Fleiri fréttir

Skemmtistaðir með sérþjálfaða dyraverði

„Allir okkar starfsmenn eru í högg- og stunguvestum, með talstöðvar og geta með lítilli fyrirhöfn haft samband við lögreglu upp á aðstoð. Við erum síðan kannski með þrjá staði á svipuðu svæði og ef það er mikið að gera á einum er lítið mál að fá aðstoð frá öðrum," segir Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri öryggisfyrirtækisins Terr, sem sér um dyragæslu á ellefu skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur.

Ný listahátíð fyrir unga fólkið

Jónsvaka er ný listahátíð sem verður haldin í fyrsta sinn dagana 24.-27. júní og er markmið hennar að efla þátttöku ungra listamanna í listalífinu. Hátíðin dregur nafn sitt af Jónsmessunótt en dagurinn fyrir Jónsmessu og sjálf Jónsmessunóttin voru nefnd Jónsvaka hér árum áður.

Dómkirkjuprestur spændi upp malbikið í Frakklandi

„Þeir buðu tengdasyni mínum að koma út og prófa þessa bíla og hann mátti taka einhvern með sér. Hann bauð mér. Við vorum þarna með fólki frá Austur-Evrópu og Ísrael, tveir frá hverju landi,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Hjálmar er þekktur fyrir að vera rólyndismaður en undir niðri kraumar bílaáhugamaður svo um munar. Hann komst því í hálfgert himnaríki þegar umræddur tendgasonur hans, Ólafur Björn Ólafsson, bauð honum að koma með sér til Frakklands og prufukeyra nýjustu týpuna af Benz.

Fimm flottar eitís-myndir

Baltasar Kormákur hyggst gera kvikmynd um þrekraun Guðlaugs Friðþórssonar, sem synti í land við ótrúlega erfiðar aðstæður eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. Ef myndin tekst vel og verður vinsæl má fastlega gera ráð fyrir að fleiri geri sannsögulegar kvikmyndir um atburði frá níunda áratugnum. Hér eru fimm hugmyndir að eitís-myndum:

Elin ætlar ekki að horfa á Tiger

Elin Nordgren, eiginkona Tiger Woods, ætlar ekki að horfa á hann þegar að hann tekur þátt í Masters mótinu. Woods hélt blaðamannafund á Augusta National í Georgíu í dag. Elín var hins vegar í Orlando og sá um að sækja dóttur þeirra, Sam Alexis, í skólann.

Fréttastofan vann spurningakeppnina

Lið fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sigraði í Spurningakeppni fjölmiðlanna sem fór fram á Bylgjunni um páskana. Fréttastofan lagði Fréttablaðið í lokakeppninni.

Móðurhlutverkið reynir á

Tveggja ára gömul dóttir Nichole Richie neyddi mömmu sína til þess að skipta um föt á sér þegar að þær fóru saman í verslunarleiðangur á dögunum.

Hilton leitar að heimili og fer í bað

Paris Hilton hefur eytt páskunum í það að leita sér að nýju heimili. Stjarnan, sem helst er fræg fyrir að vera fræg, gerir aðdáendum sínum afar auðvelt með að fylgjast með sér því hún er voða dugleg við að uppfæra Twitter síðuna sína.

Butler elskar Ísland - og að klæða sig í kjóla

Skoski hjartaknúsarinn Gerard Butler kynnir nú nýjustu mynd sína, How to train your Dragon, af miklum móð. Í myndinni, sem er teiknimynd, talar hann fyrir víkingahöfðingja og í viðtali við News of the World segir hann frá ást sinni á Íslandi. Hann elskar reyndar líka að klæða sig upp sem kona, ef marka má viðtalið.

Kylie er valdamesta stjarna Bretlands

Söngdívan Kylie Minogue var á dögunum kosin valdamesta stjarna Bretlandseyja. Miðað var við hvaða stjarna væri þekktust en jafnframt best liðin og komst enginn með tærnar þar sem Kylie, sem reyndar er Áströlsk, var með hælana.

Jennifer og Butler sögð hafa sofið saman í Mexíkó

Slúðurpressan veltir því nú fyrir sér fram og aftur hvort stjörnurnar Jennifer Aniston og Gerard Butler hafi sofið saman. Vinir Jennifer eru hafðir fyrir því að það hafi sannarlega gerst, í febrúar, þegar Jennifer hélt upp á afmælið sitt í Mexíkó. Sögunni fylgir að Aniston sé til í alvöru samband en að Butler dragi lappirnar.

