frá Texas í Bandaríkjunum heldur tvenna tónleika á Cafe Rosenberg, í kvöld og annað kvöld. Einnig stígur á svið Jóhann Kristinsson, sem kynntist Malone á lagahöfundanámskeiði í Árósum á vegum tónlistarhátíðarinnar Spot.

Leikstjóri var bænheyrður

Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Gauragangs, hefur undanfarnar vikur legið á bæn og beðið um snjó. Hann var bænheyrður á miðvikudagskvöldið.

Valentino yngir upp

Tvíeykið Pier Paolo Piccioli og Maria Grazia Chiuri hefur heillað tískuheiminn upp úr skónum að undanförnu en þau hanna undir merkjum tískurisans Valentino.

Palli hertók Háskólabíó

Fyrstu tónleikar Páls Óskars Hjálmtýssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru í Háskólabíói á miðvikudagskvöld. Þar leit Páll Óskar yfir feril sinn og söng flest sín vinsælustu lög.

Að hætti ömmu Sirríar

"Núna rignir yfir okkur jólahlaðborðsauglýsingum þar sem taldir eru upp strútshalar í einhverjum framandi sósum, sem enginn kannast við að hafa borðað á jólum! Við vildum búa til heimilislegt "ömmu jólahlaðborð" á Tíu dropum, með smá nýjungum," segir Hermann Fannar Valgarðsson, annar tvíeykisins Hemma og Valda.

Geimveran Johansson

Scarlett Johansson leikur geimveru sem vefur jarðarbúum um fingur sér í myndinni Under the Skin sem er í undirbúningi. Samkvæmt söguþræðinum notar geimveran kynþokka sinn til að ná langt en breytist þegar hún áttar

Baggalútur í jólaskapi

Baggalútur hefur sent frá sér jólaplötuna Næstu jól sem er sjálfstætt framhald plötunnar Jól & blíða sem kom út fyrir fjórum árum. Næstu jól inniheldur ellefu ástsæl og hugheil aðventu- og jólalög, þar á meðal Ég

Toshiki syngur fyrir Gillz

„Þetta gekk bara vel, held ég, allavega var þetta mjög skemmtilegt,“ segir Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi. Tökur standa nú yfir á sjónvarpsþáttaröð upp úr bók Egils „Gillz“ Einarssonar, Mannasiðir Gillz, sem Hannes Þór Halldórsson leikstýrir. Og á miðvikudagskvöld var blásið til allsherjar karókí-veislu.

Diskóeyjan vinsælust á Íslandi

Fönkóperan Diskóeyjan hefur aldeilis slegið í gegn hjá Íslendingum og trónir nú á toppi bæði Tónlistans og Lagalistans, sem nú eru birtir í Fréttablaðinu og á Vísi.is.

Smíðaði fyrir Veru Wang

Gullsmiðurinn Orri Finnbogason hefur starfað að mestu leyti í New York síðustu 15 ár og ljáð stórum nöfnum í tískubransanum krafta sína. Hann hannar og smíðar eigin skartgripi sem njóta vinsælda.

Flaug alla leið frá USA til að bæta heilsu landans

Linda Pétursdóttir sem er menntaður sálfræðingur og Certified Holistic Health Counselor segir frá námskeiðinu sem hún heldur í Maður lifandi á morgun, föstudag og laugardag í meðfylgjandi myndskeiði. Linda fjallar á námskeiðunum um heilsusamlegan ávinning af grænu grænmeti og heilkornum, hvernig á að meðhöndla, velja og elda úr fersku úrvals hráefni. Sjá meiri upplýsingar hér.

Safarík helgi í kvikmyndahúsum

Það er langt síðan helgin í kvikmyndahúsum borgarinnar var jafn safarík og nú. Og algjör óþarfi að eyða orðum í formála. Fyrsta ber að nefna opnunarmynd nýja kvikmyndahússins í Grafarvogi en það er Due Date með þeim Robert Downey og Zach Galifianakis, nýjustu stjörnunni í amerískum gamanleik. Myndin segir frá Peter Highman, sem neyðist til að fá far með

Pissaði í kattasandinn sex ára gamall

Gunnar Theódór Eggertsson sendir frá sér bókina Köttum til varnar. Í henni er að finna samræður um ketti og dýrahald almennt í borgum og þá eru í formálanum nokkrar reynslusögur Gunnars af kattahaldi, eins og þegar hann pissaði í kattasandinn sex ára.

Þetta lið framkvæmir hlutina

Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Athafnagleðinni má meðal annars sjá Sollu Eiríks matgæðing, Simma og Jóa hamborgarafabrikkumenn og Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur skó- fylgihluta og ilmvatnsframleiðanda. Í gær stóð Innovit fyrir Athafnagleði alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi. Á Athafnagleðinni var vikan í heild sinni kynnt en þar munu koma saman skipuleggjendur, samstarfsaðilar og talsmenn athafnavikunnar á Ísland.

Kjúklingaréttur sem klikkar ekki

Kristín Ívarsdóttir sendi okkur kjúklingauppskrift sem getur ekki klikkað. Kristín segir réttinn vera leiðina að hjarta mannsins.

Dúndur diskóeyja hjá Braga

Diskóeyjan er stuðplata og eiga Bragi Valdimar og Memfís-mafían eiga allan heiður skilinn fyrir hana.