Viktoría Beckham þráir að eignast dóttur

Viktoria Beckham er nú komin á nýjan matarkúr og borðar hún nú kolvetni eins og enginn sé morgundagurinn. Slúðurpressan segir að ástæða þessa sé sú að Victoria vilji nú ólm verða ólétt. Fyrir á hún með manni sínum David Beckham þrjá syni, þá Brooklyn, Romeo og Cruz.

Amy græðir á Glee

Vinsældir sjónvarpsþáttarins Glee í Bandaríkjunum hafa gefið ferli Amy Winehouse stóra vítamínsprautu. Á dögunum sungu krakkarnir í Glee lagið Rehab sem Amy gerði vinsælt fyrir nokkrum árum.

„Hugh Grant stal rakakreminu mínu“

Leikkonan Liz Hurley hefur staðfest það sem marga hefur lengi grunað. Hugh Grant er þjófóttur. Hurley og Hugh áttu í ástarsambandi um þrettán ára skeið á árunum 1987 til 2000. Hurley ber þó engan kala til Grants og segir þau enn vera mjög góða vini en hún giftist indverskum auðkýfingi árið 2007.

Badu kærð fyrir að fækka fötum

Söngkonan Erykah Badu hefur verið kærð fyrir ósiðlegt athæfi í myndbandi sínu við lagið Window seat. Í myndbandinu gengur Badu niður götu í Dallas og týnir af sér spjarirnar eina af annari. Hún endar á evuklæðunum einum og skömmu síðar er eins og hún sé skotin í höfuðið. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og hneykslan sumra en í myndbandinu er Badu skotin á sama stað og John F. Kennedy bandaríkjaforseti sem myrtur var í borginni árið 1963.

Charlie Sheen vill hætta í "Two and a half men"

Charlie Sheen, leikarinn sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga í gamanþáttunum Two and a half men, vill nú yfirgefa skútuna. Sheen hefur verið í samningaviðræðum við framleiðendur þáttarins og hingað til hefur hann neitað öllum tilboðum þeirra. Hann er nú þegar einn hæstlaunaðasti leikari í bandarísku sjónvarpi en þátturinn hefur gengið í sjö ár.

Boyle fékk veglega afmælisgjöf frá Cowell

Susan Boyle, sem sló í gegn í þættinum Britains Got Talent, átti afmæli á fimmtudaginn var, fyrsta apríl. Simon Cowell, Idoldómari með meiru, gaf henni sennilega flottustu afmælisgjöfina en hann gaf út plötu Boyle, I dreamed a dream. Lagið hefur selt 8,5 milljónir eintaka um allan heim og það hittist þannig á að á afmælisdaginn fékk Boyle fyrstu greiðsluna frá fyrirtæki Cowells, sem heitir því viðeigandi nafni Syco.

Lady GaGa býst við að verða gaga

Söngstirnið Lady GaGa hefur viðurkennt að það gætu orðið örlög sín að frægðin geri hana geðveika. Hin 24 ára gamla söngkona varð heimsfræg í fyrra og hún segist hafa litla stjórn á því hvert frægðin fer með hana. „Ég er nú þegar biluð,“ segir hún í samtali við OK!. „Ég er ekki hrædd við neitt. Ef það verða örlög mín að missa vitið vegna frægðarinnar þá er það bara þannig.“

Elin skildi Tiger eftir heima

Elin Nordegren, eiginkona golfarans Tiger Woods, kom nýlega í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að upp komst um framhjáhald Woods.

Samdi lög um vikudagana

Djassarinn Árni Ísleifsson hefur samið lög um alla vikudagana. Af því tilefni heldur hann tónleika með Stórsveit Öðlinga næstkomandi þriðjudag. „Mér datt þetta allt í einu í hug,“ segir Árni. Undanfarin tíu ár hefur hann spilað með Dixieland-hljómsveit sinni og samdi lögin upphaflega fyrir hana.

Pils ávísun á frægð

Bandaríski hasarmyndaleikarinn Sam Worthington er handviss um að pilsið sem hann klæðist í stórmyndinni Clash of the Titans muni skjóta honum endanlega upp á stjörnuhimininn. Worthington þarf að vera í þröngu pilsi sem Perseus, sonur guðanna,

Gaf kærustunni bíl

Simon Cowell er einn af ríkustu mönnunum í skemmtanabransanum og Mezhgan Hussainy, unnusta hans, nýtur góðs af því. Hussainy fagnaði 37 ára afmælinu sínu um daginn og

Janet Jackson snýr aftur

Söngkonan Janet Jackson snýr aftur á svið í sumar, en hún hefur ekki komið fram síðan bróðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Jackson kemur fram á Essence-tónlistarhátíðinni í júlí og stígur síðust á svið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hún kom síðast fram fyrir tveimur árum og hefur látið lítið fyrir sér fara síðan bróðir hennar lét lífið. Á meðal annarra söngkvenna sem koma fram á hátíðinni eru Mary J. Blige og Alicia Keys, Estelle, LL Cool J, Monica og Idolstjarnan Ruben Studdard.

Lesbískur útsaumur á páskamarkaði

Í dag á milli kl. 13 og 21 stendur Styrmir fyrir páskamarkaði á Barböru, Laugavegi 22. Þriðja hæð staðarins verður lögð undir sölubása þar sem félagar í Styrmi selja ýmsan varning, til að mynda prjónavöru, hekl, útsaum, áþrykkta boli auk notaðra vara og nýs varnings. Á annarri hæð

Hamskiptin til San Fransisco

„Þeir keyptu bara handritið. Eru þetta einhverjir peningar? Maður fær náttúrulega höfundarlaun en þetta veltur allt á því hvað verkið er sýnt lengi,“ segir Gísli Örn Garðarsson en Aurora-leikhúsið í San Fransisco hefur keypt leikgerð hans og Davids Farr að verki Kafka, Hamskiptunum, sem leikhópurinn Vesturport hefur sýnt út um all

Jennifer hneyksluð á Courteney

Leikkonan Courteney Cox-Arquette segir að vinir hennar hafi hneykslast á þeirri ákvörðun hennar að koma nakin fram í sjónvarpsþáttunum Cougar Town. Hún segist þó ekki sjá eftir neinu, það hafi verið mikilvægt að sýna hvernig „alvöru konur líti út“.

Hélt fimm tónleika á Fjóni

„Þetta gekk alveg ótrúlega vel. Ég er enn þá í skýjunum,“ segir söngkonan Guðný Gígja Skjaldardóttir frá Patreksfirði. Hún er nýkomin heim eftir níu daga ferð til Fjóns í Danmörku þar sem hún hélt fimm tónleika fyrir heimamenn.

Hann var snöggur að öllu

„Ég er farinn að viða að mér efni og draga saman staðreyndir sem gott er að hafa á hreinu áður en maður byrjar að taka viðtöl,“ segir Jónatan Garðarsson, sem skrifar ævisögu tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar. Karl spilaði meðal annars með Trúbroti og Þursaflokknum, en lést sviplega í bílslysi á Hellisheiði fjörutíu ára gamall árið 1991.

Strandverðir fá höfunda

Framleiðandinn Paramount hefur ráðið tvo nýja handritshöfunda fyrir kvikmynd byggða á hinum vinsælu þáttum Strandverðir, eða Baywatch. Fyrri handritshöfundurinn, sem skrifaði handritið að rómantísku gamanmyndinni The Break-Up, hefur verið látinn flakka og tveir nýir fengnir í staðinn.

Teikningar í Kaffistofu

Ragnar Fjalar, Sigurður Þórir, Arnljótur, Mundi og Morri sýna „overkill-teikningar“ sem þeir hafa unnið í vetur á sýningunni A4 TR1BUT3 5H0W, sem opnuð verður í Kaffistofu, Hverfisgötu 42 í dag.

Íslensk þjóðerniskennd í Kína

Dúóið Heima sem er búsett í Xiamen í Kína hefur sent frá sér myndband við lagið I Know You. Þar er þjóðerniskenndin í fyrirrúmi og yfirgangur Breta gagnvart Íslendingum vegna Icesave-málsins gagnrýndur.

Slösuðust við undirbúning á Elton John tónleikum

Þrír sviðsmenn slösuðust þegar þeir voru að undirbúa tónleika fyrir Sir Elton John í Mexíkó síðastliðinn miðvikudag. Tveir þeirra slösuðust einungis lítillega en sá þriðji fótbrotnaði.

Jesse James eyðilagði bíl ljósmyndara

Jesse James réðst á bifreið í eigu ágengs ljósmyndara þann 25. mars síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir hjólbarðar sprungu, hurð á bílnum beyglaðist og rúða brotnaði.

Aniston heit fyrir Ricky

Jennifer Aniston viðurkennir að hún sé heit fyrir húmoristanum Ricky Gervais. Í það minnsta húmornum hans.

Verður næsta Bond-stúlka indversk?

Leikkonan Freida Pinto, sem sló í gegn í kvikmyndinni, Viltu vinna milljarð, hefur verið orðuð í hlutverk Bond stúlkunnar í nýjustu James Bond myndinni sem óskarsverðlaunaleikstjórinn Sam Mendes leikstýrir.

Spurningakeppni fjölmiðlanna í dag: Engin nördakeppni

Spurningakeppni fjölmiðlanna hefst klukkan fjögur í dag en alls tóku fjórtán lið þátt í þessari fornfrægu keppni sem áður var haldinn í ríkisútvarpinu. Nú er það Logi Bergmann sem bregður sér í hlutverk spyrilsins enda enn þá í fantaformi síðan hann hélt um stjórnartaumana á Gettu Betur.

Gallsúr smokkatígur í Kambódíu

Tiger Woods hefur ekki átt sjö dagana sæla síðastliðna mánuði. Eftir að það komst upp um fjölmörg framhjáhöld hans. Tiger hefur verið uppspretta fjölmargra brandara, en nýjasti brandarinn er eiginlega of súr.

Flottasta motta landsins

Tom Selleck-mottukeppnin fór fram á Boston á þriðjudaginn sem leið. Þetta er í fimmta sinn sem slík keppni er haldin hér á landi. Í Tom Selleck-keppninni keppa karlmenn um titilinn Flottasta motta landsins og var fjöldi hárprúðra manna mættur til leiks í ár líkt og fyrri ár. Keppnin var haldin í samstarfi við Mottumars Krabbameinsfélagsins og rann hluti af ágóða kvöldsins til félagsins. Kynnir var hinn stórskemmtilegi Þorsteinn Guðmundsson og í dómnefnd sátu Sigríður Guðlaugsdóttir, eigandi staðarins, Erik Hirt, fyrrum sigurvegari keppninnar, Jón Atli Helgason, öðru nafni Hárdoktorinn, og útvarpsmaðurinn Þorgeir Ástvaldsson. Aron Bergmann bar sigur úr býtum þetta sinnið, en annað sætið hreppti kvikmyndagerðarmaðurinn Sindri Páll Kjartansson. - sm

Misheppnaðar ráðningar

Kvikmyndanördar velta ýmsu fyrir sér. Á vefsíðu breska blaðsins Sun er rætt um misheppnað val á leikurum. Leikkonan Denise Richards kemst þar á blað fyrir hlutverk sitt sem Dr. Christmas Jones í Bond-myndinni The World Is Not Enough. Lesandi blaðsins vill meina að hún hafi ekki verið trúverðug sem kjarnorkueðlisfræðingur og eru eflaust margir hjartanlega sammála honum. „Ég veit hvernig Bond-myndir geta verið en samt hef ég aldrei séð vel vaxinn kjarnorkueðlisfræðing hlaupa um í níðþröngum fötum,“ skrifaði hann.

Fékk ólétta konu til að leika fyrir sig

Í nýrri kvikmynd leikkonunnar Jennifer Lopez, The Back Up Plan, fer Lopez með hlutverk konu sem á von á tvíburum. Í einni senu sést Lopez standa nakin fyrir framan spegil að dást að þeim breytingum sem líkami hennar hefur gengið í gegnum. Í nýlegu viðtali viðurkennir leikkonan þó að þetta sé í raun ekki hún. „Mér fannst þessi sena mjög falleg, þetta gerði ég þegar ég átti von á mér, þá stóð ég og horfði agndofa á þær breytingar sem orðið höfðu á líkama mínum. Mér fannst að við ættum að fá barnshafandi konu til að leika í senunni, svo hún yrði raunverulegri. Og við gerðum það, þessi kona var komin átta mánuði á leið,“ útskýrir leikkonan.

Mikil spenna fyrir næstu Bond-mynd

Það er miklu fremur regla heldur en hitt þegar umtal, slúður og vangaveltur byrja að flæða yfir fjölmiðla um næstu James Bond-myndina. Sú herferð virðist hafin og að venju er hún misgáfuð.

Gylfi baunar á borgarstjórann

Tónlistarmaðurinn Gylfi Blöndal er ósáttur við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra og sakar hana um að hunsa athugasemdir sínar.

Sjá næstu 50 fréttir