Beyonce & Destiny's Child Tribute tónleikar í kvöld

Beyonce & Destiny's Child Tribute tónleikar á skemmtistaðnum Spot, Kópavogi í kvöld, fimmtudag. Undanfarna mánuði hefur hljómsveitin Bermuda verið í stífum æfingum fyrir Beyonce Knowles & Destiny´s Child tribute tónleika. Miklu verður til tjaldað, og metnaður mikill í hópnum um að gera þessum frábæru listamönnum góð skil. Hljómsveitin mun flytja alla helstu smelli og þar má meðal annars nefna lögin Single Ladies, Crazy in love og Say my name. Bermuda hefur fengið til liðs við sig vel valda og hæfileikaríka tónlistarmenn til að gera atburðinn sem veglegastan. MIÐASALA - http://midi.is/tonleikar/1/6225 og við innganginn. Brot af æfingu fyrir tónleikana: http://www.youtube.com/watch?v=LTFhNXmrSNU

Ólöf lofuð á Pitchfork

Söngkonan og lagahöfundurinn Ólöf Arnalds fær átta í einkunn af tíu mögulegum fyrir plötu sína Innundir skinni á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork.

Reykti ekki ósvikna jónu

Spéfuglinn Zach Galifianakis komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar hann virtist reykja jónu í beinni útsendingu í þættinum Real Time with Bill Maher. Fréttin breiddist út eins og eldur í sinu um allan heim, en nú er fullyrt að ekkert ólöglegt efni hafi verið í jónunni. „Þetta var ekki alvörujóna,“ sagði Bill Maher, stjórnandi þáttarins, sem er mikill talsmaður lögleiðinga

Ný plata frá Britney 2011

Britney Spears hefur ekkert tjáð sig um næstu skref sín í tónlistinni, en hún gaf síðast út plötuna Circus árið 2008. Einn af upptökustjórunum hennar, Dr. Luke, tók af henni ómakið á dögunum og lýsti því yfir að plata væri væntanleg á næsta ári.

Þrjár nýjar bækur kynntar

Þrjár nýjar bækur voru kynntar til sögunnar í útgáfuhófi sem var haldið í Bókabúð Máls og menningar. Um var að ræða Geislaþræði, fyrstu bók Sigríðar Pétursdóttur, Blindhæðir sem er fjórða ljóðabók Ara Trausta Guðmundssonar og Moldarauka, þriðju ljóðabók Bjarna Gunnarssonar. Höfundarnir voru að sjálfsögðu allir á staðnum og tóku á móti gestum.

Með tólf manns á sviði

Rúnar Þórisson, fyrrum gítarleikari Grafíkur, heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói þriðjudaginn 9. nóvember vegna sinnar annarrar sólóplötu, Falls. Tólf manns verða á sviðinu, þar á meðal dætur hans tvær, Lára og Margrét, ásamt þremur strengjaleikurum.

MI4 fær nafn

Ein af jólamyndum næsta árs heitir Mission: Impossible: Ghost Protocol. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem aðalleikari myndarinnar, Tom Cruise, hélt í Dubai ásamt Paulu Patton og Jeremy Renner og framleiðendunum Jeremy Chernov og Bryan Burk. Kvikmyndin verður að mestu leyti tekin upp í Dubai en ekkert hefur verið gefið upp um hvað

Manda á tímamótum

„Mér finnst tími til kominn að fara að elta nýja drauma,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir, sem nýlega ákvað að selja netverslun sína, Baby Kompagniet. Marín Manda segir nokkrar ástæður fyrir því að hún ákvað að selja fyrirtækið, en hún hefur rekið það í tæp fjögur ár. „Fyrir rúmlega hálfu ári tók ég við

Læra um Lady Gaga

Háskólinn í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum býður nemendum sínum upp á félagsfræðiáfanga sem snýst um poppstjörnuna Lady Gaga. Áfanginn hefst næsta vor og kennari er prófessorinn Mathieu Deflem sem er mikill aðdáandi Gaga. Hann hefur séð hana þrjátíu sinnum á tónleikum. „Vi

Illa farið með frábæran feril

Einhvern tímann hefði þótt nóg að setja nafn Roberts De Niro á kvikmyndaplakatið og þá væri góð mynd nánast gulltryggð. En nú er öldin önnur og De Niro er ekki lengur það vörumerki sem hann áður var.

Græddi ekki á megrun

Söngkonan og raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, vísar því á bug að hún hafi grætt á tá og fingri síðan hún grenntist. Osbourne tók þátt í bandaríska þættinum Dancing with the Stars á síðasta ári og hélt áfram að hreyfa sig eftir að honum lauk. Núna hefur hún misst yfir tuttugu kíló. Fjölmiðlar segja að hún hafi grætt um 1,4 milljarða króna sí

Fimm íslenskar hljómsveitir á Eurosonic

Hljómsveitirnar Dikta, Who Knew og Endless Dark ásamt tónlistarkonunum Ólöfu Arnalds og Láru spila á tónlistarhátíðinni Eurosonic á næsta ári. Þetta er árleg bransahátíð sem er hugsuð sem stökkpallur fyrir upprennandi flytjendur og verður hún í þetta sinn haldin 12. til 15. janúar.

Vonbrigðin endurútgefin

Strákarnir í Weezer hafa endurútgefið hina vanmetnu Pinkerton frá árinu 1996. Tvær aðrar plötur með sveitinni eru einnig nýkomnar út.

Feðgin föndruðu myndband

Tónlistarmaðurinn Ummi fékk dætur sínar sem eru sex og níu ára, þær Ísabellu Unni og Karen, til að vinna með sér nýtt myndband við lagið Svefnleysi. Það er þriðja smáskífulagið af fyrstu sólóplötu hans, Ummi, sem kom út fyrr á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir